Þetta er síðasta færsla 2020 - þannig ég óska öllum gleðilegs nýs árs!
Ég held án vafa að tap Rússlands-forseta í 2-skipti á árinu 2020 -- fyrra tapið í Líbýu það seinna stríðið milli Armeníu og Azerbadjan -- er Rússland tapar gegn engum öðrum en Erdogan af Tyrklandi. Geti gefið vísbendingu um mikilvæga valda-tilfærslu annars-vegar á Kákasus-svæðinu og hins-vegar í Mið-Austurlöndum!
Tyrkland Erdogans virðist allt í einu rísa sem veldi í Kákasus, með því að styðja Azerbadjan til sigurs yfir Armeníu í stríði um Nagorno Karabak!
Síðan, bendi óvæntur sigur Erdogans í átökum í Líbýu, til hratt vaxandi veldis Tyrklands í samhengi Mið-Austulanda.
- Til samans, virðist þetta benda til þess, að Tyrkland sé stefna í að verða mikilvægt - regional power - eða svæðisbundið veldi, að nýju.
Að einhverju leiti, virðist Tyrkland skipta Rússlandi út. - Spurning hvernig þessi snögga breyting spilast inn á árið 2021?
En ef Rússland er allt í einu - verulega veikara en áður.
Gæti það haft frekari afleiðingar á nk. ári. - Tja, t.d. má velta því fyrir sér, að Bandaríkin gætu séð tækifæri til að styðja Úkraínu, í því að sparka mála-liða-her á vegum Rússlandsstjórnar, út úr A-Úkraínu.
En þ.e. þekkt sögulega séð, að ef stórveldi hnignar snögglega, þá leita önnur lönd eftir tækifærum í tengsl við slíka hnignun.
--Það væri algerlega í takt við slíka sögulega sveiflu, ef Bandar. mundi ákveða að prófa, hvort þrýstingur í Úkraínu -- gæti gefið góða raun.
--Ég get ekki spáð því formlega, en slíkt kæmir mér ekki rosalega á óvart!
Áður en Tyrkland hóf afskipti af Líbýu stríðinu virtist vígsstaða ríkisstjórnar V-Líbýu eða Tripolistjórnarinnar vera næsta vonlaus orðin!
Haftar hershöfðingi er á sínum tíma reis gegn Gaddhafi með stóran hluta stjórnar-hers landsins, hefur nú um nokkurra ára skeið -- stjórnað A-helming landsins, meðan að hinn hluti uppreisnarinnar gegn Gaddhafi, hefur ráðið V-hluta landsins.
--Um hríð var þessi vígsstaða stöðug nokkurn veginn, og skipting landsins í 2-lönd vaxandi mæli augljós.
En seint á árinu 2019 hóf haftar öfluga sókn gegn Tripoli-stjórninni - rétt að nefna að Haftar naut eða hefur notið stuðnings:
- Rússlands.
- Sameinuðu-Arabísku-Furstadæmanna.
- Saudi-Arabíu.
--Áhugavert bandalag virkilega!
Vitað var að SAF og SA höfðu varið miklu fé í her Haftar.
Á vegum þeirra, voru til staðar -- arabískir málaliðar.
--Rússland, var einnig með málaliða-her. Þekktur slíkur sem Rússland víða beitir - Wagner.
Þar fyrir utan, rétt áður en Erdogan hóf bein afskipti.
Bárust fréttir af frekari afskiptum Rússlands:
Russia expands war presence in Libya.
Hugsanlega var þetta kornið er fyllti mælinn - og Erdogan ákvað að senda hersveitir úr her Tyrklands, til aðstoðar Tripoli-stjórninni!
Turkey's Military Intervention in Libya
Áður hafði Erdogan um hríð sent Tripoli stjórninni - vopn.
Sem hafði dugað til þess, að Tripoli stjórninni tókst að verja Tripoli borg sjálfa, ítrekuðum tilraunum Haftars til að taka borgina.
--Þannig að líklega hefur Pútín brugðist þolinmæðin.
Hinn bóginn, í stað þess að gefa eftir - er Erdogan fréttir af rússneskum herþotum á svæðinu, þá þess í stað - verður maður að gera ráð fyrir, að Erdogan hafi ákveðið að Tyrkland mundi komast upp með að senda; hersveitir sjálft á svæðið.
--Engar fregnir bárust síðan af því, að rússn. herþoturnar hafi verið notaðar.
- M.ö.o. hljómar sem svo að Pútín hafi - hikað/blikkað!
Útkoman var eftir inn-grip Tyrklandshers, að vígsstöðunni var snúið við
Tyrkland virðist hafa beitt eigin málaliðum - Sýrlendingum sem Erdogan í seinni tíð beitir reglulega!
--Áætlað að Erogan hafi sent allt að 12þ. slíka - meðan Wagner hópurinn á vegum Rússland, hafi líklega ekki verið fjölmennari en 2000.
- Þar fyrir utan, hafi verið sérsveita-liðar Tyrklandsher, er hafi beitt -- drón-flugvélum sem Tyrkland hefur þróað.
Vísbendingar að þær hafi ekki síst, ráðið úrslitum - þær drone-flugvélar.
Ekki hef ég mikla þekkingu á þeim - drón-flugvélum.
En eins og sést, geta þær borið vopn.
--Skv. fregnum af átökum í Líbýu, voru það ekki síst þær er réðu úrslitum.
Turkish military intervention in the Second Libyan Civil War
--Niðurstaðan m.ö.o. var - nánast fullkominn sigur Erdogans.
Hann hafði betur þarna gegn - Rússlandi, FAS og SA!
- Nú hefur Erdogan - protectorate í V-Líbýu.
- Að sjálfsögðu spilar olía og gas, rullu.
--Erdogan ætlar sér mikið með hugsanlega vinnslu í framtíð undan ströndum Líbýu, auk þess gæti hann enn ákveðið - frekari inngrip til að taka allar olíulyndir Líbýu.
Hinn bóginn, virðist a.m.k. um sinn - Erdogan hafa stoppað þar frekari landvinninga.
- Enda t.d. hótar Egyptaland á árinu að blanda sér í stríðið, ef Erdogan héldi sókninni áfram.
Stríð Azerbadjan og Armeníu - um Nagorno Karabak!
Svona leit kortið nokkurn veginn út áður en Azerbadjan hóf atlögu að Armeníu!
Í fyrra stríðinu um landsvæðið, 1988-1994, hafði Armenía betur.
Svæði sem tilheyrði við skiptingu Sovétríkjanna 1993 -- Azerbadjan, en byggt Armenum.
Hóf uppreisn, sú uppreisn var studd Armeníu - Armenía og íbúar Nagorno Karabak unnu það stríð.
--Að hvaða marki Rússlandsstjórn þess tíma hugsanlega studdi Armeníu þá t.d. í von um að veikja Azerbadjan, er óþekkt -- en slíkar aðferðir eru nú orðnar klassískur rússn. leikur, að veikja lönd nærri Rússlandi með, yfirtöku hluta landsvæða þeirra!
- Rauða svæðið er Nagorno Karabak.
- Gráa svæðið - er landsvæði sem Armenía hernam.
- 724þ. Azerar flúðu landsvæði hernumin af Armeníu.
- Á móti voru 300-500þ. Armenar reknir frá Azerbadjan.
Eins og sjá má hefur kortið breist nokkuð!
- Azerbadjan hefur tekið stórt svæði - allt svæðið fyrir Sunnan-Nagorno Karabak sem Armenía hafði ráðið síðan 1994, og auki töluverðan hluta Nagorno-Karabak.
- Myndin sýnir vopnahlés-línuna í dag.
--Áhugavert að Erdogan samþykkti - vopnahlé sem Pútín lagði til á þeim punkti.
Þ.s. þessi staða gerir, að stór hluti þeirra Azera er flúðu - fyrra stríðið um Nagorno Karabak, geta sest að í svæðum sem her Azerbadjan hefur tekið.
- En ef stríðið hefði haldið áfram, er líklegt að íbúar Nagorno-Karabak, hefðu allir sem einn -- flúið til Armeníu.
--Erdogan tekur þann pól, hann hafi staðið fyrir réttlæti!
Með því að stoppa á þessum punkti - þannig hindra þjóðernis-hreinsan á Armenum.
- Getur hann haldið slíku fram, án þess að það sé í nokkru augljóslega rangt.
Hvað breytist með þessu?
- Augljóslega er Armenía - bandalagsríki Rússlands mjög veiklað á eftir.
- Samtímis, stendur væntanlega einræðis-herra Azerbadjan sterkar vígi en áður.
- Á tæru, að Erdoga hefur nú öruggan bandamann, þarna við Kaspíahaf!
Forvitnilega spurningin er auðvitað -- af hverju tapar Rússlands 2-stríðum gegn Erdogan árið 2020?
- Fréttir hafa borist nýlega af miklu fleiri látnum Rússum vegna kófsins, en Rússlandsstjórn hafði hingað til viljað viðurkenna!
Russian Covid deaths three times the official toll
Ein möguleg hluta-skýring, er að Kófið hafi verið óskaplega harkalegt áfall fyrir Rússland, miklu mun meir en stjórnvöld þar hafi kannast við.
Fyrir utan afar nýlega. - Síðan, hefur kófið valdið miklum skakka-föllum á olíumörkuðum.
Þó olíuverð hafi nokkuð rétt við sér úr mestu lægðinni.
--Brent-Crude er nú 51 Dollari.
Þá er það samt enn - óþægilega lágt verð fyrir Rússland.
Verðin voru enn lægri sl. vor og sumar.
**Inngrip Erdogans er einmitt tímasett -- fyrri hluta þessa árs, í Líbýu. - Hinn bóginn, er Nagorno-Karabak stríðið þetta haust.
Á móti, virðist nú stór bylgja af kófinu í Rússlandi - eins og víða annars staðar.
- Kenningin getur verið sú, að sameiginleg lamandi áhrif kófsins á innviði rússnesks efnahags + ásamt lágum olíuverðum þetta ár, sem einnig orsakast af kófinu.
- Skapi þennan óvænta veikleika Rússlands í ár.
Höfum í huga, Tyrkland er ekki olíuríki, græðir frekar en hitt á ódýrri olíu - olíuríki eru á hinn bóginn mjög viðkvæm fyrir tekju-missi af völdum lágs olíuverðs.
Ef olíuverð fer mikið niður eins og það gerði þetta ár, Rússland er þekkt einmitt fyrir slíka viðkvæmni.
--Álagið af kófinu innan Rússlands sjálfs, bæti síðan þar við.
Það getur fleira komið til - en óstjórn Pútíns sjálfs gæti átt hluta að!
Undir stjórn Pútíns, virðist hafa ríkt sannkallað - ræninga-ræði.
Þ.e. hóparnir er stjórna landinu, virðast hugsa fyrst og fremst um að maka krókinn.
Síðan senda þeir peningana úr landi -- áhugavert einkum til London.
--En það augljósa stórfellda og stöðuga arðrán, gæti hafa verið að hola landið upp smám saman innan-frá.
- Sem kannski var ekki augljóst, meðan olíuverð voru svona -- OK. En þegar kreppa dynur yfir, gæti slík holun landsins innan-frá, verið viðbótar skýring á veikleika.
--En ég get ekki kallað stjórnina í Rússlandi, annað en hreint ræninga-ræði.
Greipar látnar sópa - eins og hver mest getur, féð sent úr landi.
- Þ.s. það þíðir, að féð er ekki notað til uppbyggingar.
Þess í stað, hafa líklega innviðir ekki fengið þá fjárfestingu þeir hafa þurft.
Við slíkar aðstæður, fúna eðlilega þeir innviðir! Og ríkið veikist hægt og rólega innan-frá.
- Málið er að það getur vel verið að Rússland sé aftur orðið afar veikt.
- Hversu veikt, er þó opin spurning.
--Síðast er það ástand var til staðar, t.d. risu Téténar upp, og reyndu að hrifsa sjálfstæði.
- Það sé þó óvíst að svo nægilega veiklað sé Rússland nú, að múslima-svæði Rússland prófi aftur -- að gera uppreisnir.
Hvað gera Bandaríkin 2021?
Miðað við hvað gerðist 2020 - gætu Bandaríkin fengið þá hugmynd 2021, að unnt sé að sparka Rússlandi frá A-Úkraínu. Bandaríkin gætu sent vopn til Úkraínustjórnar -- ásamt peningum svo Kíef stjórnin geti elft sinn her hratt, og hafið sókn í A-Úkraínu.
- Ef Rússland er alvöru haldið nýjum alvarlegum veikleika - gæti hugsanlega tekist að sparka Rússland þaðan út.
- Hvað þaðan í frá gerðist -- væri þá enn stærri spurning.
En ef Pútín tapaði í Úkraínu -- eftir 2 töp í röð gagnvart Erdogan.
Gæti stjórn Pútíns sjálfs innan Rússlands - fljótlega orðið völt.
- En þegar menn stjórna hópi ræningja.
Þá getur það verið hættulegt hugsanlega.
Ef þeir halda foringinn sé orðinn - veikur fyrir.
--Óvæntar fréttir gætu allt í einu borist, að Pútín hefði verið veginn í launsátri.
Og slagsmál milli - ræningja-klíkunnar væri hafin.
- Ef það gerðist, gætu öll múslima-svæðin í Rússlandi.
Risið í uppreisn. Án vafa mundi Erdogan styðja þær uppreisnir.
Hvort að Rússland sé þetta veikt orðið.
Er eiginlega fullkomlega óljóst.
--Þannig að þ.e. langt í frá víst, að tíðindi 2021 verði þetta stórtæk.
Niðurstaða
2021 gæti verið ár frétta af Rússlandi af tagi, sem við höfum ekki séð síðan hrun-árin í kjölfar 1993, er Sovétríkin hundu og síðan komu ár margvíslegrar upplausnar!
Á sama tíma, er alls ekki hægt að slá nokkru slíku föstu!
- Það sem maður veit, Pútín tapaði tveim stríðum fyrir Erdogan.
- Kófið er mun verra í Rússlandi, en stjórnvöld Rússland höfðu fram til þessa viðurkennt.
- Lágt olíuverð - veikir alltaf Rússland efnahagslega.
--Þetta eru megin rökin fyrir veikluðu Rússlandi. Hinn bóginn, segir þetta ekki - hversu veiklað Rússland nú er. En því veiklaðra sem Rússland er, því líklegra er að utanaðkomandi aðilar sem og innlendir -- prófi ævintýri gagnvart Rússlandi.
- Ég er sjálfur á því, að ræningja-ræðið í kringum Pútín, hvernig ótrúlegum upphæðum hefur þar verið stolið af valda-stéttinni og komið úr landi, í stað þess að fjárfesta þar í innviðum og uppbyggingu; hljóti að hafa til viðbótar veiklað Rússland.
Ef sú veiklun er veruleg orðin, gæti Rússland nú verið orðið afar afar veikt.
Ef svo er, gæti eiginlega nánast allt farið af stað!
- Úlfarnir innan Rússland sem og utan, gætu lagst á hræið.
Farið að taka sér bita.
--------------
Gleðilegt nýtt ár!!!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 31. desember 2020
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar