27.3.2021 | 16:59
Forvitnileg krísa varðandi strandaða risaskipið í Súezskurði - sýnir einhverju leiti áhættuna af því veröldin er svo háð tveim skipaskurðum, Súez og Panama!
Skipið, Ever Given, er það stórt að umfangið er ekki auðvelt að gera sér í hugarlund, sbr. 224.000 tonn skipið sjálft, ber síðan 20.000 gáma er hver um sig getur borið á bilinu 10-20 tonn, m.ö.o. erum við að tala um mögulegan burð upp á 200.000 tonn.
Er gefur mögulegan heildarþunga vel yfir 400.000 tonn - ef allt er tekið með.
- Lengd: 399,94m.
- Breidd: 59m.
- Ristir: 15,7m.
Gerfihnattamynd!
Skipið sem sagt, þverar algerlega skurðinn - fremri 1/3 skips er fastur á grunni.
Meðan aftari 2/3 er fljótandi.
--Það skýrir björgunarplanið, sbr. stendur til að toga aftan og framan, samtímis.
Skemmtileg mynd er sást á mörgum miðlum!
Hersing af skipum býður eftir að sigla um skurðinn!
Ever Given séð frá öðru skipi!
Fréttir:
Fresh bid to dislodge stranded Suez Canal container ship gets under way
How are they trying to free the Ever Given?
- Ef tilraun um helgina ber ekki árangur!
- Yrði næst leitast við að fjarlæga gáma af Even Given.
Slík aðgerð yrði auðvitað tímafrek þ.s. líklega þarf þá að beita krönum á fljótandi prömmum, þ.s. á landi er mið eyðimörk þ.s. enginn er vegur akkúrat á þeim stað, né nokkur aðstaða til að koma fyrir gámum þar!
Það þíðir auðvitað, að þá þarf einnig hersingu af fljótandi flutninga-prömmum, svo unnt sé að taka við gámum af skipinu.
Talað er um í frétt, að fjarlægja gáma að framan-verðu, væntanlega vegna þess að skipið er fast á fremsta 1/3.
Heyrst hafa aðvaranir að aðilar þurfi að gæta sín á að búa til of mikið misvægi í þyngd, sbr. aðvaranir að það geti hugsanlega brotnað í tvennt.
En prinsippið er dæmigert er kemur að losun strandaðra skipa, þ.e. að létta þau svo þau fljóti ofar á sjónum og þar með auðveldara verði að koma þeim aftur á flot.
Prinsippið það sama, Ever Given aftur á móti er svo ótrúlega stórt skip.
Alls konar blaður hefur verið, að heimurinn eigi ekki vera þetta háður verslun!
Ég er a.m.k. algerlega viss, að það er fullkomlega ópraktískt -- að leitast við að brjóta upp þær gríðarlega flóknu viðskipta-keðjur er hafa byggst upp.
Vandinn er einfaldlega sá, of margir aðilar eru of háðir hverjum öðrum, þ.e. geta ekki sjálfir framleitt alla vöruna!
Þau viðskipti þurfa að fara heimshluta á milli.
Punkturinn er einfaldur, að höggva á keðjurnar - þíddi nánast fulla stöðvun.
Ekki bara smá kreppu - nær allt mundi stöðvast.
Financial Times sagði um daginn ótrúlega sögu um -- TSMC
how a Taiwanese chipmaker became a linchpin of the global economy
Þetta fyrirtæki framleiðir nærri 90% heims-framleiðslunnar af kísil-örtölvu-kubbum.
Sem hannaðir eru af öðrum aðilum!
M.ö.o. fyrirtækið sérhæfir sig í að framleiða fyrir aðra.
Sérhannaðir kubbar eru m.a. notaðir af bifreiða-framleiðendum.
- Saga fyrirtækisins líkist um sumt sögu Google og FaceBook, þ.e. það hefur náð forskoti á alla keppi-nauta í sömu grein -- m.ö.o. náð slíku umfangi enginn getur keppt við það.
- TSMC er alls ekki að yfirbjóða, málið er að kostnaður þess er lægri en allra keppi-nauta, m.ö.o. þ.e. samt rekið með hagnaði -- sýnir að stærðar-hagkvæmni er raunverulegt fyribæri.
En það eru margir að stinga saman nefjum um það, að kannski sé það óvarlegt að 90% heimframleiðslunnar á sérhönnuðum kísil-örtölvu-kubbum, sé á litlu svæði á Tævan!
- Hinn bóginn, ef fyrirtækið væri brotið upp - yrðu kubbarnir dýrari.
- Vegna þess, að þ.e. ekki að hindra samkeppni með nokkrum öðrum hætti en þeim, að enginn ræður við að framleiða á þeim verðum sem þeir geta boðið.
--Samt eru þeir með mikinn hagnað per ár.
Það sem ég bendi á er, að þ.e. ekki lýgi - að sérhæfing fyritækja er verður möguleg, með opnum viðskiptum heiminn vítt - skapi aukna hagkvæmni.
M.ö.o. þ.e. ekki lýgi, að opin hnattræn viðskipti skapi hærri lífskjör.
Vegna þess að í mun minna hagkvæmu fyrirkomulagi, yrði allt mun dýrara.
Auðvitað er ekkert fyrirkomulag galla-laust.
Hinn bóginn, hafa hnattræn lífskjör mannkyns aldrei sögulega séð verið hærri.
- Þ.s. menn hnýta í, eru minniháttar gallar.
- M.ö.o. kjör fólks á Vesturlöndum, hækka ekki lengur eins hratt og þau áður gerðu, m.ö.o. stöðnun í launaþróun -- hinn bóginn, erum við að njóta ótrúlegt aðgengis að sífellt hraðari tækni-þróun sem borin er uppi af hnattrænum risa-fyrirtækjum.
--Það fer enginn að segja mér, þó laun hafi ekki hækkað eins hratt sl. 20 ár og 20 árin þar á undan, að gríðarlegar tæknibyltingar sl. 20 ár hafi ekki bætt líf fólks.
Ef menn í pyrringi leitast við að brjóta upp heiminn eins og hann virkar.
Yrðu fyrstu megin áhrifin - ef það tækist, gríðarlegt kjara-hrap -- hin, atvinnuleysi í stærðum er ekki hafa sést síðan ca. 1930.
Þ.e. vegna þess, að þ.e. mun auðveldara að skemma en byggja upp - en nýja framleiðslu í staðinn, tæki óhjákvæmilega langan tíma að byggja upp - kjarahrapið væri líklega varanlegt því þá væri einnig svissað yfir í mun óhagkvæmara fyrirkomulag.
Ég er ekki alveg að sjá þó launa-kjör hafi verið stöðug tiltölulega að það sé slæmt.
Kjör eru ekki bara laun!
--Ekki einungis tækni-bylting hefur orðið.
--Muna einnig, bæði verðbólga og vextir eru lægri í dag.
Í því að borga fyrir lægri verðbólgu + lægri vexti, felast raunverulegar kjarabætur.
- Ath. hærra húsnæðisverð -- er rökrétt afleiðing lægri verðbólgu ásamt lægri vöxtum.
Lægri vaxtagjöld þíða, menn hafa efni á stærra láni!
Það þíðir hærra húsnæðisverð - því menn hafa efni á að bjóða meir.
Er allur markaðurinn það gerir - þá eðlilega hækkar verðið.
--Já ég skil, það einnig þíðir hærri leigu. Það fylgist að við hærra húsnæðisverð.
- Húsnæðisverð og leiga hefur því rökrétt hækkað á öllum vesturlöndum.
Þ.s. verðbólga og því vaxtagjöld hafa lækkað seinni ár jafnt og þétt.
Þetta rökrétt helst í hendur, eins og útskýrt.
Mikið af óánægjunni virðist tengjast þessu!
Tæknilega getum við lækkað húsnæðisverð aftur með að keyra upp verðbólgu og þar með vaxtagjöld.
- Þ.e. auðvitað smávægileg kaldhæðni, sbr. margir vilja lægri vexti.
- En samtímis, leiða lægri vaxtagjöld óhjákvæmilega til hærra húsnæðisverðs -- þar með dýrari leigu.
--Megin ábendingin er hve flókin keðja lífið oft er. Einnig að þó það séu einhverjir gallar, ættum við að fara varlega í það að íhuga að brjóta þær keðjur niður.
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með því hvort og hvenær tekst að koma risaskipinu aftur á flot. Líklega er það nærri eða alveg óskemmt vegna þess að aðstæður á strandstað virðast sendnar ekki gríttar, þar fyrir utan gætir flóðs og fjöru - en í skurðinum virðast skipin alfarið varin fyrir öllum áhrifum af öldu. Þannig séð fer líklega vel um skipið, m.ö.o. það sé ekki beint í hættu á strandstað. Á móti kemur að strandið eru stórar búsifjar fyrir mjög marga aðra aðila er lenda í vanda ef ekki fljótlega leysist úr málum!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 27. mars 2021
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 871103
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar