Ný innrás Rússlands fyrirhuguð í Úkraínu? Liðssafnaður á stærð við liðssafnað Bandaríkjanna er ráðist var inn í Írak 2003, vekur spurningar! Munu fundir Bidens við Pútín skipta koma í veg fyrir stríð?

Besti tími til innrásar væri snemma á útmánuðum 2022 þegar kaldast er í ári, jörð frosin - þannig skriðdrekar eigi hvað auðveldast með að far um. Ef Rússland fyrirhugar innrás á annað borð, væri það hagstæðast í janúar eða febrúar nk.

The Ukrainian army has got better at fighting Russian-backed separatists: Besides, the 100,000 Russian troops massed near the border are more than mere theatre; Russia is setting up field hospitals and calling up its reserves.

Á gerfihnatta-öld er ekki hægt að fela meiriháttar liðssafnað -- það sé enginn vafi að hann sé þegar ca. á þeim mælikvarða, er Bandaríkin réðust inn í Írak -- þegar menn sjá að verið sé að hrófla upp, spítulum - birgðastöðum, ekki einungis liðssafnaði.
Þá lítur þetta eins og undirbúningur fyrir innrás.

Bandaríkjaher, sagðist hafa upplýsingar um fyrirhugaða aðgerð með 175þ. manna liðsafla, í Janúar 2022. Jafnvel þó að - megi deila um trúverðugleika þeirrar fullyrðingar - sést vel frá gerfihnöttum að stöðugt er verið að bæta í.
Þannig að langt í frá sé augljóslega útilokað að það sé einfaldlega rétt.

Í annan stað, er úkraínski herinn miklu mun betri en hann var 2015 - með aðgengi að 300.000 bardagaþjálfuðum mönnum; en á móti kemur að sá her er gíraður til að eiga í skæru-átökum, ekki meiriháttar landstríði.

Rétt þó að nefna, að Úkraína ræður yfir mörgum samskonar vopnum og Rússland notar, þ.e. sambærilegir skriðdrekar -- þó öðruvísi uppfærðir með vestrænum tölvum. Rússneski herinn auðvitað, ræður yfir miklu fleiri skriðdrekum.
Engin leið er fyrir leikmann að ákveða hvernig fer -- hvernig svarar maður fullyrðingum að Rússneski herinn færi í gegn eins og hnífur í gegnum smjör.
--Einfaldlega óþekkt.

Ég væri a.m.k. hissa, að ef Úkraínski herinn, hafi ekki a.m.k. undirbúið sig fyrir mögulega innrás; en til að mæta innrás af slíku tagi - þarf djúpar varnarlínur og mikið magn sérstaklega af skriðdreka-eldflaugum, og auðvitað loftvarnarflaugum.
--Og auðvitað beita eigin skriðdrekum, þegar það á við.

  1. NATO gæti bætt stöðu Úkraínu, með því að afhenda -- betri skriðdreka-flaugar, og loftvarnarflaugar.
  2. Og auðvitað dróna - svo unnt sé að fylgjast með öllum hreyfingum á bardagavelli.

Mjög margir sem ræða um hugsanlegt stríð - eru skeptískir að Rússland standi í þessu.
Því að Rússland sé veikt land efnahagslega - segjum t.d. ef mikill fjöldi úkraínskra hermanna, mundi beita skæru-hernaði í stað þess, að standa beint á móti rússneska hernum?
--Þannig mætti hugsa sér að, Rússland næði svæðum -- en stæði í stöðugum afar umfangsmiklum skæruhernaði, meðan íbúar hjálpuðu úkraínskum skæruliðum.

Úkraína pent hafnaði þeim afarkostum sem Pútín heimtaði að Úkraína skrifaði undir.
Og berðist áfram, þannig þvingaði Rússland í að leita leiða til að sækja stöðugt fram, þá samtímis þurfa að glíma við stórfelldan skæruhernað á sífellt stærra landsvæði.
--Það má alveg hugsa sér, að fyrst her Úkraínu sé gíraður frekar til að berjast við skæruliða, þá sé hann samtímis skipulagður fyrir skæruhernað.

  • Rússland m.ö.o. gæti lent í því, að efnahagslega ráða ekki við slíkan hernað til langs tíma, og þá standa frammi fyrir erfiðum valkostum!
  • Auðvitað mundu stórfelld átök í Úkraínu, gera refsiaðgerðir mun grimmari en áður -- og ég mundi ætlað, að samúð með Úkraínu í Evrópu, mundi þíða að Úkraína fengi nóg af vopnum til að viðhalda átökum.

Stríðið yrði þá að -proxy war- fyrir NATO, en heitu stríði fyrir Rússland.
Ég á erfitt með að trúa því að Rússland hefði úthald til langs umfangsmikils skærustríðs.

Putin’s choice: Hot war or a deeply frozen conflict

Pútín hefur tekist að gera Úkraínu heilt yfir -- afar hlynnta vesturlöndum.
Þó að er dregur nær landamærum Rússlands, þynnist sú afstaða út.

58% back Ukraine's accession to NATO, 62% want Ukraine to join EU

Ekki virðist líklegt að Biden forseti geti veitt Pútín það sem Pútín líklega vill.
En NATO vill ekki t.d. skrifa undir það, að Úkraínu sé bönnuð aðild um alla framtíð.
Samtímis, er aðild að NATO ekki sennileg í nærtíma.
--En sú pólitíska afstaða gæti tekið breytingum síðar.

Efnahagslega séð er Úkraína sterkara landa en 2014, og samstaða íbúa virðist hafa vaxið.
Bendi á, það þarf ekki að fara saman, að rússnesku mælandi hluti Úkraínu -- vilji endilega búa undir Pútín. Eftir allt saman, hafa þeir miklu meira frelsi í Úkraínu.
Og efnahagsleg framtíð Úkraínu er ekki endilega neitt augljóslega slæm.
--Mörgu leiti er Úkraína öfugt byggð upp við Rússland, þ.e. mun veikara ríkisvald og verulega til muna veikari miðsstýring - ásamt miklu meira athafnafrelsi íbúa.

  • Mig grunar hreinlega, að það sé -- frjáls Úkraína, sem Pútín óttast svo.
    Óttinn um að, frjáls Úkraína -- einfaldlega gangi upp.

 

Niðurstaða

Í mínum augum væri stór innrás sambærileg mistök og fyrir Bandaríkin það var að ráðast inn í Írak -- jafnvel þó að Úkraínski herinn - kannski - ætti ekki roð í beinum stórátökum við Rússlandsher, þá tæki - tel ég víst - við í framhaldi stórfellt skærustríð, við bardagareynda Úkraínu hermenn - vel þjálfaða, og vopnaða.
Og ég mundi ætla, að innrásin mundi leiða til slíkrar samúðarbylgju í Evrópu og í Bandaríkjunum, að Úkraínu-mönnum væri alltaf tryggð næg vopn til að halda baráttunni áfram.

M.ö.o. sé ég ekki slík átök enda vel fyrir Rússland. En það má alveg sjá fyrir sér svipaða útkomu, er átök í Afganistan a.m.k. áttu hlut líklega að hruni Sovétríkjanna.

Veik efnahagslega, entist getan til að halda áfram líklega ekki mjög lengi.
A.m.k. ekki mjög mörg ár.

Í kjölfarið væri Rússland síðan búið að tapa Úkraínu fyrir alla framtíð.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. desember 2021

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 869805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband