Einn magnaðasti pólitíski skandall ég hef heyrt um, umvefur pópúlískan hægri flokk Austurríkis -- ríkisstjórnin hrunin, boðað til nýrra kosninga!

Vídeóið umdeilda virðist hafa verið tekið á eyjunni Ibisa - fyrir tveim árum, 2017. Hvernig tveir þýskir fjölmiðlar komust yfir það - er hulin ráðgáta sem a.m.k. ekki enn hefur verið upplýst. En það er 6 klukkutímar að lengd. Fyrir utan, er ekki vitað, hverjir stóðu að töku þess.

Heinz-Christian Strache - leiðtogi pópúlíks hægri flokks Austurríkis, sagði það eina sem hefði verið ólöglegt, hefði verið videóið sjálft - samt sem áður sagði hann af sér, að sögn til að verja sinn eigin flokk.
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og leiðtogi Austurríska íhaldsflokksins, lýsti yfir að nóg væri komið - leysti upp ríkisstjórn sína, og boðaði til nýrra kosninga!

  1. Strache í virðist ekki draga í efa hvað gerðist í vídeóinu umdeilda!
  2. Einungis segir - hann hafi verið dreginn á tálar, fíflaður m.ö.o.
  • Hinn bóginn virðist mér það vart duga sem afsökun!
  • Það var greinilega egnt fyrir hann - eins og færi væri kastað fyrir fisk --> En hann þurfti ekki að þiggja agnið.

Það er hvað skandallinn snýst um -- en skv. vídeóinu umdeilda, þá þykjast aðilar sem ræða við hann, vera á vegum rússneskra auðhringja -- kona viðstödd segist frænka eins ofsa-auðugs. Í stað þess að verða var um sig, er Strache staðinn að því að bjóða - hagstæða samninga á vegum austurríska ríkisins -- gegn pólitískum stuðningi, umbjóðanda hennar.
--Punkturinn er auðvitað sá, að hann beit á agnið.
--Ekki það að videóið er líklega ólöglegt, því ekki nothæft í dómsmáli.

Nú geta menn rifist um réttmæti þeirrar aðferðar - að leggja agn fyrir menn.
Bendi á, að slíkum aðferðum er oft beitt í lögreglu-rannsóknum!
--T.d. í fíkni-efnamálum, beiting tálbeita er viðurkennd aðferð, meira segja á Íslandi.

Ef menn bíta nægilega hressilega á agnið - stoðar ekkert að segjast hafa verið plataður.
Hinn bóginn, löglega séð, mega einungis vissir aðilar beita þannig aðferð!
--Það þarf að fá heimild dómara skilst mér, til að beita þess lags rannsóknaraðferð.

Ef út í það er farið, hef ég enga samúð með - Strache. 
Videóið upplýsti með skýrum hætti - hann hefur spilltan huga!
En einungis spilltur einstaklingur - veitir þau boð sem hann var staðinn að.

Fréttavideóið að neðan er frétt sem tjáir niðurstöðu málsins, þingrof og kosningar!

  1. The woman offered to buy a 50 percent stake in Austria's Kronen-Zeitung newspaper and switch it to a pro-FPÖ line. In turn, Strache said he could award her public contracts.
  2. If the alleged Russian helped the FPÖ succeed, Strache said in the video, - she should found a company like Strabag, - a major Austrian construction company. He added: - She will then get all the state contracts that Strabag gets now.

Strache segist að auki í Vídeóinu, vilja byggja upp kerfi -- auðugra stuðnings-aðila, líkt því er Victor Orban hefur komið sér upp í Ungverjalandi.
--Það kerfi virðist einmitt byggt upp - hef ég heyrt - og Strache virðist stinga upp á, að aðili styðji flokkinn fjárhagslega -- sé launað ríkulega með opinberu fé.
--Slíkt kerfi telst í dag flokkast undir - spillingu.

  • Það virðist skv. vídeóinu vera til staðar -- kerfi fyrir auðuga stuðningsmenn, framhjá reglum -- sem takmarkar það fé sem má gefa til pólitísks starfs!
  1. The FPÖ leader said in the video that wealthy donors "pay between 500,000 and 1.5 to 2 million" not to the party but to an association.
  2. Strache added: - The association is charitable, it's got nothing to do with the party. That way no report goes to the Rechnungshof," the Austrian court of auditors. -

Ef í kjölfarið verður ekki hafin opinber rannsókn á því kerfi sem Strache talar um -- heiti ég Jónas! En það er mjög líklega ólöglegt!

Austrian far-right leader filmed offering public contracts for campaign support

Austrian government collapses over Russia scandal

Austria far-right chief faces resignation calls over video scandal

Austria to hold new election after vice-chancellor resigns

Austria chancellor calls for snap election after corruption scanda

Austria's Kurz calls for snap elections amid video scandal

Austrian chancellor calls for new elections after leader of far-right ally resigns in scandal

 

Niðurstaða

Mjög athyglisvert það spillingarkerfi sem Strache segist vilja koma á í Austurríki - ef marka má frásagnir um innihald videós sem tekið var rétt fyrir síðustu kosningar í Austurríki, er flokkur Strache fékk mjög mikið fylgi - komst síðan í ríkisstjórn með Íhaldsflokki Austurríkis.
--Strache beinlínis talar um spillingarkerfi Victors Orban sem fyrirmynd.

Það er sennilega hvers vegna hann beit á agnið - þ.s. Orban virðist nákvæmlega veita auðugum aðilum aðgengi að ríkisfé, ef þeir kaupa upp einka-rekna fjölmiðla landsins, tryggja að þeir styðji stjórnarflokkinn.
--M.ö.o. klassískt spillt samtryggingarkerfi.

Pútín má segja sé hinn upphaflega fyrirmynd - flokkur Strache hafði einmitt gert samning um samvinnu við stjórnarflokk Rússlands - fyrir þær kosningar.

En nú er allt í lausu lofti í Austurríki, eftir að Strache tjáði fyrirætlanir sínar með landið svo rækilega í hinu fræga videói er lekið var í Der Spiegel og Suddeautche Zeitung.

Spurning hvernig Austurríkir kjósendur munu nú bregðast við!
Hvort þeir aftur hópast um flokk Strache -- eða hvort þeir nú rétta honum upp fingurinn.

  • Strache virðist raunverulega hafa ætlað sér að setja upp skipulagt spillingarkerfi í landinu að fyrirmynd kerfis Orban.
    --Það verður forvitnilegt að sjá, hvort Austurrískir kjósendur verða reiðir því eða ekki.

Bendi á eitt að lokum - ekkert bendir til þess að Rússland tengist vidéóinu í nokkru.
Það var einungis notað sem agn - meint Rússlandstengsl þess sem þóttist vera á þeirra vegum.
--Hinn bóginn vekur það óneitanlega upp spurningar, fyrst Strache virtist svo auðfáanlegur, hvaða samninga hann var þegar búinn að gera.

Ég verð ekki hissa ef miklar opinberar rannsóknir í kjölfarið hefjast á honum og flokki hans eftir afhjúpanirnar! Ég yrði persónulega hissa, ef flokkurinn fær ekki fingurinn frá kjósendum.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. maí 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 132
  • Sl. sólarhring: 133
  • Sl. viku: 886
  • Frá upphafi: 848327

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 844
  • Gestir í dag: 118
  • IP-tölur í dag: 118

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband