Undirbúum greiðsluþrot - það styrkir okkar samningsaðstöðu gagnvart mótaðilum!

Það sem okkur vantar, er svokallaður "Gamechanger"! Eins og mál hafa verið fram að þessu, hallar alltaf á okkur. Því þurfum við að breyta!

Vandi okkar við þessar samningaviðræður í tengslum við Icesave, er upplifun okkar um veika stöðu, en hún er eftirfarandi:

  • Án lána frá AGS og Norðurlöndum, er Ísland "de facto" greiðsluþrota.
  • Umliðið ár, hefur Ísland hvergi getað fengið lán, frá óháðum aðilum, á viðráðanlegum kjörum - þannig að við erum einnig "de facto" í ruslflokki.
  • Ísland hefur ekki haft umliðið ár, og að lang flestum líkindum ekki þetta ár heldur, og sennilega ekki það næsta einnig - nægar gjaldeyristekjur til að standa undir innflutningi og greiðslum af erlendum skuldbindingum á sama tíma.

Með öðrum orðum, okkur skortir pening, og án lánanna frá AGS og hinum löndunum, verður Ísland greiðsluþrota 2011.

 

Það þarf sterk bein og vilja, til að standa í deilum við slíkar aðstæður

Það hafa núverandi stjórnvöld ekki, og líklega ekki heldur stjórnarandstaðan, ef hún sæti í valdastólum.

Staðreyndir mála, er sú að mótaðilar okkar, hafa verið að nýta sér þessa veiku stöðu og í reynd er þetta eins og bissu sé haldið að höfði okkar allra, og sagt peninganan eða!

Þ.s. verra er, Norðurlöndin hafa spilað með. En, Svíþþjóð er forystuland bandalags Norðurlanda innan ESB, og Svíar eins og Bretar, hafa sterka hagsmuni af því, að því prinsippi sé viðhaldið, að svokallaðir skuldarar, greiði upp í topp alveg burtséð frá þjóðhagslegum afleiðingum þess.

Svíar eiga mikið af lánum frá Eystasaltslöndunum, og hafa verið mjög harðir við þau, um að borga og almenning þar. Ríkisstjóirnir Eystrasaltslandanna, eru að mæta þessu með miklum niðurskurði þjónustukerfa við almenning, þar á meðal grunnkerfa eins og skólakerfa og heilbrigðiskerfa.

Afstaða Breta, Hollendinga og Svía - snýst sem sagt, um beina og ískalda hagsmunagæslu, fyrir eigin fjármálastofnanir. Með öðrum orðum, ekki um lög eða rétt.

Þvert ofan á þ.s. haldið er fram, höfum við lögin og réttinn okkar meginn.

Ísl. stjórnvöld, hafa að fullu og öllu leiti, staðið við lagaformlegar skuldbindingar. Það þíðir, að ísl. stjórnvöld, eru að alls engu leiti brotleg, við lög og reglur ESB og EES:

Þetta er með öðrum orðum, ekkert annað en grímulaust ofbeldi.

 

Hvernig getum við staðið gegn þessu

Eina spilið er við höfum, er hótunin um greiðsluþrot.

Þetta er nákvæmlega sama spilið og gjaldþrota fyrirtæki spila, þegar þau semja við sína kröfuhafa, þ.e. þau setja fram áætlun um greiðslur. Slíkar vanalega miða við miklar afskriftir. Annars fái kröfuhafar ekkert eða mjög lítið.

Þ.s. ekki er hægt að gera Ísland upp, selja eignir þess, o.s.frv. - en reyndar getur Icesave samningur, talist tilraun til þess að gera slíkt mögulegt sbr. ábyrgðaákvæði þess samkomulags; þá væri okkar hótun mun beittari, þ.s. við raunverulega getum hótað því, að þeir fái ekki neitt.

Þá þurfum við að fara í undirbúning greiðsluþrots, og framkvæma þann undirbúninga allann fyrir opnum tjöldum.

Við þurfum, að breyta dínamíkinni í deilunni, koma mótaðilunum úr jafnvægi, þurrka glottið af vörum þeirra - þetta gæti verið einmitt leið til þess.

Ef, síðan allt bregst, þá verðum við greiðsluþrota, og undirbúningur þess, tekur gildi.

Sjá umfjöllun mína um greiðsluþrot og hverngi við förum að, auk líklegra afleiðinga þess:

 Ísland er gjaldþrota!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og svo ég enurtaki þá vil ég sannarlega að stjórnvöld taki þessa leið til rækilegrar skoðunar og fái mjög þekkta og trúverðuga ráðgjafa til leiðbeininga.

Það er full ástæða til að rifja upp allar þær skelfilegu afleiðingar sem bankahrunið olli. Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir erlendra fjármálaspekinga vorum við ekki með neina viðbragðsáætlun, ekkert Plan B. Fáeinir Alþingismenn voru farnir að óróast og spurðu Geir forsætisráðherra hvort honum sýndist ekki ráð að kalla saman Alþingi, ræða stöðuna og búa sig undir afleiðingarnar ef svo kynni að fara að verstu spár gengju eftir? Svar forsætisráðherrans var NEI.

Íslenska bankahrunið varð staðreynd og nýtt heimsmet bættist í þann sjóð.

Enginn hefur bent á þá staðreynd að stjórnsýsluglöp íslenska lýðveldisins undir stjórn Sjálstæðisflokksins urðu að heimsmeti! 

Árni Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 18:01

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ha, Steingrímur talaði víst við sænska fjölmiðla, og segir Icesave mál of flókið til að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Greinilega hræddur um að þjóðin, taki "vitlausa" ákvörðun.

---------------------------------------

Ég held, að Ísland þurfi á manni að halda, eins og prófesspr Prófessors Sweder van Wijnbergen.

"Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Sjá greinIceland needs international debt management

Þ.e. einmitt þ.s. við þurfum að gera, að hafa samband við hann:

http://www.english.uva.nl/about_the_uva/employee.cfm?obj=&start=1&uvabecode=&uvawpcode=&zoekterm=+Sweder+van+Wijnbergen&zoek_medewerkers_pijltje.x=0&zoek_medewerkers_pijltje.y=0

dhr. prof. dr. S.J.G. van Wijnbergen Ph.D.

Faculty of Economics and Business – Department Economics

Postal address

Roetersstraat 11
1018 WB Amsterdam

Telephone

0205254206
0205254252

E-mail

 
Ég sting upp á, að við e-mailum - - mjög, mjög kurteislega.
 
Að hringja kemur einnig til greina.
 
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 18:09

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Er einhver ástæða til þess að þjóð fari í greiðsluþrot vegna skulda sem hún stofnaði ekki til?

Gústaf Níelsson, 17.1.2010 kl. 22:19

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, átta mig ekki alveg á því, hvert þú ert að fara. Við skuldum dálítið mikið, alveg burtséð frá Icesave, og það eru þær skuldir, sem eru að sliga okkur.

Icesave, er þá í vissum skilningi, einungis rjóminn ofan á þá íllu köku.

Ég veit ekki hvort þú gerir þér grein fyrir, að í dag, þetta ár, sennilega næsta einnig a.m.k. er ekki einu sinni til tekjur fyrir vöxtum og innflutningi á sama tíma.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 22:37

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einar,

Það þarf að íhuga og reikna kostnaðinn við þessa aðferð.  Ekkert er að því að vera undirbúinn.  Stærstu skuldir landsins eru fyrir utan Icesave.  T.d. OR og LV skulda 600 ma kr og mikið af þessu þarf að endurfjármagna 2011.  Ef við förum í greiðsluþrot er spurning hvað verður um okkar orkuiðnað og virkjanir.  Frá greiðsluþroti er stutt í þjóðnýtingu.  Menn munu hafa áhyggjur að við förum í Venesúelaferli.  

Vandamálið við þessa leið er að hún mun leiða til gríðarlegs landflótta, Ísland endar sem veiðistöð með fáeinum elliheimilum og hótelum fyrir útlenda ferðamenn. Lífskjör hrynja á 20 árum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.1.2010 kl. 14:03

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að það sé alveg þveröfugt, að ef við förum hana ekki, þá rætist þín spá.

Ég bendi á hvað Sweder van Wijnbergen

segir um afleiðingar þess, sem líklega er framundan, ef þeirri leið sem mörkuð af AGS og ríkisstjórninni verður fylgt.

Sjá greinIceland needs international debt management

"The Mexico experience demonstrates how wrong all these predictions of Iceland becoming a pariah are. After Mexico had negotiated a 40% cut in its debt, capital flowed into the country. That happened in all countries in the Brady Plan, amounting to about 600 billion in the first ten years. It’s logical. Payment of gigantic debts requires extremely high taxation, which chases away investors and leads to zero growth for decades. Iceland would be cast into a vicious circle: high debt, high taxation, low growth, low payment capacity and thus even more debt. This is called debt overhang."

"Demanding full repayment in such circumstances leads to such turmoil that creditors end up with less than if they had been more modest in their demands. Moreover, creditors should not act in isolation. The international community should not permit Bos and Brown to insist on getting paid before other creditors. Someone, perhaps the Scandinavians, should coordinate the various creditors."

----------------------------

Ég held, að sú leið - sé einmitt mjög örugg leið, í þá átt, sem þú talar um.

Til að komast hjá því, verðum við að mínu viti, að hóta greiðslufalli og sú hótun þarf að vera trúverðug, því eina leiðin til að sannfæra kröfuhafa um, að þeir þurfi að gefa eftir, er að þeir sjái að annars fái þeir minna í eigin hönd.

Sannarlega þíðir það, að við tökum þá áhættu, að enda á þeim punkti. En, greiðslufall að mínu viti, ef við lendum á þeim slóðum, verður þvert á móti mun mildari útkoma, en Sweder lýsir.

Því, ég á von á mjög mikilli aukningu á atvinnuleysi, en eftir allt saman eru 60% fyrirtækja á leiðinni í gjaldþrot. Þau lenda þar ekki endilega öll, en mjög mörg munu það gera.

Einnig, á ég von á miklum samdrætti til viðbótar við þann, sem þegar er kominn.

Þannig, að atvinnuleysi fari upp í kringum 20%.

Hagvöxtur fari ekki af stað, fyrr en skuldugu fyrirtækin, séu að mestu farin í þrot. En, ég sé ekki svo mikinn mun á þessu, og ástandi greiðsluþrots.

Stóri punkturinn er sá, að í ástandi greiðsluþrots, hefur ríkið allt það fé á milli handa, sem það fær sem tekjur. Þarf ekki að láta það frá sér, til að greiða af erlendar skuldir.

Þannig, að meira fé væri til staðar hjá því, til að standa undir innlendum rekstri á vegum þess, svo lengi sem hann er ekki mjög skuldum vafinn.

Varðandi virkjanafyrirtæki, þá er ríkið eigandi þeirra, og ekki verður gengið að þeirra eignum í greiðsluþroti.

Við höfum áfram fiskinn, álið og ferðamenn - þannig, að ríkið hefur þá nokkrar tekjur.

En, síðan þurfum við að nota skjólið af því, að vera í friði frá skuldum í bili, til að endurskipuleggja atvinnulífið.

Þ.e. ekki í sjálfu sér, brot gegn alþjóðasamingum, að verða greiðsluþrota - svo, ég sé ekki nein vandræði með verslun og viðskipti.

Þetta er auðvitað ástand, sem við myndum þurfa, að vinna okkur út úr.

En, þ.e. af og frá, að setja þetta upp, með þeim hætti sem þú gerðir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.1.2010 kl. 14:55

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einar,

Ég er ekki á móti þessari leið enda hef ég bent á að við áttum að kalla til skuldaráðstefnu allra lánadrottna strax eftir hrun og ná allsherjar samningum sem gerðu öllum jafnt undir höfði.  

Tíminn er að mörgu leyti floginn frá okkur og það er ekki eins auðvelt að gera þetta nú þegar AGS. norðurlöndin, ESB og guð má vita ekki hver er kominn í málið.

Ef þessi leið á að takast, þá verður hún að vera gerð með vitund og samþykki lánadrottna og okkar nágranna annars fer allt til fjandans.

Þetta er mjög vandfarin leið á þessum tímapunkti og líkurnar á að við klúðrum henni eru háar.  Það er helsta vandamálið sem ég sé við hana en annars er ég sammála þér.

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.1.2010 kl. 15:38

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er ekki of seint, jafnvel þó við værum orðin greiðsluþrota.

Þ.e. að ferlið færi þá fyrst af stað.

En, fyrra fallið er miklu mun betra, en þ.e. rétt - tíminn er naumur nú. Ekki nema um ár í greiðsluþrot.

En, ef aðilar samÞykktu að AGS léti okkur fá restina af láninu - þá myndi vinnast meiri tími, þ.e. stóra lánið á næsta ári, myndi ekki íta okku í þrot.

--------------------

Ég legg til, að þú sendir einnig góða prófessornum okkar e-mail. En, ég sendi einn í gærkveldi.

Hann er einmitt sú tegund af persónu, þ.e. rétta tegundin af hæfni, sem við þurfum á að halda.

En, slík persóna gæti huganlega verið eins gagnleg með þessi mál, eins og Eva er í tengslum við rannsókn spillingarmála.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.1.2010 kl. 15:54

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hættan er þó mjög mikil, að stjórnmálin átti sig ekki, á að við erum raunverulega í mjög alvarlegri kreppu, fyrr en við dettum óundirbúið í þrot.

Þá gæti raunverulega orðið mjög verulegur vöruskortur, jafnvel á grunnnauðsynjum. Þ.e. um hríð.

Á hinn bóginn, þá væntanlega hætta deilur um það, hvort við getum borgað - hvort sem eiga í hlut Holland eða Bretland, eða okkar eigin stjórnmálamenn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.1.2010 kl. 16:06

10 Smámynd: Daníel Sigurbjörnsson

Sæll Einar. Það er rétt sem þú segir við erum gjaldþrota. Ríkið mun hrynja. Setuliðið í stjórnarráðinu safnar á sig ryki. Steingrímur í sínum mölétnu sovéskum jakkafötum ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér. Og Ísland er á góðri leið með að verða Weimer lýðveldi samtímans. Icesave samningar eru Versalasamningar okkar Íslendinga. Íslensk stjórnmálastétt er án hugsjóna en stjórnast af hagsmunum, sinna eigin og annara afla. Ekki íslensku þjóðarinar

Daníel Sigurbjörnsson, 20.1.2010 kl. 01:05

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gott vopn ef ekkert betra finnst.

Júlíus Björnsson, 24.1.2010 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband