10.9.2013 | 23:39
Sýrland viðurkennir efnavopneign, segist samþykkja eftirlit aðila á vegum SÞ með efnavopnabirgðum sínum
Skv. tilkynningu sýrlenskra stjórnvalda, óska þau nú eftir aðild að alþjóðlegum sáttmála um efnavopn, sá bannar ekki ríkjum beint að eiga efnavopn, en bannar notkun þeirra í stríði, og að auki aðildarríki sáttmálans verða að gera lýðum ljóst - hvað þau eiga af efnavopnum.
Ég þekki ekki hvort sáttmálinn felur í sér kvöð um eftirlit óháðra aðila með þeim birgðum.
En skv. erlendum fjölmiðlum, ætla stjv. Sýrlands að bjóða eftirlitsaðilum frá SÞ, Rússlandi og ónefndum 3. ríkjum. Að skoða efnavopnageymslur sýrl. hersins.
Og að auki, lofa sýrl. stjv. að hætta frekari framleiðslu efnavopna.
En skv. þessu, felur þetta ekki í sér - loforð um það, að eyða efnavopnum.
Enda bannar sáttmálinn um efnavopn - eins og ég sagði - ekki beint, efnavopnaeign.
Russias Syria plan hits diplomatic obstacles
Syria vows to give up chemical weapons, no deal yet at U.N.
Syria Admits It Has Chemical Weapons
Ekki ólíklegt að Rússar hefi beitt stjórnvöl Sýrlands þrístingi!
En stj. Sýrl. geta örugglega ekki verið án - vopnasendinga Rússa. Engin leið að vita hverju Rússar kunna að hafa hótað.
En þ.e. a.m.k. allt eins líklegt - að ákvörðun Assads sé vegna þrýstings Rússa.
Eins og að sú ákvörðun sé v. ótta við loftárásir Bandaríkjanna.
- Deilur virðast nú um ályktun sem Frakkar og Bretar voru að semja, þ.s. þess er krafist að Sýrlandsstjórn, afhenti efnavopn sín. Og láti eyða þeim, tja - eins og var gert við efnavopn Saddams Hussain, eftir fyrra Persaflóa stríð Bandar. og Íraks. Þ.s. her Saddams var hrakinn frá Kuvait. Að auki segir í því uppkasti, að stjv. Sýrlands séu sek um mannskæða efnavopnaárás þá sem deilt hefur verið um, þess krafist að þeir seku séu dregnir fyrir Stríðsglæpadómstól SÞ, og ekki síst - sett inn tilvísun á 7. gr. stofnsáttmála SÞ sem heimilar hernaðaraðgerðir gegn ríki sem ógnar heimsfriði, með öðrum orðum - að ef stjv. Sýrland fara ekki í einu og öllu eftir þeirri ályktun, myndi Sþ veita fulla heimild til hernaðaraðgerða gegn Sýrlandi á grunni 7. greinarinnar. Bendi fólki á, að sú grein hefur einungis eitt skipti verið notuð - þ.e. stríðið í Kóreu 1949-53.
- Þannig séð má segja, að þarna séu Bandar. og Frakkland - að ganga á lagið.
- Líkur virtust á því, að Rússar myndu beita - neitunarvaldi innan Öryggisráðsins gegn slíkri ályktun.
Það virðist að Rússar vilji ganga skemur, þ.e. setja innsigli á efnavopnageymslur sýrl. hersins og tryggja að eftirlitsmenn SÞ og annarra aðila séu reglulega að fylgjast með því, að þær vopnabyrgðir séu óhreyfðar.
Að auki hafna þeir því að ályktað sé um það, hver er sekur um hina umdeildu efnavopnaárás. Og ekki síst, mjög líklega hafna því - að veita heimild á grundvelli 7. greinar Stofnsáttmála Sþ.
Þessi óvænti samningsvilji Sýrlandsstjórnar - getur dregið úr líkum þess að Bandaríkjaþing samþykki að veita Obama heimild til að gera árás á Sýrland!
"Amid opinion polls showing weak public backing for US intervention in Syria, there were new signs that the administrations support in Congress was also fracturing. Among the senators who said on Tuesday they would oppose the strikes were Mitch McConnell, the leading Republican in the Senate, and Ed Markey, the Massachusetts Democrat who only recently won Mr Kerrys old Senate seat."
Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu máli.
En einn möguleiki getur verið sá, að Rússar og Sýrlendingar - ætli sér að hafa áhrif á innanlandspólitík í Bandaríkjunum.
Enda sína allar skoðanakannanir mikla andstöðu almennings í Bandar. gegn nýju stríði í múslimalandi.
Deilur um nýja ályktun SÞ, gætu tekið marga daga.
Á meðan, ættu umræður um hugsanlega árás, að hefjast mjög fljótlega. En Bandaríkjaþing koma saman úr sumarfríi sl. mánudag.
Kæmi mér ekki á óvart ef þingleg umræða hefst í þessari viku.
Á sama tíma verða líklega deilur Rússa og Bandar. + Frakklands, í fullum gangi í Öryggisráðinu.
Ef þingið segir - Nei. Áður en þ.e. komin niðurstaða í Öryggisráðinu.
Væri samningsstaða Bandar. veikluð. Bandaríkin mundu missa "andlit" en Rússar græða að sama skapi.
Niðurstaða
Hið nýja útspil Sýrlands líklega að undirlagi Rússa. Sem verður að segja að eru "slóttugir" andskotar. Gerir stöðu deilunnar um efnavopn Sýrlands áhugaverðari en áður. En þetta er í fyrsta sinn sem stjv. Sýrlands formlega viðurkenna efnavopnaeign. Þ.e. alveg öruggt, að stjv. Sýrlands hafa engan áhuga á því - að láta þau vopn af hendi. En það getur vel verið, að ásættanlegt sé fyrir þau. Að efnavopnageymslurnar verði settar undir eftirlit óháðra aðila og innsiglaðar.
Slíkir eftirlitsmenn geta alltaf verið reknir - síðar. Og innsiglin rofin.
Það má vera, að Rússar bandamenn Sýrlands, hafi meiri áhyggjur af hugsanlegri loftárás Bandar. á Sýrland, en stjv. Sýrlands sjálfs - ekki síst vegna flotastöðvar Rússa á strönd Sýrlands. Eini aðgangur Rússa að Miðjarðarhafi.
En þeir ef til vill óttast, að slík árás hleypi af stað dóminói. Fyrsta skrefið í því að Bandar. stingi sér á bólakaf í átökin í Sýrlandi.
Ekki má heldur gleyma því, að ef ekkert verður af árás Bandar., eftir allan hávaðann í kringum málið, t.d. eftir atkvæðagreiðslu á Bandar.þingi - - og síðan verður sú leið sem Rússar vilja fara. Ofan á.
Þá mun Rússland hafa unnið sig á - í áliti. Meðan Bandaríkin munu hafa tapað og Frakkland einnig sbr. "gain face - loose face."
Rétt að fylgjast áfram með fréttum!
Ps: Eins og kom fram í morgunfréttum hefur Obama ákveðið að formlega setja árás á Sýrland í frest. Sem líklega þíðir að afgreiðsla þingsins á Capitol Hill Washington er einnig frestað:
US and Russia head for UN over Syria
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 11.9.2013 kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Bloggfærslur 10. september 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar