27.9.2014 | 00:54
Ég held að með "loftárásum" á "Islamic State" samtímis að andstæðingar þeirrar hreyfingar eru styrktir; séu Vesturveldi að forðast að endurtaka gömul mistök
Það hefur dálítið flogið sú gagnrýni - að Vesturlönd séu að endurtaka gömul mistök. Með því að "blanda sér í málefni Mið-Austurlanda" enn eitt skiptið. Með því að safna liði gegn samtökunum "Islamic State" sem nú ráða yfir stórum svæðum í Mið-Austurlöndum.
Samkvæmt fréttum eru loftárásirnar - þegar farnar að hafa áhrif!
Wary of air strikes, Islamic State insurgents change tactics
Eins og fram kemur í frétt, eru "IS" að bregðast við með því - að "dreifa sínu liði." Hætt sé að ferðast um í stórum bílalestum - sem auðvelt er að eyðileggja með loftárásum. Heldur séu notuð reiðhjól eða mótorhjól. Að auki séu "IS" liðar hættir að safnast saman í stórum áberandi hópum - heldur fari þeir um í fámennum hópum. Stórar miðstöðvar og höfuðstöðvar - hafi verið yfirgefnar. Og skrifstofum og aðstöðu yfirmanna, dreift hér og þar um húsakynni - á lítt áberandi staði.
- Þetta hefur þann kost, að minnka mannfall.
- Á móti, þann galla - - að þetta ætti samtímis, að lama sóknarþunga liðsafla samtakanna.
En ef þeir geta ekki safnað liðinu saman til "árásar" - án þess að sprengjum sé varpað á slíkan liðsafnað. Þá þíðir það um leið, að "IS" verður gert erfitt - virkilega erfitt, að halda áfram sókn á ný svæði.
- Það sama - - flækir einnig þeirra "varnir" á svæðum.
- Því ef andstæðingar gera "stóra árás" - þá þarf að vera unnt að mæta því með "liðssafnaði."
Þannig getur þessi "taktík" virkað - að loftárásir sjái um að lama bæði sóknarþunga "IS" og varnargetu; samtímis því að andstæðingar eru styrkir með vopnasendingum
Þá í stað þess, að Vesturlönd sendi "her" til að skakka leika - - þá má segja, að þau "afhendi málið til íbúa Mið-Austurlanda."
Þeir sem hafa áhuga á að berjast við "IS" - fá vopn og stuðning. Samtímis því, að loftárásirnar hjálpa þeim, að sækja fram gegn "IS."
Auðvitað þarf að gæta einhvers lágmarks öryggis, þegar vopn eru afhend - þ.e. afhenda þau til "vel skipulagðra hópa" frekar en mjög smárra skæruhreyfinga.
- Þó það sé umdeilt, þá sé ég ekki undankomu frá því - - að vopna uppreisnarmenn í Sýrlandi, þá sem enn berjast við "IS." Og ríkisstjórn Assads í Damascus, samtímis.
- En ég get ekki séð, að það sé réttlætanlegt með nokkrum hætti, að styðja beint eða óbeint, stjv. í Damascus.
En þó að "IS" sé enn verra - - afl. Þá er stjórnin í Damascus það hræðileg, að einungis í samanburði við "IS" - lítur hún skár út.
Sumir halda því fram, að Vesturlönd eigi - að sætta sig við það. Að "Damascus" nái aftur stjórn á landinu eða jafnvel að styrkja stjv. í Damascus, til þess að ná landinu öllu að nýju.
- En þá gleyma menn því, að krísan "hófst eftir allt saman þegar almenningur í Sýrlandi hóf uppreisn gegn stjv. þar."
Eftir að Assad hefur drepið nærri 200þ. og stökkt 8 milljón manns á flótta.
Hlýtur hatur almennings á stjv. að vera - - ákaflega mikið.
Svo mikið, að ég er viss um, að "engin leið sé fyrir Assad að nýju" - "að stjórna landinu."
Að auki þurfa menn að muna, að stjórnin í Damascus, er "minnihlutastjórn" þ.e. hún byggir á þjóðflokki Alavíta sem eru færri en 10% íbúa. Einungis með ógnarstjórn af verstu og grimmustu sort, hefur sá hópur haldið 90% landsmanna niðri.
Uppreisnar-andinn hefur grafið um sig, meðal "meirihlutans" og ég er alveg viss, að "því Pandóru Boxi verði ekki lokað aftur" þ.e. "engin leið sé til baka til ástandsins eins og það var."
----------------------------------
Með því að styðja hópa uppreisnarmanna, á því svæði innan Sýrlands - sem "IS" hefur náð á sitt vald. Gæti hugsanlega verið unnt, að koma þeim til valda á því svæði - - sem mundu eiga það "Vesturlöndum" að þakka; að þeim tókst að hafa betur.
- Þannig er hugsanlegt, að í framtíðinni - verði vinsamlegri stjórn á þeim svæðum innan Sýrlands.
En ég er ekki endilega að gera ráð fyrir - endalokum stjórnarinnar í Damascus. Heldur því, að hún muni ekki ná þessum svæðum sem "IS" nú ræður yfir - aftur undir sín yfirráð.
Þannig að "skipting Sýrlands" yrði að veruleika - með hugsanlega stjórn á svæðum meirihluta byggð Súnnítum í Sýrlandi, sem væri "tiltölulega" vinsamleg Vesturlöndum.
Meðan að Assad og "CO" mundi halda áfram, nokkurn veginn, því svæði sem hann enn ræður yfir.
Hvað með Írak?
Mig grunar að Írak - eigi eftir að skiptast. Þó að Bandar. leggi áherslu á að "halda Írak saman" þá grunar mig, að svo slæm séu samskipti hópanna orðin. Að ekki verði aftur snúið.
Hugsanlegt væri fyrir "Súnníta svæðin í Írak" og "Súnníta svæðin í Sýrlandi" að mynda - - eitt ríki.
Að sama skapi, gæti Kúrdistan orðið að veruleika, með sýrlenskum og íröskum Kúrdum.
Bagdad stjórnin héldi þá einungis þeim svæðum, sem væru - meirihluta byggð Shítum.
- Þannig gætu myndast, 3-þjóðríki í Mið-Austurlöndum.
- Sem gætu alveg gengið upp.
Það áhugaverða er, að með því að "aðstoða" íbúana við það, að berjast við "IS:"
Gæti Obama "tekist" þ.s. Bush taldi sig vera að gera, að skapa ríki í Mið-Austurlöndum. Sem séu "vinsamleg" Vesturlöndum.
En þ.e. ekki órökrétt, að ef íbúarnir fá aðstoð við baráttu - - sem stærstum hluta er þeirra eigin samt.
Þá sái það "góðvilja" gagnvart þeim sem veittu þá aðstoð.
Þannig verði útkoman - - hugsanlega til mikilla muna jákvæðari, en útkoman af brambolti Bush.
Niðurstaða
Ég held nefnilega að þvert á þ.s. gagnrýnendur segja, að Vesturlönd séu að endurtaka gömul mistök. Séu þau að læra af þeim, sbr. - - ekki sendur stór her á vettvang. Heldur, áhersla á að aðstoða "lókal" aðila við það verkefni. Að berjast sjálfir við "IS."
Þá sjá "Mið-Austurlandabúar" sjálfir að mestu um það verkefni að "sigrast á IS."
Sem þíðir, að þá verður það að "þeirra baráttu."
Ef Vesturlönd eru "séð hafa veitt okkur aðstoð" - "við okkar baráttu" þá er ekki órökrétt, að í stað þess að "sá hatri" eins og brambolt Bush forseta gerði.
Þá sái aðgerðir Vesturvelda í þetta sinn, góðvilja gagnvart Vesturlöndum - frá þeim sem Vesturlönd þannig veita aðstoð við þeirra baráttu.
- Svo má ekki gleyma því, hversu óvefengjanlega "ill" samtökin "Islamic State" eru.
- Að ef ekkert er gert til að stöðva þau, verða án nokkurs vafa, framin gríðarlega alvarleg ódæði gagnvart íbúum Mið-Austurlanda.
- En "IS" beitir ekki bara aðra trúarhópa ofsóknum, heldur einnig "Súnníta" sem ekki aðhyllast sömu túlkun á Súnní Íslam og"IS."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 27. september 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 869803
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar