Fylgistap ríkisstjórnar flokkanna, er það athyglisverðasta, sem að mínu mati kemur fram í könnun Capacent!!

Ská frétt um könnun Capacent: Besti flokkurinn fengi 6 fulltrúa

 

Förum svo yfir niðurstöður:

Sjálfstæðisfl:      30%   5 fulltrúar

Besti Flokkurinn: 39%   6 fulltrúa

Samfylking:        21%   3 fulltrúa

Vinstri Grænir:     6%    1 fulltrúa

Framsókn:         3,5%   0 fulltrúa

 

En vísbendingar eru þess efnis, að Besti Flokkurinn sé að fá hvað hæsta hlutfalls óánægjufylgis frá þeim sem kusu ríkisstjórnarflokkana.

En, vitað er að gríðarleg óánægja er innan grasrótar VG yfir því, að ráðherrar VG skuli hafa tekið þátt með Samfylkingunni ákvörðunum eins og: Icesave samningnum, umsókn um aðild að ESB og nú síðast, mál tengd sölu á rétti til nýtingar auðlinda Íslands til langs tíma til tiltekins erlends fyrirtækis.

Úti um samfélagið, heyri ég mjög oft umkvartanir að lofor stjórnmálaflokka, skipti engu máli - ekkert að marka þau - og því sé réttast að kjósa Besta Flokkinn.

En, hegðun ráðherra VG er sennilega eftirmynnilegasta dæmið um loforða-svik, sem mér kemur upp í hugann. Margir kjósendur sjá nú engan mun á VG lengur, og öðrum af svokölluðum 4. flokki.

-----------------------------------

Ekki veit ég hvað þetta þíðir - en ef til vill er það vísbending um að Besti Flokkurinn sé líklegri til samstarfs við vinstri flokkana, en þá til hægri.

  • Ef svo verður reyndin, mun hann óhjákvæmilega fá stimpilinn "vinstri flokkur" í huga kjósenda með kosninga-hegðun, sem hallar til hægri. Því ekki fá lengur óánægjufylgi úr þeirri átt.
  • En, hann getur einnig valið að standa á hliðarlínunni, og verða þ.s. einn vinur minn, aðdáandi Besta Flokksins, kallar Besta-andstaðan.
-------------------------------------

Ég verð samt að segja, að með kosningu Besta Flokksins, er dálítið verið að ana út í óvissuna, þ.s. enginn í reynd veit, hvað Besti Flokkurinn stendur fyrir.

En, sú skoðun að ádeila hans sé beint að svokölluðum 4. flokki - er einfaldlega útbreitt skoðun, þ.e. alls ekki endilega víst að hún sé rétt.

En, Besti Flokkurinn þ.e. Jón Gnarr, hefur talað um Besta Flokkinn sem ádeilu á ísl. stjórnmál -

  1. Kosningahegðun er óhjákvæmilega hluti af stjórnmálum.
  2. Þannig, að mér hefur dottið í hug, að ádeila á stjórnmál þíði að Besti Flokkurinn, sé einnig ádeila á ísl. kjósendur.

Einhvern veginn, virðist að upp komin sé nýtt dæmi um ísl. hjarðhegðun - en hið fyrra alræmda var þegar flestir studdu í reynd útrásina og voru útlendingum reiðir fyrir að gagnrína hana þá gagnrýni sem allir í dag eru náttúrulega sammála í dag, ekki satt - en, mér sýnist að sú hjarðhegðun sem virðist hafa myndast í kringum Besta Flokkin sé ekki endilega augljóslega betur ígrunduð.

Getur verið, að Jón Gnarr - sem er gamall anarkisti, andkerfissinni par excellence; sé fyrir bragðið einmitt áhugasamur um anarkí?

En, með því að taka ekki bara flokkakerfið "for a ride" heldur einnig kjósendur, gera hvort tveggja að fíflum; þá gæti hann einmitt með mjög öflugum hætti, látið gamla anarkisma drauma rætast - sbr. viðtal við Jón Gnarr sjá ( Áhugavert viðtal við Jón Gnarr, í Reykjavík Grapevine. )

Hvort er ráðandi hjá Jóni Gnarr - lýðveldisinninn eða anarkistinn?

Ég er hreinlega ekki viss - svo ég get ekki annað, en sagt að uppgangur Jóns Gnarr fylli mig í og með smá beig!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband