27.3.2022 | 15:41
Hefur Rússland þegar tapað stríðinu um Úkraínu? A.m.k. einn fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjahers nú á eftirlaunum - meinar að svo sé, færir eigin rök fyrir!
Þegar horft er á kort er sína stöðu herja, sést að Rússar virðast hafa hertekið ca. 20% af Úkraínu, síðan innrásin hófst undir Febrúarlok.
Ég held það verði að skoðast sem stórfelldur árangur liðs Úkraínumanna, að hafa varið þ.s. nálgast að vera 80% af landsvæði Úkraínu - undir stjórn stjórnvalda Úkraínu, er innrásin hófst.
Kort frá Aljazeera, dagur 26
- Vísbendingar eru að rússnesk stjórnvöld séu að íhuga að færa fókus yfir á Donbas svæðið - hinn bóginn, gæti slík hreyfing verið erfið í framkvæmd!
Frétt byggð á yfirlýsingu herráðs Rússlands á laugardag 26/3 sl:
Hinn bóginn, er ekki sjá a.m.k. enn nokkra tilfærslu af því tagi.
Russia scales back its military ambitions but the war in Ukraine is far from over
Umfjöllun al-Jazeera um yfirlýsingu herráðs Rússlands!
What does Russias shift of military focus mean for Ukraine war? - Vegna þess, að mjög fjölmennur rússneskur her er staddur í Norður-hluta Úkraínu, sá her virðist nú -- lítt fær um að hreyfa sig.
- M.ö.o. gæti Rússlands-her verið bundinn í báða skó, þ.s. liðið nærri Kíev, af ímsum ástæðum -- virðist ófært um að færa sig úr stað.
- Vísbendingar séu síðan sl. viku, að sá her hafi tekið sér -- varnarstöðu.
En fregnir hafa bent til - erfiðleika við vista-flutninga til þess hers.
Það gæti verið vísbending þess, að það sé rétt!
Fregnir þess, að sá her hafi hópað sig saman í nokkrar þyrpingar, og líklega grafið sig niður í skotgrafir.
Þar fyrir utan, hafa verið fregnir um að, Úkraínuher hafi gert -- sóknar-tilraunir nærri Kíev. Þær fregnir hafa þó verið afar óljósar.
--Sumar fréttir halda því fram, Úkraínuher hafi borist liðssauki frá Norð-Vestur hluta Úkraínu, svæði sem hingað til hafa alfarið verið laus við rússn. innrásarlið.
- Það kemur í ljós, hvort að - yfirlýsing herráðs Rússlands - um fókus á Donbas, leiði fram einhvern nýjan fókus Rússlandshers.
Hinn bóginn, var ekki að sjá að nokkur hafi breyst á sunnudag 27/3. - Bendi aftur á, að rússn. herinn á Kíev svæðinu.
Virðist í þeim vanda, að vera nánast ófær um að hreyfa sig.
Erfitt a.m.k. enn að trúa því að Rússland sé að afskrifa þann her.
Það má því vel vera að Rússlands-her verði í erfiðleikum með að færa til lið.
Er gæti þítt, að hann muni eiga í erfiðleikum með, að framkvæma slíka umpólun á átökum.
Krasukha 4 electronic-jammer hertekinn á Kíev svæðinu ca.f. 4. dögum!
Frétt:
Sumar fréttasíður virðast telja - hertöku þessa tækis, merkilega.
En tækið virðist geta truflað - fjarskipti, einnig radara.
Gæti t.d. truflað búnað sem stjórnar, fjarstýrðum drónum.
Væntanlega einnig, radarbúnað flugvéla!
Hugsanlega einnig ætlað að trufla fjarskipti milli Kíev og nágrennis.
Rússar virðst farnir að beita - litlum sjálfsmorðsdrónum!
Mynd sýni módel af drón af þeirri týpu!
Sjá frétt: Exploding 'kamikaze' drones are ushering in a new era of warfare in Ukraine.
Bandaríkin virðast vera senda til Úkraínu, sambærilegan búnað!
Bandarískur Switchblade drón!
Switchsblade er greinilega skotið á loft úr röri!
- Mér virðist - sá flottari tækni.
- En greinilega liggja vængirnir meðfram búk.
- Síðan, sveigjast þeir út - örskömmu síðar.
Efri myndin sýni drónan á flugi!
- Sprengihleðsla virðist ca. á stærð við handsprengju.
Mætti því nefna þá. Fljúgandi handsprengju. - En tilgangur þeirra, virðist sá að vera fljúgandi sprengja.
Þannig að hermenn geti ráðist á herflokk, utan venjulegs færis.
Ekkert bendi til þess að rússn. dróninn, hafi samanbrjótanlega vængi.
Úkraínskir hermenn skjóta Javelin Anti-Tank-Missile!
Samkvæmt frétt fjölmiðils bandaríska hersins, hafi fjöldi rússneskra hershöfðingja fallið -- ef það er rétt, er það áhugavert!
Russian generals are getting killed at an extraordinary rate
Drepnir rússn.hershöfðingjar:
Magomed Tushayev, Andrei Sukhovetsky, Vitaly Gerasimov, Andrey Kolesnikov, Oleg Mityaev, Yakov Rezanstev and Andrei Mordvichev
Eðlilega taka menn slíkri fregn með fyrirvara - það hafa samt sem áður ítrekað borist fregnir um lát rússn. hershöfðingja í Úkraínu.
--Ef marka má slíkar fregnir, hafi flestir þeirra verið vegnir í launsátri.
Su-25 á rússneskum flugvelli, undirbúin fyrir brottför
Hér er frétt er fjallar um vandræði rússneska flughersins í Úkraínu:
Why the skies over Ukraine have proven so deadly for Russian pilots
En þrátt fyrir yfirburða stöðu rússn. flughersins á pappírnum.
Hefur hann ekki náð drottnunar-stöðu í lofti yfir Úkraínu!
--Vandræði rússn. flughersins hafa ekki vakið eins mikla athygli og vandræði landhersins.
- Úkraínumenn segjast hafa skotið niður - mikinn fj. rússn. véla.
Þær fregnir á hinn bóginn, eru óstaðfestar.
A.m.k. mundi það skíra - takmarkaðan árangur rússn. flughersins.
--Ef það sé rétt, að Rússar hafi misst margar flugvélar.
Augljós tregða rússn. flughersins að beita sér, er rökrétt í slíku samhengi.
Mjög áhugavert viðtal við David Petraeus, þekktur bandarískur hershöfðingi!
Russian forces 'clearly have very poor standards,' Gen. Petraeus says
Petraeus bendir á hvað margir hafa bent á, að þjálfunar-standard rússn. hersins virðist lélegur -- margir hermenn, séu á herkvaðningu sem standi yfir ca. 1-ár.
Petraeus, bendi á að 1-ár sé einungis þ.s. hann kallar -- basic training.
Skortur á bardaga-vilja, hve hermenn oft eru ungir, hvað þeir vita lítið - o.s.frv.
Styður þá ábendingu, að mikill fjöldi hersins -- séu ungir lítt þjálfaðir, algerlega bardagaóreyndir menn.
Úkraínuher, virðist hafa hertekið verulega mikinn fj. tækja, algerlega óskemmd, sbr. truflunar-búnaðinn mynd að ofan, er hermenn yfirgáfu tækið eða tækin!
--Það er einnig í samræmi við það, að of mikið sé af lítt reyndum,viljalitlum hermönnum.
Annað áhugavert viðtal við, Brig. Gen. Kevin Ryan - sem segir Pútín innan skamms þurfa að binda endi á stríðið!
Putin will soon have 'no choice' but to stop his invasion of Ukraine, former US general says
- Putin will have to halt his war in Ukraine sooner or later and probably in a matter of weeks, -- not because he wants to halt his military operation but because he has no choice, -- has basically reached the capacity of what his military can do for him in Ukraine,
- There is almost no part of the Russian military that's not dedicated, committed to Ukraine, so if he has to escalate, how does he escalate? -- There is no significant military unit left in Russia outside of Ukraine. They are all in the fight,
- Russian leadership overestimated what their military was capable of. -- a great achievement by Ukrainian people to have prevented an overthrow of their government and a total seizure of all their land.
- in the near future -Putin- can increase the violence and do more damage and destruction in Ukraine -- But even if he does all of those things, he cannot strategically do much more with his military. -- They're out of troops, they're out of units, they are fully committed to doing just what they are now.
Þetta gæti passað.
En fregnir hafa borist af því að Pútín sé að leita eftir liðsstyrk frá Sýrlandi.
Sé að tína upp herflokka, svo langt sem til - S-Ossetíu við landamæri Georgíu.
Og beiti Lukashenko þrýstingi um að, demba sér inn í stríðið.
--Allt í samræmi við það - álit - Pútín skorti lið.
Frétt vakti athygli á örvæntingar-fullri tilraun rússn. hermanna, í tilraun til að verja skriðdreka gegn skriðdreka-flaugum! Nokkurs konar fugla-búr fest ofan á turninn!
- Flaugar sbr. Javelin, þær lyfta sér síðan sprengja skriðdrekann ofan-frá.
Vegna þess að topp-brynvörn er yfirleitt þynnst. - Hinn bóginn, kvá Javelin hafa - tvær sprengihleðslur. Þ.s. fyrri hleðslan án vafa þeitir í burtu slíku járnarusli. Sú síðari sprengi skriðdrekann.
Frétt segir að rússneskir hermenn hafi ráðist á eigin yfirmann, eftir hrakfarir!
Russian troops attack own commanding officer after suffering heavy losses
Ómögulegt að vita hvort þetta sé satt, á hinn bóginn - eru nú fj. dæma þess að einstakar hersveitir hafi misst hátt hlutfall liðs.
Það má því vel satt vera að tilvik séu til, yfirmenn hafi þá verið vegnir af hermönnum er lifðu af.
Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!
- Rússland, hertól og tæki:
1951, of which: destroyed: 967, damaged: 35, abandoned: 232, captured: 717 - Úkraína, hertól og tæki:
560, of which: destroyed: 211, damaged: 16, abandoned: 37, captured: 296
Tölur - Oryx, eru langtum hærri þeim tölum - Rússar birta.
Enn, ef marka má - Oryx, hefur Úkraína tekið flr. tæki en Úkraína hefur tapað.
- Mig grunar, að lestin langa til Kíev frá S-Úkraínu.
Hafi reynst Úkraínuher, einkar gjöful mið hertóla. - Ef fólk man eftir 40km. löngu halarófunni,er var 2-vikur föst á vegi í einfaldri röð - fullkomnara skotmark fyrir launs-sáturs-árásir þekki ég ekki.
Ég get því mögulega trúað þeirri sögu, að mögulega hafi Úkraínuher.
Hertekið flr. tæki en hann hafi hingað til tapað í átökum.
Niðurstaða
Eiginlega blasir vaxandi mæli við, Rússland hafi þegar tapað stríðinu um Úkraínu.
Líklegt virðist, að Rússlands-her haldi áfram - eins og sl. ca. tvær vikur.
Þ.e. fókus á stórskota-árásir og eldflauga-árásir.
Eins og Gen. Petreaeus, og Gen. Ryan segja. Þá blasir við að - Pútín hafi sent herlið Rússlands í vegferð, sem Rússlandsher ræður ekki við.
Ef marka má Gen. Ryan, þá hafi Rússlands-her ekki neitt umtalsvert bardagafært lið til viðbótar, til að senda í stríðið.
--Rússn. herinn, sé þegar með nær allt bardagahæft lið hann ráði yfir í stríðinu.
Ályktun Gen. Ryan, að Pútín verði að skera stríðið niður eða hætta því, innan vikna. Er hugsanlega dregið af því, að Rússland skorti bjargir til að halda því fram -- lengur en það.
--Það skorti varalið, til að skipta út liði sem falli. Það hafa borist vísbendingar þess, að svokallaðar snjallsprengjur séu að klárast.
Það getur einfaldlega verið, að Rússn. herinn, skorti -- dýpt í stuðningskerfi, til að viðhalda stríði á þeim skala, í lengri tima.
Petreaeus bendir á, að það sé mikil bersýnilegur skortur á hæfni innan rússneska hersins, vegna skorts á reyndu fólki - skorts á þjálfun.
--Það birtist síðan í skorti á bardaga-áhuga, tól og tæki yfirgefin út um hvippinn og hvappinn, og margvíslegum mistökum - stórum sem smáum.
- Á sama tíma, hafi her Úkraínu sjáanlega gert engin mikilvæg mistök.
Samtímis, verið afar lipur í því að notfæra sér mistök rússn. hersveita. - Og hann hafi fólkið í landinu í liði með sér.
Ályktun út frá því, getur verið sú!
Pútín þurfi sjálfs sín vegna, að leita samninga til að binda endi á stríðið.
Það þíði ekki endilega að átök hætti.
En rökrétt ætti nú að beita rússn. hernum fyrst og fremst, sem tæki til að ná sem skárstum samningum.
--Pútín getur reynt að hanga á land-vinningum meðfram, Azovshafi.
- Það sé þó óvíst, ef Úkraínuher fer að vinna á, að Úkraína hafi áhuga á að binda endi á átök, meðan rússn. her er enn innan landamæra.
Það sé a.m.k. mögulegt, það snúist þannig -- Rússland vilji vopnahlé. En Úkraína telji það ekki sér í hag. Ef stríðsgæfan er að snúast við.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.3.2022 kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 27. mars 2022
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 869810
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar