Eiginmaður dóttur Donalds Trump - skipaður aðalráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu

Skv. umfjöllunum er Kushner sagður maðurinn að baki kosningasigri Trumps. En hann kvá hafa skipulagt ásamt eiginkonu sinni - net kosningabaráttu Trumps, sem talin er í dag hafa skilað Trump fyrst útnefningu frambjóðanda Repúblikana flokksins, síðan alla leið í Hvíta húsið.

Því ekki undarlegt að Trump kalli Kushner --:

"“Jared has been a tremendous asset and trusted advisor throughout the campaign and transition and I am proud to have him in a key leadership role in my administration,” Trump said in a statement."

Jared Kushner Named Senior White House Adviser to Donald Trump

Trump's son-in-law Kushner to become senior White House adviser

Jared Kushner to be named senior adviser to the president

Jared Kushner og Ivanka Trump

http://www.rawstory.com/wp-content/uploads/2016/08/methode_times_prod_web_bin_d7ef281c-4396-11e6-a45d-8299bb50a973-800x430.jpg

Sem sá maður sem Trump treystir best - mun Kushner hafa mjög mikil raunveruleg völd

  1. Kushner gæti verið maðurinn að baki - áherslum Trumps um stuðning við Ísrael.
  2. Og því að Trump hefur tekið harða stefnu gegn Íran. Meira að segja gengið það langt, að kalla Íran - helsta stuðningsland hryðjuverka í heiminum.

Ég hef velt því fyrir mér - hvernig á því standi!

En Kushner er - hreintrúaður gyðingur þ.e. "orthodox jew" og sem slíkur fylgir nákvæmlega í einu og öllu, reglum trúarinnar t.d. um helgidaga og auðvitað - reglur um neyslu matvæla.
--Ivanka Trump tók upp gyðingatrú - er hún kvæntist Kushner.

Sem hreintrúaður gyðingur - þá er Kushner mjög líklega mjög áfram um stuðning við Ísrael.
--Og þar með einnig mjög fylginn hagsmunum Ísraels!

  1. Sem aðal ráðgjafi.
  2. Gæti Kushner haft stöðu - hliðar-varðar sbr. "gatekeeper" að Donald Trump.
    --Þ.e. sá sem stjórnar aðgengi að Trump!
    --Hann gæti einnig verið sá, sem einna helst matar upplýsingar til Trumps.

Auk Kushner mun samt sem áður - Stephen Bannon, Reince Priebus, Kellyanne Conway -- samt án vafa hafa beinan aðgang að karlinum Trump.
--Líklega að auki, Peter Navarro - sem hefur fengið stöðu aðalráðgjafa um viðskiptamál Kína.

En að öðru leiti virðist sennilegt að Kushner stjórni umferðinni að Trump.

 

En -hliðarverðir- eru alltaf taldir mjög valdamiklir

En með því að ráða því að stórum hluta hverjir fá að hitta - stóra karlinn. Og einnig, að miklu leiti að - matreiða upplýsingar þær sem stóri karlinn fær í hendur.
--Þá öðlast -hliðarverðir- gjarnan mjög veruleg völd!

  1. Þarna gæti verið komin skýringin á því - af hverju Trump virðist hafa ákveðið að fylgja línu Ísraels í málefnum Mið-austurlanda.
  2. Sem líklega skýri - af hverju hann hefur skipað Írans hauka í ríkisstjórnina, og sjálfur sagt Íran - hættulegasta land Mið-austurlanda.

En þ.e. mikill misskilningur að Ísrael hafi áhuga á -chaos- í Mið-austurlöndum.
--Ísrael einmitt sé á þeirri línu - að styðja einræðisstjórnir í Arabalöndum.
--Fyrir utan, ríkisstjórn Sýrlands!

En t.d. samskiptin við Egyptaland hafa batnað mjög mikið, síðan Sisi hershöfðingi tók völdin þar. Ísrael virðist einnig hafa -understanding- gagnvart Saudi Arabíu. Og við Rússland að auki.

  • En megin upplifun Ísraels um ógn - er Íran.
  • Þ.s. Ísrael gæti viljað láta gerast.
  1. Gæti verið, að Trump semji við Rússland, um að -- gefa bandalagið við Íran upp á bátinn.
  2. Því Ísrael vill losna við Hesbollah í Lýbanon. Og lækka seglið á áhrifum Írans innan Mið-Austurlanda.
  3. Þá þyrfti Pútín að fá eitthvað á móti.

--Trump gæti tæknilega boðið það, að bandarískt herlið ásamt rússnesku, mundi taka það að sér að endurreisa stöðugleika innan Sýrlands.
--En gegn því, að Assad og Pútín mundu gefa bandalag við Hezbollah og Íran - eftir.

Í leiðinni, mundu herir beggja, leggja ISIS að velli innan Sýrlands!

  1. Þá mundu Bandaríkin taka að sér, fyrir Ísrael, að berja á Hezbollah og Íran.
  2. Gegnt samkomulagi við Pútín um að halda herstöð og flotastöð í Sýrlandi, og stjórninni í Damaskus --> Endir yrði bundinn á stríðið þar, með Erdogan af Tyrklandi að auki inni í þeirri mynd.

--Líklega yrðu þá Kúrdar einnig sviknir á þeirri vegferð!

Það má þá hugsa sér - einhvers konar valdaskiptingar samkomulag innan Sýrlands!
--Með breyttum valdahlutföllum, sem hluta að samkomulagi er fæli í sér nýja valdaskiptingu milli hópanna, nokkru leiti skv. fyrirmynd sem finna má í Lýbanon.

  • Súnnítar fengju þá væntanlega meiri völd en áður.
  • En minnihlutastjórn Alavíta héldi embætti forseta, ekki ólíkt því að í Lýbanon er forseti landsins alltaf kristinn meðan forsætisráðherrann er alltaf Súnní Múslimi.

Þetta er auðvitað allt vangaveltur!

Íran mundi auðvitað ekki sitja hjá með hendur í skauti.
Ef gerð yrði slík tilraun!

Bandarískt herlið sem sent væri á vettvang - gæti lent í langvarandi átökum, ekki ósvipað upplifun Ísraela sjálfra er þeir sátu rúman áratug í Lýbanon.
--Og auðvitað, ef átökin yrðu við Íran að auki -- gætu þau orðið mjög stór í sniðum.

  • Þannig að slík afskipti Bandaríkjanna, með það að markmiði að tryggja hagsmuni Ísraels, gætu falið í sér mjög mikla áhættu fyrir Bandaríkin!

 

Niðurstaða

Það gæti átt eftir að skipta verulega miklu máli, að hreintrúaður gyðingur skuli vera sá maður í Hvíta húsinu, sem Donald Trump ber mest traust til. En -eins og fram kemur- þá grunar mig að í gegnum Kushner geti verið komin áhersla framboðs Trumps á stuðning við markmið Ísraels innan Mið-austurlanda. Sem má sjá m.a. stað í því að Trump hefur skipað Íran hauka í mikilvægar ráðherrastöður í sinni ríkisstjórn, sbr. "CIA / National Security Adviser."

Samt sem áður, virðist stefna þó í að Trump horfi meir til Kína!
--Sem getur þítt að forgangsröðun Trumps sé -- fyrst Kína.

Þar hefur hann - Kína haukinn, Navarro sér til halds og trausts.
--Og viðskipta-hauka sem hann hefur einnig ráðið, sem virðast vilja vaða strax á Kína.

  • En Kushner mun samt sem áður örugglega gæta þess að Trump gleymi ekki - Ísrael.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. janúar 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 869803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband