Það er ljóst, að sprottin er upp ritdeila milli Kristrúnar Heimisdóttur og Indriða Þorlákssonar, og eru þar hin svokölluðu Brussel Viðmið í forgrunni.
Ljóst er að sitt sýnis hverjum, hvað kemur að túlkun þeirrar yfirlísingar.
Sjá grein Kristrúnar, til samanburðar: Góðar fréttir af Icesave
Sjá: Directive 1994/19/EB
Brussel viðmið skv. yfirlísingu Íslands og framkvæmdastjórnar ESB frá 13. nóv. 2008.
Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningum um Evrópska efnahagsvæðið að því er tekur til tilskipunar um innistæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innistæðutryggingar hafi verið felld inn í lögggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegur stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samingaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessar samingaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska Efnagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.
- Ég skal gefa Indriða þó eitt, að hann hefur sennilega rétt fyrir sér með það, að aðilar máls - þ.e. ríkisstjórn Íslands þáverandi og ríkisstjórnir Holland/Bretlands, hafa væntanlega skilið frasann um að "directive 94/19" gildi hér eins og innan ESB, með þeim hætti, að Ísland samþykkti að það væri skuldbundið, til að hlaupa undir bagga með Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta (TIF) ef hann myndi skorta fé, til að greiða út af fullu lögbundna lágmarkstryggingu.
- Á hinn bóginn, felst það ekki endilega í því orðalagi, bein viðurkenning á þeirri greiðsluskyldu, enda skilja fjölmargir löskýrendur erlendis, sem og hérlendis, "directive 94/19" með þeim hætti, að hvergi þar komi fram með skýrum hætti, hver á að borga ef ekki er til nægilegt fé í viðkomandi innistæðu tryggingasjóði. Þannig séð, er alveg gild túlkun miðað við orðalag, að ef féð sé ekki nægilegt þá verði því sem er til, skipt á milli aðila. Þannig, að einstaklingar fái einungis upp í sína lögbundnnu kröfu.
- Á hinn bóginn, barst nokkru á undan, lögskýring frá stofnunm Evrópusambandsins, þ.s. því var haldið fram, að ríkissjóði Íslands bæri að ábyrgjast greiðslur á lágmarkstryggingum, ef ekki væri nægilegt fé til staðar.
Lögskýring stofnana Evrópusambandsins
5. The 24th recidal of the preamble to the directive does not exenorate Iceland from the consequenses of any failure to implement the Directive properly. The Directive does not make an exception for times of financial distress.
6. Consequently; Iceland has to make sure that its depoist guarantee scheme has adequate means and in position to indemnify depositors.
7. ...The Scheme must be in position to pay duly verified claims within three months, subject to any extension of time that may be granted. If Iceland's deposit guarantee scheme is not in such position, Iceland is in breach of its obligation under the Directive.
Síðan kemur ímislegt, sem vart verður túlkað sem annað, en hótun um að beita stofnunum EFTA á okkur. Þ.e. að Eftirlitsstifnun EFTA, verði beðin um að meta, hvort lög og reglur Íslands, hafi staðist þær kröfur sem lög og reglur ESB kveða á um.
Í kjölfar þess að ísl. stjórnvöldum barst þetta plagg, þá lippuðust þau niður og gefin var út eftirfarandi yfirlísing skömmu síðar, eftir sameiginlega fund með fulltrúum Holland:
Til samanburðar, sjá hluta af texta Directive 94/19.
- Indriði leggur mjög mikið upp úr þessari yfirlísingu, en skv. henni er samþykkt að hefja samningaviðræður á tilteknum grunni; þ.s. ríkisstjórn Íslands gengst inn á þá aðferð, að Holland í þessu tilviki láni fyrir upphæð lágmarkstryggingar, sem síðan verði greidd út af TIF, þess greiðslur Ísland gangist í ábyrgð fyrir.
Deilan um hvenær lánið telst tekið, snýst um hvort það telst tekið daginn sem ríkisstjórn Hollands - annars vegar - og - hins vegar - ríkisstjórn Bretlands, greiddi út öllum þeim innistæðueigendum, er áttu rétt að sækja lögum skv. í TIF.
Eða, að réttara sé að miða við, þá dagsetningu þegar gengið sé frá samkomulagi við Hollendinga og Breta, þ.e. með undirskrift bærra aðila allra viðkomandi aðila.
Þarna á milli munar milljarða tugum - eða þaðan af meira, ef gengið er lengra og litið svo á, að ekkert lán hafi enn verið tekið.
- Síðan skulum við skoða aðeins sjálfann texta þeirra laga sem vísað er í, þ.e. "Directive 94/19".
Recidal 23: Whereas it is not indispensable, in this Directive, to harmonize the methods of financing schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves, given, on the one hand, that the cost of financing such schemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves and, on the other hand, that the financing capacity of such schemes must be in proportion to their liabilities; whereas this must not, however, jeopardize the stability of the banking system of the Member State concerned;
Skv. þeim ísl. lögum sem gilda um TIF, þá er hann fjármagnaður í samræmi við þetta orðalag, þ.e. hann er fjármagnaður af einka-aðilum, og hann fær visst hlutfall af heildar útlánum, þ.e. 1%.
Það kemur í reynd hvergi fram í "Directive 94/19" akkúrat hvernig ber að fjármagna slíkann sjóð, né hvaða hlutfall telst hæfilegt.
En, klárlega hefur 1% hlutfall ekki verið það krefjandi, að það hafi verið líklegt að ógna því markmiði að tryggja að álagið við það, að standa undir þessari tryggingu væri ógnun við stöðuleika kerfisins.
Recidal 24: Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;
Þetta er sá texti, er vakið hefur hvað mesta athygli hérlendis.
Vert er að hafa í huga, að fyrir hrun var í gildi samingur við tryggingasjóð Bretlands, um viðbótartryggingu. Sá samningur felur í sér skildu, um að skiptast á upplýsingum. Ástæðan, var ekki að Bretar teldur TIF ekki fullnægja 94/19 heldur það, að Bretland skv. eigin lögum hafði hærri lágmarks tryggingu.
Það má alveg halda því fram, að sú staðreynd, að þá þegar þetta samkomulag var gert, að þá kom aldrei nein sú umkvörtun frá Bretlandi um að TIF væri að einhverju leiti ekki i fullu samræmi við 94/19; að í því felist viss blessun bærra aðila á Bretlandi, einmitt á því að TIF væri í fullu samræmi við 94/19. "
Það má alveg velta því fyrir sér, hvort álit það sem skrifað var af þeim einstaklingum, er fengnir voru til þess verks, af stofnunum Evrópusambandsins, hafi einfaldlega ekki varið pantað með fyrirframákveðinni niðurstöðu!
Munum, að þegar þetta álit var skrifað lék sjálft bankakerfi Evrópu á reiðiskjálfi. Bretar hafa t.d. viðurkennt, að hafa óttast "run on the banks". Aðilar, voru einfaldlega í sjokki og paník, vegna verstu fjármálakrísu er sambandið hafði nokkru sinni orðið fyrir. Í ljósi slíks ástands, má alveg búast við íktari viðbrögðum, en við meðalaðstæður.
Það má því alveg færa fyrir því líkur, að pólit. þrístingur, hafi getað spilað rullu.
- Síðan er það spurningin um, hvað þíða akkúrat Brussel viðmiðin?
Þ.e. sennilega ekki endilega kýrskýrt, akkúrat hvað orðalagið "Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska Efnagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær" þíðir. T.d. hvað akkúrat er átt við, með þátttöku þessara stofnana. Í hvaða formi, á sú þáttaka að vera? Er hún mikil eða lítil? Þurfa fulltrúar þeirra að vera til staðar eða ekki? O.s.frv.
Né er í raun og veru skilgreint, akkúrat hvað er átt við með: "Þessar samingaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt."
Hvað akkúrat, er það atferli að taka tillit til, efriðra og fordæmalausra aðstæðna Íslands?
Það virðist ljóst, að orðalagið er í raun og veru loðið, og óljóst; því hægt að túlka það á ímsa vegu.
Það virðist því hægt að hártoga það vel og lengi, hvort eða ekki, við fengum slíkt tillit.
Indriði heldur því fram, að Brussel viðmiðin, hafi verið saminganefndinni ofarlega í huga, við gerð samningsins.
Síðan, stendur það beinlínis í lánasamningnum, að hann sé í samræmi við þau - sem er eiginlega hálfgert grín.
----------------------------------------------
Ég held að þíðingalaust, sé að halda áfram að deila um merkingu loðins orðalags, sem túlka má á ótal vegu, svo þess í stað, skulum við miða við staðreyndir:
- Þegar samninganefndin ásamt Indriða, samdi við Hollendinga og Breta, voru heildar skuldir Íslands, að slepptum skuldum bankanna, einungis metnar cirka 160% af þjóðarframleiðslu.
Sjá útreikning um greiðslugetu frá starfsmönnum AGS.
Áhugaverðasta orðalagið þar að finna, er eftirfarandi.
"External debt remains extremely vulnerable to shocks - most notably the exchange rate. A further depreciation of the exchange rate of 30% would cause a further precipitous rise in debt ratio (to 240% of GDP in 2009) and would clearly be unsustainable."
- Í dag eru sömu skuldir metnar á liðlega 320% af þjóðarframleiðslu.
Þarna á milli er þvílíkt ginnungagap, að öll plön er miðað var við, hljóta að vera farin út um gluggann.
- Spurningin sem skiptir máli, er hvort við getum borgað? Nettó skuldir Íslands, þ.e. skuldir að frádregnum eignum, og að undanskildum skuldum og eignum þrotabúa gömlu bankanna; liggja í um 80% af þjóðarframleiðslu.
Samkvæmt erlendum sérfræðingi um skuldaskil, er ég hef verið í samskiptum við, undanfarið. Eru nettóskuldir upp á 80% mjög varasöm og erfið skuldastaða. Hann, telur hana í reynd það erfiða, að hann mælir með því, að Ísland leiti eftir því að semja við sína kröfuhafa, um endurskipulagningu skulda - til lækkunar greiðslubyrði, jafnvel höfuðstóls.
Þetta er nettóstaða, án tillits til Icesave.
- Ástæða þess, að ég vel þá spurningu, er að þá þurfum við ekki endilega að kljást við spurninguna - eigum við að borga. Því, þeir sem telja að við eigum að borga og þeir sem telja að við eigum ekki að borga; ættu að geta náð saman, ef ljóst er, að greiðslugetan einfaldlega er ekki til staðar.
- Ekki má heldur gleima efnahags ástandinu.
- Það verður greinilega seinkun á því, að stór framkvæmdir hefjist. En, planið var að búa til reiknaðann hagvöxt, með því að stórar virkjana- og verskmiðju framkvæmdir, færu af stað á þessu ári.
- Því er ljóst, að samdráttur verður af flestum líkindum út þetta ár, a.m.k.
- Skv. Seðlabanka Íslands, stefnir í að á þessu ári, verði 33% heimila, með mjög erfiða greiðslustöðu.
- Á sama tíma, er ljóst að slíkt hið sama á við um 50% ísl. fyrirtækja.
Þ.s. þetta þíðir á mannamáli, er það að innlenda hagkerfið er í mjög djúpri kreppu. En, 33% fjölskyldna og á sama tíma, um 50% fyrirtækja; munu á næstu árum þurfa að rifa seglin - mjög harkalega, þegar kemur að allri eyðslu hvers konar.
Sú kreppa, mun ekki líða hjá nema á einhverju árabili.
Að auki, var þeirri leiðréttingu, eða aðlögun, frestað að hluta með aðgerðum ríkisstjórnarinnar í fyrra.
- Hvernig þá? Skv. fréttum rétt fyrir jól, kom fram að 50% fyrirtækja, hefðu fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði lána. Í fyrra, fékk einnig fjöldi einstaklinga og fjölskyldna, svipaða tímabundna lækkun.
- Eins og allir ættu að vita, þíðir þetta ekki lækkun lána, heldur hækkun - þ.e. mismunur á greiðslum og fullum greiðslum, er bætt aftan á lán. Þannig, að greiðslubyrði verður í raun erfiðari en áður eftir að þeim tímabundnu aðgerðim sleppi.
- Þær aðgerðir renna út, á seinni hluta þessa árs. En, skv. þeim plönum sem miðað var við, átti hagvöxtur að hefjast eða vera hafinn, um cirka það leiti. Svo, að ríkisstjórnin hefur líklega verið að reyna að tímasetja þessar aðgerðir þannig, að þær myndu renna út um svipað leiti og hagvöxtur væri að byrja að skila hækkun tekna.
- En, nú verður ekki af þessum planlagða hagvexti - látum liggja á milli hluta hversu líklegt það var í fyrsta lagi að hann yrði - og, þá eins og mál líta út; mun harðna verulega á kreppunni með fjöldagjaldþrotum einstaklinga sem og fyrirtækja, á sama tíma.
- Þannig, að útkoman verði, að í reynd hafi hluti af kreppunni einfaldlega verið færður af síðasta ári, yfir á seinni hluta þessa árs.
Við skulum sjá til, hvað verður.
En, ég tel fullljóst, að hvort tveggja í senn, skuldir okkar séu of háar, og á sama tíma, valdi skaðinn sá er orðið hefur á hagkerfinu því, að greiðslugeta okkar hagkerfis hafi á sama tíma beðið umtalsverðann hnekki.
Það sé því ljóst, að Ísland verði að semja um Icesave með þeim hætti, að sem allra - allra minnst, falli á okkur, til viðbótar við allt það annað, sem á okkur hefur fallið.
Ég hvet að auki, eindregið til þess. Að farið verði sem allra fyrst í það, að óska eftir því - með aðstoð sérfræðinga um skuldaskil - að skuldir Íslands verði endurskipulagðar, til lækkunar.
Lækkun greiðslubyrði, myndi flíta mjög fyrir okkar efnahags uppbyggingu. Annars, er jafnvel ekki víst, að hún fari fram. En, það má vera, að nú þegar sé skuldastaða okkar svo erfið - að framundan sé einungis neikvæð skrúfa niður í vaxandi og síðan sívaxandi fátækt.
Ég ítreka, við verðum að fá fram lækkun á skuldum - fyrsta mál á dagskrá, að fá Breta og Hollendinga til að skilja, að við getum í raun og veru mjög - mjög lítið borgað þeim, umfram þ.s. hugsanlega fæst fyrir eignir.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning