9.2.2019 | 21:45
Donald Trump segist þekkja Kim Jong Un, vita hvað hann sé fær um - Kim muni ekki koma honum á óvart
Fyrirhugaður fundur leiðtoganna tveggja verður í Hanoi höfuðborg Víetnam undir lok febrúar.
Skv. tvíti Trumps sjálfs - 27 og 28 febrúar.
Ég reikna með því, að seinna tvítið sé ætlað að eyða ótta þeirra, sem óttast að Kim muni takast að snúa á Donald Trump við samningaborðið.
North Korea, under the leadership of Kim Jong Un, will become a great Economic Powerhouse. He may surprise some but he wont surprise me, because I have gotten to know him & fully understand how capable he is. North Korea will become a different kind of Rocket - an Economic one!
Þar sem að talið er að Kim álíti kjarnavopnin, forsendu tilvistar ríkisstjórnar NK.
Það sé aftur á móti í samræmi við áður framkomna afstöðu NK - í tíð fyrri leiðtoga landsins.
- Donald Trump heldur því fram, að nýlegur fundur með NK - hafi verið árangursríkur.
- En ég er þess fullviss, ef NK hefði veitt einhver formleg loforð á þeim fundi -- hefði DT án vafa sagt frá þeim -- en DT sé ekki vanur að þegja yfir árangri.
Eina sem maður hefur, eru endurteknar fullyrðingar Trumps og Pompeo um árangur á fundum.
En án þess að frést hafi af nokkrum hlut sem á hönd sé festandi.
Hafandi í huga venju Trumps að básúna strax ef eitthvað tekst vel, og að hann hafi ekki sagt frá nokkru bitastæðu - varðandi viðræður við NK, þá held ég að efasemdir um raunverulegan árangur þeirra viðræðna séu málefnalegar.
Rétt að muna eftir, Kom Jong Un lét drepa hálfbróður sinn í Malasíu fyrir nokkrum árum, og frænda sinn í NK skömmu eftir valdatöku -- Kim sé m.ö.o. miskunnarlaus, a.m.k. á það til.
Rétt að muna það, að þó hann brosi í seinni tíð framan í fjölmiðla - er Kim líklega naðra.
Þó Trump telji sig skilja Kim, er rétt að benda á að það er munur á því að eiga við fólk sem á í viðskiptum um peninga, eða fólk sem er til í að drepa eigin fjölskyldumeðlimi - ef því er að skipta. Það sé ekki augljóst, að viðskipti sé góður undirbúningur undir það að fást við einstakling af því tagi sem Kim Jong Un virðist vera.
Niðurstaða
Leiðtogafundur í Hanoi 27. og 28. feb. nk. milli Kim Jong Un og Donalds Trumps. Það verður að sjálfsögðu forvitnilegt að heyra hvað Trump og Kim ákveða á þeim fundi. Hinn bóginn held ég að það sé fullkomlega málefnalegt að vera skeptískur fyrirfram á útkomuna - miðað við langa sögu deilna Bandaríkjanna við stjórnendur Norður-Kóreu. En stjórnendur þess lands hafa hingað til reynst slingir við samningaborð -- aldrei gefið það eftir, sem hafi að einhverju verulegu leiti veikt stöðu þeirra ríkis. Fram að þessu hafi Kim ekkert slíkt gefið - sem með nokkrum augljósum hætti veiki hans stöðu.
Kv.
Bloggfærslur 9. febrúar 2019
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Nýjustu athugasemdir
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - bei...: Mér finnst þetta fróðleg grein. Þetta er aukþess stórhættulegur... 17.6.2025
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - bei...: Grímur Kjartansson , ég held að engar líkur séu á að Íran - hæt... 16.6.2025
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - bei...: Annar óvissuþáttur er stuðningur Írans við hryðjuverkahópa láti... 16.6.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.6.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 452
- Frá upphafi: 869766
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 403
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar