Tölur um mannfall Rússa eru gríðarlega háðar óvissu, Úkraínumenn telja yfir 1000 hafi farist í átökum er stóðu yfir dagana 5. - 13 maí, við bæinn Bilohorivka. Sögur segja að Rússar hafi misst yfir 80 brynvarin hertæki í tilraun til að komast yfir, Siverskyi Donets.
Loftmynd er sýnir leyfar af bráðabirgðabrúm og eyðilögð tæki við Siverskyi Donets á!
Hópur eyðilagðra skriðdreka liggur eins og brak er hafi flotið að bakka neðst á mynd!
Hér er mjög ítarleg umfjöllun um orrustuna: Debacle On The Donets: How Russian Forces Got Obliterated Trying To Cross A River.
Áin virðist einnig gjarnan kölluð - í stuttri mynd: Donets!
- Skv. þessari frétt, sjást 73 eyðilögð tæki á myndum.
Myndirnar sýna stóran val af eyðileggingu! - Það virðist því ljóst, að Rússar hafi tapað a.m.k. hundruðum.
Ef ekki svo hátt sem 1þ. sem Úkraínumenn staðhæfa.
Það sé þó á tæru, þessi orrusta hafi verið töluvert áfall fyrir Rússa:
Rússneskir bloggarar hafa þorað að gagnrýna rússn. her-yfirvöld!
Yuri Podolyaka - The last straw that overwhelmed my patience was the events around Bilohorivka, where due to stupidity I emphasize, because of the stupidity of the Russian command at least one battalion tactical group was burned, possibly two.
Starshe Eddy - called the actions of the commanders not idiocy, but direct sabotage
Vladlen Tatarski - Until we get the last name of the military genius who laid down a B.T.G. by the river and he answers for it publicly, we wont have had any military reforms.
Skv. þeim er telja sig hafa vit á -- hafi tilraun Rússa, ekki verið vel útfærð.
Hinir rússn. bloggarar sem gagnrýna eigin herstjórn - virðast a.m.k. sammála því.
--Þó þeir og Vestrænir skoðendur séu að sjálfsögðu fullkomlega ósammála um réttmæti innrásar í Úkraínu.
Eftir að sú tilraun mistókst, var ljóst að Rússum mundi ekki takast að umkringja her Úkraínmanna, sem verst árásum við Sieviero-Donetsk (Severo-Donetsk) borg, og Lysychansk borgin beint á móti handan við Siverskyi Donets ána!
Rússar sem sagt, brugðu á það ráð, að ráðast að Sieviero-Donetsk borg, án þess að geta umkringt her Úkraínumanna, sem þíddi að Úkraínumenn gátu stöðugt flutt vopn, vistir og liðsauka til þess liðs, er hefur fram á þennan dag -- enn varist í rústum Sieviero-Donetsk borgar.
- Ath. tvær stafanir á nöfnum í gangi: Sieviero-Donetsk - er Úkraínsk mynd nafns/ meðan Severo-Donetsk virðist rússnesk mynd sama nafns.
Fjölmiðlar nota báðar myndir nafnanna til skiptis. - Rússn. útgáfa nafnanna er þekktari.
Orrustan um borgina, Sieviero-Donetsk/Severo-Donetsk - stendur enn yfir!
Ef marka má fregnir, þá hófu Úkraínumenn gagnsókn í borginni sl. föstudag, þá höfðu Rússar áætlað ca. 70% hennar -- í dag sunnudag, virðist að Úkraínumenn hafi ca. helming, þannig staðan sé 50/50 ca.
Úkraínumenn, staðhæfa manntjón Rússa, af gagnsókn Úkráinu-hers í borginni, hafi verið mikið, en eins og allt slíkt, þá er engin leið að staðfesta nokkurt.
- Það sem er áhugavert við þessa bardaga er það -- Rússar virðast lítt hafast að á öðrum víglínum, eins og þeir hafi dregið allt nothæft lið, til bardaganna á Luhansk svæðinu þ.s. Sieviero Donets eða stutt mynd, Donets - áin flæðir um.
- Borgirnar sem barist eru um, eru sitt hvorum megin ár.
Megin orrustan um borgina, þeim megin ár þ.s. megin-her Rússa er staddur.
Úkrínumenn handan ár, í Lysychansk -- virðast sæmilega öruggir.
Og vera enn mögulegt, að færa lið yfir á, til að styrkja og styðja við eigið lið.
Í borginni handan ár, þ.e. Sieviero-Donetsk.
- Og orrustan heldur áfram af miklum krafti eins og sl. -- 2 vikur.
- Þetta gæti verið á leið að verða, stærsta orrusta stríðsins til þessa.
En Rússar virðast hafa nær allt tiltækt lið hers þeirra í Úkraínu, í henni.
Sem þíðir, að orrustan er einstakt tækifæri einnig fyrir Úkraínu-her.
Að hugsanlega brjóta hinn Rússnerka her í beinum átökum, hugsanlega endanlega!
- Málið er að sl. 3 vikur hafa komið fram skýrar vísbendingar um vandræði hjá Rússum!
- Fyrir Rúmri viku, afnám ríkisstj. Rússl. efri aldursmörk í hernum. Þíðir, að Rússa-her getur kvatt eldri hermenn en áður til herþjónustu. Líklega er hugsunin að sækja gamla reynslubolta. Því er þetta líklega skýr vísbending um skort á reyndum hermönnum, í Úkraínu. Er aftur virðist staðfesta mikið manntjón Rússa.
- Fyrir rúmri viku, hóf Rússl. beitingu T62 í Úkraínu, og í sl. viku, var tilkynnt að Lukahensko væri að senda skriðdreka til Rússlands, frá takmörkuðum birgðum hins Hvít-Rússn.-hers. Þetta virðist afar skýr vísbending um skort á skriðdrekum. Er virðist staðfesting þess, Rússa-her hafi greinilega beðið mikið skriðdreka-tjón.
- Harðar orrustur nú nærri samfellt í mánuð í Luhansk, hljóta að gera skort á hæfum einstaklingum, og skort á tækjum -- verri!
Enda getur vart annað verið en að Rússar hafi misst mikið af hvoru tveggja.
Þið getið auðvitað litið á myndirnar að ofan þ.s. mikið af eyðilögðum tækjum eru.
Þess vegna held ég að þetta geti verið síðasta stóra sóknar-tilraun rússn. hersins!
Eftir hana virðist mér sennilegt að rússn. herinn verði hreinlega útbrunninn!
Mig grunar, Úkraínumenn sjái nú tækifærið -- er liggi í að halda orrustunni áfram.
Árás Úkraínuhers nærri Kherson hefur vakið mun minni athygli!
Úkráinu-her hóf þá árás fyrir rúmri viku, hefur síðan tekið þunna landræmu - sbr. blár litur á mynd.
Her Rússa á Suður-svæðinu, virðist hafa grafið sig niður.
Engin sókn, hafi hafist þar, í kjölfar falls Mariupol.
Heldur hafi lið verið sent til Luhansk, til að taka þátt í árásum þar.
- Úkraínuher hafi talið sig sjá tækifæri, í því að lið hafi verið fært af Suður-svæðinu, er hann hóf tilraun til að -- prófa þolryfin í varnarlínu Rússa þar.
- Spurningin er um gæði þess hers er ver hana, en ef það eru fyrst og fremst - óreyndir conscript - er óvíst að slíkir verjendur hafi mikið þan-þol.
Enn liggur ekki fyrir að Úkraínuher, nái þar eiginlegu gegnumbroti.
Sá her hafi samt komist yfir á, á svæðinu - er getur skipt máli síðar meir.
Og lið Úkraínu, sé nærri vegi er Rússar nota, geta líklega skotið á umferð - með stórskota-vopnum.
Þetta er dálítið eins og Rússar og Úkraínumenn, séu -- boxarar.
Annar boxar með öðrum hramminum, meðan hinn verst þeim höggum -- meðan að hrammurinn á hinni hendi sé notaður til að ráðast að hinni hlið mót-aðila.
- Spurningin sé, því að línur Rússa eru nú langar orðnar í Úkraínu.
- Hvort -frumkvæðið- gæti færst yfir til Úkraínu?
En ef Rússar hætta geta sóknt fram, verður það hlutverk Úkraínu, að prófa varnir Rússar hér og þar, í leit að veikum hlekkjum til hugsanlegs gegnumbrots.
Það hefur einmitt verið spurningin, hvenær til-færslan á frumkvæðinu verður.
Mig grunar að sá tími sé nærri!
understandingwar.org - Ukraine Conflict Updates
Oryx - Documenting Russian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Tölur Oryx yfir tjón Rússa á hertækjum eru stöðugt áhugaverðar!
Oryx - Documenting Ukrainian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Á móti, tölur Oryx yfir tjón Úkraínu á hertækjum!
- Oryx - birtir einungis staðfest tjón, sbr. skv. gerfihnatta-greiningu!
Alltaf mynd við sérhvert -claim.-
Niðurstaða
Orrustan á svæðinu nærri Sieviero Donets ánni, eða Donets á -- heldur áfram. Orrustur á því svæði hafa nú staðið yfir samfellt nær mánuð.
Og eru líklega á leið að verða hörðustu orrustur stríðsins, mannfall er óþekkt.
En þó augljóslega mikið -- staðfest t.d. mikið manntjón Rússa, er Rússar reyndu að brjóta sér leið yfir - Donets um miðjan maí.
Augljóslega, hefur mannfall haldið áfram, og þ.s. Rússar sækja fram, hlýtur þeirra manntjón áfram að vera mikið.
Augljóslega er manntjón Úkraínu, einnig töluvert, hinn bóginn hefur Úkraína -- kosti þess að vera í vörn, auk þess vopna-búnaður Úkraínu nú sumpart er betri.
Það sem Rússar hafa á móti, er yfirburðir í stórskota-liði, þ.e. flr. fallbyssur.
Hinn bóginn, þíða yfirburðir Úkraínu í skriðdreka-flaugum.
Að sérhvert sinn, Rússar beita bryn-vörðum tækjum, þá bíða Rússar stórfellt tjón!
--Að sjálfsögðu hafa Úkráinumenn yfirburði þar, eftir gjafir NATO á yfir 30þ. slíkum flaugum.
Ég tel mig hafa ástæðu að - gruna - að her Rússa sé að blæða út.
Þ.s. hann sé sl. mánuð, eingöngu með sókn í Luhansk héraði.
--Þ.s. núverandi orrustur og orrustur undanfarins mánaðar hafa staðið yfir.
Eina orrustan önnur, sé atlaga Úkraínumanna nærri Kherson.
Er enn veki litla atygli, þ.s. sú sókn hafi ekki enn náð stóru gegnumbroti.
Hún hafi þó greinilega þrýst á varnarlínur Rússa þar!
--Þarna eru Úkraína og Rússar -- eins og boxarar með 2 hramma.
Slá til hægri eða vinstri!
Nú er eins og báðir boxararnir - standi nokkuð jafnt að vígi.
--Ég held samt, að rússn.boxarinn sé farinn að þreitast, meðan að Úkraína sé að styrkjast, sérstaklega gríðarlega auknar vopnasendingar.
Samtímis sé mjög greinilegt að Rússa-her lýði versnandi skort á tækja-búnaði.
Auk augljóss skorts á þjálfuðum einstaklingum!
- Tjónið í átökum, hljóti að vera auka við þann skort!
- Samtímis, og Úkraína hafi framleiðslu allra Vesturlanda sem - bakland.
Þess vegna tel ég ljóst, að það sé farið að halla á Rússa.
Og héðan í frá líklega í auknum mæli, verði sú staða skýrari og skýrari.
Þess vegna grunar mig að Pútín eigi eftir að óska eftir almennu vopnahléi innan 2ja til 3ja vikna!
En reikna með því, að Úkraína hafni því boði!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.6.2022 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 5. júní 2022
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar