Demókratar eru farnir að kaupa skotvopn, áhugaverð umfjöllun -- tónlystarmessías í Bandaríkjunum með vaxandi vinsælar tónlystarsamkomur er mótmæla opinberum aðgerðum gagnvart kófinu

Fyrst staðan í Bandaríkjunum: United States Coronavirus Cases: 8,835,191 Deaths: 230,104.
Ef Bandaríkin væru Ísland, ef maður flytur íslenskar tölur yfir á íbúatölu Bandaríkjanna.
Væru tölurnar ca: 4.000.000 smitaðar og ca.: 10.000 látnir.
--Stóri árangur Íslands eru lágar dánartölur.

Hvers vegna Bandaríkin hafa svo miklu fleiri látna hlutfallslega, er sennilega vegna innbyggðra kerfislægra galla innan Bandaríkjanna -- ekki síst það að tugir milljóna Bandaríkjamanna eru utan heilbrigðis-kerfisins að flestu leiti, því þeir hafa ekki - heilbrigðis-tryggingar.

  1. Heilbrigðis-tryggingar virka eins og bifreiða-tryggingar, þ.e. ef þú lentir nýlega í tjóni, verða tryggingar dýrari lengi á eftir.
  2. Þannig að kófið eðlilega veldur almenningi í Bandaríkjunum miklum áhyggjum.
    Þar eð, ef maður tekur einungis þá er hafa tryggingu, að tryggingarnar verða dýrari á eftir til líklega margra ára, hjá þeim fjölmörgu er munu þurfa að nota sína tryggingu til að fá þjónustu - vegna kóf-tengdra-veikinda.
  • Þeir sem eru utan trygginga, eru enn verr staddir - því þeir eru rukkaðir fyrir öllum kostnaði, er getur numið milljónum - ef viðkomandi varð alvarlega veikur.
    Þ.s. þeir sem ekki eru með tryggingar eru yfirleitt - fátækir, þá að sjálfsögðu lenda þeir í persónulegum skuldum er þeir geta aldrei svo langt er þeir lyfa, borgað.

--Þannig að fólk sem er svo statt, að vera utan trygginga - gæti einfaldlega leiðst til að velja að deygja heima fyrir, svo fjölskyldur þeirra lendi ekki í ómögulegri skuldasúpu.
--Þetta fólk, getur ekki almennt heldur nálgast almenna heilsu-þjónustu, þ.s. það þarf þá alltaf að borga fullt verð, er því yfirleitt lakara heilsu - líklegra til að deygja af völdum heilsutengs sem er auðlæknanlegt.

Hin djúpa ósanngyrni er byggð er í bandaríska kerfið, auðvitað birtist fólki nú.

  • Þess vegna er góð spurning, hver verða viðbrögð íbúa Bandaríkjanna orðum Trumps, í síðustu kappræðunni við Biden.
    Er hann lofaði að -- afleggja Obama-care, þar eð þau lög eru aldrei vinsælli en nú, einmitt er 3ja alda kófsins hefur sig hátt í Bandaríkjunum þessa dagana.
    --Mig grunar að þetta loforð Trumps, að loka Obama-care hljóti að skaða hann loka-dagana.
  • Þess fyrir utan er Trump með pólitíska útifundi nú, þ.s. fólk stendur þétt í 40-60 mínútur, Trump er einmitt að fara um mörg sömu fylkin og þessa dagana eru að tilkynna stærstu aukningar tölur kóf sýkinga til þessa, síðan kófið fór að herja á Bandaríkin.
    --Þannig að þeir fundir eru sannarlega tví-eggjaðir fyrir Trump.
    Því hann fær slatta af gagnrýni innan þeirra fylkja nú í sérhvert sinn, þ.s. þeim útifundum fylgja einnatt -- nýjar kóf-dreifingar.


Tónlystarmessíassinn eini og sanni!

Sean Feucht - og neðar aðdáendur syngja með: A Christian Rocker’s Covid Protest Movement.

Christian musician and activist Sean Feucht performs as people worship | Tamir Kalifa for Politico Magazine

Ásján aðdáenda minnir margt á tilbeiðslu - enda er boðskapur Feucht trúarlegur.

  1. Getur vart verið annað en þetta séu dreifingar-atburðir.
  2. Þó fullyrðir Feucht enginn hafi sýkst.

Sem eiginlega getur ekki verið rétt!

Sandy Marek wears a “Protected by Christ” face mask | Tamir Kalifa for Politico Magazine

Skv. mínu minni - lestur Biblíunnar, þá kenndi Jesús aldrei -- andstöðu við yfirvöld.
Einu sinni svaraði hann -- gjalda guði þ.s. guðs er, keisaranum þ.s. keisarans er!

En þessi hreyfing herra Feught er -- hrein og tær óhlýðnis-hreyfing við opinberar aðgerðir!

  1. Ef maður vill skýringu á því, af hverju Bandaríkjunum gengur herfilega illa að takmarka útbreiðslu kófsins -- þá má hugsanlega a.m.k. einhverju leiti rekja þær ástæður til.
  2. Trúar-hreyfinga sem slíkra, sem taka beina afstöðu gegn opinberum kóf-aðgerðum.

--Ekki heyrt að nokkur kirkja í Evrópu taki þess-lags afstöðu, að hvetja fylgismenn til að hundsa nálægðar-takmarkanir sem og takmarkanir við þéttum fjölmennum hópum.

 

Demókratar farnir að kaupa skotvopn!

Þetta virðast viðbrögð við hvatningu Trumps - til vopnaðra hægri-sinnaðra vigilanta hópa, sem hafa verið að skipta sér af - mótmælum, og einnig nýlega verið með hótanir um afskipti af fólki sem ætlar að fara til að kjósa.
--Óttinn við ótryggt ástand nærri kjörstöðum, og innan hverfa þ.s. kjörstaði er að finna.
Virðist baki ákvörðun margra, er virðast Demókrata-megin línunnar, til að kaupa skotvopn og réttindi til að bera þau innan-klæða:
They’re Afraid. They’re Buying Guns. But They’re Not Voting for Trump.

Þetta auðvitað krystallar hættuna í tengslum við kosningarnar.
Að ef vopnaður hægri-sinnaður hópur mæti, undir yfirskyni kosninga-eftirlits.
--Er líklegt að fjöldi þeirra sem eru að bíða í röð, dragi upp eigin skotvopn.

  • Hættan á skotbardögum er augljós.

AUSTIN, TX - OCTOBER 15, 2020 - Michael Cargill teaches a student how to aim and fire a handgun during the range qualification test portion of a Texas License to Carry a Handgun course at the Central Texas Gun Works range near Austin, Tex.

Michael Cargill -- er kennir meðferð skotvopna segist sjálfur ætla kjósa Biden.
En það hafi orðið snörp breyting á því hverjir mæta til kennslu, er áður voru þeir hægra megin séu flestir í seinni tíð eins og hann, þeir sem ætla að kjósa Biden.

Hann segist fylgja öllum varúðar-ráðstöfunum vegna kófsins!

Michael Cargill teaches a Texas License to Carry a Handgun course at Central Texas Gun Works in Austin, Tex., on Oct. 15, 2020. | Tamir Kalifa for Politico Magazine

  1. Það er einmitt þetta er veldur áhyggjum, hið sérstaka bandaríska ástand.
  2. Er gríðarlegur fjöldi meðal almennings á eigin skotvopn.

Það þíðir, vegna þess að margir nú upplyfa ástandið ótryggt, verða líklega mjög margir með skotvopnin á sér -- er getur boðið hættunni heim á afar varasömum útkomum nærri kjörstöðum innan Bandaríkjanna síðustu 10-dagana fram að 3ja. nóv. sem er almennur kjördagur og einnig þann kjördag -- heitar tilfinningar minnka ekki líkur á slæmum útkomum.

  • Kjördagur gæti átt eftir að reynast blóðugur - hversu getur enginn vitað.

 

Niðurstaða

Ég sé ekki að kristnir geti borið - Jesús fyrir sig, í mótmælum gagnvart almennum varnar-aðgerðum ætlað að lágmarka tjónið sem kófið veldur; hinn bóginn virðast tilteknir hægri sinnaðir trúar-hópar innan Bandaríkjanna, fylgja þeirri afstöðu að -- samkomu takmarkanir og hópastærðar takmarkanir, séu árás á þeirra rétt til trúar-iðkunar.
--Hinn bóginn sé ég ekki að þau rök standist, enda er trú alltaf persónuleg þess er hefur hana, það að geta ekki komið saman í hóp, hindri engan að stunda trú sína með fáeinum eða með fjölskyldu, eða einsamall -- hvergi stendur í nokkru riti að trúariðkanir verði að vera fjölmennar, eða tiltekið fjölmenni.

Síðan er kemur að vopnun Demókrata sjálfra, þá kemur þetta mér ekki á óvart -- Trump hefur verið að hvetja margvíslega hægri sinnaða vopnaða hópa.
Það rökrétt kallar á mótviðbrögð hópa sem eru honum andstæðir, að vopnast líka!
--Þannig - tit for tat - gengur í gegnum gervalla sögu mannkyns.

  • Þannig með óbeinum hætti, hefur Trump hvatt fólk til að vera vopnað líklega í stærri stíl en áður hefur tíðkast í tengslum við kosninga-hegðan.
    Að fjöldmennir hópar Repúblikana og Demókrata mæta til að kjósa.
    Báðir líklega með skotvopn undir klæðum.

Það hljómar eins og sprenging er einungis bíður eftir litlum neista.

 

Kv.


Bloggfærslur 25. október 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband