Erfitt að túlka orð Donalds Trump öðruvísi - að hann ætli að valda vandræðum liggi ekki úrslit kosninga skýrt fyrir aðfaranótt 4. nóv.

Margt bendi til þess að - meirihluti þeirra er kjósa í almennri kosningu með þeim hætti að mæta á kjördag, verði líklega Trump megin.
Hinn bóginn hafa yfir 90 milljón nú greitt atkvæði fyrir kjördag!
--Flesti bendi til þess að Biden taki þau atkvæði með öruggum meirihluta!

 

Atkvæði greidd fyrir kjördag - eru talin síðar!

Það er því afar sennilegt að - versta sviðsmynd blasi við er sumir óttast.
Að fyrstu talningar sýni Trump með a.m.k. nauman meirihluta greiddra atkvæða.
Síðar er atkvæði þeirra er greiddu atkvæði fyrir kjördag eru talin.
--Snúist þetta við.

Donald Trump: We’re going to be waiting. November 3 is going to come and go, and we’re not going to know, and you’re going to have bedlam in our country, ...

  1. Ég sé ekki betur en í því liggi skýr hótun. 
  2. Trump ætli að standa fyrir veseni.

Jason Miller, senior adviser to the Trump campaign: If you speak with many smart Democrats they believe that President Trump will be ahead on election night . . . and then they’re going to try and steal it back after the election

--Þ.e. þetta tal, um að stela kosningunni!
Vikum saman hefur Trump hefur sakað Demókrata um að undirbúa stórfellt kosninga-svik, án þess að færa fyrir því sannanir í nokkru.
--Síðan orð kosninga-fulltrúa Trumps, og Trumps sjálfs.
Tekið saman hljómar þetta þannig, Trump framboðið ætli -- að gera tilraun til þess að stöðva talningar á atkvæðum þegar meir en sólarhringur er liðinn frá kjördegi
!

  1. Augljóslega væri það tilraun til að - ónýta atkvæði er augljóslega verða öll talin síðar, þar með -- ónýta kjörrétt og þar með atkvæði er nálgast 100 milljón manna.
  2. Þeir gerðu það, samtímis og það væri fullyrt -- að stórfellt svindl lægi með einhverjum hætti baki þeim atkvæðum er verða síðar talin.
  • Menn óttast, að það fari nú í hönd, hörð barátta um þau atkvæði, þ.e. atkvæði greidd af nærri 100 milljón manns - þ.s. Trump geri allt sem hann getur, til að þrýsta því í gegn -- þau verði öll ógild.
  • Demókratar hafa auðvitað haft grun um hvað stendur fyrir - og eru tilbúnir með eigin her lögfræðinga, og stórfellt fjármagn.
  • Trump hefur ekki farið dult með það, að hann treystir á ný-elfdan meirihluta Hæstaréttar Bandaríkjanna.

Þar fyrir utan, hljóma orð Trump er hann hótar að virðist vandræðum - þannig.
Að hann ætli að hugsanlega stefna sínum stuðnings-mönnum á götur og stræti borga Bandaríkjanna!
--Væntanlega til að auka þrýstinginn frekar.

Á móti mundi tilraun til að ógilda kosninga-rétt svo mikils fjölda fólks, að sjálfsögðu tryggera -- stærstu fjöldamótmæli í sögu Bandaríkjanna.
Og ef Trump hefur stefnt sínu fólki á götur og stræti um svipað leiti.
--Gæti skapast fullkomlega óviðráðanlegt ástand á borgum og strætum í Bandar -- með 2 afar heita og reiða mótmæla-hópa í fullkominni andstöðu hvor við hinn.

  1. Erfitt að ímynda sér á hvaða grunni ætti að hnekkja þeim atkvæðum.
  2. Þ.e. eftir allt saman greiddu 32 millj. atkvæða í gegnum póst 2016.
  • Þ.e. löng hefð fyrir því, að verulega mikið sé um atkvæði greidd fyrir kjördag.

Það eru að sjálfsögðu mjög mörg dómafordæmi til - ekki eins og að aldrei áður hafi verið ryfist um kosningar.
--Hinn bóginn, virðist mega líta á orð Trumps - og kosningaráðgjafa hans þannig.
Að versti grunur margra sé líklega að birtast í farvatninu á kosninga-degi.

  1. Tilraun til að hnekkja kosning-unni, sérstaklega er haft er í huga, hægt er að túlka orð Trumps einnig þannig - líklega yrði fylgismönum stefnt á borgir og stræti.
  2. Gæti þá klárlega leitt til mjög hættulegra óeirða.
    --Bendi á að mikið hefur verið um kaup á vopnum og skotfærum af borgurum Bandaríkjanna vikurnar fyrir kjördag.
    --Það eru fj. vopnaðra hópa - sem eru að spá upphafi borgarastríðs á kjördag.
  3. Það þarf því ekki að efast eina sekúndu - að andstæð mótmæli yrðu afar fjölmenn - fjölmennari ef eitthvað er, einnig afar reið og margir í þeim mundu mæta með eigin vopn líklega.

Ég man ekki eftir dæmi þess - að sitjandi forseti, ætli líklega vísvitandi að efla til víðtæks borgaralegs óstöðugleika í Bandaríkjunum -- af ótta við að tapa í landskjöri.

En þessi sviðsmynd sem ég lísi, gæti með hraði skapað hættulegasta ástand í innanlandsmálum í Bandaríkjunum er sést hefur -- tja síðan 1863.

 

Niðurstaða

Í fyrsta sinn í langan tíma, tala margir um möguleika á borgarastríði í Bandaríkjunum.
Að kosninga-dagur verði upphaf slíkrar átaka-syrpu.
Þó Trump segi ekki akkúrat - hvaða vandræði verða ef úrslit verða ekki kynnt innan sólarhrings frá kjördegi -- virðist mér ljóst þau orð séu hans hótun um vandræði.
--Ef maður tekur þau orð saman við, orð kosninga-fulltrúa hans, þá er Trump eiginlega að segja; ef ég vann ekki á kjördag - verða vandræði!

  • Síðan getum við einungis giskað á um þau vandræði.

En það liggur fyrir, að Repúblikanar hafa undirbúið jarðveg, með hópum lögfræðinga!
Demókratar eru búnir að safna sínum hópum af lögfræðingum á móti.
Trump hefur sagts nýlega, treysta á aukinn Repúblikana-meirihluta hæstaréttar.

  1. Hinn bóginn ætti það vera algerlega augljóst, tilraun til að stela kosningunni, undir yfirskyni þess -- að verjast ósönnuðum ásökunum um svindl andstæðinga.
  2. Mundi valda óróa innan Bandaríkjanna er væri sá langsamlega versti í a.m.k. 100 ár.

--Borgarastríð gæti þá orðið, raunhæfur möguleiki. En ég get vel séð fyrir mér, fylki Bandaríkjanna skipa sér - Rauð og Blá. Hvor hópur um sig, styðja sinn hvorn forsetann.
--Síðast átti sér klofningur að Bandaríkin skipuðu sér í andstæðar fylkingar ríkja í andstöðu við hina ríkja-fylkinguna, 1863 er borgarastríð hófst.
--Enn er það mannskæðasta stríð er Bandaríkin hafa háð. Í dag eru vopn miklu mun öflugari, gæti borgarastríð orðið miklu mun mannskæðara og einnig valdið miklu mun meira tjóni.

  • Borgarastríð mundi valda óhugnanlegu tjóni, líklega 10-földu því er átök í Sýrlandi ollu.
  • Bandaríkin mundu náttúrulega hrynja á meðan fullkomlega sem heims-stórveldi.
    Vera síðan áratugi að ná sér!
  • Eiginlega ekki betur unnt að tryggja -- yfirráð Kína heiminn vítt. En Bandar. verði sjálfs-eyðilegginarhvöt til eigin tjóns.

 

Kv.


Bloggfærslur 1. nóvember 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband