Skoðum hvað kemur fram í nýjustu útgáfu Seðlabankans, á ritinu Fjármálastöðugleiki!

Að sjálfsögðu, vel ég sjálfur þ.s. mér finnst áhugaverðast. En, fyrir áhugasama er hlekkur á þetta rit, eftirfarandi:

Fjármálastöðugleiki


"Betri afkoma gefur hinu opinbera svigrúm til að styðja betur við
efnahagsbatann
Þar sem fjárhagsstaða ríkissjóðs varð fyrir töluverðu áfalli við hrun
fjármálakerfisins var nauðsynlegt að grípa til yfirgripsmikilla aðhaldsaðgerða
til að tryggja sjálfbærni ríkisfjármála til lengri tíma. Svigrúm
hins opinbera til stuðningsaðgerða við innlenda eftirspurn hefur því
verið af skornum skammti.
Fjárhagsstaðan hefur þó heldur batnað frá fyrstu áætlunum. Útlit
er fyrir lægri vaxtakostnað af Icesave-skuldbindingum, þótt ekkert
sé enn fast í hendi. Einnig hafa skatttekjur verið hærri vegna sterkari
einkaneyslu og minna atvinnuleysis. Dregur þetta nokkuð úr þörf á
aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum á þessu ári og eykur það möguleika
ríkisfjármála á að nýta hluta þess að styðja við efnahagsbatann. Áfram
er þó þörf á ströngum aðhaldsaðgerðum á næstu árum til að tryggja
sjálfbærni skulda."
 

Textinn að ofan, er alveg hreint ótrúlegt píp.

En, með hvaða hætti á ríkið, að styðja atvinnulífið? Minni niðurskurði?

En, þarna er vísað til þess, að ríkisstjórnin í reynd færði til hluta af samdrættinum frá síðasta ári yfir á þetta ár, með tímabundnum aðgerðum þ.e. frystingar lána og tímabundin aðlögun greiðla, sem renna út á þessu ári. En, eftir allt saman, virðist sem að svo sannfærð sé ríkisstjórnin um ráðgerðan hagvöxt, að frekari aðgerða sé ekki talið þörf. Þannig, að mældur samdráttur á síðasta ári varð ívið minni, þannig velta þjóðfélagsins varð ívið meiri - sem síðan orsakaði örlítið meiri skatttekjur. Nú-þetta gengur allt til baka á þessu ári - síðan verður að koma í ljós hvað síðan gerist, þegar í ljós kemur að ekkert bólar á hinumr ráðgerða hagvexti.

 

"Sveigjanleiki vinnumarkaðar hefur dregið úr aukningu
atvinnuleysis

Sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar hefur auðveldað aðlögun þjóðarbúskaparins
að efnahagsáfallinu. Raunlaun hafa lækkað verulega
í kjölfar fjármálakreppunnar. Brottflutningur vinnuafls, tilflutningur
fólks úr vinnu í skóla, minni yfirvinna og fjölgun hlutastarfa hafa leitt
til þess að vinnuaflsnotkun hefur dregist saman um rúmlega 16% frá
miðju ári 2008 án þess að atvinnuleysi ykist samsvarandi."

 

Þetta er áhugavert - þ.e. minnkun eftirspurnar eftir vinnu af völdum kreppunnar, hefur verið 16%.

 

"Talið er að efnahagsbatinn geti hafist á seinni hluta þessa árs, en
óvissan er mikil

Samkvæmt spá sem Seðlabankinn birti í Peningamálum í byrjun maí
er gert ráð fyrir að efnahagsbati hefjist á seinni hluta þessa árs, eftir
u.þ.b. tveggja og hálfs árs samdráttarskeið. Landsframleiðsla mun
dragast saman um 2½% í ár. Nokkrum hagvexti er spáð á næstu
árum, einkum á næsta ári vegna aukinnar stóriðjufjárfestingar.
Efnahagshorfur, hvort sem er innanlands eða alþjóðlegar, gætu
hæglega breyst frá því sem gert er ráð fyrir í grunnspánni sem birt var í
maí.
Bakslag gæti orðið í hinum alþjóðlega efnahagsbata, og takmarkað
aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum gæti tafið fjárfestingu
í stóriðju.
Þá gætu hugsanlegar tafir á þriðju endurskoðun efnahagsáætlunarinnar
og eldgos tafið útflutningsdrifinn efnahagsbata.
Mikil
skuldsetning heimila veldur einnig óvissu um framvindu á ýmsum
sviðum efnahagslífsins.
"

 

Þarna fyrir ofan, er talið upp - af hverju spáin um hagöxt gengur sennilega ekki eftir!

  • En, stóryðjufjárfestingin er forsenda planlagðs hagvaxtar - ergo, án þeirra framkvæmda enginn hagvöxtur.
  • Ekki verður af þeim fjárfestingum, ef ekki tekst að fjármagna þær framkvæmdir, með nægilega hagstæðum erlendum lánum, seinni hluta þessa árs eða fyrri hluta þess næsta.
  • Vandræðin á erlendum lánamörkuðum - vegna efnahagsvandræða innan Evrópusambandsins, draga úr líkum þess að slík erlend fjármögnun gangi eftir þ.s. erlendir fjárfestar fyllast aukinni varfærni gagnvart áhættusömum fjárfestingarkostum á tímum óvissu.

Seðlabankinn veit sem sagt fullvel, af hverju planið mun sennilega ekki ganga eftir, en pólitískar ástæður sennilega gera honum ókleyft um annað en að halda áfram að rumsa um væntan hagvöxt.

 

Aðlögun eignaverðs heldur áfram
Frá hruni bankanna hefur innlendur hlutabréfamarkaður gegnt mun
minna hlutverk en áður og hlutabréfaeign er ekki lengur umtalsverður
þáttur í efnahag bankanna. Þróun á fasteignamarkaði er líklegri til
að hafa veruleg áhrif á afkomu bankanna.
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu
hefur haldið áfram að lækka á undanförnum mánuðum og
hafði í maí lækkað um ríflega 35% að raunvirði frá október 2007. Verð
á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað enn meira.

Þótt dregið hafi úr lækkun nafnverðs að undanförnu, gæti raunverð
enn átt eftir að lækka nokkuð til viðbótar.

 

  • Og án upphafs hagvaxtar - halda þær lækkanir áfram.
  • Þá mun fjárhagur bankanna, einnig versna af völdum aukins fjölda slæmra lána, umfram þ.s. núverandi áætlanir þeirra sem reikna með hagvexti gera ráð fyrir.
  • 17% eiginfé Landsbanka, skv. núverandi reikningum, getur því gufað upp hratt.

 

"Niðurstöður rannsóknar Seðlabankans benda til þess að um 23% heimila séu líkleg til að lenda í greiðsluerfiðleikum og þurfi á frekari úrræðum að halda."

 

Þessi niðurstaða hefur komið fram áður, og má kalla það áfellisdóm á stj.v. þ.s. talað er um í dag, að nóg hafi verið að gert.

 

"Tæplega 40% skuldugra heimila eru með neikvæða eiginfjárstöðu í húsnæði."

 

Þetta er hreint skelfileg tala. Höfum í huga, þetta eru einkum ungar fjölskyldur með börn - svo áhrifin fyrir framtíðina, vegna barna sem munu alast upp við skert tækifæri af völdum fátæktar, munu reynast mjög alvarleg - þegar fram í tímann er horft.

 

Samkvæmt upplýsingum frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu hefur rúmlega 40%
verð- og gengistryggðra húsnæðislána verið greiðslujafnað og 5% verðtryggðra húsnæðislána eru í frystingu.

 

Þetta segir manni, að um 45% fjölskylda eigi í vandræðum með sín húsnæðislán. En, greiðsluaðlögun og frysting, er sama og vera í vandræðum.

 

Bankrnir:

  • Heildarútlán viðskiptabankanna 1700 milljarðar kr.
  • 63% til fyrirtækja, 23% til heimila.
  • 295 milljarða kr. í vanskilum, þrátt fyrir frystingar og greiðsluaðlögun. 
  • 40% útlána skilgreind í vanskilum - 25% komið í skil eftir endurskipulagningu. 75% með öðrum orðum, eru í erfiðleikum - endurskipulagning vísar til frystingar eða svokallaðrar greiðsluaðlögunar sem eins og allir þekkja, ítir vandanum áfram án lausnar.
  • "Viðskiptabankarnir eru að mestu leyti fjármagnaðir með innlánum en innlán eru um 65% fjármögnunar þeirra."
  • "Eins og áður sagði er lántaka viðskiptabankanna lítil. Þannig nam liðurinn lántaka um 390 ma.kr. í árslok 2009 eða um 15% af fjármögnun. Langstærstur hluti lántökunnar er skuldabréf sem NBI gaf út til Landsbanka Íslands hf. til 10 ára í erlendum gjaldmiðlum."
  • "Mat Fjármálaeftirlitsins er að eigið fé bankanna sé hátt miðað við það sem þekkist alþjóðlega og hærra en innri viðmið þeirra segja til um. Þá sýna ný álagspróf Fjármálaeftirlitsins að nýju viðskiptabankarnir þola langvarandi efnahagslægð - 16%."

 

Ég gef ekki mikið fyrir þetta mat Fjármálaeftirlitsins, - enda bísna klárt að ef við gerum ráð fyrir áframhaldandi samdrætti næstu ár í stað hagvaxtar, þá aukast vanskil og önnur vandræði ár frá ári. Að auki lækka eignir áfram í verði.

Perónulega, finnst mér líklegt að bankarnir séu í reynd gjaldþrota - þ.e. svokallaðir zombí bankar.

En, þeir hafa öll einkenni slíkra banka - þ.e. nær engin útlán, enda geta þeir ekki lánað þegar eigið fé er í reynd við "0" - eða jafnvel neikvætt. 

Þetta sést einnig á tilboðum þeirra til viðskiptavina sinna, sem felast í ímsum hókus pókus tilboðum, sem skilja þá viðskiptavini eftir í nokkurn veginn sömu stöðu. En, zombíbankar geta ekki afksrifað nema hjá þeim sem þegar eru gjaldþrota.

Síðan er áhugavert að leggja saman 25% (lán í skilum eftir endurskipulagningu) og 40% sem er magn lána í skilgreindum vanskilum. En, þá fæst 75% - sem er þá væntanlega rauntala þeirra sem eru í vandræðum, þ.e. fyrirtæki og einst. En, eins og allir vita, hafa eingöngu verið í boði, frestandi aðlögunaraðgerðir, sem leysa engan vanda - þannig að hann kemur í hausinn seinna.

 

-----------------------------------

Þ.e. ómögulegt að vera bjartsýnn þegar raunveruleg staða er skoðuð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband