11.6.2014 | 01:16
Borgarastríðið í Sýrlandi er bersýnilega búið að breiðast yfir til Íraks
Það voru sumir sem vöruðu við þeirri þróun, sem vildu að "vesturveldi" sendu herlið til Sýrlands. Til þess að "skakka leika" - - en ég var ætíð þeirrar skoðunar. Að slíkt hefði verið óráð hið mesta.
Hef ekki breytt þeirri skoðun, þó svo að nýjustu fréttir bendi til þess - að skæruliðaherinn "ISIS" eða "Islamic State of Iraq and al-Sham." Hafi náð á sitt vald borginni Mosul "al Mawsil á kortinu að neðan" og í dag ráði að mestu "tveim héruðum" í norðanverðu Írak.
Þ.e. -sjá kort- Ninava og Anbar.
Svæðið sem kallað er "al-Sham" er það sem og á ensku er nefnt "the Levant" og á íslensku er nefnt, "botn Miðjarðarhafs." Þ.e. svæðið sem markast af Líbanon, Sýrlandi og Ísrael.
Skæruliðaherinn, vill sem sagt, stofna íslamískt ríki, sem nái yfir þetta landsvæði, ásamt a.m.k. norðanverðu Írak.
Berst sem sagt fyrir því, að ná stjórn á því landsvæði - - skv. nýjustu fréttum vegnar honum "merkilega vel."
Skv. fréttaskýringum - - eru landamæri Sýrlands og Íraks, að hverfa.
Militants Overrun Iraq's Second-Largest City As Government Forces Flee
Sunni Militants Drive Iraqi Army Out of Mosul.
Extremists seize Iraqi city of Mosul
Skv. fréttum dreifðist varnarliðið um víðan völl, eftir að ósigurinn við Mosul.
Skv. fréttum, hafa kúrdískir hermenn "Peshmerga" hernumið svæði í næsta nágrenni við borgina "Kirkuk" að sögn, til að hindra að yfirgefnar herstöðvar falli í hendur "ISIS" liða.
Ef þ.e. rétt, bendir það til - að töluvert víðtækur flótti hafi færst í lið stjórnarinnar, jafnvel að fleiri héröð á svæðinu riði til falls.
Skv. fréttinni á myndbandinu - - hefur mikill fjöldi óbreyttra borgara flúið Mosul, þ.s. áður bjuggu 1,8 milljón manns. Skv. því er þetta hugsanlega að þróast í töluverðan mannlegan harmleik.
Það er merkilegt, að "ISIS" skuli halda borginni "Fallujah" einungis 50km. frá Bagdad, og hafi gert það síðan í janúar 2014 - - sjá kort rétt NV-við Bagdad.
Þó að Anbar hérað sé stórt og dreifbýlt, mestu þurr auðn. Þá markar fall Mosul, það að "ISIS" stjórnar nú - næst fjölmennustu borg landsins. Og þ.e. ekki neitt smáatriði.
Skv. fréttum, hefur stjórnin - - óskað eftir aðstoð, frá her Kúrda. Sem er fjölmennur, en fyrir rúmum áratug, meðan Bandaríkin voru enn í Írak, var "Peshmerga" áætlað um 70þ. Örugglega ekki fækkað síðan.
En, ef "Peshmerga" liðar beita sér í N-Írak - - verða örugglega nokkrar afleiðingar af því. En Kúrdar hafa verið með "sjálfstæðiskröfur" og að auki, hafa "heimtað að fá borgina Kirkuk" í sinn hlut.
En hún er á olíuríku svæði - þannig að með því mundi grundvelli vera skotið undir, hugsanlegt sjálfstætt "Kúrdistan" ef af verður.
- En það væri auðvelt að sjá, Kúrda í sjálfstjórnarhéraði sínu innan Íraks, slá sér saman með Kúrdum handan landamæranna Sýrlandsmegin, og mynda sjálfstætt - Kúrdistan.
- Saman gætu þeir haft um 100þ. manna her.
Tyrkir hafa ætíð hótað Kúrdum öllu illu, ef þeir ætla að gera alvöru úr sjálfstæðisdraumum.
En "Peshmerga" er sennilega "langsamlega öflugasti herinn" þarna á næstu grösum.Tyrkneski herinn að sjálfsögðu, er mun sterkari - af á reyndi. En "Peshmerga" ef beitt í skæruhernaði, væri ekki lamb að leika sér við.
- Það er sennilega ekki nein hætta á því, að stjórn Íraks - - riði til falls.
- En þ.e. virkilega óheppilegt, að skæruliðaher tengdur "al-Qaeda" stjórni fjölmennum svæðum.
- En augljósa hættan af því, er að sjálfsögðu að þau svæði, verði að miðstöð hryðjuverkamanna, sem geti síðar beitt sér, heiminn vítt.
Ástandið er bersýnilega í - - gerjun. En líklega getur "Peshmerga" stökkt "ISIS" liðum á flótta frá Mosul og nærstöddum svæðum; en spurning á móti, er - - hvaða verð heimta Kúrdar fyrir að koma stjórninni í Bagdad til aðstoðar?
Niðurstaða
Það sem getur verið að gerast - að landakortið sem dregið var upp á sínum tíma af Bretum og Frökkum - sé að riðlast. En t.d. var héruðum Kúrda skipt milli 3-ja landa. En þar með var þjóð sem telur nokkrar milljónir. Svipt þeim rétti, að eiga sitt eigið ríki.
N-héröð Íraks, eru meginhluta byggð súnní aröbum. Fyrir utan Kúrda sem einnig eru súnní, en hafa sína eigin þjóðarvitund.
Sýrland, er einnig búið til án tillits til íbúa, þ.s. þjóðflokkur "Alavíta" -sem eru með einhverja sértrú sem er tilbrigði við shía íslam- hefur nú ráðið ríkjum, en sá er ekki nema milli 2-3% landsmanna, meðan langsamlega megnið af íbúum eru súnní.
Einungis með "ógnarstjórn" hefur svo fámennur hópur getað drottnað yfir landinu.
Líkur virðast á því, að stjórn Alavíta með Assad í broddi fylkingar, haldi velli. En á sama tíma, virðist líklegt að sú stjórn, geti ekki náð á sitt vald að nýju - landinu öllu. Þannig að heilu héröðin flosni jafnvel með varanlegum hætti, undan þeirra stjórn.
Sýrlenskir Kúrdar t.d. í dag, hafa "de facto" sjálfsstjórn, eins og Kúrdar í Írak.
Inn í þetta dæmi - - hefur þessi hópur "ISIS" stungið sér. Stjórnar nú verulegum landsvæðum beggja megin landamæranna.
Þetta virðist vera orðið að "potti í gerjun." Hver sem endanleg útkoma þess verður.
- En ég er dauðfeginn, að Vesturveldi eru ekki að þvælast þarna með heri sína.
- Eins og verulegur þrýstingur var um, fyrir ca. einu ári.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 11. júní 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar