Nú hafa tveir Nóbelsverðlaunahafar tjáð sig um krónuna, þ.e. Paul Krugman og Joseph Eugene Stiglitz, og sagt hana gera okkur meira gagn en ógagn!

Tveir Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði, hafa nú tjáð sig um málefni Íslands og sagt krónuna gera okkur meira gagn en ógagn.

Hlustið á Stiglitz: Stiglitz í Háskóla Íslands, fyrirspurnartími ásamt öðrum hagfr.

En, einhvern veginn, reikna ég samt ekki með því að sannfærðir innan Samfylkingarinnar, skipti um skoðun :) 

Sjáum hvað Krugman segir: The Icelandic Post-crisis Miracle

"Unlike other disaster economies around the European periphery – ...Iceland devalued its currency massively and imposed capital controls."

"And a strange thing has happened: although Iceland is generally considered to have experienced the worst financial crisis in history, its punishment has actually been substantially less than that of other nations."

  • Þetta er einmitt þ.s. verið er að benda á, þ.e. að stóra gengisfellingin sem margir bölva var í raun og veru jákvæður atburður fyrir þann grunn sem allt stendur á, þ.e. atvinnulífið.

-------------------------------------------------Töflurnar af blogginu hans Krugman

Sjá: The Icelandic Post-crisis Miracle

DESCRIPTIONEurostat
  • Þessi tafla sýnir, að samdráttur í landsframleiðslu var langminnstur á Íslandi.
DESCRIPTIONEurostat
  • Þessi tafla sýnir að aukning atvinnuleysis var langminnst á Íslandi.

---------------------------------------------------------------Innskoti lokið

Til áréttingar þess sem þegar er komið fram, vil ég aftur vekja athygli á niðurstöðum sérfræðings hjá "Bank of International Settlements", þ.e. greining á efnahagslegum afleiðingum stórfelldra gengisfellinga.

Þessi kafli, er undirkafli í nýjustu ársfjórðungsskýrslu "Bank of International Settlements".

"Currency collapses and output dynamics: a long-run perspective" 

Sjá hlekk: Quarterly Review - June 2010

Um rannsóknina:

  • "This article presents new evidence on the relationship between currency collapses,,,and real GDP."
  • "The analysis is based on nearly 50 years of data covering 108 emerging and developing economies."
  • "...we identify a total of 79 episodes (Table 1). The threshold for a depreciation to qualify as a currency collapse is around 22%..."


Helstu niðurstöður:

  • "We find that output growth slows several years before a currency collapse, resulting in
    sizeable permanent losses in the level of output."
  • "On average, real GDP is around 6% lower three years after the event than it would have been otherwise."
  • "However, these losses tend to materialise before the currency collapse."
  • "This means that the economic costs do not arise from the depreciation per se but rather reflect other factors."
  • "Quite on the contrary, depreciation itself actually has a positive effect on output."
  • Growth tends to pick up in the year of the collapse and accelerate afterwards.
  • Growth rates a year to three years after the episode are on average well above those one or two years prior to the event.

 

Hvað með Ísland og krónuna? 

Eins og kemur mjög skýrt fram að ofan, kemur vandinn fram áður en stór gengisfelling á sér stað -þ.e. atburðir er eiga sér stað á undan eru raunorsök.

  • Á Íslandi hafði gengi krónunnar hækkað óeðlilega mikið - verið óeðlilega hátt um nokkur ár og að auki frá cirka 2004 til október 2008 var til staðar bóluhagkerfi í stöðugri útþenslu sem gat að sjálfsögðu ekki gengið upp - þannig að ljóst er að gengishrunið var ekki orsök kreppunar sem skall á heldur rökrétt afleiðing hruns bóluhagkerfisins.

Síðan, hjálpar gengisfellingin hagkerfinu í því að rétta úr kútnum, þ.e. gengisfellingin flýtir fyrir að hagkerfið nái sér af áfallinu.

  • Ég held að það sé alveg klárt einnig af gögnunum frá Krugman, að gengisfall krónunnar hefur hjálpað hagkerfinu.

 

En, er þá ekki krónan ónýt?

Við verðum að muna, að gjaldmiðillinn hvílir á grunni hins undirliggjandi hagkerfis. Með öðrum orðum, ef hagkerfið er traust er gjaldmiðillinn traustur, og öfugt. Svo, þá er fólk beinlínis að segja að ísl. hagkerfið sé ónýtt.

En þ.e. alls ekki satt, en þ.s. hérlendis eru enn flutt út verðmæti þ.e. ál og fiskur, að auki höfum við tekjur af ferðamönnum; þá er hér enn starfandi hagkerfi. Þannig, að gjaldmiðillinn sem á því hvílir, getur ekki á meðan svo er, orðið verðlaus. 

Grunnvandi krónunnar liggur í því að ísl. hagkerfið hefur verið sveiflukennt og að auki í því að ísl. hagstjórn hefur of oft verið fremur léleg, þannig að í stað þess að tempra sveiflur hefur hún magnað þær - sem hefur þá byrst í genginu sem stórar gengissveiflur.

Að auki, er einnig vandi í sjálfu eðli okkar framleiðsluhagkerfis, þ.e. einhæft - útflutningurinn einhæfur.

  • Gengissveiflur verða oftast þannig, að sveiflur verða í hagkerfinu.
  • Leiðin, til að minnka sveiflurnar, er að breyta sveiflutíðni sjálfs hagkerfisins - sem þá gerir einnig krónuna stöðugari - reyndar mun það einnig skapa þau hliðaráhrif að gera það auðveldara að búa við annan gjaldmiðil en krónu.
  • Að auki, þurfum við að bæta hagstjórn - það lítur að innlendum stjórnmálum og þeim stofnunum sem hér hafa verið upp byggðar.

Sjúkdómsgreiningin er sem sagt sú, að gengissveiflur séu einkenni sjúkdóms sem eigi rót til sjálfs grunnsins er allt hvílir á, þ.e. framleiðsluhagkerfið - annars vegar - og hins vegar, í landstjórninni.

Réttur skilningur, er síðan forsenda fyrir því að komast að réttum lausnum.

  • Pólitíkina þurfum við einfaldlega að laga, bæta vinnubrögð.

 

Hverskonar framleiðsluhagkerfi, þrifust innan Evrunnar?

Þetta þarf aðeins að skoða gagnrýnum augum, þ.e. fyrir hvaða hagkerfi Evran hefur virkað hvað best - þ.e. hagkerfi sem selja dýra hátækni vöru fyrir mikinn pening per tonn.

Af hverju er það atriði?
Þ.e. vegna þess, að ef þú færð mikinn virðisauka fyrir þinn útflutning, þ.e. varan á endanum verður mjög mikið verðmætari en þ.s. fer í hana af hráefnum, þá skiptir sjálft verðið á gjaldmiðlinum ekki lengur höfuðmáli fyrir þinn útflutning þ.e. samkeppnishæfni hans, einmitt vegna þess að verðið á gjaldmiðlinum er þá svo lítill hluti heildarverðmætaaukningar hráefnanna.

Þannig, að þá ber þitt framleiðsluhagkerfi dýran gjaldmiðil og það án vandkvæða.

 

Íslenska framleiðsluhagkerfið er mjög viðkvæmt fyrir kostnaðarhækkunum!

Þ.e. aftur á móti mjög klárt, oftlega sannað með dæmum þ.s. krónan hækkar og útflutningi hnignar - innflutningur verður meiri að verðmætum; að ísl. framleiðsluhagkerfið er mjög viðkvæmt fyrir verðinu á gjaldmiðlinum.

  • Höfum í huga, að í stað þess að okkar aðalútflutningur sé dýr tæki og aðrar hátæknivörur, er hann ferskfiskur að mestu óunninn og ál (þ.e. ekki vörur úr áli) - svo höfum við ferðamenn.
  • Þ.s. ég er að reyna að segj, er að frumstæði okkar framleiðsluhagkerfis sé þarna til vansa, sem sést m.a. annars á lærdómi S-Evrópu af því að búa við Evru.


En, ástæða þess að framleiðsluhagkerfum margra Evru-ríkja hnignaði undir Evrunni, er hún hækkaði í verði - var akkúrat sú, að eins og útflutningur Íslands, er útflutningur þeirra landa einnig á mun lægra virðisaukastigi verðmætalega en t.d. útflutningur Þýskalands.

Þetta er atriði sem þarf að skoða af mikilli alvöru, en eins og ég skil þetta, þ.s. Evran miðast við Þýskaland og þ.s. Ísl. framleiðsluhagkerfið er miklu mun vanþróaðra, þá gildir eftirfarandi:

  • Laun hér verða alltaf að vera lægri en í Þýskalandi, í samræmi við að hvaða marki virðisauki per tonn er lægri hér á landi.
  • Vegna þess, hve okkar framleiðsluhagkerfi hnignar hratt ef innlendur kostnaður hækkar, verða laun að lækka hérlendis eftir því sem Evran hækkar í verðgildi.
  • Laun má hækka, ef Evran lækkar.
  • Laun má ekki hækka umfram aukningu framleiðni í hagkerfinu, sem á síðasta áratug var cirka 1,5% á ári.


Höfum í huga, að þetta er mjög erfið spennitreyja - að auki, að löndunum sem nú eru í vandræðum Evrópu, sem lentu í vítahring vaxandi viðskiptahalla og skuldasöfnunar, þeim tókst ekki að auðsýna aga af þessu tagi - þannig að þetta er raunverulega mjög - mjög erfitt í framkvæmd.

Höfum að auki í huga
, að til þess að þetta gangi upp, verða allir að spila með og þ.e. ríkið, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins. Þ.e. ekki síst þ.s. er erfitt.

Ekki má heldur gleyma þeim pólitíska vanda og stjórnkerfisvanda, sem hér hefur afhjúpast.

*******Ég hef ekki trú á að þetta sé hægt í framkvæmd.*******

 

Niðurstaða

Mynnumst þess, að tveir Nóbelsverðlaunahafar hafa nú tjáð sig, og bent okkur á að krónan þrátt fyrir marga galla, sé samt að vinna okkur gagn.

Mynnumst einnig krísunnar í S-Evrópu, þ.s. land eftir landi, hefur lent í svipuðum efnahagsvanda að ímsu leiti og Ísland; þ.e. viðskiptahalla - skuldasöfnun, bæði fyrirt. og almennings. 

Minn lærdómur af krísunni í Evrópu tengdri Evrunni, er sem sagt sá að þrátt fyrir alla galla - sem trúið mér ég þekki þá alla - sé enn meira gallað fyrir okkur, að búa við annan gjaldmiðil en krónu; svo lengi sem okkar framleiðsluhagkerfi er hvort tveggja í senn einhæft og "low tech".

Okkar innlenda stjórnkerfis- og stjórnmálavanda, verðum við einnig að leysa. Annars er hann sjálfstætt efnahags vandamál.

Ég er að segja, að þeir sem gagnrýndu Evrópu út frá þeirri forsendu, að Evrópa væri ekki "optimal currency area" vegna þess hve stór munur væri á milli innbyrðis samkeppnishæfni hagkerfa hennar, hafi haft rétt fyrir sér. Að auki, er ég að segja að Ísland sé klárlega í lélega hópnum, þ.e. að það sama eigi við um okkur, að Evran henti okkur ekki, né virðist sem hún henti S-Evrópu.

Svo þarf ekki að vera um aldur og æfi. Við getum breytt þessu. Gert okkar hagkerfi samkeppnishæft við þróuð hagkerfi, og að því eigum við að stefna. Við getum hugsanlega haft þ.s. langtímamarkmið, að taka upp annan gjaldmiðil - sem við ráðum ekki yfir - t.d. 20 ára plan.

Sko, það sama og gerir okkur auðveldar um vik, að lifa áfram við krónuna, mun einnig skapa skilyrði fyrir því að taka upp annan gjaldmiðil. Það verður þá einfaldlega valkostur, A eða B.

  • Það þarf að hefja allsherjar og langtímaátak, til að bæta framleiðsluhagkerfið.
  • Það gengur ekki lengur, að hafa framleiðsluhagkerfið sambærilegt við S-Evrópu og á sama tíma reyna að halda uppi sama þjónustustigi og á Norðurlöndum.
  • Ég er hræddur um, að við verðum að færa þjónustustig niður á það plan sem framleiðsluhagkerfið í reynd stendur undir - og síðan gera það að langtímaplani svona 20 ára plani, að komast til baka.
  • Síðast en ekki síst, bæta innlenda stjórnsýslu og stjórnun af hendi okkar stjórnmála á hagkerfinu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Að bæta framleiðsluhagkerfið á Íslandi er ill eða ógerlegt nema að takmörkruðuleiti. Megin gjaldeyrisuppsprettan er fiskur og ál. Verðsveiflur á áli hafa verið svakalegar og fiskverð er óstöðugt. Við bætist að stór þáttur í útgerðarkostnaði er verð á olíu og allir þekkja öfganna á þeim bænum.

Við verðum því að geta sveiflujafnað. Og er nokkuð að því? Við erum og verðum með hagkerfi þar sem helstu stærðir þess geta tekið miklum og skyndilegum  breytingum og besta ráð til að takast á við slíkar sveiflur er að gjaldmiðillinn slái í takt. Það getur verið erfitt að láta þetta virka vel, en sú þekking er fyrir hendi. Það þarf bara að nota hana! Þeir apakettir sem hafa stjórnað þessu landi allt of lengi klúðra bara öllu sem þeir koma nálægt, nema kannski að gera vini sína ríka.

Við erum þó ört að auka útflutning okkar á tæknivörum, og stórt skref er hægt að taka með því að setja strax í gang áætlun um framleiðslu á Metanól svo innan fárra ára verðum við að mestu óháð innflutningi á olíu.

Dingli, 2.7.2010 kl. 11:58

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Dingli - ef við fjölgum útflutningsgreinum, erum með greinar sem hafa ólíka sveiflutíðni eða sveiflast á öðrum tímum eða á annan hátt; þá mildast þær sveiflur sem hafa verið viðvarandi.

Ég á við, ekki bara auka útflutning, heldur fjölga útflutningsgreinum.

Fleiri egg í körfuna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.7.2010 kl. 14:49

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Frábær grein !

Vonandi sjá margir Samfylkingarmenn hana og skilja loksins að evran er ekki guð !

Birgir Örn Guðjónsson, 2.7.2010 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband