Trump segir COVID-19 flensu, oft farist yfir 100.000 vegna flensu, landinu sé ekki lokað -- skv. CDC fórust 61.000 manns í einni verstu flensu seinni ára 2017-2018: Trump greinilega vill ekki samúðaratkvæði!

Afar sérstakt að Trump virðist ekki ætla að gera hina minnstu tilraun til að afla sér samúðar-atkvæða í tengslum við veikindi sín, en þau voru augljóst tækifæri fyrir mann - sem er nú vel undir í skoðanakönnunum - að tala til fólks sem einnig hefur fengið veikina!
--En Trump virðist ekki ætla sér, að tala til þeirra fjölmörgu Ameríkumanna er hafa misst ástvini, eða veikst alvarlega þurft langan tíma til að ná sér!

Það eru margir sem benda á að þarna sé Trump að glutra niður tækifæri.
Bent á að Boris Johnson hafi kjölfar þess hann veiktist, tekist að afla sér umtalsverðs samúðar-fylgis!
--Hinn bóginn er lykill að samúðar-fylgi, að auðsýna samúð og hluttekningu.
--Það er kannski hvað Trump einfaldlega getur ekki, þ.e. að höfða til fólks með hluttekningu og samúð!

Eins og upplýsingar sýna frá - US Centers for Disease Control and Prevention - er fullyrðing Trumps að reglulega farist 100.000 manns í flensu; hrein og tær lýgi af grófasta tagi.

Þannig hefur Trump alltaf verið, hann fullyrðir hluti út í bláinn - maður er ekki alltaf viss hvort hann ljúgi vísvitandi eða trúi þvælum hann oft fullyrðir; en í þetta sinn er ég sæmilega viss að Trump veit fullkomlega að hann laug!

  1. Twitter setti upp varúð við Twít Trumps, er hann staðhæfði sína lýgi -- þ.s. varað var við því að Trump - eiginlega væri að ljúga!
  2. En með þessu -- er Trump búinn að hafna tillögum hann fékk frá sínu eigin - campaign team - sem lagði til það einmitt, að Trump gerði tilraun til að höfða til Ameríkumanna með öðrum hætti, þ.e. með því að tala til þeirra er hefðu gengið í gegnum veikindi - jafnvel misst ástvini.
    --En Trump virðist ekki ætla að gera það!
  3. En Trump - campaign - eðlilega hefur áhyggjur af því að Trump er ekki að minnka bilið yfir til Biden -- þvert á móti að það hefur vaxið sl. daga!
    Og nú er ca. mánuður til kosninga!
    --Þeir sáu þetta hugsanlega tækifæri, sem Trump greinilega ætlar sér ekki að taka.

This is a case where he would help himself politically by using even a little bit of nuance when talking about [the virus], -- said a strategist close to the Trump campaign, adding that he worried the president had already squandered any sympathy he might have garnered from his hospital stay.

There is a way to run against the lockdowns while still taking the virus seriously, -- said the strategist, -- adding the president could still warn that Covid-19 can be serious for older people and people with underlying conditions.
Trump hefur greinilega enga samúð til að gefa!

--Verulegur fj. aðila er styðja Trump tóku undir orð Trumps, og skv. Financial-Times hefur heyrst meðal þeirra, háð og spott gagnvart fólki er -- gengur með grímur fyrir vitum.

Sama tíma heldur Kófið áfram að dreifast um Hvíta-Húsið, og meðal þeirra er nýlega hafa hitt Trump!

  1. Trump virðist vísvitandi brjóta allar þær reglur sem hafa verið settar til að varna smitum, sbr. skv. reglum er gilda skv. fyrirmælum hans eigin ríkisstjórnar -- skal sérhver sá sem er stiginn upp úr veikindum vegna kófsins; að vera í einangrun í 10 daga á eftir!
    --Trump hundsar það!
  2. Þar fyrir utan, gengur hann nú aftur um grímulaus - þó vitað sé hann sé enn, smitandi að flestum líkindum.
    --Þannig grefur undan viljastyrk fólks, sem fær fyrirmæli heilbrigðis-yfirvalda, m.a. í krafti fyrirmæla hans eigin ríkisstjórnar -- að nota grímur þegar sannarlega er vitað viðkomandi er enn smitandi.

Ég eiginlega man ekki eftir nokkru dæmi þess, að sitjandi forseti Bandaríkjanna - auðsýni verri dómgreind en þá sem Trump auðsýnir!

--Það er víst farið að selja veifur og merki, þ.s. sagt er að Trump hafi sigrað veiruna!

Dr Fauci: He looks fine [but] the issue is that it is still early enough in the disease. Sometimes when you’re five to eight days in you can have a reversal.

Hann bendir á að -- Trump sé ekki úr hættu, þ.s. algengt sé að sjúklingum slái niður aftur bilinu milli 5-8 dags, eftir smitun -- þó þeir hafi góðan dag/daga á milli.
--Trump ætti að fara varlega með sig m.ö.o. - ekki vera kærulaus.

--En nú er eins og Trump ætli að sýna frat í alla sérfræðinga!
--Hann viti nú betur en allir aðrir!
Áhugaverður hroki, en veiran er örugglega enn til staðar!

Ef það er einhver - method in Trump's madness - þá er það eftirfarandi:
Sú hugmynd, að þeir rúmlega 40% Trump hefur, dugi honum til sigurs!
Eiginlega, er það eina leiðin til að tengja lógík við nýjustu hegðan Trumps.

  • Í dag hefur Trump: 42,6% / Biden: 51%.
    Ef marka má kosninga-vef Financial-Times, er notar meðal-tal kannana.

Fylgi Trumps hefur minnkað um nærri prósent sl. daga, Bidens vaxið um nær prósent á móti.
--Sannarlega hljómar þetta - örvæntingar-full hugmynd!

  • Vegna þess, að bilið milli Trumps og Biden, er nú mun breiðara en það var milli Trumps og Clinton 2016.

David Tamasi, a Republican donor: Either you think this race is going to be won by independents and swing voters or turbocharged by who can turn their bases out to vote, -- [Trump’s] base is responsive to what he did [on Monday night] and his Twitter activity over the weekend. That’s what this race comes down to.

Ef þetta er kosninga-stefna Trumps nú, þá ætlar hann að treysta á að mæting sinna fylgismanna verði svo miklu betri en mæting - þeirra er mæta til að kjósa Biden.
Að hann hafi sigur samt, þrátt fyrir 8,4% meðal-tals mun skv. vef FT.

  1. Þetta gengur að sjálfsögðu gegn - dæmigerðri kosninga-venju.
  2. Er snýst um að afla sér sem mest fylgis - ekki um það, að hvetja sinn stuðnings-hóp sem mest, samtímis tilraunum til að breikka fylgis-grunn er alfarið sleppt.

--Öll von sett á það, að fylgismenn Trumps séu svo áhugasamir að þeir mæti miklu miklu betur.
Ef þetta er svo, þá væntanlega er tónninn fyrir -- restina af kosninga-baráttu Trumps settur.
Þ.e. engin málamiðlun af nokkru tagi, engin tilraun til að tjúnna tóninn niður!

  • Ef Bandaríkin væru með fjölflokkakerfi og Trump væri leiðtogi flokks - er hefði mjög afmarkaðan fylgis-grunn; þá væri slík stefna rökrétt!
  • En þegar við erum að tala um; landskjör á forseta Bandaríkjanna -- virðist mér þessi ekki vera rosalega rökrétt, eiginlega.

Bendi á Worldometers: United States Coronavirus: 7,714,932 Cases and 215,670 deaths.

  1. Rétt að benda á skv. gögnum, CDC segir 61.000 farast úr einni verstu flensu seinni ára 2017-2018 í Bandaríkjunum.
  2. Þá er COVID-19 meir en 3-svar sinnum banvænni sjúkdómur en flensa.
    Ef kófið fer yfir 240þ. dauðsföll, það örugglega gerir, verður Kófið 4-sinnum banvænna en sú flensa!

--Þetta er svar við fullyrðingu/lygum Trumps - reglulega farist yfir 100þ. af flensu, og landið sé ekki mikið að fárast út af því.

 

Niðurstaða

Það virðist blasa við, Trump ætlar sér nú að keyra framboðið á kröfu um að opna landið - þó að tölur yfir útbreiðslu kófsins sýni, að hröð útbreiðsla þess sé sannarlega í gangi!
--Öfugt við fullyrðinga-lýgi Trumps, nálgast kófið að vera 4-sinnum banvænna, en flensa er skók Bandaríkin veturinn 2017-2018.

Að sjálfsögðu, þá grefur Trump undan vilja fólks til að hlíða sóttvarnar-aðgerðum, sem er án mikils vafa -- a.m.k. verulegur hluti þeirrar skýringar, að þær hafa ekki virkað sérdeilis vel innan Bandaríkjanna.
--Sóttvarnar-aðgerðir sem fólk hundsar, virka ekki mikið að sjálfsögðu.

Þannig stuðlar Trump - að fleiri dauðsföllum meðal Bandaríkjamanna, þ.s. hann með því að hvetja fólk til að hundsa sóttvarnar-aðgerðir - veldur þar með aukinni útbreiðslu og því þá að flr. verða veikir -- hluti veikra deyr!
--Þannig að röksamhengi er til staðar, að Trump sé að stuðla að fjölgun ótímabærra dauðsfalla.

  1. Trump hefur klárlega hafnað því, að auðsýna samúð með veikum.
  2. Þess í stað, eru orð hans - eins og grjótkast fyrirlitningar til veikra Bandaríkjamanna, og einnig þeirra Bandaríkjamanna er hafa misst ástvini.

Það verður að koma í ljós, hvort svo skelfi-lega andstyggileg stefna getur haft árangur.
Hinn bóginn, virðist Trump með henni - gefa upp á bátinn, allar frekari tilraunir til að breikka sinn fylgis-grunn!
--Þétta raðir þeirra sem þegar hvort sem er styðja Trump, séu skilaboðin.

  • Nú verður forvitnilegt að sjá, hvort fylgisleki Trumps er hefur verið hægur - heldur áfram, og samtímis hvort fylgis-aukning Bidens á móti heldur áfram.

Það virðist afar erfitt að trúa því -- að hægt sé fyrir Trump yfir-höfuð að vinna með slíkri kosninga-stefnu!
--Einhvern veginn þyrfti hann að tryggja, rosalega lélega mætingu kjósenda Bidens!

Það sé einmitt ótti til staðar, að til standi að beita margvíslegum bola-brögðum til þess einmitt, að hindra fólk í að kjósa á tilteknum svæðum - allt gert til að ógilda atkvæði þá fókusað á einungis sum svæði; spurning hvort flr. meðulum en yrði beitt.
--Líklegt þykir, að Demókratar séu með eigin undirbúning í gangi - til að mæta slíku. Sem gæti þítt, að það gætu hreinlega orðið átök hér og þar milli - fylkinga vigilanta á kosningadag.

  • Kosningadagurinn gæti jafnvel orðið blóðugur.

 

Kv.


Trump virðist hafa útskrifað sig af hersjúkrahúsinu - aftur til Hvíta-hússins, meðan að læknateymi hans viðurkennir forsetinn sé enn ekki úr hættu!

Ég hef á tilfinningunni, að Trump sé þannig - það sé nær ómögulegt að hafa nokkra stjórn á honm, ef hann vill eitthvað tiltekið þó það sé ekki endilega skynsamlegt. Trump auðvitað veit af því að kannanir sl. daga hafa farið niður, meðan keppinautur hans hefur farið upp.
--Mig grunar að - það sé afar sterkt í Trump, að komi ekki til greina að tapa!
--Og hitt, hann virðist alltaf hafa haft -- gambler spirit.

M.ö.o. afar áhættusækinn, að fara heim nú eftir að hafa verið að virðist hættulega veikur yfir helgina - fengið öndunar-aðstoð laugardag og sunnudag!

  • Meðan læknir hans viðurkennir, að þeir séu staddir á ókortlögðum slóðum!

Það verður að koma í ljós hvað gerist, en læknarnir vita af því, að sjúklingar sem hafa veikst svo alvarlega -- getur snögg hrakað aftur, þó sá hafi góðan dag - geti næsti verið verri.

Sean Conley --: He may not be entirely out of the woods yet -- the team and I agree that all our evaluations — and most importantly his clinical status — support the president’s safe return home, where he’ll be supported by world-class medical care 24/7.

  • Hver veit, það má vera að íbúð forseta í Hvíta-húsinu, hafi verið breytt í nýtísku-hátækni-sjúkrahús þá daga sem Trump var í burtu.

Hver heilsa hans raunverulega er -- virðist mér afskaplega óljóst.
Eina sem virðist öruggt, hann hefur aldrei misst meðvitund!
--Eftir allt saman Twítaði hann alla helgina, þó Twítin hans væru ekki eins mörg og vanalega.

Þetta er það sem menn hafa áhyggjur af!

Some patients see sharp declines about seven to 10 days after infection, and the Centers for Disease Control and Prevention recommends that Covid-positive patients continue to self-isolate for 10 days after symptoms begin to emerge.
Trump, whose age and weight increase his risk of severe disease, announced his diagnosis early Friday — four days ago.

  1. Ef miðað er við föstudag er Trump sagði frá veikindum.
    Er þriðjudagur 5. dagur veikinda.
  2. En ef, Trump raunverulega veiktist á miðvikudag - þá væri þriðjudagur 7. dagur.

--Ég held það sé því óhætt, að mikill fjöldi fólks, muni fylgjast mjög vel með öllum fréttum af heilsufari Trumps - nk. daga, a.m.k. út þessa viku á enda og fram yfir nk. helgi.

On Monday, the physicians said that Trump‘s blood oxygen level had risen to 97 percent, and that the president was not having respiratory issues. He is also no longer running a fever, they said.

Höfum í huga, þetta er líklega mikið með þau lyf að gera sem forsetinn hefur fengið.
Það sé hægt að lækka hita með lyfjum - og hluti af lyfjakúr Trumps, var steralyf sem gefið er fólki sem lendir í and-nauð.
Þar fyrir utan, lyf enn á rannsóknastigi, sem á að efla ónæmiskerfið.
Þriðja lyfið, á að bæta batalíkur.

Hinn bóginn er töluvert bratt, fara heim af spítala - þó Hvíta-húsið hafi lengi ráðið yfir sjúkradeild; og það má ætla að Trump líklega hafi farið beint þangað.
--Þegar margt bendi til þess, Trump hafi verið hættulega veikur 2-dagana á undan.

En sjálfsagt rekur pólitíkin sterkt eftir!

Trump virðist ætla að gera tilraun til að nota veikindi sín, eins og að Trump sé nokkurs konar - Herkúles - sem ekkert geti beigt eða brotið.

Trump: Don’t be afraid of Covid, -- Don’t let it dominate your life. -- We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. -- I feel better than I did 20 years ago! (Spurning hvort stera-lyfið er örvandi)

--Sama tíma og Trump segir þetta, hefur fjöldi af starfsliði sem hefur verið nærri Trump, þjónað Trump -- verið greint með kófið; og verið skv. reglum sett í einangrun.

  1. Trump: ...his diagnosis had been a very interesting journey -- learned a lot about Covid. -- I learned it by really going to school, -- This isn’t the ‘let’s-read-the-book’ school. And I get it. And I understand it. And it’s a very interesting thing. And I’m going to be letting you know about it.
  2. Trump campaign spokesperson Erin Perrine took that message a step further: He has experience now fighting the coronavirus as an individual, -- Those first-hand experiences, Joe Biden, he doesn’t have those.

Skv. þessu, gæti verið útlit fyrir að Trump og Trump herferðin ætli að nota reynslu Trumps á sjúkrahúsinu - með einhverjum hætti. Kannski ætlar Trump að segjast, nú vita allt um kófið.

Hinn bóginn er kálið ekki endilega sopið þó í ausuna komið!

Ég stórfellt efa, að það sé nokkur möguleiki á að Trump - raunverulega sé orðinn góður. Þó liðið í kringum Trump - sé með spinn í þá átt, að fljótlega megi eiga von á Trump aftur til baka í kosningabaráttuna!
Þá er Trump 74 ára, hann var hættulega veikur í 2-daga, slíkt skilur eftir sig.
Hann er að sjálfsögðu enn, líklega afar veikur -- þó honum sé hjúkrað í Hvíta-Húsinu.

Það getur varla verið annað, en að staðan í könnunum spili e-h inn í!

  1. Það fer enginn að segja mér, 74 ára maður -- eftir að hafa verið hættulega veikur í a.m.k. 2 daga.
  2. Sé daginn eftir, nærri að nýju -- full heilsu.

Mun sennilegra það taki Trump -- vikur að ná sér! 
--Fólk mun yngra en Trump, þarf vikur að ná sér af kófinu -- ef það varð virkilega veikt.

 

Niðurstaða

Ég ætla að reikna með því, ekkert verði af annarri kappræðu Trumps og Biden. Ef aftur á móti Trump slær ekki niður að nýju, er á raunverulegum bata-vegi eftir líklega hættuleg veikindi helgarinnar. Má alveg hugsa sér hann mæti á seinni tvær kappræðurnar!
Hann hlítur að algeru lágmarki, ef einhver skynsemi er í honum er heilsu varðar, að halda sig algerlega inni fyrir út vikuna og fram yfir helgi, eiginlega ætti hann að bæta þar við vikunni þar á eftir.
--En enginn segir mér, að ekki sé hægt að slá aftur niður af kófinu - ef viðkomandi gæti sín ekki nægilega vel dagana á eftir verstu veikindin.
Ég hef heyrt þá þumalfingursreglu, að bæta a.m.k. við viku til - við þá viku sem einstaklingur er verður veikur en ekki hættulega veikur, skal vera heima eftir að hiti er horfinn!
--Trump varð meira en smávægilega veikur!

  • Ef hann fer of bratt af stað, gæti hann raunverulega drepið sig.

 

Kv.


Bloggfærslur 6. október 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband