10.9.2017 | 12:15
Yfir 270.000 Rohingyar hafa flúið Myanmar á tveim vikum - SÞ hefur beðið ríki heims um aðstoð
Um virðist að ræða skipulagðar þjóðernishreinsanir/þjóðarmorð á Rohingya fólkinu frá Rakhine héraði nærri landamærum Bangladesh. Öruggar heimildir sýna að ríkisstjórn Myanmar - hernaðaryfirvöld landsins og embættismenn; eru sjálf að skipuleggja verknaðinn. Herveitir virðast skipulega brenna Rohingya þorp í Rakhine héraði.
--270þúsund er viðbót við þá sem áður höfðu flúið, þíðir að nærri helmingur allra Rohingya eru nú alþjóðlegir flóttamenn.
--Líklega er nú innan við milljón Rohingyar eftir í Myanmar!
- Það skiptir engu máli þó að það hafi risið upp skæruhreyfing Rohingya - en miðað við fréttir virðist hún litlu sem engu hafa áorkað - um 6 hermenn eru sagðir hafa fallið; meðan að nokkur hundruð "ARSA" eru sagðir vegnir.
- Á sama tíma, er skipulega verið að hreinsa Rohingya íbúa Myanmar á stóru svæði í Rakhine héraði og hrekja úr landi.
--Slíkt teljast ekki, réttmæt viðbrögð skv. alþjóðalögum!
--Ríki hafa rétt til að berja á vopnuðum skæruhópum.
--En skv. alþjóðalögum, ber þeim alltaf að verja óbreytta borgara - algerlega óháð því hvort grunað er að einhver hluti þeirra geti haft samúð með slíkum hóp.
Að hreinsa íbúana sem grunaðir eru um slíka samúð - úr landi. Telst ekki ásættanleg aðferð!
- En þ.e. algerlega öruggt að mikill fjöldi Rohingya hefur látið lífið.
--Hugsanlega þúsundir! - Þetta er því eins ljótt, og aðfarir ISIS í Írak gegn minnihlutahópum þar.
--Þ.s. ISIS reyndi skipulega að útrýma minnihlutum er ekki voru Múslimar á sínum svæðum. - Skipuleg þjóðarmorð eru ekki ásættanleg.
--En þetta virðist einmitt slíkur atburður!
Þúsundur Rohingya líklega hafa látið lífið
UN: We lack the resources to handle the Rohingya crisis
U.N. appeals for aid as Myanmar refugee exodus nears 300,000
Einfalt að rökstyðja það - en liðsmenn SÞ-hafa rætt við mikinn fjölda þeirra sem hafa flúið á náðir alþjóðlegra hjálparsamtaka; og sagan virðist alltaf svipuð.
Þ.e. að ráðist sé á þorpið þeirra af hermönnum stjórnvalda Myanmar -- hermenn skjóti hvern þann sem andhæfi, öðrum sé leyft að leggja á flótta. Þorpið sé síðan brennt af hermönnum eða íbúum nærhéraða sem ekki eru Rohingya - sem aðstoða hermennina.
--Fólkið leitar síðan skjóls í hitabeltis frumskóginum á svæðinu, þ.s. það er án matar.
--Heldur síðan humátt í átt til landamæra Bangladesh.
- Rohingya flóttamenn segjast hafa verið á göngu án matar á bilinu 3-7 daga.
Það er einfalt mál, að slíka göngu ráða ekki aldraðir eða sjúkir við.
Aldraðir og sjúkir hljóta því að bera beinin í frumskóginum á leiðinni.
Ef maður miðar við 270.000 - þá gætu aldraðir og sjúkir hæglega hafa verið 30.000.
--Sem líklega hafa allir látið lífið eða eru smám saman enn að veslast upp og deygja.
UN: We lack the resources to handle the Rohingya crisis
- Sþ-hefur sent út alþjóðlega hjálparbeiðni.
- Skv. því ber öllum meðlimalöndum SÞ-að senda aðstoð að því marki sem þau lönd ráða við.
Skv. frásögn starfsmanna SÞ-hafa íbúar Bangladesh hlaupið undir bagga, þar sem í augnablikinu ræður SÞ-ekki við málið, vegna þess að flóttamönnum fjölgar það hratt.
En Bangladesh er fátækt land, og þarf aðstoð til að ráða við málið!
Þess vegna óskar svæðisbundin stjórn flóttamanna-aðstoðar SÞ eftir frekari aðstoð að utan!
Það er afskaplega sérstakt að skv. lögum Myanmar eru Rohingya réttlausir algerlega
Rétt fyrir 1980 voru sett lög sem skilgreindu Rohingya - ólöglega aðkomumenn, m.ö.o. ekki íbúa Myanmar. Það þrátt fyrir að vitað sé að Rohingyar hafi lifað þarna á svæðinu í aldir.
Gjarnan þegar yfirvöld í Myanmar ræða krísuna - tala þau um "Bengala vandann" sem hljómar dálitið líkt því er yfirvöld Nasista töluðu um "gyðingavandamálið" á sínum tíma.
--En yfirvöld í Myanmar neita að nefna Rohingya neitt annað en, Bengala.
Vilja meina að Rohingyar séu raunverulega - Bangladeshar.
--Það getur vel verið að - fyrir 200 árum síðan, hafi þetta fólk sest þarna að frá því svæði er þá nefndist Bengal.
--En ef menn fara að leita aftur aldir með þessum hætti, þá t.d. má nefna að nær allir Bandaríkjamenn hafa sest að í Bandaríkjunum á sl. 200 árum.
- Þetta þíði að Rohingyar séu réttlausir með öllu skv. lögum Myanmar, m.ö.o. hafa ekki rétt á nokkurri þjónustu frá hinu opinbera - sbr. heilsugæsla, skólar, fá enga lagavernd af nokkru tagi.
- Þannig að þegar herforingi sagði að meðferð mála væri í samræmi við lög Myanmar - var það raunverulega líklega rétt, þ.s. ekkert skv. lögum Myanmar í strangasta skilningi líklega bannar þá meðferð sem Rohingya eru að sæta.
--Þetta er alveg einstakt ástand, eftir því sem ég best veit -- að minnihlutahópur í landi sem lifað hefur í því landi í aldir.
--Sé gersamlega réttlaus skv. lögum þess lands og sé skipulagt ofsóttur af stjórnvöldum þess lands.
- Síðast þegar þess konar atburður var í gangi, var Rvanda á 10. áratugnum.
--Er stjórn svokallaðra Hútúa hóf skipulagðar ofsóknir á hóp svokallaðra Tútsa.
Einfalt mál - aðfarir stjórnvalda Myanmar gegn Rohingya hljóta að flokkast sem glæpur gegn mannkyni skv. alþjóðalögum!
Niðurstaða
Skipulagðar þjóðernishreinsanir eru eitt af því allra ljótasta sem mannkyn á til að gera. Því miður gerast slíkir atburðir alltaf við og við.
--Þekktur er atburðurinn er varð í Rvanda á 10. áratugnum.
--Síðar kemur skipulagt morð á Bosníumúslima karlmönnum í Bosníustríðinu.
--Ég hef talið líklegt, að gríðarlegur fjölda flótti þ.e. 5-6 milljón manns í Sýrlands stríðinu, bendi til skipulagðra hreinsana.
--Það má einnig nefna þjóðernishreinsanir er framkvæmdar voru á Þjóðverjum undir lok Seinni Styrrjaldar er yfir 10 milljónir voru hraktar frá Austur-Prússlandi og Súdetasvæðinu í Tékklandi.
Það er erfitt að fremja verra brot á eigin þegnum skv. alþjóðalögum, en það að skipulega þjóðernishreinsa hluta þeirra.
Alþjóðlegi stríðsgæpadómstóllinn var stofnaður í kjölfar stríðanna í fyrrum Júgóslavíu, til þess að dæma einmitt um mál af þess konar tagi.
--Mér sýnist að stjórnvöld í Myanmar séu augljóslega sek um glæpi gegn mannkyni skv. skilgreiningum alþjóðalaga.
Það sé þá sjálfsagt að byrja að senda út ákærur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggfærslur 10. september 2017
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar