5.9.2013 | 23:50
Af hverju væri árás á Sýrland gagnslaus?
Nú ætla ég að miða við þá fyrirhuguðu árás sem Obama talar um, þ.e. takmörkuð 2-3 dagar, einungis loftárásir, einungis ráðist á hernaðar-skotmörk o.s.frv. Engin innrás í boði - ekkert "no fly zone" né "safe zone."
Ég er ekki hissa á því að Repúblikanar sem vilja "innrás" séu "unimpressed" eins og t.d. Mc Cain.
Sýrlandsher mun hafa fengið yfrið nægan tíma til að undirbúa sig!
Nú er búð að ræða hugsanlega árás í tvær vikur.
Eftir ákvörðun Obama að vísa ávörðun til þingsins, bætist a.m.k. við vika.
Þannig að Sýrlandsher fær a.m.k. 3 vikur til undirbúnings, áður en árásirnar hefjast - í fyrsta lagi.
- Punkturinn er sá, að ef á þeim tíma Sýrlandsher verður ekki búinn að koma mikilvægum hergögnum, sem herinn hefur ekki efni á að missa, í öruggt skjól.
- Þá er herinn eingöngu skipaður imbum sem ekkert erindi hafa til þess að hafa menn til umráða.
En þ.e. í reynd mjög einfalt, að forða hergögnum frá hugsanlegum árásum - - sama trixið og t.d Hamas beitir á Gaza svæðinu, eða Hesbollah í Líbanon.
Að staðsetja þ.s. þeir mega ekki missa, undir íbúðablokkum, í bílakjöllurum slíkra.
Það má einnig, taka neðstu hæð slíkra bygginga yfir, ef vantar bílakjallara.
- En þ.e. öruggt að þó ekki sé nema vegna pólit. ástæðna, þá mun ekki vera ráðist á skotmörk, þ.s. verulegar líkur eru á mannfalli óbreyttra borgara.
- Þetta getur her Sýrlands notfært sér, tja eins og Hamas gerir á Gaza.
Obama administration struggles to build case for Syria strikes
Ég er ekki hissa á því ef Obama mun ganga illa að sannfæra bandar. þingið, en málið er - að það eru líkur á því að menn eins og Mc Cain sem vilja miklu harðari aðgerðir gegn Assad, sjái að sú takmarkaða árás sem Obama vill framkvæma - er gersamlega gagnslaus.
Þá meina ég, frá forsendum þeim sem Mc Cain horfir á málið út frá þ.e. "regime change."
Eða a.m.k. gera nægilega mikið, til að breyta verulega vígstöðunni andstæðingum Assads í vil.
Það virðist afskaplega ólíklegt að þessar takmörkuðu árásir, nái að hafa einhver umtalsverð áhrif á vígstöðuna.
- Og á hinum kantinum, munu vinstri sinnar innan Demókrata flokksins, vera andvígir slíkri árás í prinsippinu, alveg burtséð frá því - hvort hún hafi einhver áhrif á vígstöðuna eða ekki.
Málið getur því lent milli tveggja elda þ.e. annars vegar gengur það hvergi nærri nægilega langt skv. haukum eins og Mc Cain, á hinn bóginn taka vinstri sinnarnir innan Demókrata flokksins ekki í mál að gera nokkra árás yfirleitt.
Milli þessara fylkinga, gæti niðurstaðan orðið að málið fellur! Eins og átti sér stað fyrir viku á breska þinginu.
Ef það gerist, gæti Hollande forseti Frakklands litið frekar aulalega út.
Frances François Hollande takes risk backing action on Syria
Ef Obama ætlar sér að hafa áhrif á hegðan ríkisstjórnar Assads, með loftárásum!
Mun þurfa að staðsetja heilan flota skipa við strönd Sýrlands í langan tíma. En það má hugsa sér að Obama hóti því - að héðan í frá muni ætíð koma loftárás. Ef þ.e. beitt efnavopnum, látum vera hver bar akkúrat ábyrgð á þeirri árás en það getur vel verið að Sýrlandsher hafi framkv. hana.
Ef Obama gerði þetta, að staðsetja 24kl.st. vakt nægs flugflota nægilega nærri Sýrlandi, til þess að árás væri unnt að framkvæma með örfárra klukkustunda fyrirvara - héðan í frá.
Þá væri vel hugsanlegt, að þannig geti Obama haft áhrif á hegðan Sýrlandsstjórnar.
Hindrað frekari notkun efnavopna af hálfu Sýrlandsstjórnar.
Fælt með öðrum orðum, Sýrlandsstjórn frá því að beita efnavopnum.
En þá hefur Sýrlandsher vart nægan tíma til að koma mikilvægum búnaði í skjól.
--------------------------------
En ef þessi árás er bara "one off" verði fælingaráhrif líklega engin - - þvert á móti. Eftir allan þennan tíma, þegar loks árásin er framkvæmd - - eftir að Sýrlandsher hefur haft nægan tíma til að koma mikilvægasta búnaðinum í öruggt skjól.
Þá gæti allt eins slík "one off" árás sannfært Assad um það, að það væri algerlega óhætt. Að beita efnavopnum, því hann treysti sér til að lifa með afleiðingunum.
Segjum að Assad geri síðan ekki neitt af slíku tagi í nokkurn tíma. Obama kallar flotann heim aftur. Þá í líklega í annað sinn, mundi ríkisstj. Obama vera sein aftur til viðbragða, aftur taka 2 - 3 vikur þar til e-h gerðist, og aftur væri árásin líklega jafn áhrifalítil.
Niðurstaða
Það kemur í ljós. En mig grunar að Obama sé einungis að þessu. Til að friðþægja aðila á Bandar. þingi og utan Bandar. sem hafa verið að krefjast aðgerða gegn Sýrlandi. Hann sé að gera það minnsta sem hann í vissum skilningi, kemst upp með.
Hann hafi í reynd ekki áhuga á nýju stríði.
Ætli að humma þá kröfu af sér.
Kannski dugar honum að málið falli á þinginu.
T.d. krefst Tyrkland þess að vesturveldin a.m.k. safni liði við landamæri Sýrlands, og hóti innrás, beiti á meðan liðsafnaðinum stendur stöðugum loftárásum til að lama her Sýrlandsstj. - ásamt hótun um innrás ef Assad segir ekki af sér: Vulnerable Turkey attacks US stance on Syria
Erdokan telur viðbrögð Vesturveldanna langt í frá fullnægjandi.
Ég segi það á móti, Edokan hefur nægilega sterkan her, til að geta sjálfur tekið málið að sér.
Hann vill að aðrir taki áhættuna og kostnaðinn!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.9.2013 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.9.2013 | 01:02
Grænorkubylting Angelu Merkelar orðin að skaðræðisskrímsli
Það er mjög áhugaverð gagnrýni í Der Spiegel, og ég fæ ekki betur séð en að stjórn Angelu Merkel sé að nálgast málið með eins heimskulegum hætti og hugsast getur.
Vandinn sem birtist almenningi er hæsta orkuverð í Evrópu, en þ.s. verra er - síhækkandi.
Það er farið að valda verulegum vandamálum!
Þetta kemur verst við fátæka - sem eiga í vaxandi vanda við það að kynda eigin hús eða íbúðir.
Og þ.s. verðin munu hækka frekar í framtíðinni - stefni í alvarlegan vanda, líklega.
Germany's Energy Poverty: How Electricity Became a Luxury Good
"Consumer advocates and aid organizations say the breaking point has already been reached. Today, more than 300,000 households a year are seeing their power shut off because of unpaid bills. Caritas and other charity groups call it "energy poverty.""
"When Stefan Becker of the Berlin office of the Catholic charity Caritas makes a house call, he likes to bring along a few energy-saving bulbs. Many residents still use old light bulbs, which consume a lot of electricity but are cheaper than newer bulbs. "People here have to decide between spending money on an expensive energy-saving bulb or a hot meal," says Becker. In other words, saving energy is well and good -- but only if people can afford it."
- "In the near future, an average three-person household will spend about 90 a month for electricity. That's about twice as much as in 2000."
- Miðað við gengi dagsins, 14.350kr.
- Eða 172.292 á ári.
- "According to a current study for the federal government, electricity will cost up to 40 cents a kilowatt-hour by 2020, a 40-percent increase over today's prices."
Vandinn er ekki síst hvernig styrktarkerfið er byggt upp, en þ.e. sett gjald á raforku sem er framleitt með hefðbundnum aðferðum, síðan er það notað til að tryggja tiltekið fast verð til framleiðenda.
Það virkar þá þannig, að hver sá sem setur upp vindmyllu hvort sem hún er stór eða lítil, eða sólarhlöður.
Er tryggt fast verð fyrir rafmagnið - og orkuveiturnar í Þýskalandi verða að kaupa það, burtséð frá því hvort þ.e. þörf fyrir það tiltekna rafmagn akkúrat þá stundina á þeim stað eða ekki.
Þetta tryggða verð, þarf síðan að endurskoða reglulega af embættismönnum, vegna stöðugra kostnaðarhækkana innan kerfisins - - en til að viðhalda hraðanum á uppbyggingunni, er verðið sett upp þannig að alltaf sé gróði af því að setja upp vindmyllu eða sólarhlöðu.
Þetta auðvitað skapar þessa stöðugu kostnaðarhækkanir:
- Hvatningin er ekki til skilvirkni, þ.s. þú færð meir eftir því sem þú framleiðir meir, þá viltu framleiða sem mest og byggja upp sem hraðast flr. myllur eða sólarhlöður.
- Og þ.s. veiturnar verða að kaupa rafmagnið, þá er verið að setja upp stöðvar og sólarhlöður algerlega burtséð frá því, hvort þ.e. hagkvæmt fyrir kerfið í heild eða ekki.
- Síðan má ekki gleyma kostnaðinum af öllum rafstrengjunum sem þá þarf, til að tengja við orkukerfið fjölda framleiðenda sem eru fjarri þeim svæðum, þ.s. orkuþörfin er mest.
- Ekki síst, stórfellt hefur dregið úr áreiðanleika orkukerfisins - þ.e. stöðugt verður erfiðara að fást við orkutoppana sem koma þegar t.d. er sólríkt eða þegar nóg er af vindi víða, og orkulægðirnar t.d. þegar fer saman að þ.e. skýjað og lygnt. Þá þarf að keyra dísilrafstöðvar og jafnvel kolaver.
Það framkallar áhugaverðan vanda - þann að losun CO2 frá orkukerfinu hefur aukist!
- "While the amount of electricity from renewable energy rose by 10.2 percent in 2012, the first year of the new energy policy,..."
- "...the amount of electricity generated in hard coal and brown coal plants also increased by 5 percent each. "
- "As a result, German CO2 emissions actually increased by 2 percent in 2012."
Svo á brjálæðið eftir að versna um helming - vegna þess að ríkisstjórn Þýskalands, ætlar sér með óskaplegum kostnaði - að láta reisa mikinn fjölda risavindmylla úti á hafi.
Ásamt gríðarlegum rafstrengjum hundruð km. löngum.
Og þá stendur til að tryggja fjárfestum - - enga áhættu!
" By 2020, offshore wind turbines are expected to generate up to 10 gigawatts of electricity, theoretically as much as eight nuclear power plants. To attract investors, the government has created the best possible subsidy conditions, so that operators will be paid 19 cents per kilowatt-hour of offshore electricity, or about 50 percent more than from land-based wind farms. The government has also assumed the liability risk for the wind farm operators. If anything goes wrong, taxpayers will bear the cost. "
En þegar hvatningunni - - engin kostnaðaráhætta.
Er bætt ofan á hvatninguna - - tryggður gróði.
Þá er ljóst að hreint byggingarbrjálæði hefst!
Kostnaðurinn við rafmagnið frá veitunum úti á hafi, er áætlaður töluvert hærri - en þó frá dýru vindmyllunum uppi á landi.
"Experts believe that because of the more challenging conditions, the power offshore wind turbines generate will be consistently two to three times as expensive as on land. Although the wind blows more consistently at sea, this comes far from offsetting the higher costs."
Ég held að það hljóti að vera hafin stórfelld uppreisn gegn hratt hækkandi orkuverði, löngu fyrir 2020.
Niðurstaða
Það er ekki furða að gagnrýnin verði sífellt háværari. Þ.e. þó komin upp hugmynd að hugsanlegri lausn. Sem er að taka upp sænska kerfið. Sem er miklu mun einfaldara í rekstri. Og inniheldur ekki slíka áhættusama hvata, sem styrkjakerfi Angelu Merkelar gerir.
Skv. Spiegel gengur rekstur sænsku veitanna miklu betur og orkuverð til notenda er ekki að hækka með nærri því sambærilegum hætti.
Það er spurning hvað gerist - - en þeir stóru aðilar sem reisa vindmyllur, líklega hafa hag af því að viðhalda núverandi "sukk" kerfi.
Þ.s. það tryggir þeim - - öruggan gróða. Og þ.s. betra er frá þeirra sjónarhóli, vaxandi.
Þegar óeðlilegt ástand er búið til - - er alltaf hætta á pólitískri spillingu.
Og þá ekki síst þegar stjarnfræðilega upphæðir eru í spilum.
En svona getur þetta ekki gengið - ég held að það sé algerlega ljóst.
Að auki grunar mig, að óskynsamlegt sé að ætla að loka kjarnorkuverunum þetta hratt, þ.e. einungis á einum áratug að ætla að láta svo stórt hagkerfið sem það þýska, skipta út 1/3 af sinni raforkuframleiðslu á það stuttum tíma.
Bæta a.m.k. 10 árum við, jafnvel 20. En á 20 árum ættu nýrri kjarnaofnarnir ná því að klára nokkurn veginn endingartíma sinn.
- Og ég hef ekki enn nefnt, að þ.e. ekki einungis hætta á vaxandi "orkufátækt" eins og Spiegel kallar þetta - - heldur er það góð spurning.
- Hvaða áhrif hratt hækkandi orkuverð hefur á samkeppnishæfni þýsks iðnaðar.
Kv.
Bloggfærslur 5. september 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar