14.1.2010 | 04:09
Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!
Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."
Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu
Sjá grein: Iceland needs international debt management
Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.
Prófill Sweder van Wijnbergen
Áhugaverð ritgerð: HOW TO OF FISCAL SUSTAINABILITY IN OIL-RICH COUNTRIES: THE CASE OF AZERBAIJAN
Viðkomandi lög ESB:
Ef við þurfum á einhverjum manni að halda, þá er það þessum!
Iceland needs international debt management
"Icelands president has done what its parliament and government didnt dare to. He said no to British prime minister Gordon Brown and Dutch finance minister Wouter Bos..."
Mjög ánægjulegt að sjá þessi orð, þ.s. hann getur með engu móti, verið sakaður um hlutdrægni.
En, þjóðin veit, að hennar hagsmunir eru ekki þeir sem eru í fyrirrúmi, og heldur, með einhverjum hætti sem ekki hefur verið fullskýrður, hafa stjórnvöld Hollands og Bretlands, snúið með einhverjum þeim hætti upp á handlegginn á Steingrími J. - að hann snerist um 180° eins og frægt er orðið og hefur síðan að því er best verður séð fylgt stefnu núverandi ríkisstjórna Hollands og Bretlands, sem miðast að sjálfsögðu við að tryggja sem best hollenska og breska hagsmuni.
Iceland needs international debt management
"Brown and Bos saddled Iceland with additional foreign debt amounting to an extra 40 percent of its gross domestic product, failing to check whether, legally, the country was really obliged to reimburse Dutch savers." -"The latter remains unclear."
Prófessor, Sweder van Wijnbergen er enn einn evrópski sérfræðingurinn, sem staðhæfir að augljós lagalegur vafi sé á skyldu Íslands, til að standa undir Icesave tryggingum.
Iceland needs international debt management
Bos alleges Iceland infringed EU regulations, but those he cites actually say nothing on the subject. The then- applicable guidelines state only that a deposit-guarantee system must be in place with sufficient resources to cover deposits. It doesnt say what must take place if a calamity wipes out the fund. And it also says nothing about who must pay for the central banks top-up, only that states must agree on that via a bilateral treaty. The Netherlands has no such agreement with Iceland <ANNEX II - Directive 19/94>.
Hann bendir einnig á augljósa veikleika þá gildandi laga, þegar á sér stað stór katastrófa.
Best að skoða aðeins hvað átt er við, um þau viðmið sem til staðar eru í Directive 19/94 sem hollenski ráðherrann var að tala um:
Directive 19/94 - Article 4
2. Where the level and/or scope, including the percentage, of cover offered by the host Member State guarantee scheme exceeds the level and/or scope of cover provided in the Member State in which a credit institution is authorized, the host Member State shall ensure that there is an officially recognized deposit-guarantee scheme within its territory which a branch may join voluntarily in order to supplement the guarantee which its depositors already enjoy by virtue of its membership of its home Member State scheme.
The scheme to be joined by the branch shall cover the category of institution to which it belongs or most closely corresponds in the host Member State.
Samkvæmt þessu, að ef svokallað gistiríki býður upp á betra eða áreyðanlegra innstæðu tryggingar kerfi, en heimaríki bankans, sem rekur útibú í gistiríkinu; þá ber gistiríkinu skilda til að bjóða upp á opinberlega viðurkennt tryggingakerfi sem viðkomandi útibú geti gerst aðili að skv. eigin vali í því skini að vera viðbót við þá innistæðy tryggingu sem það útibú þegar hefur aðgang að frá heimaríki.
Þetta eru mjög áhugaverð ákvæði, því þetta A) er skilda fyrir gistiríki, ef það telur innistæðu tryggingakerfi þess ríkis er banki er rekur útibú í því ríki sé ófullnægjandi eða þá, að þeirra eigin tryggingakerfi sé einfaldlega betra eða öruggara. B) Síðan virðist það einungis vera valkostur en ekki skilda, fyrir þann banka sem á í hlut - og því ísl. stjórnvöld augljóslega ekki að neinu leiti sek um brot á því ákvæði.
Þ.s. ég er að íja að, er að hollensk stjórnvöld og einnig bresk, hafi verið sofandi á verðinum, en þ.s. verra er, sjálf brotið þessi ákvæði, með því að bjóða ekki þegar í stað eða fljótlega, upp á þennan möguleika er Landsbanki hóf útibúa starfsemi í þeirra löndum.
Directive 19/94 - Annex II - Guiding principles
Where a branch applies to join a host Member State scheme for supplementary cover, the host Member State scheme will bilaterally establish with the home Member State scheme appropriate rules and procedures for paying compensation to depositors at that branch. The following principles shall apply both to the drawing up of those procedures and in the framing of the membership conditions applicable to such a branch (as referred to in Article 4 (2)):
(a) the host Member State scheme will retain full rights to impose its objective and generally applied rules on participating credit institutions; it will be able to require the provision of relevant information and have the right to verify such information with the home Member State's competent authorities;
(b) the host Member State scheme will meet claims for supplementary compensation upon a declaration from the home Member State's competent authorities that deposits are unavailable. The host Member State scheme will retain full rights to verify a depositor's entitlement according to its own standards and procedures before paying supplementary compensation;
(c) home Member State and host Member State schemes will cooperate fully with each other to ensure that depositors receive compensation promptly and in the correct amounts. In particular, they will agree on how the existence of a counterclaim which may give rise to set-off under either scheme will affect the compensation paid to the depositor by each scheme;
(d) host Member State schemes will be entitled to charge branches for supplementary cover on an appropriate basis which takes into account the guarantee funded by the home Member State scheme. To facilitate charging, the host Member State scheme will be entitled to assume that its liability will in all circumstances be limited to the excess of the guarantee it has offered over the guarantee offered by the home Member State regardless of whether the home Member State actually pays any compensation in respect of deposits held within the host Member State's territory.
Eins og þessi ákvæði eru orðuð, þá er um tvíhliða samstarfs samning milli viðkomandi innistæðu tryggingakerfa.
Eins og við vitum, var engin tilraun t.d. gerð af Bretum, til að hrinda þessum ávæðum í framkvæmd, fyrr en á lokamánuðunum fyrir hrun. Fyrir þann tíma, virðast bresk stjórnvöld a.m.k. hafa talið að ísl. innistæðu tryggingakerfið væri fullnægjandi.
Þetta skiptir máli, í tengslum við hugsanleg málaferli, þ.e. dregur úr líkum þess, að t.d. Bretar geti krafist einhvers fyrir dómi út frá þeirri forsendu, að ísl. innistæðu tryggingakerfið, hafi með einhverjum hætti, verið rangt upp sett eða þess fyirkomulag hafi ekki fullnægt ákvæðum Directive 19/94.
Allt sem veikir málstað Hollands og Bretlands, en styrkir okkar, skiptir að sjálfsögðu máli.
Á hinn bóginn, fór þessi starfsemi sennilega fram í of stuttann tíma, í Hollandi, til að reyna á þessi ákvæði, með fullnægjandi hætti.
Eins og Prófessor, Sweder van Wijnbergen segir, þá voru engir slíkir samningar í gildi milli Íslands og Hollands, fyrir hrun - svo Wouter Bos er ligalupur ef hann heldur öðru fram í hollenskum fjölmiðlum.
Áfram með umfjöllun um grein Prófessors Sweder van Wijnbergen
Iceland needs international debt management
"A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - "The Mexico experience <debt ratio 60%> demonstrates how wrong all these predictions of Iceland becoming a pariah are. After Mexico had negotiated a 40% cut in its debt, capital flowed into the country. That happened in all countries in the Brady Plan - <"total of 17 countries from across the globe -What is a Brady Bond?" >
Eins og Sweder van Wijnbergen segir, þá er það þvættingur að Ísland yrði útskúfað, af lánastofnunum heimsins, ef það greiðir ekki upp skuldir sínar.
Eins og hann segir, kom engin slík útskúfun fyrir í nokkru af þeim dæmum, sem hann þekki til.
En fram kemur í hlekk að ofan, tóku 17 þjóðríki þátt í hinu fræga Brady plani.
Þessi 17 ríki eru fullkomin sönnun þess, að þessar fullyrðingar séu hreinar og klárar lygar.
The Brady-bond Plan: This included countries such Argentina, Brazil, Costa Rica, Dominican Republic, Ecuador, Mexico, Panama, Peru, Philippines,Uruguay, Venezuela and even some European countries like Albania and Poland. In December of 1999, the total outstanding face value of Brady bonds was measured at $130 billion.
Öll þessi ríki komust hjá því, að greiða upp skuldir sínar að fullu, en ekki eitt einasta þeirra var útskúfað af lánamörkuðum.
Í gegnum Brady-bond kerfið, fengu þau afslátt af sínum skuldum, og komust úr gjaldþrotaferli yfir í að fá aftur á ný, fullann aðgang að lánamörkuðum, þrátt fyrir að það þíddi að einungis hlutfall upphaflegra skulda væri greitt.
Eitthvað svipað þessu, þurfum við að gera. Sjá: Brady Bonds
Iceland needs international debt management
"Payment of gigantic debts requires extremely high taxation, which chases away investors and leads to zero growth for decades. Iceland would be cast into a vicious circle: high debt, high taxation, low growth, low payment capacity and thus even more debt. This is called debt overhang."- "Demanding full repayment in such circumstances leads to such turmoil that creditors end up with less than if they had been more modest in their demands."
Þetta er alveg í samræmi við aðvaranir mínar, og annarra þeirra er vara við hugmyndum stjórnvalda um hvernig greiða skal upp skuldir Íslands ásamt Icesave. En, fullkomlega rökrétt afleiðing hugmynda ríkisstjórnarinnar um skatta-álögur, er einmitt og akkírat það, að lama getu hagkerfisins til hagvaxtar. Þetta verður enn ljósara, þegar haft er í huga hinar gríðarlegu skuldir einstaklinga og einkafyrirtækja, en þær skuldir lama getu einstaklinga til að standa í hagvaxtarhvetjandi neyslu og á sama tíma lamar skuldabyrði fyiritækja hagvaxtarhvetjandi fjárfestingu.
Þetta hefur stjórnarandstaða, og fjöldi annarra sérfræðinga, bent á - en allt með tölu fyrir daufum eyrum stjórnar og stjórnarsinna.
Iceland needs international debt management
Iceland has to sell the banks that were nationalised so as to clarify its overall indebtness. It has to be established how much debt should be discounted to allow new growth so the country can repay the rest of its obligations. Stringent fiscal measures will have to be undertaken to convince creditors problems will not re-emerge.
Hérna, prófessor Sweder van Wijnbergen tekur undir þ.s. ég og enginn annar en Eva Joly hefur sagt, en þ.e. nefnilega að Ísland þurfi aðstoð.
Ég hef sagt undanfarið, skv. eigin athugunum, að ekki sé nokkur möguleiki á, að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnarinnar, hreinlega geti gengið upp.
Sjá pistla:
Kæru Íslendingar, við verðum að fara fram á nauðasamninga fyrir "Ísland"
Plan ríkisstjórnarinnar og AGS mun ekki ganga upp, en þ.s. verra er, það getur ekki gengið upp!
Ég stend við þetta mat, og tel sífellt fleiri sannanir vera að berast um, að þetta sé langsamlega líklegasta útkoman, ef raunverulega verður gerð tilraun til að fylgja þessu plani, þ.e. mjög löng skuldakreppa, hrun lífskjara niður á stig langt undir þeim mörkum sem Íslendingar hafa verið vanir síðustu áratugina, enginn eða sáralítill hagvöxtur um langt árabil - eða gjaldþrot.
Við stöndum einungis frammi fyrir þessum valkostum, þ.e. hræðilegur og hræðilegri.
Eina undankoman, sé endurskipulagning skulda, sem feli í sér að Ísland greiði einungis hlutfall skulda, sem teljist skv. útreikningum einstaklinga eins og Sweder van Wijnbergen <sem þekkja til aðferða við skuldaskil ríkja> vera viðráðanleg.
Tökum mark á orðum Sweder van Wijnbergen og Evu Joly; og fáum aðstoð. En, einnig fáum hann Sweder van Wijnbergen til landsins; og fáum hann til að útskýra fyrir stjórnvöldum, þ.s hann veit og við vitum, að sú leið sem þau ætla sér að fara sé fullkomlega vonlaus og geti einungis leitt til mjög alvarlegs tjóns fyrir land og þjóð.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er svo langt hjá þér og ýtarlegt, að ég hef ekki tíma í það nú.
En þessi sérfræðingur, prófessor Sweder van Wijnbergen, skrifar: "Bos alleges Iceland infringed EU regulations, but those he cites actually say nothing on the subject. The then- applicable guidelines state only that a deposit-guarantee system must be in place with “sufficient resources” to cover deposits. It doesn’t say what must take place if a calamity wipes out the fund."
Kann Steingrímur að lesa? Þess væri nú óskandi!
Þakka þér fyrir að halda uppi merkinu, félagi í vandanum og lausninni!
Jón Valur Jensson, 14.1.2010 kl. 10:23
Segir allt sem sgja þarf. Flott samantekt. Bara að íslensk stjórnvöld væru með í liði Íslands og kæmu þessu á framfæri.
Þyrnir, 14.1.2010 kl. 13:45
Flott samantek, tek undir þessi orð þín. Ég óttast þó að ekkert að viti gerist fyrr í marz 2010. Því miður er verkstjórn Jóhönnu & Steingríms ÁVALT til háborinnar skammar og engar líkur á að þau sjái ljósið.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 14.1.2010 kl. 15:29
Býsna skýrt og greinagott. Viltu ekki snara þessu yfir á ástkæra ylhýra og biðja hana Láru Hönnu um að birta það hjá sér. Þar koma svo margir við.
Guðmundur Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 17:07
Þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf það ekki alltaf að sera svo grábölvað að segja satt.
Og mörg rök sýnist mér hníga í þá átt að þjóðin verði óskemmd þó stjórnvöld segðu henni í hreinskilni allan sannleika í hverju máli. Það er nefnilega þannig að þegar okkur er sagt að við höfum bara ekki vit á né gott af að heyra allan sannleikann þá er ekki góður sannleikur á ferðinni.
Árni Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 21:08
Þ.e. algerlega rétt hjá þér, Árni.
Þessi tegund, að móður- eða föðurhyggju, er óþolandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 21:31
Sammála þér Einar Björn, frábær grein og góður liðsmaður greinilega, ásamt með Evu Joly, Lipietz o fl. o fl. Virkilega ánægjulgt að fá alla þessa fræðimenn í lið með þjóðinni, en tel það þó einungis duga áleiðis nema til komi fleira. Fræðimenn eru ekki þeir sem hafa völdin í löndunum. Þurfum meiri og öflugri umræðu innan Evrópu, nokkuð sem tekið væri eftir á alþjóðavísu, eins og reyndar neitun forsetans gerði. Það vakti virkilega fólk til umhugsungar, en þó bara fyrsta vakningarkallið eins og með unglingana á morgnana. Það þarf að koma með fleiri vakningarköll svo dugi til. Það þarf vakningu til framkvæmda eftir vakningu umhugsunar.
Mér finnst það nánast virðingarleysi við þjóðina ef við fáum ekki að kjósa og því skotið undan með öðru samkomulagi við UK/NL áður en af atkvæðagreiðslunni verður. VID verðum að fá að kjósa, hvað svo sem verður síðar.
Væri virkilega áhugavert(nauðsynlegt?) að sjá þetta fólk ásamt fleirum á ráðstefnu hér á landi og sem kallað væri til af öðrum en ríkisstjórninni. Núverandi ríkisstjórn kemur því miður ekki til að hafa frumkvæði að slíku að ég held. Ýmsir fræðingar heimsins, Nóbelsverðlaunahafar og aðeins lægra graderaðir hafa lagt orð í belg og jafnvel sýnt frekari áhuga á aðstoð. Ekki óhugsandi að þeir væru til í að taka þátt í ráðstefnu hér á landi um þessi mál. Mætti jafnvel vera blandað með einhverjum pólitíkusum. Þessar ákvarðanir um framtíð Íslands gæti orðið fordæmisgefandi öðrum þjóðum, eða frekar fólki þeirra þjóða frekar en pólitíkusum.
Við verðum einnig að reyna að hafa áhrif á það að VIÐ fáum þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það tel ég nánast nauðsynlegt til að markera betur það sem forseti Íslands kallaði til. Fram að því geta andstæðingar þjóðaratkvæðagreiðslunnar m.a. haldið því fram að "uppátæki" forsetans hafi verið einskonar uppþot eins manns og eins og sagt er lögin tóku þó gildi og ef þau (IceSave2) verða feld þá taka við IceSafe1 í gildi (umdeilt þó). Látið í veðri vaka að það hafi svo sem ekki breytt miklu.
Það verður ekki almennilega sögulegt og frábært fyrr en ÞJÓÐIN SJÁLF hefur neitað því. Það held ég verði annað vakningarkallið til umheimsins.
Ég mundi líka vilja sjá fleir þjóðir opinberlega styðja málstað/vörn Íslands. Margar þjóðir standa í ekki ólíkri stöðu og við Íslendingar og svo virðist sem andmælum almennings gegn greiðslum úr vösum almennings/ríkjanna til fallinna bankakerfa sé farið að aukast.
Setjum fók í fyrirrúm í stað bankanna.
Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 14.1.2010 kl. 21:55
Má reyna, Guðmundur, að gá hvort ekki er hægt að senda honum skilaboð - en eftir allt saman er hann prófessor við háskólann í Amsterdam, þ.e. hagfræði.
Sumir skólar, gefa færi á því, að senda skilaboð til viðkomandi.
Ég er að velta því fyrir mér, að tékka á þessu.
Því, einmitt þetta, er þ.s. við þurfum, þ.e. að semja aftur um skuldir.
Gæti ekki verið meira sammála því sem hann sagði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 22:03
Þessi maður hefur mart gott fram að færa en það er nauðsynlegt að komast í samband við hann til frekari umræðna.
Svo er það þjóðaratkvæðagreiðslan - ég óttast að Jóhanna og Steingrímur vilji blása hana af en það má ekki gerast við verðum að láta heyra í okkur - Bretarnir eru hræddir við Þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þverpólitísk samstaða í þinginu þarf að vera til staðar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu - til að taka þá á málum með erlendum sérfræðingum.
Fyrir Þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki tímabært með neinar viðræður við Breta og Hollendinga.
- þannig upphæfist bara sama mausið og verið hefur.
Benedikta E, 14.1.2010 kl. 22:31
Fjórflokkurinn hefur ekki sagt þjóðinni satt um skuldastöðuna en það er borðleggjandi að útilokað er að greiða skuldir samkvæmt plani AGS og ríkisstjórnarinnar. Leiðin út úr vandanum hlýtur að vera að gera sér grein fyrir honum og koma með raunhæft plan til að feta leiðina út.
Sigurjón Þórðarson, 14.1.2010 kl. 22:43
Benedikta - þ.s. ég óttast, er að þjóðin greiði atkvæði - en, síðan standi sama stappið áfram, þ.e. ríkisstjórnin stefni einfaldlega að því að semja við Breta/Hollendinga, um Icesave 3 - með smá lagfæringum sbr. Icesave 2.
Veðjað verði á, að menn hafi ekki orku í það, að leggja í enn eina herferðina gegn þeim - með öðrum orðum, þjóðin verði eins og þreittur silungur.
--------------------------------
Þ.e. einmitt þ.s. við þurfum að gera, að hafa samband við hann:
http://www.english.uva.nl/about_the_uva/object.cfm/53C1ABE3-5172-4844-9BE5AD57C714433A/uid=KDdEKjA1WjpAT0pYIAo=
dhr. prof. dr. S.J.G. van Wijnbergen Ph.D.
Faculty of Economics and Business Department Economics
Postal address
1018 WB Amsterdam
Telephone
0205254252
E-mail
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 23:42
http://www.english.uva.nl/about_the_uva/employee.cfm?obj=&start=1&uvabecode=&uvawpcode=&zoekterm=+Sweder+van+Wijnbergen&zoek_medewerkers_pijltje.x=0&zoek_medewerkers_pijltje.y=0
Vantaði e-h á slóðann, en þessi slóði skilar þessum upplýsingum um hann.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 23:44
Ætla að skrifa honum, - en best er að vanda sig, svo það getur tekið mig e-h daga jafnvel, að semja bréfið þar til ég er ánægður með það.
Hvet aðra til þess líka!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 23:45
Spurningin vilja stjórnvöld hlýða á Sveder Van Wijnbergen.
Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2010 kl. 00:13
Það stórlega efa ég, en - miðað við að allir aðrir er hafa komið fram, hafa verið dissaðir hingað til, misruddalega þó.
Nei, það myndi snúast um, að hann samþykkti að koma hingað, halda einhverja blaðamanna-fundi, síðan vonandi samþykkja að vera innan handar, þannig að hægt væri að senda honum spurningar og fá til baka svör.
Hann yrði því miður, að vera vopn andspyrnuhreyfingar.
-------------------------
Ég er alveg búinn, að gefast upp á því, að nokkur hin minnsta von sé til, að núverandi stjórn taki sönsum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.1.2010 kl. 00:48
Andspyrnuhreyfing, opið og hreinskilið.
Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2010 kl. 17:54
Íslenska Ríkið má bjarga sinni samkeppnistöðu. Það má bæta á sínum heimamarkaði þeim sem spara þegar einkatryggingakerfið hér er ónýtt.
10% af veltum í geiranum 2007 var innlands. Íslenskir fjárfestar eru búnir að dæla peningum til UK í mörg ár.
Gestgjafi Bretar áttu að tryggja jafn samkeppni stöðu á sínum markaði án til uppruna land útibúa.
Seðlabanki og kerfi EU vissi allt um lausafjár skort hér. Bretar leyfðu þeim að hreinsa út eiturpappíra, það 7 mánuði.
Bara að Deutchebank er burðarásinn í evru lánum þegar hann hækkar gengið með kaupum á krónubréfum. Hann skapar líka traust=goodwill hinna smærri.
Allir vita sem eru að spá að allar líkur eru að 4 árum fyrir innlimun Ísland. Gerist ákveðið ferli hér eins og í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi t.d.
Þegar eiginféð er ekki varnalegt þá er ekki hægt fyrir banka að hætta að lána eða draga sama seglin í 7% raunávöxtunarkröfu. Þegar goodwillið fer þá er allt ólöglegt.
Ég spyr hversvegna er ekki búið skera niður alla tossanna í fjármálageiranum og hjá ríkinu. Reynsla af þeim síðustu 17 ár :höfðu þeir alltaf rangt fyrir sér sannar að þeir hafa ekki vit á raunverlegum rekstri.
Júlíus Björnsson, 15.1.2010 kl. 18:08
Flottur Einar Björn - adressan hans Sweder. Vinnum í þessu.
Vantar að NO-IceSave hópurinn og FYRIR þjóðaratkvæðagreiðslu hafi vettvang einhvers staðar?
Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 16.1.2010 kl. 22:08
Getum byrjað á því, að útbúa vettvang á vefnum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 01:32
Ég hef nú bara aldrei skoðað þetta frá þessu sjónarmiði Einar Björn! Ég verð nú líklegast að bakka með eitthvað af mínum hugmyndum, ef þetta stenst, sem ég efast ekkert um.
Þetta er líklegaast maðurinn sem vantar til að koma lagi á þennan Icesavegraut sem orðin er.
Hlutlaus sérfræðingur sem vinnur að því sem rétt er að gera, og lætur ekki eyjapólitík trufla sig. Flottur pistill hjá þér....hefði kanski átt að lesa hann svolítið fyrr...setja í gang vattfang á netinu eins og þú segir!
Óskar Arnórsson, 17.1.2010 kl. 19:24
Frábær samantekt.. takk fyrir.
Stendur þig vel.
Vonandi verður svona maður fenginn í þetta. Sem skilur um hvað málið snýst.
Vilhjálmur Árnason, 26.1.2010 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning