Donald Trump - lýsir yfir neyðarrétti, svo hann geti selt Saudi-Arabíu og Sameinuðu-Arabísku-Furstadæmunum, sprengjur í andstöðu við bandaríska þingið

Mér finnst þetta áhugaverð beiting forseta Bandaríkjanna á ákvæði, sem virðist ætlað til að mæta snöggu neyðarástandi, sem heimilar forseta Bandaríkjanna að senda vopn til annars ríkis.
--Það virðist að Donald Trump hafi í seinni tíð, verið að mæta harðnandi afstöðu Bandaríkjaþings, til - skilyrðislauss stuðnings Trumps forseta, við stríð Saudi-Arabíu og UAE (United-Arab-Emirates) í Yemen -- meira að segja, virðist að einhverjir þingmenn Repúblikana, hafi verið hluti af blokkerandi þinghóp, er virðist hafa tekist um hríð. 
--Að blokkera samþykki á frekari vopnasendingum til þessara tveggja landa.

Defying Congress, Trump sets $8 billion-plus in weapons sales to Saudi Arabia, UAE

Donald Trump bypasses Congress on Saudi, UAE arms sales

  1. The Trump administration has formally notified US lawmakers that it is invoking an emergency provision to go ahead with multibillion-dollar arms sales to Saudi Arabia and the United Arab Emirates without congressional approval.
  2. Members of Congress had been blocking sales of offensive military equipment to Saudi Arabia and the United Arab Emirates for months...

Afar skiljanlegt, því að stríð Saudi-Arabíu og UAE í Yemen - er hreint og beint ógeð.
Þarna er langsamlega alvarlegasta krísa segir SÞ-í gervöllum heiminum.
--Þetta stríð, er ekkert fallegra en það í Sýrlandi var er það hæst lét.
--Loftárásir SA og UEA ekki vitund skárri, en t.d. Rússlands í Sýrlandi.
Bandaríkin stóðu þá ekki á gagnrýninni - en núverandi ríkisstj. Bandar. er ekki einungis gagnrýnslaus nú, heldur virðist veita - alfarið gagnrýnislausan stuðning.

Ca. 8 milljarða dollara salan, virðist stórum hluta fela í sér - svokallaðar snjallsprengjur, þá greinilega ekkert smáræði af þeim. Þó þarna virðist einnig vera, viðhalds-samningur gagnvart flugherjum SA og UAE.
--Það verður þá hægt að sprengja mikið til viðbótar.

Mike Pompeo sagði söluna styrkja SA og UAE gegn Íran!

U.S. arms sales to Saudis, UAE, Jordan needed to deter Iran

Ég hugsa hann vísi til átakanna í Yemen - sem um margt hafa einkenni, proxy-átaka. M.ö.o. vopnasalan styrki þá stöðu SA og UAE með þeim hætti, að þeir geti drepið miklu fleiri af þeim Shíta hóp - sem varist hefur nú af hörku í rúm 3 ár í hálendi Yemen. Mikið af sprengjum hefur þó fallið á íbúðabyggð, þau 3 ár.
--Ekki get ég séð að þær aðfarir séu í nokkru fallegri, en þær sem Bandaríkin sjálf gagnrýndu í samhengi Sýrlands.

 

Niðurstaða

Ég man eftir því að 2016 er baráttan fyrir forsetakosningar stóð yfir - var eitt af því marga sem Donald Trump gagnrýndi Obama fyrir -- að skv. hans mati, ekki veita bandamönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, nægan stuðning.
--Þetta sagði hann m.a. í samsæti, er hann þáði fé frá stuðningsmönnum Ísraels. En hann átti einng klárlega að auki við -- SA og UAE. 

Hvað gerði Obama svo slæmt þá? Hann hafði gert samning við Íran, sem gat verið upphafið af formlegu friðarferli milli Bandaríkjanna og Írans. Og, Obama hafði verið mjög tregur til að selja vopn sem gætu skaðað almenna borgara, til SA og UAE. 
--Það var kalt milli ríkisstj. Ísraels - SA og UAE, og Obama öll valdaár Obama.

  • Svo halda sumir því fram að það skipti engu máli hver er forseti Bandaríkjanna.

En Bandaríkin hefðu greinilega getað tekið mjög ólíka stefnu, ef ofangreint friðarferli hefði haldið áfram - og forseti hefði setið í Hvíta-húsinu, er hefði verið mun tregari til að styðja ógeðs stríð SA og UAE í Yemen.
--Sem sagt, það getur skipt raunverulegu máli, hver nær kjöri.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. maí 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 51
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 938
  • Frá upphafi: 848433

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 893
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband