Donald Trump gengur ótrúlega langt í málflutningi gegn fjölda-mótmælum í bland við óeirðir - talar um terrorisma, hótar að beita her landsins ef ekki sé snarlega endir bundinn á ástandið!

Eins og væntanlega allir vita þá hófust fjölda-mótmæli í fjölda bandarískra borga í kjölfar atburðar sem ég - tel rétt að nefna morð lögreglumanns á bandarískum blökkumanni.
Í nokkrum fjölda tilvika hafa óeirðaseggir blandað sér í raðir mótmælenda.
Í tilvikum virðast glæpamenn einnig notfæra sér ástandið til að ræna verslanir.
--Slíkt er því miður ekki sjaldgæft þegar fjöldareiði brýst út í fjöldamótmæli, að þá er lögregla of önnum kafinn til að verja opinbera staði, til þess að gæta öryggis fyrirtækja - þannig glæpamenn sjá sér gjarnan leik á borði!

Trump virðist notfæra sér þá atburðarás, hótar beitingu landhers landsins!
Og að skilgreina þekkta mótmæla-hreyfingu hryðjuverkasamtök!
--Nú er erfitt að vita hvort hann getur grætt eitthvað á slíku.
--En kall hans eftir hörðum aðgerðum virðist a.m.k. höfða til hluta Bandaríkjamanna!

Eins og Trump málar ástandið, sé um að ræða skipulagða tilraun til að grafa undan öryggi borgara landsins -- m.ö.o. er Trump að reifa samsæris-kenningu.
--Segir að þekkta mótmæla-hreyfing standi að baki, hótar að skilgreina þá hreyfingu hryðjuverkasamtök.

  1. Þetta er eiginlega ekkert betra, en æsi-fréttamennska sem stunduð er af fjölda bandarískra fjölmiðla þessa stundina.
  2. En óneitanlega sérstakt - hvernig Trump virðist sjá í þessu tækifæri til að, mála skrattann á vegginn - með því að viðra samsæriskenningu af slíku tagi.

--Fullyrðing hans um árás á samfélagið, er þá væntanlega röksemd hans til að beita hernum!
Þá hugsanlega vill hann að herinn beiti sér eins og að um uppreisnartilraun sé að ræða!
M.ö.o. gæti Trump verið að hvetja til blóðbaðs.

Mjög áhugavert Video sem sýnir atburðarás er leiðir til dauða George Floyd. Ath. að hún hefst á því sem er fullkomlega lögleg handtaka út af líklegu lögbroti - hinn látni hefur líklega reitt lögreglumann til reiði með því að streitast á móti. Hinn bóginn, er alveg öruggt að -- halda fæti ofan á hálsi George Floyd í heilar 3 mínútur eftir að hann hættir að sína nokkur viðbrögð, er langt langt ofan við þ.s. geta talist eðlileg viðbrögð!
--Ég sé enga ástæðu að ætla að sú bylgja reiði er hefur brotist út sé ekki -spontant- bylgja af reiði, þannig nokkur ástæða sé að taka trúanlegar ásakanir Trumps - að reiðialdan sé undirbúið hryðjuverk gegn bandarísku samfélagi!

Í þessari færslu Trump er engin leið að sjá annað en Trump -- hvetji til beitingar þekkts bandarísks herfylkis gegn mótmælum í bland við óeirðir, tekur undir orðalag þ.s. þátttakendur eru skilgreindir hryðjuverka-öfl!
--Takið eftir Trump vitnar í annan aðila lýsis sig sammála!
(Takið einnig eftir færsla er ný eða einungis klukkitíma gömul er ég sé hana!)

Donald J. Trump@realDonaldTrump 1h1 hour ago, Donald J. Trump Retweeted Tom Cotton 100% Correct. Thank you Tom! Donald J. Trump added,
 
Tom CottonVerified account @TomCottonAR
Anarchy, rioting, and looting needs to end tonight. If local law enforcement is overwhelmed and needs backup, let's see how tough these Antifa terrorists are when they're facing off with the 101st…

Það sem starir sérstaklega við mér - er tal um atburðarásina sem hryðjuverk, og því um þá borgara landsins sem taka þátt -- sem hryðjuverkamenn!
--Auðvitað, þú beitir ekki hryðjuverka-öfl vettlingatökum.

Því vart hægt að sjá annað en Trump hvetji til alvarlegrar beitingu ofbeldis er gæti leitt til blóðbaðs í borgum landsins!

Donald J. Trump@realDonaldTrump May 31
More The United States of America will be designating ANTIFA as a Terrorist Organization.


ANTIFA er þekkt vinstri-sinnuð andstöðuhreyfing, sem fyrir nokkrum árum stóð fyrir þekktum -- stöðu-mótmælum m.a. í Washington borg, þ.s. mótmælendur tóku sér stöður á þekktum stöðrum þ.s. þeir voru gjarnan fyrir umferð tepptu jafnvel umferð um mikilvægar opinberar byggingar.
--En ég man ekki neitt dæmi þess þau mótmæli hafi verið - óróleg eða hafi valdið skemmdum.

Trump nú hótar að skilgreina þau samtök -- hryðjuverka-samtök.
--Eins og vanalega færir Trump engar sannanir fyrir sínum fullyrðingum.

  1. Ekkert þvert á móti bendi til annars, en mótmælin í bland við óeirðir -- séu klassískt dæmi um -spontant- mótmæli af völdum reiði-bylgju.
  2. En Trump greinilega heldur að hann geti notfært sér ástandið - að virðist, til að skilgreina þekkta vinstri-sinnaða andstöðuhreyfingu, hryðjuverkasamtök.

Þó hann færi engar sannanir fyrir því eins og vanalega er hann fullyrðir að þau samtök standi að baki núverandi - reiðiöldu er hefur brotist út í mótmæli og tilvikum óeirðum.
--Því má velta því fyrir sér, hvort Trump sé að telja sjálfum sér trú um þetta, eða þetta sé einungis -- tækifærismennska hjá honum, að nota ástandið sem tækifæri til að bannan þau samtök.

  1. En ef menn beita hernum, með þá hugmynd að baki -- verið sé að brjóta niður uppreisn eða hryðjuverkastarfsemi!
  2. Þá sé ég án gríns fyrir mér möguleikann á blóðbaði.

Annað Twít þ.s. Trump hótar beitingu hersins gegn þáttakendum í reiðibylgju á götum borga Bandaríkjanna!

Donald J. Trump@realDonaldTrump, May 30
Crossing State lines to incite violence is a FEDERAL CRIME! Liberal Governors and Mayors must get MUCH tougher or the Federal Government will step in and do what has to be done, and that includes using the unlimited power of our Military and many arrests. Thank you!


Trump talar greinilega - um ótakmarkað afl hersins.
Og gera það sem -þarf.- Án skilgreiningar hvað akkúrat það sé.
--En -það sem þarf- getur verið orðalag til réttlætingar á blóðbaði!


En þarna getur Trump verið að beita óljósu orðalagi vísvitandi til að viðhalda -deniability.-
Höfum í huga -- hann talar um reiðibylgjuna sem hryðjuverkastarfsemi.
Málar þátttakendur sem -- hryðjuverka-öfl.
--M.ö.o. afar truflandi orðalag!

Gæti orðið Tiananmen square atburður Bandaríkjanna?

 

Niðustaða

Ég man aldrei áður eftir forseta Bandaríkjanna - að mála víðtæka reiðibylgju í borgum Bandaríkjanna, með þeim hætti -- rás atburða sé einhvers konar skipulagt hryðjuverk gegn borgurum landsins! Að forseti Bandaríkjanna, samþykki orðalag í athugasemdum á hans eigin blogg-síðu þ.s. þeir sem taka þátt í viðtækri reiðibylgju innan borga landsins, séu skilgreindir hryðjuverkamenn!
--Málið er að síðast ég man eftir því víðtæk bylgja sé kölluð hryðjuverkastarfsemi, er þegar Assad forseti Sýrlands skipaði beitingu hers Sýrlands síð sumar 2011 gegn því er þá voru mjög víðtæk götumótmæli í borgum landsins er voru þá búin að vara töluverða hríð.

Í kjölfarið skipaði Assad hernum að skjóta á mótmæli til að kveða þau niður.
En stað þess að það kæmi á - röð og reglu, hófst borgarastríð er leiddi til nær fullkominnar eyðileggingar landsins, og í dag er það enn stórum hluta rjúkandi rústir.
--Ég á ekki endilega von á jafn dramatískri atburðarás í Bandaríkjunum.

En þó, ef hermenn mundu hefja raun -- skothríð á fólk. Er eiginlega ekki gott að sjá algerlega fyrir, hvert slíkt gæti leitt!
--En það er greinilega til staðar í Bandaríkjunum langvarandi uppsöfnun á reiði meðal borgara landsins, því ef maður spáir í það ekki gott að fullyrða hvað gæti hafst af því ef Trump fyrirskipar her Bandaríkjanna -- að binda endi á ótryggt ástand í borgum Bandar með blóðbaði.

PS: Trump heldur ræðu í Rósagarðinum lóð Hvíta-hússins: Mayors and governors must establish an overwhelming law enforcement presence until the violence has been quelled, -- If a city or state refuses to take the actions that are necessary to defend the life and property of their residents, then I will deploy the United States military and quickly solve the problem for them.
--Hann er að tala um, hermenn -- ekki óeirðalögreglu.

PS2: Ég hef heyrt mikið talað um -- Insurrection Act 2007:

An Act authorizing the employment of the land and naval forces of the United States, in cases of insurrections

Be it enacted by the Senate and House of Representatives of the United States of America in Congress assembled, That in all cases of insurrection, or obstruction to the laws, either of the United States, or of any individual state or territory, where it is lawful for the President of the United States to call forth the militia for the purpose of suppressing such insurrection, or of causing the laws to be duly executed, it shall be lawful for him to employ, for the same purposes, such part of the land or naval force of the United States, as shall be judged necessary, having first observed all the pre-requisites of the law in that respect.

APPROVED, March 3, 1807.

-------------
Skv. því þarf Donald Trump - samþykki sameinaðs þings.

Kv.


Bloggfærslur 1. júní 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 59
  • Sl. sólarhring: 173
  • Sl. viku: 1425
  • Frá upphafi: 849620

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 1316
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband