Skötuselsmálið - stormur í vatnsglasi?

Fyrir mér, þá er hlið á skötusels málinu, er ekki hefur fengið fjölmiðlaumfjöllun, sem ég hef nokkrar áhyggjur af, en þ.e. sú staðreynd, að miðað við að útgefinn kvóti í skötusel var 2.500 tonn, þá er sú viðbót sem ráðherra er heimilt að viðbótarúthluta þ.e. 2.000 tonn, hvorki meira né 80% aukning á þann útgefna kvóta er áður var gefinn út í samræmi við ráðleggingar vísindamanna.

Skv. nýrri frétt, ætlar ráðherra á næstunni að úthluta 500 tonnum af þessu, sem er þá eitt og sér 20% aukning, á áður gildandi kvóta.

Fimm hundruð tonn af skötu- selskvóta til sölu. Ráðherra segir um góða búbót að ræða

Auðvitað, þ.s. þetta er heimildarákvæði, þá á eftir að koma í ljós, hvort ráðherra nýtir þetta.

En, spurningin er um hvaða fordæmi við viljum setja?

Það er ákveðinn popúlismi til staðar núna, úti í þjóðfélaginu, sem heldur því fram, að lítið mark sé takandi á ráðum fræðinga Hafrannsóknarstofnunar, - ein línan er þá að nóg sé af fiski í sjónum, meira en þeir fræðingarnir halda - önnur er sú, að grisja eigi fiskistofna hér við land, því þeir hafi ekki nægt æti.

Hvorug kenningin, styðst við nein viðurkennd vísindi.

Einn fáránlegur frasi, sem oft er endurtekinn er "að ekki sé hægt að geima fisk í sjónum".

 

Spurningin, er af hverju þessi aðferð er valin?

Þ.e. sannarlega full ástæða til að endurskoða kvótakerfið, og þá ekki síst, til þess að koma á alvöru veiðigjaldi svo megnið af auðnum, renni ekki eins og nú er nær einungis í vasa fámennrar elítu.

En, er rétt að gera það með aðferð, sem á sama tíma, grefur undan, þeirri stefnu sem hefur verið miðað við fram að þessu, að úthluta ekki mjög mikið meira af afla, en þ.s. vísindamenn leggja til?

Það hefur einmitt verið kjarni, veiða hér við land, að ákvörðun um heildarafla, hefur verið studd af vísindalegum gögnum.

Þó svo, að oft hafi nokkru meira verið veitt, en vísindamenn hafa lagt til, hefur aldrei verið á milli úthlutaðra veiðiheimilda, og tillagna vísindamanna, neitt ginnungsgap - eins og t.d. á milli kvótaúthlutunar í löndum Evrópusambandsins og tillagna vísindamanna þar.

Er það ekki einmitt á okkar ábyrgð, að ofveiða ekki þá fiskistofna sem hér eru við land?

Er því ekki óskynsamlegt, að vera að setja fordæmi um, að líta með stórfelldum hætti framhjá ráðleggingum okkar helstu fiski- og haffræðinga?

Er það ekki einmitt eitthvað, sem við eigum að leggja áherslu á, vernd náttúrunnar?

Gengur þá ekki þvert á það markmið, sú stefna sem ákveðnir popúlistar halda fram, að óhætt sé að veiða - ekki bara meira en ráðlagt er - heldur miklu meira?

Erum við ekki nógu ílla stödd í dag?

Þurfum við einnig, ofan á að hafa stórskaðað okkar efnahag, að stefna að því að eyðileggja fiskistofnana?

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hefurðu skoðað árangur okkar helstu fiski-og haffræðinga?

Þú ættir að bera árangur okkar saman við árangurinn í Barentshafinu. Þeir fóru ekki eftir ráðleggingum helstu fiskihagfræðinga alþjóðastofnunar um fiskifræði.

Með fullri virðingu fyrir þér Einar Björn þá er offramboð af álitsgjöfum gamalreyndra skipstjóra og leikmanna sem hafa eytt miklum tíma ævinnar í að skoða þessi vísindi.

Ég vil ekki alhæfa en líklega er það fremur brotabrot en brot af þessum hópi sem ekki gefur Hafró altæka falleinkunn.

Enda má benda þar á svona til "gamans" að stofnunin týndi á einu ári árganginum sem átti að skila 500 þúsund tonna afla!

Fjórfalt meira en ráðlagður ársafli okkar í dag.

Heldurðu að þú eigir ekki önnur baráttumál sem þú hefur meiri þekkingu til að fara yfir?

Árni Gunnarsson, 31.3.2010 kl. 16:31

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þeim mun meira sem ég les af þessari færslu því meira vex undrun min.

Hverjum ertu eiginlega að þjóna með þessu endemis bulli þínu maður. Það mætti halda að þú værir í framboði.

Og svo talar þú um populisma og að eyðileggja fiskistofnana!

Hversu miklu betri ætli efnahagur okkar væri í dag ef við hefðum farið að dæmi Norðmanna og Rússa í Barentshafinu aldamótaárið 2000?

Árni Gunnarsson, 31.3.2010 kl. 21:36

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sko - þ.e. ekkert hættulegra okkar framtíð, en að leika rússneska rúllettu með okkar fiskimið, beint ofan í það feigðarflan sem búið er að leika með okkar bankakerfi.

Ef við, frónum miðunum, í einhverju skammsýniskasti, þá fyrst þurfum við að fara að biðja fyrir okkur.

----------------------------

Ég get alls ekki samþykkt hugmyndir eins og - það þurfi að grisja miðin - það sé miklu meiri fiskur í sjónum, en fræðingarnir halda.

Það rennur kaldur hrollur niður mitt bak, við þá tilhugsun, að beint á eftir heismskupörunum með bankakerfið, fremjum við annað með miðin.

---------------------------

Við verðum að læra, að það eru engar ótæmandi auðlyndir, þarna úti á okkar móður Jörð - og sannarlega, er það í okkar valdi, að tæma miðin.

Ég skil ekki hvernig, mönnum getur virkilega dottið það í hug, að hægt sé einfaldega að veiða á fullu, og allt verði betra á eftir.

Þetta hljómar, eins og sagan um gullgæsina.

---------------------

Ég virkilega get ekki hugsað mér, að landinn fremji svona heimskupör.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.3.2010 kl. 21:45

4 Smámynd: Dingli

Ein spurning. Þorsk, ýsu, ufsa, karfa og jafnvel fleiri stofnar, þyldu vel að verðmætin sem taka á út með 80% ofveiði á skötusel væru frá þeim tekin, hversvegna að velja þá skötusel?

Dingli, 1.4.2010 kl. 06:19

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Góður punktur - Dingli.

Á einungis 4 árum, tekst tilteknum snillingum, í frægu partýi, að leggja bankakerfið og einnig hagkerfið í rúst.

Ég held að það sé vel hægt einnig, að leggja fiskimiðin í rúst, og það einnig á örfáum árum.

Það gæti þó tekið mun lengri tíma, að byggja miðin upp á ný.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.4.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband