Hvaða ákvarðanir, eru líklegar til að flíta fyrir uppbyggingu hér? Er það Evrópusambandsaðild? Eigum við að borga?

"Bréf til Egils Helgasonar, sent á mailfang hans "silfuregils@eyjan.is". "

------------------
Eftir viðtalið við Þorstein Pálsson, gluggaði ég aðeins í gegnum bloggið þitt, og sá a.m.k. 2. aðrar athugasemdir, um málefni Íslands og ESB.

Ég þarf varla að taka fram, að Ísl. hagkerfið er í "depression" fremur en "recession".

Þ.e. ekkert undarlegt, þegar haft er í huga, að bankakerfið hrundi, og enn er það gríðarlega veikt.

En, Landsbanki er fjármagnaður með tvennum hætti, þ.e. lánsloforði frá ríkinu í formi skuldabréfs sem vart er nokkur virði, og mismunar því verði sem lán voru keypt fyrir af kröfuhöfum og skráðu gengi þeirra. Þannig, sennilega á hann ekki fyrir því, að niðurfæra lán.

Staða hinna bankanna, er mjög óljós þ.s. þeir eru nú skráð eign þrotabúa, undir stj. skilanefnda sem eru ríkisstarfsmenn, en kröfuhafar eiga þá að sjálfsögðu ekki heldur einungis kröfu til þeirra. Endanlegt eignahald þeirra, verður því að teljast óljóst, e-h baksamningar við tiltekna kröfuhafa, hljóta að vera án skuldbindingar.

Bankakerfið hér, er því enn nær fullkomlega lamað, eins og kemur fram í skýrslu Evrópusambandsins, um okkar mál. Þetta er mikill hemill á efnahagsmál.

Í Bandaríkjunum, hrundu einnig bankar víða þegar hrunið átti sér stað, við upphaf 4. áratugarins. Þar fór atvinnuleysi víða langt yfir 20% og er sanngjarnt að ætla sér þess, að sama gerist hér.

En, rétt fyrir jól, kom áhugaverð frétt þess efnis, að 50% fyrirtækja hefðu fengið, tímabundna greiðsluaðlögun - og eftir mínum upplýsingum, rennur hún út seinni part þessa árs. Þetta er augljóslega ástæða þess, að ekki varð enn meiri samdráttur í fyrra en varð reyndin. Þess í stað, er útlit til þess, að hann hafi verið færður inn á seinni hluta þessa árs. Það, má því vænta alveg gríðarlegs samdráttar á seinni helmingi þessa árs. Árið, gæti jafnvel orðið verra en árið í fyrra og aukning atvinnuleysis veruleg.

Á sama tíma eru 33% heimila, með ógnvænlega skuldastöðu þ.e. skulda 67% heildahúsnæðis skulda heimila. Skv. skýrslu neitenda samtakanna, stenst þetta fólk ekki lágmarks viðmið um neyslu, og teljast því skv. skilgreiningu búa við fátækt. Margt af þessu fólki, verður með þennan skuldaklafa æfilangt. Þ.e. því ljóst, að aldrei nokkurntíma verður það öflugur þátttakandi í neyslu, og þannig drifkraftur hagvaxtar. Þetta er einnig fólkið, sem er að ala upp kynslóð barna, á skólaskyldualdri og þaðan af yngri. Þau börn, munu því skv. ofangreindu, búa við fátækt - og, þannig margvísleg þau hegðunar-, heilsufars- og menntunarvandamál, sem tengjst fátækt. Þetta, verður því glötuðu kynslóðirnar, þ.e bæði börnin og foreldrar þeirra.

Ástæða þess, ég nefni þetta er sú, að þessir 2. þættir auk ástands bankanna drepa fullkomlega, um allanga framtíð, alla von um sjálfssprottinn innlendan hagvöxt.

En, slíkur hagvöxtur kemur í bland, fyrir tilverknað fjármuna er almenningur aflar, og/eða fyrirtæki.

Sannarlega, geta önnur fyrirtæki, sprottið fram þegar önnur fyrirtæki dala, eða hverfa. En, það tekur e-h ár, sérstaklega þegar um er að ræða svo risastórt hlutfall atvinnulífs, sem er að hverfa eða dala. Meðan sú umbreyting á sér stað, verður samdráttur þangað til ný fyrirtæki eru orðin nægilega stöndug.

Síðan, á sama tíma er mikilvægasti hluti vinnumarkaðarins, þ.e. sá aldurshópur sem er mikilvægastur, í skuldakreppu er nú er útlit fyrir að verði æfilöng. Það, augljóslega hefur mjög alvarleg áhrif á þann hóp, frá sjónarmiði atvinnulífsins - sbr. mórall þeirra og geta þeirra, til að viðhalda þekkingu sinni, er verður augljóslega skaðaður. Í reynd, miðað við aðstöðu þeirra, er nú til staðar, mjög öflug hvatning til þess hóps, að hverfa hreinlega úr landi og skilja vandamál sín eftir. Varla, þarf að taka fram, að slík þróun er mjög skaðleg fyrir atvinnulífið.

Samanlagt, gera þessi vandamál, auk ástands bankakerfisins, atvinnulífinu mjög örðugt fyrir, að vera drifkraftur hagvaxtar.

Í reynd, sínist mér þetta ástand, vera svo slæmt - að miklu mun líklegra sé, að samdráttur verði í okkar efnahagslífi og þá næstu ár, þ.e. 2011, 2012, og 2013 a.m.k.

Ég er að tala um, samdrátt út þetta ár, einnig næsta og árið þar á eftir. Áframhaldandi aukningu atvinnuleysis.

Samdráttur hagkerfisins, þíðir að sjálfsögðu að skuldir hækka sem hlutfall af landsframleiðslu. Þ.e. því tómt mál, að miða við ástandið á síðasta ári, og segja að við ráðum við skuldirnar því það verður að reikna með þeim samdrætti, sem verður og grefur undan getu hagkerfisins, og einnig ríkisins, til að standa undir skuldabirðinni.

---------------------------

Mér sýnist, að einungis 2. þættir geti umbreytt þessu ástandi.

Annar þátturinn, þ.e. stór fjárfestingar verkefni, eru í bið vegna vandræða við það að fjármagna þær fjárfestingar. Margir segja, að orsökin sé Icesave málið - en, ég vil benda á þá staðreynd, að á síðasta ári, var halli á reikningi okkar hagkerfis við útlönd, upp á 50 milljarða þrátt fyrir vöruskiptahagnað upp á cirka 90 milljarða.

Ég held, að þetta sé augljós stór orsakaþáttur, þ.s. aðilar er ráða yfir fé, eru væntanlega tregir að lána landi, sem um þessar mundir hefur ekki einu sinni nægar tekjur, til að standa undir vöxtum af núverandi erlendum skuldbindingum sínum.

Flest virðist benda til þess, að þessi fjárfestingar verkefni, séu í alvarlegu strandi, vegna skorts landsins á lánstrausti.

Mér finnst ekki augljóst, að það batni við það, að við ákveðum að taka á okkur enn meiri skuldir.

------------------
Hinn þátturinn, sem gæti breytt þessu, það væri að þjóðin tæki einfaldlega þá ákvörðun að skilja skuldirnar eftir, eins og fyrirtæki, sem skipta um kennitölu, og skilja kröfuhafa eftir með sárt ennið. Sannarlega, er það ekki fallega gert. Kröfuhafar hafa réttmæta hagsmuni, til að fá greitt, sitt fé.

Á hinn bóginn, er slík hegðun verjanlegri, þegar þjóðir eiga í hlut, en þegar fyrirtæki eiga í hlut. Enda, eru þjóðir líka uppvaxandi kynslóðir og framtíðar kynslóðir, og sannarlega að auki þær kynslóðir er eru orðnar gamlaðar. Þessir hópar, eru vart sekir um það klúður, sem ef til vill má með einhverjum rétti segja, að núverandi hópar á vinnumarkaði, hafi gerst sekir um að hluta. En, samt bitnar núverandi ástand á þeim, og getur gert það til langrar framtíðar.

Með því að skilja skuldirnar eftir, með alveg sama hætti þegar fyrirtæki framkvæma þann verknað, er allt í einu ástandið mun léttara, því þá er sá hemill sem gríðarleg skuldastaða er á getu til hagvaxtar farinn af þjóðfélaginu.

Þá, allt í einu er kominn sú staða, að sjálfssprottinn hagvöxtur verður mögulegur á ný, og uppbygging getur orðið hröð í stað þess að vera í staðinn íllmöguleg eða jafnvel ómöguleg.

*En, aðilar ofmeta þörf á lánum, til uppbyggingar. Fyrirtæki, geta einnig vaxið fyrir tilverknað innri fjármuna myndunar - án þess að taka lán.

*Þannig var vöxtur hérlendis, að mestu leiti, á fyrri hluta 20. aldar. Toyota er frægt dæmi um fyrirtæki, sem aldrei hefur fjármagnað sig, nema að mjög litlu leiti, með lánsfé.

*Stóra málið, er að losa þann hemil af atvinnulífinu og þjóðlífinu, sem gríðarlegar skuldir eru.

------------------------------------------

------------------------------------------

Hvernig tengist þetta samningamálum við Evrópusambandið. Tja, mér sýnist, að sú skársta leið sem við getum farið til uppbyggingar, sé sú að gefa kröfuhöfum langt nef.

Það felur einnig í sér, að gefa Bretum og Hollendingum langt nef.

*Ekki er ástæða að ætla, að álverin lendi í veseni, enda í eigu alþjóðlegra auðhringja, sem hafa því credit í gegnum það, að tilheyra þeim. Þau ættu ekki að verða fyrir nokkrum verulegum áhrifum.

*Evrópu skortir fisk, ég nefni einnig að útflutningur fisks stóð í gegnum báðar heimsstyrrjaldirnar og heimskreppuna. Erfitt er að ímynda sér kringumstæður svo hroðalegar, að sá útflutningur, myndi komast í vanda. Útflutnings fyrirtæki, þurfa að eiga erlenda credit reikninga í traustum bönkum, helst í Bandar. fremur en í Evr.

*Eins og kom fram í fréttum í kvöld, virðist fréttaflutningur af vandræðum okkar við Breta og Hollendinga, þvert á móti verið landkynning, aukið áhuga fólks á að ferðast hingað, í Evrópu. Ég get ekki ímyndað mér, ástand nema við værum að tala um mjög djúoa heimskreppu, þ.s. ferðamönnum myndi fækka verulega. Þannig, að ég sé ekki ástæðu að ætla annað, en að ferðamanna iðnaðurinn haldi sínu.

----------------------------

Punkturinn er sá, að við höfum nægar tekjur. Getum tryggt nauðsynlegan lágmarks innflutning.

Ríkið, í samvinnu við þá er afla gjaldeyris, geta skipulagt hann í gegnum, erlenda credit reikninga (þ.s. credit fæst á móti innlögðu fé) í erlendum bönkum. Helst bandar. Ég sé þarna, engin óyfirstíganleg vandamál.

Mín skoðun er að þetta sé skárri leið, en sú er ríkisstjórnin og AGS vill fylgja.

*Eins og ég sé það, er lánstraust Íslands þegar hrunið, vegna skulda/greiðslustöðu.

Þannig, að engin breyting verði á, ef við lísum okkur greiðsluþrota. Ég er að auki, efins um að heildar niðurstaðan, verði e-h neikvæðari síðar meir, þegar við erum farin að rétta við okkur, og kemur að því að við þurfum að semja við kröfuhafa, til að öðlast lánstraust á ný.
------------------

Munum að lánstraust samanstendur af 2. þáttum:

*Greiðslugetu.
*Viðskiptasögu.

Sannarlega er neikvætt, að hafa slæma viðskiptasögu, en lömuð greiðslugeta hefur svipuð áhrif.

Þ.s. ég er að tala um, að við veðjum um, er að með því að skapa aðstæður þ.s. atvinnulífið getur rétt við sér hraðar en nú er útlit fyrir, þá muni sá flítir á uppbyggingu, síðar meir, skipta meira máli.

-------------------------

Punkturinn með Evrópusambandið, er sá að við getum ekki gengið í það, meðan á þessu veseni stendur.

Mín skoðun, er sú að heppilegra, sé að við lagfærum okkar mál fyrst og tölum við ESB síðar.

Höfum einnig í huga, að óvissa hefur skapast um framtíð Evru samstarfsins. En, Evran er að fara í gegnum sína eldskírn, á næstu misserum.

Seinna meir, þegar rykið hefur sest, ljóst orðið hvort Evran lifir enn, ljóst orðið hve djúp kreppan raunverulega varð í Evrópu, ljóst að auki hverju var breytt í fyrirkomulagi innra markaðarins og/eða fyrirkomulagi myntbandalagsins; þá verður skýrara að hverju við göngum.

*Hafið í huga, að í ljósi allra þeirra augljósu galla er komu í ljós, í tengslum við reglur innra markaðarins sérstaklega um bankamál, og veikleika er hafa komið upp í samstarfinu um Evru; þá verða breytingar.

*Ég spái t.d. hertum skilyrðum, til þjóða, sem vilja innleiða Evru. Í ljósi vandræða Grikklands, tel ég það öruggt. Það mun líklega, flækja mál fyrir okkur seinna meir, ef okkur dreymir enn um Evru.

Síðan, fyrir utan þetta allt, er það mín skoðun, að innganga eigi ekki vera skyndiákvörðun eða hugsuð sem redding, heldur hluti af langtíma stefnumótun.

Enda, er samningur við það, til langs tíma.

Ég myndi því helst vilja, setja samningamál í salt um næstu misseri. Spara, þá einnig það fjármagn sem til samninga fer.

*Athugum, að um það fé einnig munar.
*En, halli af ríkissjóði, er ljóst að verður meiri á þessu ári, en fjárlög gera ráð fyrir.
*Mikill, mjög mikill, samdráttur í útgjöldum, er framundan. Það munar um nokkur hundruð milljónir til eða frá.

Sem aðilar að EES erum við þegar komin, með nær allann efnahagslega ávinning, sem að aðild gæti komið.

Ekki er nokkur möguleiki á svokallaðri snemmaðild að Evru. Það eru draumórar, treysti ég mér að fullyrða.
*Menn skulu einnig að hafa í huga, að fullkomlega öruggt er að skilyrði um Evruaðild verða hert - einn af þeim líklegu lærdómum, sem ESB mun draga af núverandi veseni.

Hugsanlegt, er að okkur væri hleypt inn í ERM II meðan á samningum gengur, ef útlit er fyrir að aðild sé raunverulega, mjög líkleg. En, það finnst mé einnig mjög "iffy".

Allar undantekningar frá meginreglu, þarf samþykki allra aðildarríkja. Þau, hafa alltaf í huga, hvaða fordæmi fyrir aðra þau eru að gefa, þegar þau skoða slíkar beiðnir. Þau, velta líka alltaf fyrir sér hlutfallslegum rétti "proportionality". En, hvor e-h er "proportional" eða ekki, er gríðarlega mikið notað, og eitt af helstu útgangsatriðum þegar, Evrópudómstóllinn metur mál.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fjandanum erfiðara að stauta sig í genum síðuna þína í dag. Dett útaf þessum löngu línum þegar komið er aðeins nokkrar línur niður. Ég vil gjarnan lesa pistilinn. Er nokkur leið að þú lagir þetta?

Ragnhildur Kolka, 28.2.2010 kl. 19:36

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Er að gera tilraunir til þess, en talvan mín er í viðgerð og þessi gamla dós er ég nota nú, tja síðurnar virka einfaldlega ekki nema brösótt.

Eina leiðin virðist vera nú, að setja inn strik, til að skilja á milli.

Öll bil hverfa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.2.2010 kl. 19:40

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ah, núna kom það.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.2.2010 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband