Er Evrusvæðið, gjaldþrota?

Þetta er spurning, sem Wolfgang Münchau hjá FT.com varpar fram, og nefnir þar nokkur íhugunarverð atriði:

 

Is the eurozone insolvent?

"The first thing to note is that you cannot answer that question with a cursory reference to the debt-to-gross domestic product ratios of eurozone countries. This macro perspective is of little use here. Those numbers tell us that the eurozone is in a better position than the US, the UK or Japan."

Með öðrum orðum, að villandi sé að skoða einungis skuldastöðu Evrópuríkjanna, skv. opinberum tölum yfir skuldir vs. þjóðarframleiðslu, því skv. þeim sé Evrópa í betri málum en Bandar. og Japan - en, ljóst er að þ.e. ekki rétt.

 

"The problem is that those headline numbers exclude contingent debt and the interconnectedness of financial flows....European Union governments have effectively guaranteed the liabilities of their entire banking sectors. They have guaranteed all bank deposits up to a certain limit. The eurozone member states guaranteed Greek debt for the next three years, and then extended the scheme to the rest of the eurozone. And those guarantees will probably have to be doubled again."

Þær tölur, taki ekki með í reikninginn, þær stórfelldur ábyrgðir sem ríki Evrópu hafa gengist undir, síðustu 2. ár - þ.e. :

  1. Ábyrgjast skuldir bankakerfa sinna.
  2. Ábyrgjast öll innlán, upp að vissri upphæð.
  3. Ábyrgjast skuldir Grikklands, fyrir næstu 3. ár.
  4. Nú síðast, öll meðlimaríki Evrusvæðisins, samþykktu sameiginlega ábyrgð allra skulda Evruríkja, upp að 750 milljörðum Evra. 

Wolfgang, spáir því að sá heildarábyrgðar-pakki, verði sennilega 2. faldaður, áður en yfir líkur.

En, slíkar ábyrgðir í reynd, innibera stórfellda skulda-aukningu, meðlimaríkja Evrusvæðisins.

 

"Before the start of monetary union in 1999, EU countries borrowed at different interest rates, the spreads reflecting expectations about future exchange rate realignments and default probabilities. With the arrival of the euro, spreads almost disappeared. Just as subprime CDOs enjoyed triple A ratings because of the way they were constructed, the entire eurozone enjoyed a triple A rating on the back of Germany’s. This produced a massive credit boom in Spain and Portugal, and those credits were recycled through the eurozone banking system."

"So, given what happened to those subprime CDOs, what hypothetical rating should we then attach to that €440bn eurozone SPV(special purpose vehicle)? A triple A?"

Hérna gerir Wolfgang áhugaverðan samanburð, en hann mynnir okkur á að á sínum tíma, hafi skuldavöndlar sem búnir hafi verið til, þ.s. blandað var saman mismunandi skuldum í einn pakka, sem talið var dreifa áhættunni - sem sú ályktun var þá af dreginn að þar með væri áhættan lækkuð.

Slíkir skuldavöndlar, fengu mjög lágt áhættumat hjá matsfyrirtækjum, sem orsakaði að þeir voru mjög vinsælir fjárfestinga-kostir, á ákveðnu tímabili.

En, síðan við "sub-prime" kreppuna, átta menn sig allt í einu á því, að með því að mixa upp lánunum með þessum hætti, þá er einnig orðið erfiðara að átta sig á hver akkúrat áhættan er fyrir hvert lán fyrir sig.

Allt í einu, umbreytist sýn markaðarins, á þessa vöndla - og markaðurinn fer að upplifa þá sem eytraðann pening, þ.e. í stað þess að dreifa áhættunni, magni þeir hana upp - þ.e. vöndull er ekki lengur séður hafa meðaláhættu, heldur er áhættan metinn á grunni versta lánsins í pakkanum.

Þessi vöndlar, eftir kreppuna, urðu nánast óseljanlegir, og eigendur þeirra töpuðu svimandi upphæðum á þeim - sem fór með margann fjárfestinn, jafnvel heilu bankana, á hausinn.

--------------------------------------

Spurningin er sem sagt, með því að gera áhættuna sameiginlega, gildir þá allt í einu það sama um Evrusvæðið, að þ.e. einungis eins sterkt og veikasti hlekkurinn?

  • Eru fjárfestar að afskrifa beinlínis, Evrusvæðið? Eða, er raunveruleg hætta þar um?
  • Gerist þá það sama, með skuldir einstakra Evru-svæði ríkja, hvert við annað, að þær verðfalla, þannig að þau ríki sem eiga mikið af þeim - með svipuðum hætti - tapa ógnarupphæðum?

 

"The Credit Suisse report asked whether the slowdown in global growth might have the same effect on the eurozone that the slowdown in the US housing market had on subprime CDOs. As long as the eurozone governments can generate sufficient tax revenues, all is well. But if that were to stop, the eurozone’s debt edifice might break down like a house of cards."

 

Síðan mynnir hann okkur á einn vandann enn, þ.e. möguleikar til hagvaxtar.

  • En, á Evrusvæðinu verða þeir mjög skertir, næstu árin.
  • Þ.e. auðvitað hin hliðin á vandanum, þ.e. tekjuhliðin.

En, ef Evrusvæðið sekkur aftur í kreppu, þ.e. samdrátt tekna ríkissjóða, sé veruleg hætta á að skuldavandi einstakra ríkja vaxi þeim hratt yfir höfuð, og allt klabbið falli eins og spilaborg.

----------------------------------hvað um okkur?

Ísland:

  • Þetta er auðvitað sama vandamálið og hérlendis, þ.e. skuldavanda verður að skoða í samhengi við tekjumyndun. Ég á við, að villandi er eins og Gylfi Magnússon stöðugt gerir, að einblína eingöngu á skuldahliðina.
  • En, þ.s. setur ríkissjóð Íslands í þrot, mun verða léleg tekjumyndun - þ.e. áframhaldandi samdráttur.
  • En, ekki er hægt að starta hér hagvexti - hvað sem ríkisstjórnin segir, Gylfi Magnússon sérstaklega - ef ekki verður af tilteknum risaframkvæmdum. 
  1. En, risaskuldir almennings.
  2. Risaskuldir fyrirtækja.
  3. Ásamt, of háum vöxtum - sem magna upp skuldavandann.
  4. Auk þess, að skattar hafa verið hækkaðir.
  5. Gera hagvöxt fullkomlega útilokaðann - án risaframkvæmda.
  • En, ekkert sérstakt bendir ti, að af þeim framkvæmdum verði.
  1. Enginn þeirra hefur enn verið fjármögnuð.
  2. LV og OR munu þurfa að afla erlendra lána, á hagstæðum vöxtum -
  3. En, ríkissjóður Ísl. hefur ekki getað fengið lán á viðráðanlegum kjörum, síðan hrunið átti sér stað, október 2008.
  4. LV og OR geta ekki haft betra lánsmat, en eigendur þeirra - og að auki, eru bæði fyrirtækin stórskuldug fyrir.
  5. Ofan á allt þetta, gerir ástandið á erlendum lánamörkuðum, fjárfesta hvekkta og sérstaklega neikvæða gagnvart öllum ríkjum, sem skilgreind eru í áhætt-hópi.
  6. Í reynd, er áhættufælni fjárfesta á uppleið erlendis, sem gerir þá enn síður líklega en áður, að veita okkur eða ísl. aðilum, viðráðanleg lánskjör.
  • Ergo - mun líklegra en ekki - að ekki verði af þeim stórframkvæmdum á næstunni.
  • Afleiðin, efnahagsplanið hrynur - þ.s. ekki verður af tekjuaukningu ríkissjóðs, sem á að gera honum kleyft að standa undir sínum skuldum.

Þetta er raunástæða þess, að ég hef verið alla tíð síðan hrunið átti sér stað, og er enn - hef fremur en hitt styrkst í þeirri trú; að Ísland sé einnig eins og Evrópa gjaldþrota.

En, við á hinn bóginn, höfum betri möguleika til að rétta okkur við - og getum það, í krafti okkar auðlynda, - 

  1. Vaxtastig verður að fara niður - og það mikið.
  2. Skattar líka - en, rétt að nota lækkanir til að hvetja til útflutnings, þ.e. til þeirra sem ætla að skapa nýjan útflutnings.
  3. Við höfum til cirka ársloka 2011 - jafnvel út 2012, þ.e. sá tími sem við höfum til að snúa hlutum við, og komast hjá gjaldþroti.
  4. Það verður að gera, með því að auka útflutning. En, leið erlendrar lántöku til að kosta stórvirkjanir, er lokað sund. Lánamarkaðir eru og verða lokaðir.
  5. Svo, í staðinn, verðum við að beita leiðum - 1. og 2.

Með smá heppni og mikilli sparsemi í notkun gjaldeyris, er hugsanlegt að þessi tími dugi til slíks viðsnúnings.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband