Áhugaverð þýsk hugmynd - hvað á að gera við vindmyllu-þyrpingar, þegar skortur er á nægum tengingum við orkukerfið? Láta þær framleiða vetni!

Sá þessa áhugaverðu umfjöllun í Der Spiegel, þetta er löng frétt, en í stuttu máli er svokallað - EnergyWende - í alvarlegri krísu, Þýskaland í reynd að dragast aftur grannlöndum í innleiðingu - vistvænna orkukosta.
--Eitt alvarlegt vandamál sem stendur fyrir þrifum, er skortur á orkulínum.
--Hinn bóginn, er andstaða við orkulínur að skapa miklar tafir.
En íbúar byggða rísa upp - eigendur jarða, o.s.frv.
Eins og á Íslandi, má kæra allar fyrirætlanir - þannig kærumál eru að tefja uppbyggingu orkukerfisins úr hömlu.

  • Við blasi patt-staða, það sé einfaldlega ekki hægt, að bæta við frekari vindorku, því línukerfið annar ekki meiru.
    --En lagningar lína, mæta víða það einbeittri andstöðu, að línulagningar liggja niðri.

German Failure on the Road to a Renewable Future

...there is a need for 7,700 kilometers (4,800 miles) of such lines. But only 950 have been built. And in 2017, only 30 kilometers of lines were built across the whole country.

  1. Ef ekki er hægt að leggja línur.
  2. Er ekki heldur hægt að bæta meira við af vindmyllu-þyrpingum.

Og skv. Spiegel þarf Þýskal. að auka magn vistvænnar orku 5-falt fyrir 2050.

Þegar menn eru í krísu - fara stundum heilar að spinna!

 

Hvað ef vindmyllur framleiða vetni?

Sleppa þessum raflínum sem fólk er svo á móti - eru blokkeraðar út um allt land. Einn sérfræðinganna Spiegel ræðir við - nefnir framleiðslu á umhverfis-vænu eldsneyti sem lausn til að -- leysa patt-stöðuna.

  1. Rafbílar geta notað vetni - svokallaður, efna-rafall sbr. fuel-cell.
  2. Þá er efna-rafall í staðinn fyrir rafhlöðu.

--Tæknilega er einnig hægt að brenna vetni beint - í bifreiðum með sprengihreyfla, eða ICE bifreiðum, þá þarf kannski ekki að henda þeim öllum - strax.
--Því fylgir vísu sá galli, þ.s. vetni hefur mun minni orku per rúmmál, þá mundi hreyfill skila töluvert minna afli.

Another option would be to turn the wind power into methane or hydrogen and then turn them into so-called e-fuels. Here, too, existing infrastructure could be used: fuel-storage facilities, pipelines and gas stations of the petroleum industry.

Ég þekki ekki hvernig vindmyllur gætu framleitt metan.
En hvernig vindmyllur gætu framleitt - vetni liggur á tæru.

  1. Ef þær framleiða vetni, skiptir kannski ekki máli hvort þær framleiða þegar vindurinn er til staðar - án þess að það sé endilega hámarks-eftirspurnartími innan rafkerfis, eða það koma dauðir punktar í framleiðsluna þegar vindur er lítill.
  2. Því ef nægilega margar eru til staðar þ.s. vind er líklega reglulega að fá, væri óþarfi að leggja til þeirra - - línur, sem svo margir eru á móti - kosta gríðarlegt fé.
  3. Heldur, mundi duga að leggja veg -- og tank-bíll fer þá á staðinn þegar þarf, og flytur vetnið þangað þaðan sem það er notað af öðrum.

--Það sem ég hef heyrt nýlega - er að það gæti einmitt risið sambærilegur vandi á Íslandi.
--Að línukerfið sé ekki öflugt, einmitt á svæðum þ.s. hagstætt út frá vind-aðstæðum væri að reisa mikið af vindmyllum.

Á Íslandi, mætir lagning lína sannarlega um margt svipaðri andstöðu og í Þýskalandi.
Kærumál, geta sannarlega tafið framkvæmdir til margra ára eins og þar.

Þá kannski gæti þessi hugmynd -- þýska sérfræðingsins einnig virkað hér.

 

Niðurstaða

Málið er að rafbílar þurfa ekki endilega vera knúnir af - rafhlöðum. Það er eiginlega ekki algerlega víst enn - hvort að rafhlaðan sé framtíðin. Það sem mælir helst gegn efnarafal sem nýtir vetni, er að orkunýting við rafgreiningu er einungis 40%. Meðan tæknilega er hún nær 100%, þegar rafmagn er beint nýtt til að hlaða rafhlöðu.

Hinn bóginn, eru margvíslegir meinbugir á því, eins og reynsla Þýskalands sýnir - að skipuleggja umpólun yfir í vistvæna orku. Hratt vaxandi vandamál, er öflug og einbeitt andstaða við lagningu lína - sem þarf gríðarlega mikið af, ef á að tengja allar þær þyrpingar af vindmyllum, sem gjarnan hentar best frá vind-aðstæðum að setja á fremur afskekkta staði - við rafkerfið. Þá þarf að leggja línur, gjarnan um sjónrænt fagra dali eða heiðar, eða um land bænda sem vilja ekki sjá þær - o.s.frv.

--Kannski, ef það þíðir að það sé hægt að spara sér allar þessar auka-línur.
--Er kannski eftir allt saman, efna-rafallin hagkvæm lausn.
Höfum í huga, allan tímann sem sparast við öll málaferlin.

Það þarf hvort sem er að leggja veg, þangað sem vindmylluþyrping er reist.
Sami vegur getur þá þjónað umferð tank-bifreiðar er reglulega flytur vetnið til byggða.

  • Má benda á, efnarafalar geta verið af öllum stærðum, þess vegna á skala sem getur knúið heila borg! Eða einstök hús, ef menn vilja reisa sér afskekkt hús, en samt hafa rafmagn - og erfitt væri að fá heimild til að leggja raflínu.

 

Kv.


Bloggfærslur 22. maí 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 87
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 974
  • Frá upphafi: 848469

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 928
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband