Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að minnka prentun í annað sinn, hefur nú tvisvar í röð gert það: Federal Reserve cuts QE by further $10bn. Svo að Seðlabanki Bandaríkjanna lætur engan bilbug finna á sér með að halda áfram sínu svokallaða "taper" þ.e. að smá draga úr prentun.
En sl. fimmtudag hófst hrina gengislækkana gjaldmiðla svokallaðra nýmarkaðslanda, fyrir vikulok brást Seðlabanki Brasilíu við með því að hækka stýrivexti í 10,5%. Sem verður að teljast frekar hátt.
Á þriðjudag ákvað síðan seðlabanki Tyrklands að hækka stýrivexti úr 4,5% í 10%. Sama dag hækkaði seðlabanki S-Afríku stýrivexti í 5% út 4,5%. Og ekki má gleyma að seðlabanki Indlands hækkaði vexti í 8% út 7,45%.
Þrátt fyrir þetta - hélt gengisfall gjaldmiðla nýmarkaðslanda áfram í dag.
Sennilegt að ákvörðun "US Federal Reserve" eða seðlabanka Bandar. hafi gert útslagið.
Skemmtileg mynd frá Wall Street Journal: Turkey, South Africa Moves Fail to Stem Slides.

- Eins og sést er verðbólga töluverð í þessum löndum!
- Enn einu sinni vaknar spurningin hvort að kreppa í Nýmarkaðslöndum er framundan?
- Tja, ekki ósvipað og þegar kreppa skall á nýmarkaðslöndum í Asíu á 10. áratugnum.
Niðurstaða
Dollarinn er hinn mikli örlagavaldur. Því að hann hefur ca. 80% útbreiðslu meðal heimsviðskipta. Sem þíðir að peningastefna Bandar. hefur gríðarleg áhrif á peningaflæði í heiminum. Hagkerfi því rísa og hníga í takt við þær sveiflur.
Rétt að muna að þegar Seðlabanki Bandar. herti verulega peningastefnu sína á seinni hluta 10. áratugarins. Þá er það ekki einungis talið hafa verið ráspunktur fyrir Asíukreppu. Heldur fylgdi í kjölfarið alvarleg krísa í Argentínu sem þá var tengd við dollar - - hagkerfi Argentínu þoldi ekki "ofurdollarinn" eins og menn töluðu um þá. Dæmið endaði með efnahagshruni og gjaldþroti landsins árið 2000.
Það er því ákaflega forvitnilegt að fylgjast með raunum nýmarkaðs hagkerfanna nú - - þegar pendúll bandar. peningastefnu nú sveiflast til baka.
Þau nutu peningastreymis frá dollarasvæðinu meðan prentun var á útopnu, nú þegar hún minnkar - menn vænta hækkandi arðsemi fyrir fjármagn í Bandaríkjunum, leitar hið fljótandi fé aftur til Bandaríkjanna.
Nýmarkaðs hagkerfin virðast byrjuð á samkeppni um það fjármagn, með vaxtahækkunum. En líklega mun það lítt stoða. Því sennilega einungis flýta þær vaxtahækkanir fyrir því, að hagvaxtarpendúllinn í þeirra hagkerfum sveiflist til baka. Og eftir ár góðs vaxtar og arðsemi, komi ár lítils hagvaxtar og lágrar arðsemi. Kannski jafnvel kreppa og fjármálakrísa eins og á seinni hl. 10. áratugarins.
En það líklega veldur ekki heimskreppu, svo fremi að Kína heldur áfram í sæmilegum hagvexti. Kína er auðvitað "jókerinn" í heimskerfinu -- það eru nánast allir hagfræðingar að bíða eftir kreppu þar. Kannski ekki þetta ár!
--------------------------------
PS: Bendi á áhugaverða grein í Financial Times:
Europe faces 20 years of pain over energy prices
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.1.2014 kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2014 | 00:21
Bretland virðist hafa einna mesta hagvöxtinn í Evrópu þessa stundina!
Skv. tölum sem birtar hafa verið var hagvöxtur sl. árs 0,5% á 1. ársfjórðungi, rétt tæp 0,8% á 2. og 3. fjórðungi, síðan 0,7% á 4. ársfjórðungi. Það sem vekur áhuga er að megnið af þeim hagvexti var búinn til af "þjónustugreinum" breska hagkerfisins.
Sem getur þítt, að um sé að ræð vöxt innan breska fjármálageirans - sem er miðlægur á London svæðinu.
Atvinnuleysi minnkaði þó en áhugavert að "framleiðni" hnignaði lítið eitt.
"The economy grew by 0.7pc last quarter, but the number of hours worked grew by more than 1pc. What this tells us is that productivity is continuing to slide."
Líkur virðast benda til þess að minnkun atvinnuleysis - geti skýrt a.m.k. að einhverju leiti, aukningu á neyslu.
Á myndinni sést að hagvöxtur sl. árs er stærstum hluta búinn til af þjónustugeiranum!
Það er umdeilt hvort þessi hagvöxtur er sjálfbær eða ekki!
Ég hef séð ummæli höfð eftir þýskum hagfræðingum í Der Spiegel, þ.s. hummað er að breski hagvöxturinn sé lítið annað en - ný fasteigna- og fjárfestingarbóla.
Sem muni springa bráðum.
Á þessum tíma virðist ekki liggja fyrir nánari greining á því, akkúrat - - hvaða þættir þjónustugeira bjuggu til mældan hagvöxt sl. árs.
En hugtakið þjónustugreinar nær yfir svo margt - - sbr. verslanir sem selja varning, banka og önnur fjármálafyrirtæki, ferðaskrifstofur, rútufyrirtæki og önnur í fólksflutningum svo sem flugfélög, tryggingafélög o.s.frv.
Þ.e. ekki vitað að hvaða marki því um er að ræða - neyslu.
Hver hlutur banka og fjármálafyrirtækja var. O.s.frv.
Meðan skiptingin milli greina innan þjónustugeira hefur ekki verið birt skv. opinberri greiningu, þá eru menn að rífast um sjálfbærni hins mælda hagvaxtar - - án áreiðanlegra upplýsinga sem geta skorið úr um málið.
- En ef þessi vöxtur er sjálfbær - - vantar Bretland einungis 1,3% til að ná hámarki ársins 2008 áður en hagkerfið féll í kreppu.
- Það takmark getur alveg náðst á þessu ári, ef vöxturinn nær upp í ca. þá prósentu tölu.
- Það er ekkert útilokað. Þó það sé langt í frá öruggt.
Skv. Office For National Statistics - er atvinnuleysi í Bretlandi 7,1%.
Það er meira en í Þýskalandi en minna en í Frakklandi, og auðvitað miklu minna en í öðrum löndum sem lentu í bankakerfis hremmingum fyrir utan Ísland, en bresk stjv. urðu að taka yfir 3 stóra banka á sínum tíma þegar erfiðleikabylgjan gekk yfir hagkerfið.
Þannig að þetta atvinnuleysi telst líklega vel sloppið.
Það er auðvitað gríðarlega mikilvæg útkoma fyrir bresku þjóðina að sleppa við það ofur atvinnuleysi sem finna má stað í þeim löndum á evrusvæði sem einnig lentu í alvarlegum efnahags erfiðleikum.
En Bretland verður að teljast land sem lenti í alvarlegum vanda, hann hafi verið það alvarlegur þegar 3 bankar féllu - og um hríð virtist allt fjármálakerfi Bretlandseyja ramba á barmi.
Niðurstaða
Þ.e. áhugavert að bera Ísland við Bretland. Og síðan löndin 2 - síðan við Írland og Spán. En öll þessi lönd lenda í bankavandræðum, og því að stór hagkerfisbóla springur. Meðan að atvinnuleysi á Írlandi er ca. 13% - á Spáni 26% - get bætt við Kýpur ca. 17%. Er atvinnuleysi á Íslandi og Bretlandi miklu mun minna.
Ekki lítið - - en þetta gefur kannski vísbendingu um það. Að það sé enn þann dag í dag til staðar nokkur kostur við það að hafa sinn eigin gjaldmiðil.
Kv.
Bloggfærslur 29. janúar 2014
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar