Látum hart mæta hörðu, við Breta og Hollendinga, þ.e. ekki of áhættusamt! Menn nefnilega hneygjast til að stórlega vanmeta hættuna á efnahagshruni, og gjaldfellingu Icesave - seinna.

Þ.e. einfaldlega út í hött, að Ísland gæti staðið frammi fyrir því, að vera dæmt til að borga meira, en þ.s. því ber að borga skv. núverandi samningi. Þetta er vegna þess, að EFTA dómstóllinn er búinn, að úrskurða Íslandi í vil, hvorki meira né minna, um neyðarlögin.

 

Sjá mína færslu um málið, er ég skrifaði á síðasta ári:

Neyðarlögin standast reglur Evrópusambandsins!!!

  • Ekki hægt lengur að gera kröfu til okkar á grunni þess, að Ísland hafi mismunað aðilum. En, krafa um jafnar greiðslur, þ.e. tryggja erlendar innistæður að sama marki, þarf að byggja á þeirri forsendu, að um mismunun hafi verið að ræða.
  • Að auki, er ágætt að hafa í huga, að Bretar og Hollendingar sjálfir, tryggðu allar innistæður í eigin löndum, sem veikir mjög hugsanlega sókn á grundvelli mismununar.
  • Auk þessa, tryggðu Bretar sjálfir ekki innistæður á sumum skattaparadísum, er lúta enskum yfirráðum. Það einnig veikir hugsanlegann málstað þeirra, um að gera kröfu til Íslendinga um meiri greiðslur, en cirka 20þ. Evrur.

 

Smá möguleiki á óhagstæðari útkomu

Fyrir bragðið, er einungis möguleiki á, að ef við töpum dómsmáli, að við lendum á svipuðum slóðum á ný, þ.e. að standa straum af cirka 20þ. Evrum. En, þá þyrfti að semja á ný, um tilhögun greiðsla. 

Í því tilviki, væri ekki útilokað, að við lentum með óhagstæðari samning en nú. En, höfum í huga, að miðað við mjög erfiða greiðslustöðu Íslands, eins og staðan er í dag, myndi sú útkoma líklega leiða til greiðsluþrots. Einnig er það mín skoðun, að núverandi samningur ofan á núverandi mjög erfiða greiðslustöðu Íslands, vegna annarra skuldbindinga, sé mjög líklegur til að skila niðurstöðunni "greiðsluþrot" einnig.

Þannig séð, að ef við erum að drukkna, þá skptir ekki megin máli, hvort við erum 50 föðmum undir eða 150.

Stóra málið, er að finna leið til að drukkna ekki.

 

Geta hagkerfisins til hagvaxtar mjög sköðuð á næstu árum

Þetta er mikilvægt að hafa í huga, þegar við veltum fyrir okkur áhættunni á að taka á Ísland frekari skuldbindingar.

En, ef Ísland væri einstaklingur, og væri að fara fram á bankalán, þá færi viðkomandi í greiðslumat þ.s. greiðslugeta viðkomandi er metin með hliðsjón af þeirri skuld sem viðkomandi vill taka á sig, en einnig með hliðsjón af þeim skuldum sem þegar hvíla á viðkomandi. Þ.e. stóri punkturinn, enginn banki með hæfu starfsfólki, sleppir því að skoða hver skuldabyrði viðkomandi er fyrir, þannig að áhættan af nýrri skuld verður alltaf að mótast af heildargreiðslubyrði, vs tekjur.

Ég held að ég hafi gert þeim er les þetta, ljóst hve fáránleg sú hugmynd er, að meta einungis Iceave lánið útfrá Icesave láninu einu saman vs. tekjur, er. En, að sjálfsögðu er hið rétta mat áhættu, út frá þeirri heildargreiðslubyrði sem er fyrir + skuldabyrðin af Icesave vs. líklegar tekjur.

Þegar, búið er að reikna þessa hluti út; þá fyrst er hægt að meta líklega raun-áhættu.

Í þessu samhengi, skiptir gríðarlega miklu máli, hver líklegur hagvöxtur landsmanna verður á næstu árum.

 

Álit meirihluta ríkisstjórnar
Hlutföll útflutnings umfram innflutning, þáttatekna og viðskiptajafnaðar af landsframleiðslu (%)
                                2008   2009   2010   2011   2012   2013   2014   

Útflutn.-innflutn.        -2,8      6,7    10,6    12,0    13,1    13,7    11,8

Þáttatekjur              -39,4   -20,7  -20,8   -20,3   -18,7   -16,1   -14,6

Viðskiptajöfnuður     -42,2  -14,0   -10,2     -8,3    -5,6     -2,4     -2,8

Undirliggjandi st.

Þáttatekjur                          -7,7     -8,5     -9,0     -8,5    -8,3     -8,0

Viðskiptajöfnuður                  1,0     2,1       3,0      4,6      5,4      3,8

Hagvöxtur                1,3    -8,5    -2,4      2,2     3,4      3,4     3,6

*<Undirliggjandi stærðir, eru að frádregnum vaxtatekjum og gjöldum fyrirtækja - er skortir á upplísingar um og bankat>*

 

Þ.s. mér finnst alls ekki ganga upp, er það að gera ráð fyrir meiri hagvexti hér en í löndunum umhverfis okkur, þrátt fyrir að hér séu öflugari bremsur á hagvöxt ef e-h er, en gengur og gerist í hinum löndunum.

  • Ég, er sannfærður um, að þær hugmyndir séu einfaldlega ekki raunhæfar. 
  • Þannig, að þá gangi tekjuhliðin alls ekki upp. 
  • Ég bendi á, að tölurnar um afgang gera klárlega ráð fyrir tekjuaukningu, þ.e. annars færi hallinn vaxandi ár frá ári, næstu 7 árin a.m.k. því það eru nokkur ár þangað til að sala eigna á að hefjast úr þrotabúunum; þannig að nokkuð er í að vaxtabyrðar þjóðfélagsins fari að lækka.
  • Að auki, gera tölur fyrir árið 2009 ekki ráð fyrir lánum frá norðurlöndum og Póllandi, né AGS - þ.e. kostnaðinum af þeim skuldum. Svo, að halli aukist ekki árið 2010, þá er greinilega gert ráð fyrir verulegri tekjuaukningu fyrir árið í ár.

 

 

Samkvæmt vorskýrslu Hagstofu Íslands, er hallinn á vöruskiptum eftirfarandi.

Þjóðarbúskapurinn, áætlun til 2014: Vorskýrsla 2009

Viðskiptajöfnuður, % af VLF
2008                          -23,3
2009 - 2014                 -1,2
2011                             -1,1
2012                             -2,1
2013                             -1,2
2014                             -1,1

 

Áhugavert, er að Vorskýrsla Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir mínus fyrir hvert ár út 2014. Ég held að munurinn liggi í, að þeir undanskilja ekki þessi fyrirtæki sem ríkisstjórnin, telur að hafi ekki gefið nægilega áreyðanlegar upplísingar, til að byggja á. Þess í stað, áætlar Hagstöfan kostnað fyrir þau fyrirtæki, og vaxtagjöld verða því hærri.

Mér finnst þetta raunhæfara, vegna þess að sleppa einfaldlega þessum fyrirtækjum alveg, í stað þess að setja inn skv. áætlun, valdi meiri ónákvæmni.

 

Niðurstöðurnar eru alvarlegar:

  • Neikvæður afgangur þíðir að ekki er einu sinni til peningar fyrir vaxtagreiððslum, svo skuldir hækka jafnt og þétt. 
  • Enginn afgangur eða mjög lítill jávkæður, þíðir að hlutir eru í járnum, skuldir hvorki hækka né lækka.
  • Einungis, ef þ.e.afgangur, helst verulegur, þá fara skuldir smám saman lækkandi. Lítill slíkur, þíðir þó að lækkun skulda getur tekið veruleg langan tíma.
 
 
     Ég vil einnig benda á Skýrsla Hagfræði Stofnunar HÍ um Icesave frá síðasta ári.
 

"Á árunum 1980-2004 óx landsframleiðsla að meðaltali um 2,8% á ári. Þar af mátti rekja 1,3% til fólksfjölgunar og 1,5% til aukinnar framleiðni. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar fram til 2050 mun landsmönnum öllum fjölga um 0,7% að meðaltali á ári fram til 2023 og fólki á vinnualdri (20-64 ára) um 0,5%. Ef framleiðni vinnu eykst með líku lagi og undanfarna áratugi má búast við að VLF aukist að jafnaði um 2-2,5% á ári næstu 15 árin sem er nokkuð minna en Seðlabanki gerir ráð fyrir. Einstakar framkvæmdir ættu ekki að breyta miklu um þetta mat."

 

Þetta er að mínu mati miklu mun raunhæfari viðmið, og að auki vel rökstutt.

Fyrst um þ.s. dregur úr hagvexti:

  • Óhagstæðari mannfjölgunarþróun, þ.e. vegna fólksflótta, getur minnka mögulegan hagvöxt.  Engin mannfjölgun, hagvöxtur einungis 1,5%. Fækkun um 0,5%, leiddi til einungis 1% hagvaxtar.
  • Að auki gera þeir þarna ekki ráð fyrir bremsandi á hagvöxt áhrifum skulda heimila, en skv. spá Seðló, stefnir í að 40% heimilar fari á þessu ári, í neivkæða eiginfjárstöðu. Ég vísa til aðvörunar AGS til iðnríkjanna, þ.s. þeir telja miklar skuldir heimila muni skaða hagvöxt á næstu árum.
  • Skuldastaða fyrirtækja, er einnig stór bremsandi á hagvöxt þáttur, en skv. skýrslu AGS um Íslands frá því í haust, er staða 60% fyrirtækja hérlendis sú, að skuldastaða þeirra teslt ósjálfbær. Ég þarf vart að taka fram, að með svo hátt hlutfall fyrirtækja, með fyrirsjáanlega óviðráðanlega skuldastöðu, þá felur slíkt í sér mjög öfluga bresmu á getu okkar hagkerfis til hagvaxtar.
  • Síðan er það slæmt ástand bankakerfisins okkar, sem er enn mjög - mjög veikt, þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að styrkja það. En tveir bankar eru núkomnir aftur í eigu þeirra þrotabúa, sem þeir voru upphaflega teknir út úr í október 2008. Sá þriðji hefur fengið skuldabréf í hendur frá stjórnvöldum, og þ.e. kallað endurfjármögnun. Enga raunverulega peninga, sem sagt.
  • Hærri vextir, en tíðkast í nágrannalöndum, er síðan enn ein bremsan, í ofanálag við allar hinar, en vextir draga fjármagn úr hagkerfinu, og hægja því á því - sem þannig séð, er heppilegt, ef þensla er ríkjandi, en mjög óheppilegt er viðvarandi ástand er samdráttur.
  • Að lokum, þá er verið hér að hækka skatta, sem hefur þveröfug áhrif við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur, sem eru að spandera peningum - þ.e. dæla þeim út í hagkerfið.
  • Þetta mun koma til raunlækkunar þess hagvaxtar sem búast má við í reynd.
 
 
    Þættir sem koma til hækkunar:
  • Erlend fjárfesting.
  • Aukning aðstreymis erlendra ferðamanna.
     Mér virðist bremsurnar vera heldur fleiri. En, hugsanlega ef aðstreymi ferðamanna verður mjög mikið, og erlend fjárfesting slær öll fyrri met á næstu árum, miðað við lýðveldissöguna; þá má vera að þættir til hækkunar vegi upp alla hagræna þætti til lækkunar, þ.e. allt nema áhrif fólkfsjöldaþróunar. Þá erum við að tala um hagvöxt á bilinu 1% - 1,5%.
 
 
     En, ef aftur á móti, annaðhvort eða hvort tveggja, erlend fjárfesting og/eða aukning aðstreymis erlendra ferðamanna, verður minna en svakalega góð; þá getur hagvöxtur t.d. lækkað niður í 0,5% - 1%
 
 
     Í allra versta falli, gæti það gerst, að hagvöxtur er að ströggla milli 0% - 0,5%. Það getur verið ástand, þ.e. aukning aðstreymist erlendra ferðamanna, verðu óveruleg, og að tafir verði á stórum erlendum fjárfestinga verkefnum.
 
     Ég er að tala um hagvöxt til næstu 10-15 ára.
 
 
Hérna fyrir neðan, kemur áhugaverð tafla, sem finna má í skýrslu Hagfræði Stofnunar HÍ

Skýrsla Hagfræði Stofnunar HÍ um Icesave

Fasteignaverð

(raunvirði)

-35,5%

 6,0 ár

Hong Kong (-54%)

Japan, 1992 (6 ár)

 

Hlutabréfaverð

(raunvirði)

 

-55,9%

 

 3,4 ár

Ísland (-91%)

Spánn, 1977, Malasía og

Tæland (5 ár)

 

Atvinnuleysi

7,0%

4,8 ár

USA, 1929 (22%)

Japan, 1992 (11 ár)

 

VLF á föstu

verðlagi

 

-9,3%

 

1,9 ár

USA, 1929 (-30%)

Finnland, Argentína, 2001,

og USA, 1929 (4 ár)

 

Ríkisskuldir*

86,0%

 

Finnland,

Kólumbía

 

 

Heimild: Carmen M. Reinhart og Kenneth S. Rogoff, "The Aftermath of Financies Crises," American Economic

Review: Papers & Proceedings, 99 (2), 466-472. * Aukning ríkisskulda á þremur árum eftir upphaf kreppu.

 

Þ.s. markverðast kemur fram, eru niðurstöður um meðalútkomu slíkra kreppa, þ.e.:

  • Hagvöxtur hefst að meðaltali, eftir 1,9 ár.
  • Lægð verðmætis hlutabréfa, kemur árum eftir 3,4 eftir upphaf kreppu.
  • Atvinnuleysi, nær hámarki, 4,8 árum frá upphafi kreppu.
  • Húsnæðis verð, nær hámarki á 6. ári, eftir upphaf kreppu.

Svo, miðað við meðalkreppu, þá:

  • Hefst hagvöxtur hérlendis árið 2010.
  • Verðmæti hlutabréfa hérlendis nær lágmarki árið 2012.
  • Hámark atvinnuleysis verður um mitt ár, 2013.
  • Botninn á kreppunni á húsnæðisverði, verður síðla árs 2015.

Ef við tökum þessa töflu til greina, þá einfaldlega er kreppan alls ekki u.þ.b. að taka enda hérlendis. Við getum séð atvinnuleysi, e-h í kringum 20%, ef við gerum ráð fyrir áframhaldandi aukningu þess, einhver ár eftir upphaf hagvaxtar.

 

 

Síðan aðvaranir AGS til iðnríkjanna

Skýrsla AGS fyrir G20 fund 

The global economy has returned to positive growth following dramatic declines. However, the recovery is uneven and not yet self sustaining, particularly in advanced economies. Financial conditions have continued to improve, but are still far from normal. Despite recent momentum, the pace of recovery is likely to be sluggish, since much remains to be done to restore financial systems to health, while household balance sheet adjustment and bank deleveraging will be drags on growth. Downside risks have reduced somewhat. A key risk is that policy support is withdrawn before the recovery can achieve self-sustaining momentum, and that financial reforms are left to languish.

 

                                                              2009     2010

World output                                          -1.1          3.1 
Advanced economies                              -3.4         1.3 
Euro area                                               -4.2          0.3 
Emerging and developing economies       1.7          5.1 
G-20                                                      -1.0          3.3
France                                                   -2.4           0.9
Germany                                                -5.3          0.3 
United Kingdom                                     -4.4          0.9
United States                                       -2.7         1.5 
European Union                                   -4.2          0.5 

Iceland                                                  -2,4         2,2

<Set Ísland inn til gamans, en þ.s. kreppan hósft hér ári seinna þá tek ég mið af því, og nota spá ríkisstjórnarinnar fyrir 2010 og 2011, sem eru sambærileg ár, ef spár rætast, við árin 2009 og 2010 hjá hinum ríkjunum, þ..e árið sem kreppan botnaði og hagvöxtur hófst, síðan fyrsta heila ár í hagvexti>

<En, eins og sést klárlega, gerir ríkisstjórnin ráð fyrir að síðasta samdráttarár, verði ekki eins slæmt hér og beggja megin hafsins og síðan fyrir því, að fyrsta heila ár í hagvexti verði miklu betra>

<Þetta finnst mér öldungis fráleitt>

 

 

Hvernig ríma aðvaranir AGS við okkar aðstæður?

  • household balance sheet adjustment - þeir benda á að miklar skuldir heimila verði hemill á hagvöxt. Skuldir heimila enn verri hér, en í samanburðaröndum.
  • bank deleveraging will be drags on growth - veikleiki bankakerfisins, er enn alvarlegri hér.
  • Síðan eru það skuldir fyrirtækja. En, ég endurtek þ.s. ég sagði áðan, að 60% fyrirtækja hérlendis, eru í raun gjaldrota, þó þau séu enn starfandi.

Við erum sem sagt, með alla sömu hemlana, en hér eru þeir bara verri, þ.e. að hemla meira. Að auki, höfum við búið til okkar eigin hemla.

-----------------------------------------------------

 

Það er því ljóst, að þ.s. spá stjórnvalda og AGS um hagvöxt til framtíðar, er mjög ólíkleg til að rætast, þá gangi ekki heldur upp plön stjórnvalda um tekjur, hvort sem um er að ræða skatttekjur eða almennt tekjur þjóðarbúsins. Þannig gangi tekjuhliðin augljóslega ekki upp:

En, ef þ.e. svo, að tekjuhliðin gangi ekki upp, þá um leið er ljóst, að mjög umtalsverð áhætta verður af því fyrir Ísland, að taka á sig frekari skuldbindingar, sérstaklega stórar skuldbingar.

  • Þetta er hluti af spurningunni, hvort áhættusamara þ.e. fyrir okkur, að leita eftir frekari samningum, eða ekki?
  • Eða, jafnvel hvort það sé mjög áhættusamt, að fara með mál fyrir dóm.
  • Allt af þessu hefur einhverja umtalsverða áhættu, en þær hættur þarf þá að setja á vigt á móti hættunni sem stafi af frekari skuldbindingum. 
  • Þ.s. hættan af gjaldþroti er greinilega mjög veruleg, jafnvel burtséð frá Icesave, þá þarf áhætta af því að fara með mál fyrir dóm, að vera bísna mikil, eða þá bísna áhættusamt, að reyna samningaleiðina eina ferðina enn.
  • Ég get ekki séð, að dómsmál sé aðlaðandi lausn fyrir Breta og Hollendinga, vegna þess að það er raunveruleg lagaleg óvissa um, hvort við eigum að greiða. Að auki, hafa Bretar sjálfir ekki alls staðar þ.s. þeirra lög ríkja valið að tryggja innistæður, þannig að visst fordæmi er kæmi þeim sjálfum í koll gæti skapast.
  • Þá er það helst spurningin um samninga, en einmitt vegna lagaóvissunar, og óvissunnar um útkomu hugsanlegs dómsmáls; þá er það einfaldlega rökrétt, að þeir ættu að vera viljugir til að gefa eftir. Sjá grein Michael Waibel að neðan.
  • Ég bendi á, að auki, að gjaldþrot, þó svo við sannarlega eigum að leitast við að komast hjá því, er ekki endir alls. Í því ástandi, værum við enn með fiskinn - álið - og ferðamennina. En, á móti kæmi að fyrirtæki er hafa ekki útflutningstekjur - þ.e. innlend starfsemi einungis, myndu mörg sennilega fara á hausinn. En, á móti kemur, að mjög mörg fyrirtæki, eru hvort sem er á leiðinni í þrot. Svo, þ.e. ekki endilega svo að miklu myndi muna. Á móti kæmi svo það, að hafa allar útflutningstekjurnar, þ.e. að vera ekki að verja mjög háu hlutfalli þeirra í erlend lán. Þ.s. ég er að meina, er að gjaldþrot er valkostur - ef ekki tekst að ná nægilega góðum samningum, og/eða ljóst verður að við erum hvort eð er, að reka í átt að þeirri bjargbrún. En, betra þó er að hafa Icesave skuldbindingar ekki á bakinu, í þessu tilviki.

 

Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."

Iceland has no clear legal obligation to pay up

What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitch’s premature downgrade of Iceland’s credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement.

A protracted legal battle is in nobody’s interest. Yet the UK and the Netherlands need to start showing a genuine willingness to compromise, rather than using political leverage points in the International Monetary Fund and elsewhere to their maximum advantage. Any negotiated agreement should reflect the uncertainty of how much Iceland is liable to pay in the first place. This uncertainty should be reflected in a substantial discount on the principal, together with a reasonable interest rate.

 

Afstaða "Fitch Rating!?

Frétt Bloomberg um "Nei" forseta vor

Skoðið svo hlekkinn sem inniheldur Video viðtal við talsmann "Fitch Rating".

 

Það sem mér finnst áhugaverðast, er sú skoðun talsmanns Fitch Rating, að við höfum árið í ár. En, það þíðir, að við getum beðið eftir stjórnarskiptum í Bretlandi, en þess í stað notum við þann tíma til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, og síðan eftir hana, til að ná samstöðu með þjóðinni, um einhverja tiltekna nýja stefnu, í Icesave málinu.

Talsmaður Fitch Rating, virðist ekki telja að stórfelld hætta sé á ferðum fyrir Ísland í bráð. Ísland hafi nægt fjármagn, hið minnsta fram á mitt ár 2011, en það ár kemur að stórri afborgun upp á cirka 180 milljarða. Að hans mati, sé það "deadline". Að, fyrir þann tíma, þarf Ísland að hafa tryggt sér  aðgang að fjármagni.

Fitch Rating að sjálfsögðu er sama, hvernig það fjármagn væri tryggt, og/eða hvaðan það kæmi.

 

Hvað eigum við þá að gera?

  • Höldum þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, og sýnum vilja þjóðarinnar í verki. 
  • Út af fyrir sig, kæmi það til greina, í mínum augum, að flokkarnir settust niður á rökstóla og komi sér saman um sameiginlega stefnu í málinu, þjóðaratkvæðagreiðslunni myndi vera sleppt.
  • Það gæti fræðilega gengið hraðar fyrir sig, minni tími tapast.
  • Á hinn bóginn, hefur ekkert sérstakt bent til þess, að líkur á sáttum milli flokkanna, hafi aukist. Þvert á móti, virðast aðilar halda áfram að fjarlægjast. Þ.e. varasamt, því þá halda væringar áfram, og líklega vinda þær þá áfram upp á sig, spenna vex stig af stigi.
  • Óþægilega líkleg útkoma er, að ríkisstjórnin tapi atvkæðagreiðslunni, en að hún þá afgreiði málið á þeim grunni, að fólk hafi látið plata sig, að hún hafi rétt fyrir sér, ákveði þrátt fyrir yfirlísingar að sytja áfram. Síðan, reyni hún allt hvað hún getur til að ógilda niðurstöðuna.
  • Ég óttast þá útkomu, því þá getur það sannarlega gerst, að einhverskonar og þá enn alvarlegri uppreisn en áður, eigi sér stað.

 

Ég held að við eigum þolanlegan séns, í nýja samninga - eftir stjórnarskipti í Bretlandi. Við getum beðið þangað til. Höfum alveg efni á að gera það.

Útkoma þjóðaratkvæðagreiðslu, getur alveg styrkt okkar samningsaðstöðu og þá best, að hún verði með sem mestum mun og mestri þátttöku.

 

Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Ég vil nú þakka þér fyrir ofangreint sem mér finnst áhugavert þótt ég sé ekki sérfræðingur.

Það sem ég sé ekki að verði svo bjart hjá okkur næstu árin að hagvöxtur ætti að aukast eins og spáð er og hvernig á að ná því þegar hvert fyrirtækið á fætur öðru í framleiðslu hefur verið lokað eða er um það bil að loka.

Menn hafa verið að gæla við snaraukningu á ferðamönnum til landsins næstu árin en það er bara sýnd veiði en ekki gefin vegna fátæktar sem er brostin á í Evrópu og fer versnandi.Evrópski Seðlabankinn tilkynnti í sl.viku að hann kæmi Grikklandi ekki til aðstoðar þeir yrðu bara að skera niður kostnað líkt og Spánn og Ítalía en ferðaiðnaðurinn þar hefur tekið bakföll eftir að Evran var tekin upp.

Þetta mun ekki verða neitt öðru vísi hjá okkur þegar þar að kemur og menn ættu að huga að sér í dýrum fjárfestingum út á sýnda ferðamannaveiði heldur en hitt.

http://www.telegraph.co.uk/

Mjög athyglisverð grein um veðurfar og ágreining við veðurstofustjórann sem er harðlega gagnrýndur fyrir ranga greiningar á vetrarveðri þar sl.3 ár og nú er landið nánast á núllstöðu allt stopp á landi og í lofti með gríðarlegu tekjutapi sem setur enn stærra gat á fjárlög Darlings og ekki er það betra í Þýskalandi hvað veðurfar snertir eða Bandaríkin með frost á Florida og slyddu á Miami.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 858791

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband