Þegar ég segi þetta reikna ég með því að eldgosið standi í mörg ár - þ.e. ekki eitt eða tvö, heldur mörg ár, þannig að eldstöðin hlaðist stöðugt upp - hraunstaflinn við hana þykkni stöðugt.
Í þess-lags sviðsmynd, blasir við að á enda munu hraun frá eldstöðinni flæða til allra átta!
--Þannig haga klassísk dyngjugos sér, hvers vegna dyngjur fá sína klassísku lögun!
- Klárlega þarf gosið að standa í a.m.k. nokkur ár, til þess að hraun streymi í átt að Norður-strönd.
- Hinn bóginn, þá væntanlega er það gerist -- verður jafn vonlaust að stöðva þann hraun-straum, og þann er mun væntanlega á nk. vikum taka Suður-Stranda-Veg.
--Ath. hraunið úr eldgosinu er þegar orðið stærra en allt flatamál Reykjavíkur.
Svo menn átti sig á að þetta er ekkert smáræði þegar, og ef eins og flest bendir til að gosið stendur til margra ára -- á eftir að koma upp, gríðarleg hraunbreiða.
Eins og sést á þessari 3-víddarmynd af Fagradalsfjalli, mun það augljóslega taka einhvern tíma fyrir eldstöðina að hækka sig nægilega til að hraun geti farið í Norður!
En ef gosið heldur stöðugt fram árum saman -- þá verður uppbygging gosefna á einhverjum punkti næg til þess, að hraun geti runnið -- Norður.
Þar fyrir utan, gæti gosið stækkað aftur -- jafnvel aftur og aftur!
--Gosið hefur þegar 2-faldast að stærð einu sinni.
--Það getur ákaflega vel vaxið aftur - þess vegna mörgum sinnum!
Sá möguleiki gosið stækki hugsanlega/líklega gerir allar sviðsmyndir mjög óvissar
Í þessari færslu setti ég fram þá kenningu gosið gæti stækkað ítrekað:
Gosið 2-faldaðist að stærð í gær, gæti hugsanlega gosið stækkað aftur? Síðan hugsanlega eina ferðina enn, jafnvel reglulega á nokkurra vikna fresti?.
Ég útskýri einnig af hverju svo geti verið, í því felst einnig útskýring á af hverju það stækkaði.
Lýsing á landreki sem útbúin var af sérfræðingum áður en gosið hófst!
Eins og fram kom í umfjöllun RÚV:
Verðum að búa okkur undir að eldgosið standi árum saman.
Þá miðað við núverandi uppstreymi gos-efna tæki það 50 ár að búa til Skjaldbreiðar stærð dyngju.
En það að þetta sé dyngju-gos virðist staðal sviðsmynd sérfræðinga núna!
- Af hverju það stendur líklega mjög lengi er einfalt að útskýra.
- Væntanlega man fólk enn, að atburðarásin hófst nærri mars-byrjun.
Þá verður skjálftahrina í tengslum við landreks-hreyfingu á þessum slóðum á Reykjanesi.
Kortið að ofan sýnir hvað átt er við. - Við það var togað og teygt á landinu á svæðinu.
Sjálfar plöturnar er liggja þarna, gliðnuðu til. - Við þá hreyfingu hefur greinilega opnast leið fyrir gosefni alla leið niður í Möttul-Jarðar.
Er skjálftavirkni hafði staðið ca. 2-vikur fóru að renna 2-grímur á sérfræðinga.
Þeir rýndu í línurit og skjálfta-upptök, og sáu að líklega var kvika að steyma upp á ca. 1-km. dýpi, undir svæðinu við Fagradals-fjall. - Sú gangavirkni stendur síðan vikur - áður en gos hefst.
- Punkturinn er auðvitað sá, að gosefnin streyma alla leið úr Möttli-Jarðar.
- Að síðast varð slíkt gos á ca. svipuðum slóðum fyrir 6þ. árum.
- Slík gos hafa ekki það hegðunar-ferli sem við þekkjum.
- Þ.e. ekki kvika að safnast í kviku-hólf er liggur mun nær yfirborði.
Vanaleg gos hefjast ef kvikuþrýstingur lyftir landinu, þar til að sprunga opnast er hleypir kvikunni upp á yfirborð.
Síðan eftir því er kvikan steymir upp, minnkar þrýstingurinn í kvikuhólfinu.
Gosið þá smám saman minnkar - oftast mest fyrstu dagana, síðan hættir það er þrýstingur í kvikuhólfi dugar ekki lengur til að þrýsta gos-efnum upp. - Engin leið að vita hve mikil kvika hefur safnast sl. 6þ. ár á þessum slóðum.
Kviku-þrýstingur getur því verið að sé ekki hinn takmarkandi þáttur um gos-lengd. - Gos-lengd getur verið að stjórnist einfaldlega af því.
Hve lengi leiðin upp frá 20km. dýpi helst opin. - Sem getur þítt, gosið verði viðvarandi -- þangað til að næsta jarðskorpu-fleka-hreyfing verður á sama svæði.
--Ekki þekki ég hve langt er á milli fleka-hreyfinga á þessum slóðum, þ.e. hvort það eru áratugir eða jafnvel svo langur tími sem nær öld.
- En gosið gæti staðið svo lengi.
- Magn gosefna þarna niðri, gæti verið það mikið.
- Að jafnvel þó gos stækki mörgum-sinnum, sé það magn ekki hinn takmarkandi þáttur.
Það sem ég er að segja -- að í raun og veru geti það hugsast þetta sé stórgos.
Sjá hérna af vef HÍ: Eldgos í Fagradalsfjalli.
Til þess að þetta verði stórgos þarf það auðvitað að standa lengi og stækka.
Mynd sýnir afstöðu Reykjavíkurflugvallar í samhengi höfuðborgarsvæðis!
Það blasir við ný sýn - þannig að íbúar höfuðborgarsvæðis þurfa greinilega að hugsa flugvallar-mál algerlega upp á nýtt!
- Þegar menn voru að horfa til að afnema flugvöllinn - kom engum til hugar að stórt eldgos gæti hafist á Reykja-nesi er gæti kollvarpað allri sviðsmyndinni.
- En nú hefur það gerst, að komið er gos er mun af verulegum líkindum -- loka samgöngu-leiðum út eftir Reykjanesi.
- Þar fyrir utan telja sérfræðingar nýtt eldgosa-tímabil hafið á Reykjanesi.
--Í ljósi þessa, þarf greinilega snarlega að afskrifa allar hugmyndir um tilfærslu Reykjavíkur-flugvallar!
- Þegar blasir við að líklega getur aðgengi að Keflavíkur-velli lokast.
- Þá eru greinilega allar hugmyndir að færa flug þangað.
--Bæ bæ.
Sama gildir um drauma um lestar-línu. - Ef menn pæla í öðrum flugvallar-staðsetningum á Reykjanesi, utan við Reykjavík.
Þá eru þær algerlega á tæru - þ.s. hraun geta mjög líklega runnið.
Og þar fyrir utan, þ.s. raun eru líkleg að renna. - Að auki, er gosið sem raskar þessu öllu -- þegar í gangi.
Þar með augljóslega enginn tími til þess.
Að færa völlinn eitthvert annað.
--Þau plön þarf greinilega nú að afskrifa.
--Fólk má ekki vera svo fast í hugmyndum, að það fattar ekki að allt er breytt.
- Þegar blasir við að -- líklega fer vegurinn til Kefla-víkur í sundur innan nk. 5-ára.
- Þá er svo komið, að þegar þarf að pæla í undirbúningi þess.
--Að færa milli-landa-flug frá Keflavík.
Enginn einn flugvöllur getur tekið við allri umferðinni frá Kefló!
Því þarf líklega að skipta umferðinni milli þeirra 3-ja flugvalla, í dag eru neyðarvellir.
- Reykjavík.
- Akureyri.
- Egilsstaði.
Einfaldast er að Reykvíkingar - fólk á leið til Reykjavíkur, fljúgi til og frá Reykjavík.
Flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum: Geta nýst fyrir ferðamenn er vilja sjá landið.
- Hægt er í fljótheitum að reisa stálgrindar-hús eða sambærilegt með límtrésbitum, til að hýsa nauðsynlega starfsemi -- sbr. öryggis-hlið ásamt leit.
- Sérhæft starfsfólk er hægt að flytja frá Kefló - þ.s. sá völlur verður væntanlega eftir að vegurinn til Kefló lokast; mjög mikið minna notaður.
Það að Flugleiðir nýlega flugu Max8 vélum frá Reykjavík.
Sannar að enginn vandi er að nota Reykjavíkur-völl meðan gosið heldur Kefló lokuðum.
Niðurstaða
Mér virðist að ekki sé enn almennilega farið að sígjast inn í íslenska stjórnmálaheima, hversu risastór atburður - gosið við Fagradalsfjall líklega er. En miðað við að í dag er þetta talið dyngju-gos er líklega stendur yfir mörg ár. Þá verða líkur yfirgnæfandi að leiðin til Keflavíkurvallar frá Reykjavík -- lokast innan fáeinna ára af hraunstraum.
--Hraunstraumar frá fjallinu er byggist upp, geta síðan haldið áfram að streyma um áratugi, en sú sviðsmynd er til staðar -- að sá möguleiki sé vissulega að svo lengi vari það gos.
--Þar fyrir utan er talið að nýtt eldgosa-tímabil sé að hefjast.
Allar hugmyndir um tilfærslu Reykjavíkur-vallar miðuðu út frá því, að líklega yrði ekki eldgos á Reykjanesi - nk. 100 ár eða svo.
--Þetta virtist fólki á tæru, þ.s. gos höfðu ekki verið í um 800 ár.
- En nú er gosið hafið, sem líklega kollvarpar nær öllum sviðsmyndum.
- Þar fyrir utan er of skammt þangað til gosið líklega einnig tekur Kefla-víkurveg.
Til þess að nokkur möguleiki sé að -- leggja nýjan flugvöll annars staðar. - Þess vegna þarf helst sem fyrst, að hefja undirbúning þess -- hvað þarf að gera.
Þegar eldgosið mjög líklega innan nokkurra ára.
--Lokar aðgengi að Keflavíkurflugvelli.
Mér virðist algerlega blasa við, að það þarf að færa millilandaflug.
Og einnig að allir 3-varavellir Keflavíkur, þurfa að taka þar þátt.
--M.ö.o. Reykjavíkurvöllur og vellir við Akureyri og Egilsstaði.
Menn mega ekki vera svo -- fastir í hugmyndum.
Að menn sjái ekki að -- öllum hugmyndum hefur verið kollvarpað.
--Af máttarvöldunum sjálfum.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 23. júní 2021
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar