Ég mótmæli fullyrðingum þess efnis, að stórframkvæmdir hefjist ekki á þessu ári, vegna þess að ekki hafi verið gengið frá Isesave!

Hinar raunverulegu ástæður liggja í raunstöðu Íslands, þ.e. hagkerfisins. En hún er sú að þrátt fyrir methagnað af vöruskiptaverslun upp á cirka 90 milljarða á síðasta ári, var þjóðfélagið samt með halla við útlönd upp á cirka 50 milljarða. Þennan halla, hefur einungis verið hægt að borga, af okkar gjaldeyrisvarasjóði, sem stóð fyrir áramót e-h staðar í rúmlega 400 milljörðum.

*Með öðrum orðum, tekjur Íslands duga ekki einu sinni fyrir vaxtabyrði af erlendum skuldbindingum, og þá gerum við ekki ráð fyrir neinni viðbót eins og Icesave, eða öðrum þeim gjaldeyrislánum, sem stendur til skv. plani ríkisstjórnarinnar og AGS, að taka. En, af þeim lánum, mun einnig á endanum þurfa að borga.

*Röflið um atvinnu-uppbyggingu, sem standi og falli með afgreiðslu Icesave, er einn þvættingurinn enn, en ekkert af þeim verkefnum sem stendur til að fari af stað, hefur enn verið fjármagnað. En, ástæða þess, að fjármögnun hefur fram að þessu ekki tekist, þrátt fyrir miklar tilraunir í þá vegu, ætti að verða öllum ljós þegar raunstaða Íslands er höfð i huga.

*Málið er einfalt, þ.s. við eigum um þessar mundir ekki einu sinni fyrir vöxtum af þeim erlendum skuldbindingum, sem þegar eru á okkur fallnar, þá sjá að sjálfsögðu erlendir bankar, að ekki sé góð hugmynd að lána okkur meira fé. Vart, ætti að þurfa að leita frekar skýringa.

*Þ.e. því ekki útlit fyrir, að þessi verkefni fari jafnvel nokkru sinni af stað. En, opinber fyrirtæki í eigu ríkisins, augljóslega hafa ekki lánstraust frekar en ríkið sjálft. Þar stendur hnífurinn augljóslega í kúnni, sem sést m.a. á nýlegri yfirlísingu iðnaðaráðherra - að ef til vill mætti leysa þetta próblem, með því að bjóða útlendingum, tímabundið eignaraðild af þeim virkjunum, sem stendur til að byggja. En, hún hefur rétt fyrir sér, að án getu til að taka frekari lán, er eina leiðin að erlendir aðilar, sjái sér hag af því, að fjármagna þessi verkefni. Slíkt myndi krefjast eignaraðildar þeirra, augljóslega. Þessi verkefni eru sem sagt, í strandi alveg burt séð frá Icesave,

*Þ.s. ekki er útlit fyrir að stórframkvæmdir hefjist á þessu ári, nema að hugmyndir iðnaðarráðherra nái fram að ganga, og að auki að henni takist að fá fjárfesta; þá er augljóslega engin von á hagvexti á þessu ári. Heldur verður þetta annað stórt samdráttar ár.

*Að auki bætist við, að þ.s. tímabundnar lækkanir á greiðslubyrði 50% fyrirtækja sem gripið var til á síðasta ári - og var þetta augljóslega ástæða þess að samdráttur varð minni á síðasta ári en hafði verið reiknað með - falla niður á seinni hluta þessa árs. En, sennilega þegar þessi aðgerð var innleidd hefur ríkisstjórnin sjálf trúað því að stórframkvæmdir myndu vera hafnar og bullandi hagvöxtur þannig hafinn, og því þetta nægileg aðgerð. En, nú þ.s. þetta gengur ekki upp, þá þíðir þetta einungis það, að sú kreppa er ekki varð á síðasta ári, færist yfir á seinni hluta þessa árs. Að auki, fékk fjöldi almennings svipaða afgreiðslu - sem einnig mun renna út í mörgum tilvikum.

Þannig, að ég held, að spá ASÍ um samdrátt upp á 5,4% og cirka 10% atvinnuleysi, sé of bjartsýn. Samdráttur verði meiri, vegna tilfærslunnar á samdrætti yfir af síðasta ári á þetta ár. Að auki, sé Seðlabanki Íslands að vanmeta áhrif hárra vaxta til samdráttar.

Ég reikna því með, svipuðum samdrætti og á síðasta ári, hið minnsta. Hann gæti einnig orðið umtalsvert meiri, en á síðasta ári. Atvinnuleysistölur, gætu einnig orðið mjög verulega hærri.

Ég hugsa, að fólk fari í alvöru að finna fyrir kreppunni í ár.

En, raunástandið er það að Ísl. hagkerfið er í "Depression" þ.e. alvarlega djúori kreppu. Ekkert sambærilegt hefur átt sér stað, síðan á 3. áratugnum. Kreppan hér, verður sennilega eins alvarleg og í Bandaríkjunum, á 3. áratugnum.

Það var eiginlega nánast óhjákvæmilegt, þegar bankarnir hrundu. Það er einfaldlega hið raunverulega tjón, að hrun bankakerfis tekur með sér í fallinu, stórann hluta avtinnulífs.

Miðum við 10 ár í kreppu. Það tel ég raunhæft. Þau geta þó einnig orðið 15.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband