Staða Bidens afar sterk 22-dögum fyrir kosningar þann 3ja. nóv. nk. Ef kosið væri nú, virðist Biden nær alfarið öruggur um sigur. Vonlítið úr þessu fyrir Trump að snúa spilum við!

Skv. Real-Clear-Politics, og Financial-Times; virðist Biden með örugga 190 kjörmenn.
En svo öruggt er forskot Biden, að Biden hefur a.m.k. 10% forskot í fylkjum með slíkan fjölda kjörmanna -- þar fyrir utan, með a.m.k. 5% forskot í fylkjum með 89 kjörmenn.
--Samtals 279, ath. 270 þarf til sigurs.

Á móti hefur staða Trumps veikst aftur miðað við stöðu hans í september.
M.ö.o. hann hefur einungis 83 örugga kjörmenn í fylkjum þ.s. hann hefur a.m.k. 10% forskot.
Og einungis 42 líklega kjörmenn að auki, þ.e. í fylkjum er hann hefur a.m.k. 5% forskot.

Rétt að taka fram að - Trump hóf ekki forseta-slag sinn fyrr en eftir miðjan Júlí!
Þannig að seint í Júní - var ekki farið að gæta áhrifa - Trump-campaign.
--Þrátt fyrir það, er áhugavert hve - lítið Trump hefur tekist að dempa fylgi Bidens.

Í september virtist Trump vera aðeins lítið eitt að klóra í Bakkann.
En frá október virðist - stríðsgæfa Trumps kulna að nýju!

Nú að Biden hefur aftur aukið nokkuð fylgi sitt, fylgi Trumps aftur minnkað nokkuð á móti -- virðist bilið einfaldlega of mikið fyrir Trump, að hann eigi nokkurn möguleika eftir!

  1. Staðan nú:
    Biden 190 örugga kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 10% forskot.
    89 líklega kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 5% forskot.
    --Samanlagt 279 örugga og líklega.

    Trump með einungis 83 örugga kjörmenn.
    Og einungis 42 líklega kjörmenn.
    --Samanlagt 125.

    Svokallað -toss-up- 134 kjörmenn, m.ö.o. fylki þ.s. hvorugur hefur a.m.k. 5% forskot.


  2. Staðan þann 7/9 sl:
    Biden 203 örugga kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 10% forskot.
    66 líklega kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 5% forskot.
    --Samanlagt 269 örugga og líklega.

    Trump með einungis 80 örugga kjörmenn.
    Og einungis 42 líklega kjörmenn.
    --Samanlagt 122.

    Svokallað -toss-up- 147 kjörmenn, m.ö.o. fylki þ.s. hvorugur hefur a.m.k. 5% forskot.


  3. Staðan þann 25/6 sl:
    Biden 197 örugga kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 10% forskot.
    109 líklega kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 5% forskot.
    --Samanlagt 306 örugga og líklega.

    Trump með einungis 106 örugga kjörmenn.
    Og einungis 26 líklega kjörmenn.
    --Samanlagt 132.

    Svokallað -toss-up- 100 kjörmenn, m.ö.o. fylki þ.s. hvorugur hefur a.m.k. 5% forskot.

Vel sést á tölum - hve lítið í reynd Trump tókst að saxa á Biden.
Áður en gæfa Trumps snerist aftur við í september og október!

Biden tops 270 in POLITICO's Election Forecast

Biden vs Trump: who is leading the 2020 US election polls?

 

Niðurstaða

Er forskot Biden er þetta mikið sem það er nú 22 dögum fyrir kosningar, er erfitt að sjá nokkra raunhæfa sviðsmynd fyrir Trump sigur!
Til eru þeir sem telja sig sjá einhverja von í útnefningu Amy Coney Barrett í Hæsta-rétt.
Þvert á móti er ég á því að sú útnefning - skaði Trump enn frekar en orðið er.

Það komi til af - afar extreme viðhorfum Barrett!
Þau viðhorf er Demókratar munu hamra á, er andstaða hennar gegn -- Obama-care.
Á sl. ári stóðst Obama-care atlögu innan dómskerfis Bandaríkjanna með minnsta mögulega mun.
Barrett skrifaði þá gegn afstöðu hægri-sinnaðs dómara, er ákvað á síðustu stundu að verja Obama-care þannig að meirihluti myndaðist ekki í dómnum gegn Obama-care í það skiptið.
Það virðist því algerlega ljóst, að með skipun hennar -- verður Obama-care fellt.

Þó ákveðinn hópur Repúblikana muni líta það stórsigur!

  1. Þá verður afleiðing þess sú, að milljónir Bandaríkjanna þá missa heilbrigðis-tryggingar.
  2. Í miðju kófinu, með milljónir atvinnu-lausa -- Bandar. enn í djúpri kóf-kreppu.

--Þá kem ég ekki auga á nokkurn möguleika, að kjósendur sjái gleði-tíðindi í slíku.
Demókratar munu nota það í kosninga-baráttunni, beint að verka-fólki í Bandaríkjunum.
Að Repúblikanar ætli að taka af þeim, aðgengi að heilbrigðis-þjónustu.

  • Það einfaldlega er satt!

Trump væntanlega við þetta, missir einna helst atkvæði - verkafólks.
Og þar með má þess vænta, að Biden taki með öryggi - fylki þ.s. Trump tók 2016, í þeim tilvikum að atkvæði verka-fólks skiptu máli.

Við þetta reikna ég með, að Trump missi heilt yfir fylgi - niður fyrir núverandi meðalstöðu 41,7%. Jafnvel gæti hann dottið niður fyrir 40% múrinn.
--Við það innsiglaðist sigur Bidens -- enn líklega stærri en tölurnar ofan sýna!

 

Kv.


Bloggfærslur 12. október 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband