Það virðist sem að innganga í Evrópusambandið, muni ganga okkur Íslendingum treglega, í ljósi ummæla Camerons, Hagues og Balkenende! Sjá einnig yfirlísingu leiðtogaráðsins, á frummáli.

Þegar efnislegt innihald þess hluta leiðtogafundar aðildarríkja Evrópusambandsríkja þann 17. júni, sem beinist að Íslandi, er hafður í huga í samhengi við ímis ummæli, sem fram hafa komið frá embættismönnum, meðlimum ríkisstjórna Breta og Hollendinga, sem og frá þýska þinginu rétt fyrir leiðtogafundinn; virðist vera að Ísland sé þarna dálítið sett upp að vegg.

 

EUROPEAN COUNCIL, Brussels, 17 June 2010 - bls. 10

24. The European Council welcomes the Commission opinion on Iceland's application for membership of the EU and the recommendation that accession negotiations should be opened. Having considered the application on the basis of the opinion and its December 2006 conclusions on the renewed consensus for enlargement, it notes that Iceland meets the political criteria set by the Copenhagen European Council in 1993 and decides that accession negotiations should be opened.

25. The European Council invites the Council to adopt a general Negotiating Framework. It recalls that negotiations will be aimed at Iceland integrally adopting the EU acquis and ensuring its full implementation and enforcement, addressing existing obligations such as those identified by the EFTA Surveillance Authority under the EEA Agreement, and other areas of weakness identified in the Commission's Opinion, including in the area of financial services. The European Council welcomes Iceland’s commitment to address these issues and expresses its confidence that Iceland will actively pursue its efforts to resolve all outstanding issues. The European Council confirms that the negotiations will be based on Iceland's own
merits
and that the pace will depend on Iceland's progress in meeting the requirements set out in the negotiating framework, which will address i.a. the above requirements.

Lykilorð textans að ofan eru greinilega: "...Iceland's own merits,,,pace will depend on Iceland's progress in meeting the requirements set out in the negotiating framework..."

  • Hraði viðræðna verður háður því hve hratt Ísland kemur til móts við sett skilyrði. 

 

Og, hver eru þessi settu skilyrði?

  • Jan-Peter Balkanende: "We won't block negotiations, but there are hard demands Iceland has to meet." Iceland Faces Uphill Battle to Join EU
  • "It is essential to underline that in the course of negotiations the extent to which Iceland sticks to its international obligations will determine the momentum of the talks," the EU diplomat added. "They have to solve this before accession." Iceland Faces Uphill Battle to Join EU

  • The Dutch are pleased that they have "managed to convince the other member states that this is not a bilateral issue. It's turned into a whole-of-EU issue - that's very important." Iceland Faces Uphill Battle to Join EU
  • "We are happy with the opening of negotiations. It doesn't explicitly mean they have to pay up before they join, but realistically it will be very difficult for them to join if they don't pay," a UK diplomat told this website. Iceland Faces Uphill Battle to Join EU
  • David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Íslendinga skulda Bretum 2,3 milljarða punda og breska stjórnin mun nýta aðildarviðræður þeirra við ESB til að tryggja það að þeir standi við skuldbindingar sínar. Íslendingar verða að borga
  1. Ísland þarf sem sagt, að ganga frá Icesave deilunni með þeim hætti, að Bretar og Hollendingar, séu sáttir við lausn mála.
  2. Ísland þarf að hætta hvalveiðum.
  3. Ísland þarf að framkvæma tilteknar breitingar á stofnunum, skv. kröfum sem framkvæmdastjórnin hefur sett fram, þ.e. aðlögunarskilyrði.
  • Öllu þessu þarf að ljúka eða verið búið að koma á rekspöl sem gagnaðilum Íslands finnst ásættanlegur, til að samningar af þeirra hálfur fái að ljúka.
  • Mótaðilar okkar, eru einmitt í aðstöðu til að setja slík skilyrði, þ.s. eftir allt saman gildir það enn, að það eru meðlimaríki Evrópusambandsins sem taka endanlega ákvörðun um að samþykkja eða synja nýju ríki inngöngu.
  • Það hefur reyndar aldrei gerst, að viðræðum ljúki og síðan sé nýju aðildarríki hafnað, fremur er það þannig, að viðræður dragast á langinn þangað til að umækjandi dregur annað af tvennu kröfu sem mótaðilar sætta sig ekki við til baka eða þá að þeir á endanum sætta sig við að framkvæma e-h tiltekið sem gerð er krafa um og þeim verður ljóst að þeim er ekki undankomu auðið.

Plottið er sem sagt augljóst, mótaðilar okkar sjá í hendi sér að samningsaðstaða þeirra er best við þær aðstæður, að samningaviðræðum sé hleypt af stað og síðan tafðar þ.e. Íslandi stillt upp að vegg þar til látið er undan kröfum.

 

Hvernig eiga þá andstæðingar Evrópusambands aðildar að bregðast við?

  • Það liggur einnig klárt fyrir - þ.e. að sjá til þess að ekkert, alls ekkert, sé gefið eftir í Icesave deilunni - þ.e. svo lengi sem hún stendur yfir, þá blokkera Hollendingar og Bretar Evrópusambands aðild. Þannig eru Bretar og Hollendingar, óvart bandamenn þeirra, sem ekki vilja Evrópusambands aðild Íslands.
  • eða, að algerlega sé því hafnað, að hætta hvalveiðum. Nægt fylgi til þess, að þær haldi áfram, tryggt hér innan lands.

 

Niðurstaða

Í ályktun leiðtogafundar Evrópusambandsríkja þann 17. júni síðastliðinn, var Íslandi í reynd stillt upp við vegg - þ.e. lesið á milli lína, gangið að skilyrðum Breta og Hollendinga, ásamt öðrum fram komnum skilyrðum; annars fáið þið ekki aðild.

  • Augljóslega munu nú Evrópusinnar, berjast fyrir því að gengið sé að skilyrðum Breta og Hollendinga um Icesave, sem vart þarf að koma á óvart, og einnig því að hvalveiðum sé hætt og væntanlega einnig að þær breytingar á stofnunum sem óskað er eftir verði framkvæmdar hið snarasta, þá þær kosti umtalsvert á sama tíma og þarf að skera niður.
  • Á sama tíma, munu andstæðingar Evrópusambands aðildar, gera allt þ.s. þeir geta, til að tefja það að Icesave viðræðum ljúki og helst aldrei, einnig berjast gegn því að ákvörðun verði tekin um að hætta hvalveiðum, og að auki draga í efa og tefja fyrir framkvæmd breytinga á innlendum stofnunum, sem Framkvæmdastofnun Evrópusambandsins krefst.

 

Ljóst er að deilurnar hér innanlands, eru rétt að hefjast - að Icesave deila síðasta árs, var bara upphitun - "you aint seen nothing yet"!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Einar Bjorn

Það er ekki farið hátt með þær upphæðir sem Island kæmi til með að borga í árleg gjöld fyrir aðildina. Eg vil gjarna biðja þig um að rannsaka málið. Mig grunar að ekki sé um neinar smáupphæðir að ræða.

Björn Emilsson, 22.6.2010 kl. 03:40

2 Smámynd: Dingli

Nú verða VG og Sjallarnir, framararnir mega vera með líka, að krækja höndum og hölum saman við að stöðva EU skynvilludraum Samflippaðra. Eina leiðin er að Sallar og VG lýsi því yfir, að ef Sammó slíti stjórnarsamstarfinu verði tillaga um að stöðva umsóknarferlið samþiggt á Alþingi, þá verði efnt til nýrra kosninga.

Dingli, 22.6.2010 kl. 09:54

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hagfræði Stofnun Háskóla Íslands, áætlaði árið 2002 árlegan kostnað við Evrópusambands aðild, á bilinu 8-10 milljarða króna.

Hafa ber í huga, rúmlega 50% verðfall krónunnar síðan þá.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2010 kl. 14:48

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hér er hlekkur á skýrslu Hagfræði Stofnunar HÍ um áhrif af aðild Íslands.

http://webcache.googleusercontent.com/search?q=cache:u85EM2eikNsJ:www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/esb_greinargerd_doc.doc+Sk%C3%BDrsla+Hagfr%C3%A6%C3%B0istofnunar+H%C3%8D+fyrir+fors%C3%A6tisr%C3%A1%C3%B0uneyti%C3%B0+um+ESB-a%C3%B0ild&cd=2&hl=is&ct=clnk&gl=is&client=firefox-a

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2010 kl. 14:52

5 Smámynd: Björn Emilsson

Auk kostnaðar við aðild að ESB, kemur svo kostnaður ESB vegna Evrufalls ríkjanna eins og Grikklands td, sem Island verður að taka þátt í. Ekki um neinar smáupphæðir að ræða þar. Allar þessar skuldbindingar, auk Icesafe, munu hreinlega gera Island gjaldþrota. Sem er auðvitað ætlun ESB, semsagt að gleypa Island með húð og hári.

Björn Emilsson, 22.6.2010 kl. 15:16

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, þú meinar 750 milljarða Evra pakkann, sem sennilegt er talið að þurfi allt að því að 2-falda, áður en yfir líkur.

Tja, spurning um tímapunkt þann, er aðild tekur gildi - en einnig hvernig samninganefnd myndi taka á slíkum kröfum - en, vanalega fá ríki fremur greiðlega einhverja aðlögunarfresti að fullri þátttöku í atriðum er samninganefnd umsóknar ríkis telur erfið fyrir það ríki. 

Þetta er auðvitað, sú aðferð sem notuð er, þ.e. aðlögunar frestun en ekki raunverulegar undanþágur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband