5.2.2023 | 23:39
Útlit fyrir Rússland fyrirhugi nýja sókn í Donbas A-Úkraínu, áður en ca. 120 Vestrænir skriðdrekar berast í úkraínskar hendur!
Loforð um afhendingu Vestrænna skriðdrekar eru komin á það stig, að nú er ljóst að Leopard 2 skriðdrekar -- verða a.m.k. rýflega: 100. Loforð þegar 100 +.
Þar fyrir utan, 14 Challenger 2 skriðdreka.
Og 34 M1 skriðdreka!
- Áætluð koma fyrstu skriðdrekanna, er í apríl.
- M.ö.o. að fyrstu áhafnir verði búnar að ljúka þjálfun ca. þá.
- Flest bendi til að Pútín hafi ákveðið að flýta fyrir fyrirhugaðri árás Rússlands-hers á Úkraínu -- sem getur bæði verið gott eða slæmt.
- Jákvæða við það, að væntanlega - leiðir flýtir til þess - sú árás er minna öflug.
En árás t.d. 1-2 mánuðum síðar, gæti hafa orðið.
Er Rússland hefði gefið sér meiri tíma, til liðsafnaðar.
Og til þess að þjálfa nýliða.
Ef marka má upplýsingar -- hafa nýliðar í Rússa-her, er ekki hafa enn hafið orrustu.
- Fengið ca. mánuð af þjálfun.
- Þ.e. afar lítl þjálfun - þó betra en ekkert.
Berum það saman við, er Úkraína -- í Febr. 2022 hóf almennt herútboð.
Og nýliða-þjálfun hófst þá strax og unnt var.
Síðan, hefur Úkraína -- 2 mikilvægar sóknir seint í júlí 2022.
- Þarna á milli: 6 mánuðir.
En þ.e. einmitt það tímabil, löng hermennsku-hefð segir, að sé lágmarks-tímabil.
- Skv. því eru Rússar ekki enn að gefa sér tíma til að þjálfa nýliða almennilega.
- Þ.e. í skilningi jákvætt fyrir Úkraínu - þar eð, því slakari sem þjálfunin er, því lélegri eru þeir hermenn: m.ö.o. t.d. þarf tíma til að læra að hitta almennilega.
Það er auðvitað markt annað - notkun tækja af margvíslegu tagi.
- Erfitt að sjá að -- 1 mánuður dugi til þess, hermenn kunni hermennsku vel.
Bakhmut loftmynd
Flest bendi til þess, að samsetning liðsins verði!
Þ.s. Rússland enn á af góðum her, fari fyrir liðinu:
- Þ.e. véla-herdeildir, ásamt þeim vel þjálfuðu hermönnum, Rússland enn á.
Slíkar hersveitir kunna svokallað -combined arms.- - Hinn bóginn, er vart að búast við því.
Að bróðurpartur liðsins -- 1 mánuð af þjálfun.
Séu færir um það flóknar athafnir.
Þó svo að Rússar virðist ætla að senda þær véla-herdeildir þeir eiga enn.
Þ.e. skriðdreka + þjálfað herlið búið liðsflutninga-tækjum á beltum.
--Séu þær sveitir veikari til muna, en þær voru í Febrúar 2022.
- Úkraína sé til muna, betur búin undir stríð -- nú en Febr. 2022.
- Þ.e. ekki einungis fengið gríðarlegt magn vopna frá NATO löndum, betri vopn en Rússland hefur -- heldur er her Úkraínu mun fjölmennari en Febr. 2022.
M.ö.o. það lið er þjálfað var skv. skipun um herútboð.
Er ekki einungis í dag þjálfað, betur þjálfað, heldur nú combat veterans.
Ég hef því ekki gríðarlegar áhyggjur af þessari árás sem Rússland fyrirhugar!
Reikna fastlega með því varnir Úkraínu haldi á flestum stöðum!
Þó mögulegt sé auðvitað að her Úkraínu -- hörfi taktískt t.d. í Bakhmut!
Bardagar um Bakhmut voru afar harðir í sl. viku!
Rússar eru nú komnir nokkurn spöl inn í Bakhmut á, A-hlið borgarinnar.
Ef maður getur ráðið af kortum -- hafa Rússar ca. 15% borgarinnar.
Eru enn að berjast í úthverfum A-megin hennar.
- Miðað við þetta, gætu bardagar um borgina, enn tekið mánuði.
- Hafa þegar tekið 6-7 mánuði.
En þ.e. ágætur möguleiki, að hluti af nýrri árás Rússa-hers.
Verði ný og enn fjölmennari árás á þá borg.
- Liðssafnaður Rússa, er sjáanlegur nærri Kreminna - í Luhansk héraði, þ.s. Rússar hafa hafið nú þegar -- töluverða gagnárás á þ.s. hefur verið sókn Úkraínu á því svæði: En nýlega komst sú sókn alveg upp að Kreminna.
Reiknað er með því, að a.m.k. -- hluti nýs liðssafnaðar Rússa.
Styrki við árásir á því svæði. - M.ö.o. er frekar búist við því, Rússar skipti liðinu milli Luhansk, og Donetsk svæðisins -- frekar en að safna liðinu öllu á einn punkt.
- Einhver hópur virðist einnig vera til staðar, sunnan við borgina Zaporizhzhia.
Áætlaður ca. 40þ. Þ.e. þó ekki reiknað með fjölmennri árás í átt að þeirri borg.
En Zaporizhzhia hefur milli 200-300þ. íbúa. Liðssafnaður að því umfangi, er ekki talinn nándar nærri þeirri stærðargráðu að -- geti orðið veruleg ógn þar. - Þar fyrir utan, er ekki reiknað með -- nýrri atlögu að Kiev, þ.e. annarri innrás frá Hvíta-Rússlandi.
M.ö.o: Luhansk og Donetsk -- verði fókus Rússa!
- Í Luhansk, að íta her Úkraínu aftur til baka frá Luhansk, en sl. mánuði hafði Úkraínuher tekist á ný, að taka aftur nokkra skika -- a.m.k. eina borg, Lyman.
- Og auðvitað, tilraun til að taka Donetsk: Enn ráða Úkraínu-menn ca. 50/50 móti Rússum af því svæði.
- Það sé því alls ekki hægt að segja: Rússland hafi enn tekið Donbas.
Höfuðstöðvar NATO!
Ný árás Rússa-hers mun að sjálfsögðu hvetja NATO til enn frekari vopnasendinga!
Þannig hefur það alltaf verið -- eins oft og Rússar kvarta yfir NATO.
Þá eru NATO aðgerðir hingað til -- ætíð viðbragð við aðgerðum Rússa!
- Ástæða þess að NATO ákvað að senda yfir 100 skriðdreka til Úkraínu.
- Er nákvæmlega vegna þess, að NATO veit að Rússar hafa um nokkurt skeið verið að safna nýju liði -- orðrómur um nýja vorsókn hefur verið sterkur og vaxandi.
T.d. hefur verið skoðun - a.m.k. sumra - vorsóknin gæti haft 1.000.000 hermenn.
Hvað sem satt er í því: Þá taldi Úkraína nýlega, að Rússar fyrirhuguðu a.m.k. 500þ.
- Samtímis, hefur Rússland í engu sjáanlega gefið eftir af kröfum sínum um land á hendur Úkraínu.
- Stjórnvöld Rússlands stefna enn að fullum sigri.
Þannig viðbrögð NATO eru þá -- senda þessa skriðdreka!
- Til þess, að auðvelda Úkraínu að brjóta upp þá fyrirhuguðu sókn.
- Þannig sýna Rússum fram á, þeir geti ekki haft fram sigur.
Líta má -- viðbrögð NATO sem nokkurs konar samninga-tækni við Rússa.
M.ö.o. tilgangur NATO sé ekki einungis að hindra mögulegan sigur Rússa.
Heldur einnig, að knýja Rússlands-stjórn til eftirgjafar.
Ég held að margir fatti ekki þetta: Stríðið sé þannig séð, samninga-tækni.
- Rússland hafi ekki verið sátt við þau tilboð það fékk frá NATO löndum.
Þannig að Rússland -- hefur innrás, til að þrýsta fram sínum kröfum.
Þrátt fyrir allar þær blóðsúthellingar og tjón því fylgi. - NATO, styður við sínar kröfur -- með vopnasendingum.
Og síðan, enn frekari vopna-sendingum.
- Spurningin er þá, hvort að Rússland hafi getu til að knýja sitt fram.
Ég stórfellt efa persónulega að svo sé.
Þetta er a.m.k. orðin heilt helvíti rosalega kostnaðarsöm samninga-aðferð fyrir Rússa.
Þó það kosti slatta að senda Úkraínu vopn -- sé sá kostnaður miklu mun smærri í hlutfalli við þjóðarframleiðslu NATO landa; en stríðskostnaður Rússa sé sbr. þjóðarframl. Rússl.
--Álag fyrir NATO lönd borið við kostnað, tjón, mannfall Rússa, lítiðfjörlegt.
Því eiginlega skrítið Rússar stöðugt vænta þess NATO gefi eftir!
Mynd frá Póllandi af röð flóttamanna!
Bendi einnig á, að Rússland einnig hótar stórfelldri flóttamannakrísu!
Ég heyri aldrei nokkurn Rússa-vin ræða þann þátt!
- 6 millj. Úkraínumanna a.m.k. eru landflótta í löndum Evrópu, síðan Febr. 2022.
- 11 millj. a.m.k. til viðbótar, eru á flótta frá heimkynnum, innan Úkraínu.
- 17 - milljónir samanlagt m.ö.o.
- Ef Rússa-her næði mun meiri árangri.
Væri veruleg hætta á að margir af þessum 11-millj. flýðu Úkraínu til V-Evrópu.
Að auki, gæti heildarfj. flóttamanna - auðveldlega náð: 20millj.
- Rússar hafa gjarnan gamnað sér yfir -- meintum verðbólgukostnaði fyrir Evrópu.
Og einnig meintum stríðskotnaði. - Þá algerlega gleyma þeir hótun Rússa um allt að: 20millj. Úkr. flóttamenn.
Ég er algerlega öruggur um það!
Að þessi flótta-mannavandi, er a.m.k. hluta-ástæða þess!
Að NATO lönd senda Úkraínu vopn.
- Einfalt, því betur Úkraínu-her gengur.
- Því færri flóttamenn!
- Rússar virðast ekki fatta, að ef NATO ætti að gefa eftir.
Þíddi það samtímis samþykki NATO að taka við hálfi Úkr. þjóðinni, sem flóttamenn.
Ef menn halda að -- flótta-manna-vandi geti ekki verið mikilvægt atriði.
Þá hafa menn greinilega algerlega gleimt -- umræðu í V-Evrópu um, Sýrlands-flóttamanna-vandann á sl. áratug.
Ég held að Rússlands-stjórn stórfellt vanmeti hvernig þessi vandi.
Virkar á móti hótunum Rússa -- t.d. um verðbólgu.
- Rússl. segir, ef þið samþ. okkar kröfur - minnkar verðbólgan hjá ykkur. Og þið hættið að hafa kostnað af vopnasendingum.
- En að láta að kröfum Rússa, þíddi stórfellda sprenginu í fj. flótta-manna frá Úkraínu -- ekki einungis kostnað að búa til störf, fæða og hýsa 20m. - heldur þau samfélags-vandamál er fylgja, það stórri flóttamanna-bylgju, á það stuttum tíma.
Ég er sæmilega viss um að -- flestum í Evrópu, finnst það -- betra að senda vopn.
Og samtímis, verðbólgan sé -- þrátt fyrir allt, ekki það rosalega slæm í samanburði.
Niðurstaða
Þegar ég íhuga heildarmyndina -- held ég þrátt fyrir allt.
Að fyrst að öruggt var að Pútín mundi senda nýja sókn á Úkraínu.
Sé skárra hún komi snemma!
Eins og bent á að ofan, rússn. nýliðar fá þá að virðist einungis 1 mánuð af þjálfun.
Rússland, hefur sókn fyrr -- að sjálfsögðu með minna lið, en ef sókn væri síðar.
Það þarf ekki að vera alvarlegt það að sóknin hefst áður en Úkraína fær Vestrænu skriðdrekana -- því að sóknin sé liðfærri og þar með veikari út af flýtinum.
Líklega hafi Úkraína nægan styrk til að stöðva hana - án Vestrænnu skriðdrekanna!
- Það þíði, að þegar Vestrænu skriðdrekarnir séu komnir -- líklega ca. þegar þeir bardagar eru þegar langt komnir, eða ca. að ljúka!
- Þá komi skriðdrekarnir akkúrat á réttum tíma, til að snúa vörn í sókn.
Sögulega séð er rétti tíminn fyrir gagnsókn -- þegar sókn andstæðingsins missir afl.
Ég á ekki von á því, að þessi sókn leiði til einhverra stórra sigra fyrir Rússa!
Þ.e. áður en liðsstyrkur til Úkraínu í formi skriðdrekanna góðu, sé stórum hluta kominn.
Þjálfun á Leopard 2 skriðdreka er þegar hafin.
Rökrétt senda Úkraínumenn, reyndar áhafnir - er þurfa einungs vikur til að ná að beita skriðdrekum með nýrri tækni.
--Sannarlega er viðmið NATO, 6 mánaða þjálfun - en það á við, óreyndar áhafnir.
- Niðurstaðan gæti orðið sú, Pútín skapi aðstæður fyrir vorsókn Úkraínu.
Sú gæti náð góðum árangri, sérstaklega ef Rússar hafa misst mikið af liði og hergögnum í þeirri sókn sem nú er fyrirhuguð. Þannig þeir eigi enn minna eftir en nú er.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 5. febrúar 2023
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 9
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 866162
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar