14.8.2014 | 22:44
Spurning hvort að það er í gangi "sviðsetning" í tengslum við lest flutningabíla á leið til landamæra Úkraínu frá Moskvu
Ég velti þessu fyrir mér - vegna vísbendinga þess: Að um sé að ræða "hertrukka" sem hafa verið málaðir hvítir en að sögn blaðamanns sem ræddi við nokkra bílstjóra og fékk að skoða mátti sjá í gegnum hvíta lítinn á sumum bílanna í grænan lit sem er standard litur rússn. herflutningabíla og að auki sást í græna málningu inni í stjórnklefanum þ.s. skein í beran málm. Sumir bílanna virtust eingöngu hafa hvítar yfirbreiður. Að auki virðast bílstjórarnir vera "hermenn" annaðhvort nýverið hættir störfum eða fyrrum hermenn - aðspurðir neituðu þeir að gefa upp nafn vinnuveitanda síns. En á handlegg sumra mátti sjá tattoo merki rússn. herflokka.
- Það verður náttúrulega að hafa í huga, að Rússland er með verulegan fjölda hermanna í herstöðvum nærri landamærum Úkraínu.
- Það þíðir, að rússn. heryfirvöld reglulega senda lestir af flutningabílum, til þeirra herstöðva - með mat og aðrar vistir.
- Magnið sem er á bílunum, rúmlega 1.000 tonn, er ekki endilega úr takt við þ.s. búast má við - ef um væri að ræða eina af þeim bílalestum.
- Og innihaldslýsingin var ekki endilega heldur úr takt við það, þ.e. matvæli - tjöld - lyf o.s.frv - - fyrir utan "barnamatinn" sem einnig er sagður vera um borð.
Þegar þær upplýsingar liggja fyrir - - að þetta eru sennilega hertrukkar.
Að auki, bílstjórarnir séu sennilega á vegum hersins.
Síðan hefur sést til nokkurs fjölda farartækja greinilega á vegum hersins, í fylgd með bílalestinni - á palli eins sást "...two Ranzhir armoured command units..." sem í notkun starfa með loftvarnarkerfum gera þeim t.d. kleift að þekkja hervélar frá farþegavélum.
Það veit náttúrulega - - enginn utanaðkomandi hvort þ.e. raunverulega barnamatur um borð.
Fyrir utan að bílarnir eru hvítir - - lítur þetta út eins og "hver önnur herflutningalest" á leið með vistir.
Russian volunteers in beige drive aid convoy to Ukraine border
Ukraine, Russia Parry Over Russian Aid Convoy
Ég fullyrði ekki að þetta sé "blekking"
En mér virðist blasa við, í ljósi þess að rússn. heryfirvöld hljóta að vera mjög reglulega að senda vistir til herstöðvanna í grennd við landamæri Úkraínu.
Að slík "sviðsetning" sem ég bendi á sem möguleika, væri mjög - einföld og auðveld í framkvæmd.
Hún getur verið "opinberlega" bílalest með hjálpargögn - -nánast alla leið til landamæra Úkraínu. Ferð sem tekur nokkra 2-3 daga frá Moskvu.
Síðan þarf ekki mikið til þess að veita rússn. stjv. nægilegt "skjól" til að "senda hana ekki yfir landamærin" þ.e. lítið annað en að, Úkraínumenn neiti að hleypa henni yfir landamærin, nema að allt sé tekið út úr bílunum og vandlega yfirfarið af þeirra eigin fólki.
Og Rússarnir neiti að hreyft sé við innihaldinu - segjast ekki senda hana yfir, nema hún fái að fara ferða sinna, óáreitt.
- Þegar staðið hefur í stappi um það atriði í nokkra daga, þá sé opinberlega - ferðinni aflýst.
- Úkraínustjórn kennt um, sögð hafa hindrað flutninga á hjálpargögnum.
Síðan séu gögnin flutt til þeirrar herstöðvar - sem þau áttu raunverulega að fara til.
Pæling!
Skv. þessu, væri Alþjóða Rauði Krossinn, hafður að fífli. En skv. talsmanni hans á Íslandi, sé þörf fyrir þessi gögn í borginni Luhansk.
Niðurstaða
Ég skal ekki fullyrða að rússn. stjv. séu þetta svakalega kaldhæðin, að setja slíkt á svið. Ég set þetta fram, sem möguleika. Blaðamenn sem fengu að skoða inn í bíla, sáu mat og tjöld t.d. dósamat. Þeir skoðuðu ekki inn í alla bílana. Svo þ.e. ekki unnt að fullyrða, að ekki sé til staðar 62 tonn af barnamat. Þó enginn barnamatur hafi verið í þeim bílum sem blaðamenn fengu að kíkja inn í.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.8.2014 | 00:04
Þráteflið út af rússneskri bílalest á leið til A-Úkraínu, tók áhugaverða sveiflu í "tragí kómíska" átt
Ef marka má frétt Financial Times, hafa stjórnvöld Úkraínu - ákveðið að senda eigin bílalest með matvæli og aðrar vistir, til Luhansk borgar, í augljósri endurspeglun á aðgerð Rússa. Dreifing gagna fari fram undir eftirliti Rauða Krossins og OECD. Þó fljótt á litið - virðist þetta vera spegilmynd aðgerðar Rússa - - þá grunar mig, að stjv. Úkraínu muni gæta þess, að vistir berist ekki til uppreisnarmanna.
Ukraine races to beat Russian humanitarian aid convoy
"...spokesperson for Petro Poroshenko..." - Ukraine cant leave citizens [without help] who have become hostages of terrorists in occupied territories, - "..."A Ukrainian official said the convoys route had already been agreed with the International Committee of the Red Cross, but it was unclear how it would enter Lugansk, a city controlled by pro-Russian rebels."
Mér virðist að með þessu, ætli Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, að leitast við að - - taka af Pútín hvaða þann áróðurssigur, hann fær út úr því að senda bílalest af stað sl. þriðjudag.
En skv. greiningu minni: Áhugavert þrátefli út af rússneskri bílalest, sem að sögn flytur hjálpargögn - eingöngu
Þá virtist mér Pútín græða áróðursprik - - hvernig sem mundi fara:
- Ef stjv. Úkraínu mundu hleypa rússn. bílalestinni yfir landamærin, og heimila dreifingu vista. Þá mundi Rússl. geta slegið því upp, sem aðstoð við þurfandi borgara í Luhansk borg, sýnt þannig rússn. stjv. og Pútín í jákvæðu ljósi.
- En ef úkraínsk stjv. mundu "hindra bílalestina" á landamærum ríkjanna, þá gætu rússn. stjv. látið rússn. fjölmiðla, útmála grimmd úkraínskra stjv.
- Áróðurssigur í báðum tilvikum.
En Petro Poroshenko, ef til vill - heldur að með því að senda eigin bílalest, hlaðna vistum til Luhansk Borgar. Geti hann, tekið þennan yfirvofandi áróðurs sigur af Pútín.
Eða a.m.k. - endað málið á sléttu.
Svo kannski er þetta - skemmtilegur vinkill í deilu þjóðríkjanna tveggja.
Niðurstaða
Mig grunar að sagan um bílalestirnar og væntanlegar vistir til Luhansk borgar. Eigi eftir að taka fleiri óvænta spretti. En ljóst virðist að forsetarnir tveir - Poroshenko og Pútín. Eru ekki síst, að heygja stríð í fjölmiðlum og á netinu, sem snýst um - - ímynd þjóðanna tveggja og ekki síður, þeirra sjálfra.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. ágúst 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 869803
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar