Fjöldi líka, flest lík karlmanna, fundist á Kíev svæðinu, hendur bundnar aftan back, myrtir með skoti í hnakka -- stríðsglæpir! Sveitastjóri Bucha nærri Kíev, segist yfir 280 lík hafa fundist á víð og dreif - enn að fynnast fleiri!

Það að vísvitandi myrða karlmenn á aldrinum 16 og upp úr. Er augljóst dæmi um það sem nefnist -- haturs-glæpir.
Myndirnar gefa til kynna, glæpirnir séu skipulagðir.

Hundreds buried in mass grave in Bucha, near Kyiv: Skv. bægjarstjóranum í Bucha - hafa yfir 280 lík almennra borgara fundist liggjandi á víð og dreif um sveitafélagið.
Sveitafélagið talið sig nauðbeygt að grafa fólkið í einni gröf.
Segjast enn vera að fynna lík borgara, er virðast hafa verið skotnir þ.s. þeir voru.

Bodies litter Ukraine town's street of death

Another 280 people have been buried in mass graves in Bucha while the bodies of whole families still lie in shot-up cars, he said. --  All these people were shot, killed, in the back of the head, -- mayor Anatoly Fedoruk told AFP. -- Bodies lie randomly around the town: outside a railway station, by the side of a road. --  But the violence that came to this one street appears to be more systematic. The victims, all of whom appeared to be men, are scattered over several hundred metres of debris-strewn tarmac. Sixteen of the 20 corpses were lying either on the pavement or by the verge. Three were sprawled in the middle of the road, and another lay on his side in the courtyard of a destroyed house. Some lie in groups, like the two men lying face up in a puddle next to each other, one in a green parka and the other in a black jacket. Others died alone. The cyclist with orange gloves and a black balaclava lying on his side with his bike on top of him, as if he has fallen and cannot get back up. All were wearing civilian clothes -- winter coats, jackets or tracksuit tops, jeans or jogging bottoms, and trainers or boots.

Ef ég skil þetta rétt!

  1. Voru lík 20 karlmanna á víð og dreif um eina götu Bucha.
    Allir almennir borgarar.
    Allir með hendur bundnar aftan bak. Skotnir í hnakka.
  2. Þar fyrir utan, hafi önnur 280 lík - fólks af ímsu tagi, verið grafin í fjöldagröf.
    Dæmi um heilu fjölskyldurnar fundnar látnar í bílum.
    Líklega flótta-tilraun.

Bæði tilvikin teljast stríðsglæpur.
-Þ.e. vísvitandi pikka karlmenn, og myrða þá.
-Og, vísvitandi drepa tilviljanakennt, almenna borgara með skothríð.

Skv. reglum um stríð - SÞ Sáttmálar - undirritaðir eftir Seinna-Stríð.
Er bannað að myrða - almenna borgara.
--En að skjóta þá, sem þú veist eru óvopnaðir borgarar, flokkast sem morð.

  1. Bucha er einungis hvað hefur fundist í einu sveitafélagi.
  2. Augljóslega vaknar ótti um það, hvað er að gerast í öðrum sveitafélögum.
    Þ.s. átök eiga sér stað.

Þetta er ein þeirra ljósmynda sem birtar hafa verið! Hlekkur!
Takið eftir hvernig hendur eru bundnar fyrir aftan bak!

Illia Ponomarenko 🇺🇦 on Twitter

Sjá frétt: Bodies, destroyed tanks line streets as Russia retreats.

Heil fylking brynvarðra tækja virðist gersamlega eyðilögð, Bucha!

A dog stands between destroyed Russian armored vehicles

Úkraínskir hermenn, Bucha, við lík - næst líkinu með létta vélbyssu!

Ukrainian servicemen stand next to the body of man

Kort frá AljaZeera, dagur 39
INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what Day 39

Blaðamenn BBC fynna dæmi um morð á vegi í grennd við Kíev, þ.s. rússn. skriðdreki virðist hafa setið í launsátri og skotið almenna umferð á veginum:
BBC - Gruesome evidence points to war crimes on road outside Kyiv.
Sjá einnig Videó!

Eins og líst í videóinu, virðist skriðdrekinn -- hreinlega hafa skotið allt á þeim vegi, og eyrt engum - almennum borgurum ekkert frekar en öðrum!

Hér er mjög hjartnæm saga fjölskyldu er var öll send á spítala í Póllandi, eftir að fjölskyldumeðlimir fengu allir alvarlega áverka af völdum sprengju:
Polish doctor saves family's sight after bombing.

Nazar 5 ára búinn að missa annað augað!

Nazar and Timur playing

Eitt er víst, að vísvitandi morð á almennum borgurum - mun ekki draga úr vilja Vesturlanda til að styðja Úkraínu gegn Rússlandi!

  1. Rétt fyrir helgi, var NATO búið að ákveða -- að senda brynvarin hergögn til Úkraínu.
    En þ.e. - escalation - en hingað til hefur NATO ekki sent brynvarin þungavopn.
  2. Líklegast virðist, sú leið verði farin -- að senda Úkraínu.
    Sovésk tæki sem nokkur aðildarlönd NATO eiga.
    En þau lönd er áður voru handan svokallaðs, járntjalds.
    Þau eiga - eins og Úkraína - tæki og tól, frá Kaldastríðinu.
  3. Pólland er eitt þeirra landa, í dag hefur Pólland lagt flestum af þeim bryntækjum, svissað yfir í Vestrænan búnað.
    Ekki liggur enn fyrir fj. þeirra tækja sem til stendur að senda yfir.
  4. Það að auki -- sá ég einhvers staðar.
    Pólsku Mig 29 vélarnar -- verði sendar yfir, eftir allt saman.

Ekki liggja enn fyrir formleg viðbrögð Vesturlanda, vegna frétta um fjöldamorð í Bucha.
En það mundi ekki koma mér á óvart!
Að það leiði til þess, að NATO bæti enn frekar í.

 

Rússar hafa að virðist ekki hörfað langt, hörfað tugi km. frá Kíev, einnig fært sig fjær Cherniv -- þeirra hersveitir séu enn í styrk í N-Úkraínu!
Ekki liggur skv. því enn - staðfest fyrir.
Að Rússar ætli að fókusa á stríðið í Suður-hluta-Úkraínu.
En þeir gáfu þess lags yfirlýsingar út í sl. viku.

  1. En ef Rússar virkilega ætla að einblýna á það svæði, þá ættu þeir að færa megnið af herliðinu þangað -- en það væri ekki einföld aðgerð.
  2. Eins og sést á kortinu, er greiðasta leiðin -- til baka til Hvíta-Rússlands.
  3. Síðan frá Hvíta-Rússlandi, til Rússlands.
  4. Síðan nægilega langt suður, þar til það lið gæti streymt aftur yfir landamærin við Suður-Úkraínu.
  • Þeir flutningar -- gætu tekið mánuði.

Ef þeir á hinn bóginn, einfaldlega hafa liðið í varnarstöðu í N-hluta-Úkraínu.
Þá auðvitað, felst ekki í því, liðsstyrkur við átök í Suður-hl.-Úkraínu.

Hinn bóginn, væri það mun einfaldara -- en aftur til baka, þá þarf í því tilviki stöðugt að halda þeim her uppi þar; og auðvitað Úkraínumenn, hætta ekki að ráðast að flutningum þess hers! Meðan flutninga-línur liggja um svæði þ.s. Úkraínuher með skæru-liða-taktík, getur beitt sér til árása á umferð á vegum.
Þá er Rússland auðvitað stöðugt að blæða hertækjum á þeim vegum!

  1. Þetta er klárlega ekki einföld staða sem Rússland hefur komið sér í.
  2. Ég sé enga þægilegri leið, ef ætti að nota liðið í S-hl.-Úkraínu.
  3. En að flytja það, langa sveiginn í gegnum Hvíta-Rússland.
    Sú leið væri langsamlega öruggust, þó hún taki tíma.

Það sé rökrétt -- lítil hjálp af þeim herjum nú.
Fyrir stríð Rússa - í S-hl.-Úkraínu.
Nema það eitt, að halda fjölmennu Úkraínsku herliði, í N-hl.-Úkraínu.
En þá kemur á móti, stöðugt tap -- tækja á vegum, því her staddur þar sem flutningar þurfa að fara í gegnum óvinveitt svæði, þíðir stöðugt manntjón og tap í formi eyðilagðra tæka.
--Spurning hvort Rússland hefur pent efni á því, að halda hernum þarna uppi.

  • En þ.e. mjög sennilegt, að skilvirkni hers Úkraínu, við árásir á umferð rússn. tækja á vegum, skýri erfiðleika við útvegun vista fyrir her Rússa í N-hl.-Úkraínu.
  • Rökrétt, þá er Rússland stöðugt ekki einungis að tapa þeim sem láta lífið í þeim tækjum, heldur einnig þeim vistum og tækjunum sjálfum að auki.

Þess vegna set ég spurningu við, hvort Rússland hafi efni á að halda þessum her uppi í N-Úkraínu? Hvort, hann hljóti ekki allur að hörfa á nk. dögum - og vikum?

 

Auðvitað, það líklega þíðir, að lið Rússa í S-hl.-Úkraínu, er líklega ekki að fá þann liðsstyrk með hraði -- m.ö.o. liðsflutningar gætu tekið mánuði!
Skv. tilkinningu Herráðs Rússa, á að fókusa á stríðið í Donbas, og við Asov-haf.

  • Hinn bóginn, velti ég fyrir mér, hvaða lið á að flytja þangað.
  • Þ.s. eftir allt saman, virðist mér ekki - einfalt að flytja liðið nú í N-hl.-Úkraínu, til S-hl.-Úkraínu.

Málið, að ég sé enga sæmilega örugga flutninga-leið.
Er ekki þíddi, verulega mikla áhættu á eigin tjóni.
Aðra, en löngu leiðina - til baka til Hvíta-Rússlands.
Og langan krók í gegnum Rússland, síðan aftur yfir landamærin þ.s. Rússar ráða öruggum flutningaleiðim í S-hl.-Úkraínu.

  1. Galli fyrir Rússa, að augljóslega -- tekur það skemmri tíma fyrir Úkraínumenn.
  2. Að færa sitt lið Suður.

Ef þeir færa liðið burt -- færir Úkraína stóran liðsstyrk strax Suður.
Úkraínumenn, gætu þá hafið sterka sókn til t.d. að rjúfa umsátur við Mariupol.

Og það tæki Rússa líklega það langan tíma að hafa herinn aftur tiltækan í S-hl.-Úkraínu, að Úkraínuher gæti verið búinn, að vinna verulega sigra.
--Áður en sá her, væri aftur mættur til leik.

 

Eignlega grunar mig, Rússar geti ekki hörfað í burtu í N-hl.-Úkraínu!
Þetta sé -- worst of both worlds -- m.ö.o.
Þeir geti ekki verið, þeir geti ekki hörfað.

  1. Klárlega hefur rússn. herinn í N-hl.-Úkraínu, nokkuð hörfað.
  2. Það þíðir, hann hörfar úr þeim hörðu orrustum, sem hann stöðugt var í.
  3. Það þíðir, manntjón minnkar - álag á flutninga, minnkar.
    Því her þarf minni vistir, ef sá her er ekki stöðugt að berjast.
  • Það getur verið:
    Rússland sé einungis, að bregðast við.
    Vandræðum með vistir til þess herliðs.
  • Með því að hörfa, þá sé auðveldar að viðhalda flutningum.

Yfirlýsing - um fókus á Donbas - sé pólitísk.

  1. Rússar séu nauðbeygðir að halda hernum þarna.
  2. En hafi ákveðið að minnka kostnaðinn við það.

Síðan er það spurning um þá glæpi sem hafa komið í dagsljósið.
Þ.s. hundruðir hafa verið vegnir af herliði á förnum vegi, allt almennir borgarar!

  • Augljós ótti, að Bucha - sé einungis toppurinn á ísjakanum.

 

Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!

  1. Rússland, hertól og tæki:
    2345, of which: destroyed: 1187, damaged: 41, abandoned: 232, captured: 885
  2. Úkraína, hertól og tæki:
    668, of which: destroyed: 291, damaged: 19, abandoned: 37, captured: 321

Tölur - Oryx, eru langtum hærri þeim tölum - Rússar birta.
Enn, ef marka má - Oryx, hefur Úkraína tekið flr. tæki en Úkraína hefur tapað.

Skv. Oryx, 404 rússn. skriðdrekar eyðilagðir eða herteknir.
Af þeim, 168 herteknir. Móti skv. Oryx, 92 úkraínskir skriðdrekar tapaðir.
Magnað ef þetta eru réttar tölur -- Úkraínumenn, hertaki flr. tæki en þeir missa.

 

Niðurstaða

Glæpirnir í Bucha, vekja augljósa hræðslu um - víðtæka hatursglæpi rússn. hermanna gegn almennum borgurum Úkraínu, víðar um Úkraínu -- þ.s. rússn. her er í styrk.
Ástæðulaust á þessum punkti, álykta - Bucha - sé augljóslega einangrað tilvik.

Ég á von á hörðum viðbrögðum Vesturlanda, m.ö.o. viðbótar refsiaðgerðum, en ekki síður enn frekari hjálp frá NATO við Úkraínu.
Rétt fyrir helgi, var kynnt að til standi að senda brynvarin hertæki, sem er nýtt.
Að auki, taldi ég mig heyra, að pólsku Mig 29 vélarnar verði sendar eftir allt saman.

Ég á nú von á, einhverju enn frekar þar ofan á, sem viðbrögð NATO við -- fjöldamorðum í Úkraínu.

Og ég tel víst, að morðin -- auki enn frekar, bardaga-gleði Úkraínumanna.

  1. Eins og ég lýsti, er ég efins að Rússar flytji herlið frá N-hl.-Úkraínu.
    Vegna augljósra vandamála við það verk.
  2. Einnig vegna þess, Úkraínumenn, geta mun hraðar flutt sitt lið Suður.
    En Rússar, líklega geta flutt eigið lið - eftir krókaleiðum, svo það geti tekið þátt í bardögum í S-hl.-Úkraínu.

Ég sé því ekki alveg - hvaða liðsstyrk Rússar ætla að nota í S-hl.-Úkraínu.
Ef til stendur að - fókusa frekar á þau átök.

  1. Átök í S-hl.-Úkraínu, virðast sl. vikur mestu í pattstöðu.
  2. Stærstu átökin, enn um Mariupol.
    Umsátrið um hana, er nú í hugum margra orðið að legend.

Líklega leggja Rússar allt á að taka hana.
Varnir hennar skv. öllum fregnum standa enn.
--Manntjón Rússa er óþekkt þar, en hlýtur að vera mikið.

 

Kv.


Bloggfærslur 3. apríl 2022

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 869811

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband