13.3.2016 | 21:52
Hvað var það sem Merkel gerði sem sagt er svo hræðilegt? Er ESB í tilvistarkreppu?
Það virðist sem að fjöldi fólks fullkomlega leiði hjá sér bakgrunn ákvörðunar Angelu Merkel sl. sumar -- að hætta að framfylgja svokallaðri 1-lands reglu í Schengen.
En málið er - að sú ákvörðun hennar kom í kjölfar uppreisnar Ítalíu - Spánar og Grikklands, gegn 1-lands reglunni.
Sú uppreisn kom í kjölfar þess, að kvóta kerfi til að dreifa flóttamönnum milli landa í Evrópu -- hrundi nánast á 1-degi.
En það kerfi, var sett upp að beiðni S-Evrópu landanna, vegna þess -- að 2014 þá var flóttamannakrísan skollin á Evrópu, og 1-lands reglan þíddi þá það að S-Evrópa sat uppi ein með hundruð þúsundir flóttamanna <-> Sem N-Evrópulöndin neituðu að taka við.
Eftir sumarið 2014 var gríðarleg óánægja með Schengen í S-Evrópu
En óhjákvæmilega þegar flóttamannastraumurinn hófst frá Sýrlandi ca. 2012 - einnig hefur verið vaxandi fjöldi efnahags flóttamanna undanfarin ár.
Þetta hefur sett sífellt aukið álag á S-Evrópu lönd - vegna þess að þau eru yfirleitt - 1-lönd sem flóttamenn leita til.
2014 þegar heildarfjöldi var kominn yfir hálfa milljón - - þá fóru stjórnvöld S-Evrópulanda að beita miklum þrýstingi innan ESB -> Þ.s. þau kröfðust jafnari skiptingar á flóttamönnum.
Skv. þeirra frásögn, væri það ósanngjarnt, að N-Evrópulönd í krafti þess að vera afar sjaldan 1-land, hentu vandanum öllum í þau.
M.ö.o. þá sættu þau sig ekki lengur við það ástand - að vera flóttamannabúðir fyrir Evrópu alla.
- Þ.s. gerðist var, að í kjölfar þess að kvótakerfið hrundi strax, vegna andstöðu meðal nokkurra A-Evrópulanda í Evrópu Norðanverðri sem komust upp með að leiða það hjá sér, neita að fara eftir því.
- Þá létu stjórnvöld í S-Evrópu Merkel vita <--> Að þau mundu ekki lengur samþykkja beitingu 1-lands reglunnar.
- Á þessari stundu var Schengen sennilega í reynd hrunið.
Þá tekur Merkel þessa ákvörðun sem svo víða er gagnrýnd -- að hætta að framfylgja 1-landa reglunni.
M.ö.o. að hætta að senda flóttamenn aftur til baka til S-Evr. landa, sem leita Norður eftir að hafa komið í land í S-Evrópu.
Angela Merkel suffers dramatic setback in regional elections
Eins og fram kemur í fjölmiðlum - hefur flokkur Merkelar misst nokkuð fylgi í sveitastjórnarkosningum, og flokkurinn "Alternative für Deutschland" mælist víða á bilinu 10-15%
Vandinn er sá - er að ég sé ekki hvað annað Merkel gat gert.
En ESB hefur enga sameiginlega lögreglu eða her, sem getur neytt lönd til að gera þ.s. þau ekki vilja -- ESB hefur þó svokallaðan Evrópudómstól er getur beitt sektum, en málarekstur þar getur tekið fleiri ár, sem er of hægt þegar í gangi er krísa í hraðri þróun.
Flokkur Merkelar er þó enn eftir þær kosningar stærsti flokkurinn í flestum héröðum og sveitastjórnum.
AFD flokkurinn þýski - virðist nú kominn með ca. svipað fylgi og U.K.I.P. í Bretlandi.
- Þýskaland er þá einnig komið með all stóran innflytjenda mótmæla flokk.
Er ESB að klofna eftir -- Norður/Suður ás?
Það eru í reynd - 2-uppreisnir ríkja í gangi innan ESB, sem felur í sér niðurbrot tilrauna aðildarríkja, til þess að leysa mál í sameiningu.
Meira að segja á versta hluta skuldakreppunnar fyrir nokkrum árum - brotnaði samstarfið aldrei upp.
En nú eru komin 2-brot í samstarf aðildarríkja.
- Uppreisn S-Evrópulanda gegn 1-landa reglunni, er hafði þær afleiðingar að flóttamenn streymdu eins viðstöðulaust til N-Evrópu frá S-Evrópu, eins og þeir hafa verið að streyma til S-Evrópu seinni ár frá N-Afríku og Tyrklandi yfir Marmarahaf.
- Síðan er það ný uppreisn 10-landa í N-Evrópu, sameiginleg aðgerð þeirra til að loka landamærum þeirra gagnvart flóttamönnum, er koma til þeirra frá S-Evrópu.
**Augljós tilraun til þess að þvinga ástand mála aftur í það far - er það var í, áður en S-Evrópulönd hófu sína uppreisn.
Þetta er eins og sagan um heitu kartöfluna -- sem menn hentu sín á milli.
Mig grunar að tilraun til samkomulag við Tyrkland - geti verið síðasti séns ESB til lausnar á flóttamannakrísunnu
Þ.e. sú lausn -- að Tyrkland samþykki að stoppa strauminn hjá sér, gegn því að ESB lönd styrki rausnarlega flóttamannabúðir innan Tyrklands - og gegn því að veita mótttöku flóttamönnum úr þeim búðum, ár hvert.
Á sama tíma, samþykki Tyrkland að taka við þeim flóttamönnum, sem leka í gegnum þeirra landamæri - sem þeir hafa samþykkt að stöðva.
**Auk þessa vill Tyrkland fá fleira fyrir sinn snúð -- sbr. að aðildarviðræður við ESB verði aftur hafnar, og að tyrkneskir borgarar fái að nýju fullt ferðafrelsi til Evrópulanda.
- En með því að -- tappinn sé hafður í Tyrklandi, þá ætti þessi tiltekna Norður/Suður deila milli S-Evrópu og tiltekinna N-Evrópulanda, að geta horfið að mestu.
- En annars, án samkomulags, þá líklega þíði tappi fyrir Norðan Grikkland - að a.m.k. Grikkland drukknar í flóttamönnum.
Vegna þess að þá líklega hverfa ferðamennirnir frá Grikklandi - lendir Grikkland án tafar án lítils vafa, aftur í miklum efnahagssamdrætti, samtímis og Grikkland á að sjá hratt vaxandi fjölda flóttamanna fyrir vistum og skjóli.
Hrun Grikklands blasir þá við.
Nú -- ef flóttamenn aftur leita í vaxandi mæli til S-Ítalíu, svo í gegnum Ítalíu til Frakklands og Austurríkis --> Þá virðist hætta á að svipuð lokun landamæra geti endurtekið sig --> Eins og pólitíkin virðist nú vera að þróast.
Þeir geta einnig leitað yfir annað sund yfir til Spánar -- þangað hefur ekki legið eins stríður straumur, en þangað er 3-leiðin.
En útlitið virðist í þá átt - að áframhaldandi stjórnlaust aðflæði.
Leiði til fjölgunar á slíkum einhliða - landamæra aðgerðum.
Þannig að samstarfið - brotni sífellt í meira mæli eftir Norður/Suður ás.
Það á auðvitað eftir að koma í ljós, ef af verður - hversu vel samkomulagið við Tyrkland virkar!
En þ.e. algerlega hugsanlegt - að sýrlenskir flóttamenn, leiti aftur yfir Miðjarðarhaf í gegnum Líbýu.
Á hinn bóginn, má vera að stækkað yfirráðasvæði ISIS um miðbik strandar Líbýu, hafi gert slíka leið - of hættulega fyrir flóttamenn.
En það má samt vel vera, að meginhóparnir sem kljást innan Líbýu, geti boðið upp á nægilegt öryggi - fyrir slíkt smygl, á þeim strandlengjum sem hvor þeirra hópa um sig ræður yfir.
En smygl - gæti verið tekjulynd sem þeir hópar mundu kannski ekki geta hafnað.
Ef þeim aftur stæði það til boða.
Tæknilega mögulegt að leita lengra fyrir flóttamannahópa - í yfir til Spánar. En þá eru menn farnir að fara töluvert langa vegu landleiðina - efa að nokkrir fari það langt nema tiltölulega fáir.
- En aftur á móti - ætti Tyrkland að standa við sinn hluta samkomulagsins, ef af verður.
- Ég held að meiri líkur séu á, að vandinn verði heldur meðal ESB aðildarlanda - sérstaklega þegar kemur að þeim, að þiggja sinn árlega skerf að sýrl. flóttamönnum, skipt upp á milli aðildarlanda.
Niðurstaða
Mér virðist raunveruleg hætta á því að flóttamannakrísan leiði fram uppbrot ESB. Þau 2-dæmi um það að hópar landa grípi til sinna ráða sem fram hafa komið. Þ.e. uppreisn S-Evrópu gegn 1-lands reglunni sumarið 2015. Og í ár, uppreisn 10-landa fyrir Norðan Grikkland sem vilja tryggja það að flóttamenn komist ekki norður. Sýnir niðurbrot vilja aðildarlanda til þess að leysa mál sameiginlega -- í slíku niðurbroti felst ekkert minna en leiðin að uppbroti sambandsins ef slík þróun ágerist frekar.
Þess vegna sé samkomulagið við Tyrkland -- sennilega ekki síst mikilvægt fyrir framtíð ESB sjálfs, gæti verið loka tilraunin til þess að bjarga sambandinu sjálfu.
- Það verður ljóst í nk. viku hvort samkomulagið við Tyrkland - heldur áfram, eða hvort það deyr.
Kannski snýst deilan ekki síst um það - hve mikilvæg áframhaldandi tilvist ESB sé í augum aðildarþjóðanna sjálfra.
En ef viljinn til þess að færa fórnir til þess að halda samstarfinu áfram er farinn, þá er tilvist ESB sjálfs brátt á endapunkt kominn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 13. mars 2016
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 382
- Frá upphafi: 871528
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar