S-Kórea og Bandaríkin styðja hvort sitt fyrirtækið!

Það vakti athygli að Obama forseti beitti um helgina neitunarvaldi á ákvörðun úrskurðarréttar um brot á reglum um "patent" eða einkaleyfi innan Bandaríkjanna. Forseti Bandaríkjanna hefur ekki beitt neitunarvaldi gegn úrskurði þess sérdómstóls síðan Ronald Reagan árið 1987 einnig beitti neitunarvaldi og þá vill svo merkilega til - að Samsung fyrirtækið átti einnig í hlut. Þó ekki Apple.

En ef Obama hefði ekki beitt því neitunarvaldi, hefði innflutningur á eldri gerðum i-Phone og i-Pad til Bandaríkjanna verið bönnuð, eftir að úrskurðað var að Apple væri að brjóta á einkarétti Samsung fyrirtækisins. 

Hér er áhugaverð útskýring frá Financial Times á málinu:

Obama veto in ITC case justified but reform is necessary

  • "It concerned a so-called “standard-essential patent” – in this case, for technology that is necessary to make a mobile phone work on a 3G network."
  • "Most of the value in this technology lies not in its inherent advantages but in the fact of its adoption, which prevents the use of incompatible alternatives that are otherwise just as good."
  • "Industry conventions dictate – and, increasingly, antitrust regulators are insisting – that holders of such patents should licence them to all-comers on reasonable, non-discriminatory terms."

Eins og ég skil þetta, á Samsung "patent" eða einkaleyfi á því að tengja farsíma við 3G net.

Það skiptir í reynd ekki máli akkúrat hvaða tækni sé notuð þó hún sé ekki sambærileg akkúrat við þá 3G tækni sem Samsung er með.

Fyrirtæki sem framleiða 3G tæki, verði að greiða "royalti" til Samsung.

Á sínum tíma hafi ekki samkomulag náðst um þetta atriði milli Apple og Samsung, stjórnendur Apple talið kröfur stjórnenda Samsung of háar.

En Samsung hafi þá hafið málsókn gegn Apple. Þetta mál sé nú búið að velkjast um bandaríska dómskerfið í nokkur ár, með ærnum tilkostnaði.

  • Mér virðist skv. lýsingu ritstjóra Financial Times - að slík allsherjar einkaleyfi séu sérdeilis óheppileg, og eiginlega rangt að veita þau.

Tek því undir þ.s. ritstjórinn sagði - "Nonetheless, Mr Obama has vetoed a decision that deserved to be reversed."

Það þurfi að breyta lögum um "patent" eða einkaleyfi innan Bandaríkjanna, en rétt að árétta að þetta er einungis skv. lögum sem í gildi eru innan Bandaríkjanna, þannig að "royalti" krafa Samsung nær bara til yfirráðasvæðis laga og dómstóla Bandaríkjanna.

Þetta er að verða að utanríkismáli milli Bandaríkjanna og S-Kóreu skv:

Seoul hits at Obama’s Apple veto in patent dispute

 "South Korea’s trade ministry on Monday criticised the US president’s weekend veto of a patent infringement ruling against Apple, expressing “concern over the possible negative impacts that this kind of decision could have on Samsung Electronics’ patent rights”."

Það áhugaverða er að á nk. föstudag fellur annar dómur fyrir einkaleyfaúrskurðarrétti Bandaríkjanna í máli Apple gagnvart Samsung, um sambærilega kröfu þó sú krafa eigi við um annað atriði.

Eins og fram kemur í fréttaskýringu, er talið ólíklegt að Obama beiti neitunarvaldi, ef Samsung tapar því máli.

"The South Korean ministry said it would closely monitor the ruling expected on Friday and the US government’s subsequent response to it."

"“We expect the decision to be fair and reasonable,” the ministry said."

Ég á í sjálfu sér ekki von á því að þetta verði að meiriháttar milliríkjadeilu á milli S-Kóreu og Bandaríkjanna, en eftir allt saman á S-Kórea mikla hagsmuni af góðum samskiptum við Bandaríkin.

En augljóslega hefði Apple orðið fyrir töluverðu tapi ef eldri gerðir i-Phone og i-Pad hefði ekki mátt selja innan Bandaríkjanna, þ.s. þau eru í dag á lækkuðum verðum.

Og því margir í dag sem treysta sér til að fjárfesta í þeim tækjum núna, sem áður höfðu ekki efni á þeim.

Þetta atriði skapar tortryggni um ákvörðun Obama, að þarna sé verið að fara á svig við lög - til að vernda hagsmuni bandarísks fyrirtækis.

Sjálfsagt skýrir sú tortryggni orðalag athugasemdar s-kóreanska ráðuneytisins.

Sumir óttast að ákvörðunin muni gera bandaríkjunum erfiðar um vik, að fylgja eftir "Intellectual protection rights" ákvæðum í 3-ríkjum.

Ef ríki telja að Bandaríkin framfylgi einungis lögunum heima fyrir, þegar útkoman er eigin fyrirtækjum í hag.

  • Spurning hvort að Obama þá beitir ekki neitunarvaldi einnig gagnvart seinni ákvörðuninni?

Ef Samsung tapar seinna málinu.

Niðurstaða

Eigum við ekki að segja að þetta mál sýni hve mikið er í húfi fyrir lönd, þegar risafyrirtæki takast á í réttarsölum. En í dæmi Samsung og Apple virðast upphæðir í húfi vera af ákaflega svimandi taginu. Og töluverður fjöldi starfa getur verið í húfi.

En það má einnig vera að rétt sé gagnrýni þeirra sem segja "patent" kerfi Bandaríkjanna, og líklega ýmissa annarra ríkja vera úrelt. Í reynd skaðlegt.

Tja, ef menn geta fengið "patent" á öll 3G samskipti, og fengið "royalti" frá öllum sem framleiða slík tæki, þá virðist það ákaflega gallað fyrirkomulag.

 

Kv.


Áhugaverð árskýrsla "B.I.S" setur í samhengi lélegan hagvöxt í heiminum ásamt hratt vaxandi skuldum ríkja!

Sjá hlekk á skírsluna: 83rd Annual Report 1 April 2012–31 March 2013. Eitt sem er ljóst af lestri hennar er að innan Bank Of International Settlements ráða "austerians" þ.e. þeir sem telja að samhengið milli ríkisskulda og hagvaxtar sé skýrt þ.e. skuldir stuðli að minni hagvexti og að sama skapi sé líklegt til að auka hagvöxt að skera niður.

Þeir með öðrum orðum, eru fylgjandi kenningunni sem hefur verið keyrt á innan ESB, að niðurskurður sé leiðin til að skapa hagvöxt.

Eitt vandamálið við þá kenningu er einfaldlega, að samhengið á milli skulda og hagvaxtar er alls ekki augljóslega með þeim hætti, að skuldir valdi minni hagvexti.

Það er auðvitað alveg rétt hjá þeim að fylgnin milli skulda og hagvaxtar er mjög sterk þ.e. mjög skuldug ríki hafa vanalega mjög slakan hagvöxt og öfugt, skuldlítil ríki eru oftast nær með frekar góðan hagvöxt.

En sambandið getur allt eins verið með þeim hætti, að lítill hagvöxtur valdi skuldum - - ekki síst, að kreppur valdi versnandi skuldastöðu sbr. minnkandi tekjur ríkis, af því leiðir t.d. vaxandi hallarekstur.

  • Leiðin að minnka skuldir, sé því sú að - - skapa hagvöxt.

Þeir blása líka á það, að niðurskurður geti verið "self defeating" vegna þess að svokallaðir "fiscal multipliers" séu óvenju háir við núverandi aðstæður - - þ.e. að 1% niðurskurður valdi meiri samdrætti við núverandi kreppuaðstæður en oft áður.

  • Þeirra hvatning er að ríki taki til hendinni - ekki bara Evrópa, heldur þau ríki Asíu sem eru skuldsett, og Bandaríkin - - og skeri niður.
  • Þó ég fölni við tilhugsunina um það, hvað raunverulega mundi gerast, ef af því yrði að eftir þeim ráðleggingum væri raunverulega farið.

Þessi deila hefur verið sérdeilis hávær seinni misserin - - "austerians" hafa einnig tilhneigingu til að hafa ímugust á peningaprentun, en seðlabankar geta tryggt eigin ríkissjóð peninga á mjög hagstæðum kjörum - burtséð frá skuldastöðu og einnig afstöðu markaða til skulda þess ríkis.

Það leiðir auðvitað til þess - - að það tiltekna ríki, hefur fleiri valkosti en t.d. aðildarland evru, sem ekki hefur það val að fá ódýrt fé frá eigin seðlabanka og er því háð vilja markaða, og fjármálastofnana.

 

Myndin að neðan sýnir mjög vel hve hagvöxtur í heiminum er lélegur!

Takið eftir því - að sú heimsálfa sem fer lengst í niðurskurði.

Eins og "austerians" vilja - einnig hefur langsamlega lélegasta hagvöxtinn.

Og einnig þar er atvinnuleysi í aukningu.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/world_economy.jpg

Það er áhugavert að þeir segja það - - "unclear" af hverju hagvöxtur hefur verið lélegri allra síðustu ár, en tja árin á undan.

En ég er ósammála því - - að það sé "unclear."

Það hafa orðið digrar efnahagsbólusprengingar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

En Bandaríkin eru að standa sig verulega betur í því, að komast upp úr þeim vanda er varð til.

"Economic growth in almost all the major advanced economies has slowed significantly compared with the pre-crisis years. Between 2010 and 2012, real GDP in the advanced economies expanded by an annual average of only 1.3%, compared with 2.3% between 2001 and 2007 (Graph III.1) and 2.7% between 1979 and 2007. The only major exception is Germany, which bounced back from a period of stagnation in the early 2000s. In the emerging market economies (EMEs), GDP growth slowed to an annual average of 5.6% in 2010–12, down from 7.5% between 2001 and 2007, and 6.3% between 1979 and 2007."

Það auðvitað eru "spillover" áhrif af lélegri hagvexti í Bandaríkjunum og Evrópu, yfir til "nýmarkaðslanda" sem eru háð "ríku" löndunum um markaði.

Minni hagvöxtur leiðir þar leiðir þá beint til minni hagvaxtar í "nýmarkaðslöndum" og auðvitað lélegri vöxtur í báðum hópum ríkja, til slakari hnattræns vaxtar.

"General government gross debt is expected to continue increasing in numerous advanced economies. In 2013, it is projected to be close to 230% of GDP in Japan; over 180% in Greece; over 140% in Italy and Portugal; close to 130% in Ireland; around 110% in the United States, the United Kingdom and France; and near 100% in Belgium and Spain. By contrast, it is projected to be below 90% and close to stabilising in Canada and Germany (Table IV.1). "

Sko, ég sé enga færa leið til þess að mögulegt sé að "skera" sig niður úr skuldum vel yfir 100% af þjóðarframleiðslu - - en það þarf að muna að þetta eru lýðræðiskerfi.

Aðgerðir stjórnvalda þurfa að hafa stuðning.

"But progress has not been uniform across advanced economies. The largest adjustment has taken place in economies facing financial market pressures. Among the countries under EU-IMF financial support programmes, Greece is expected to have improved its underlying primary balance by almost 17 percentage points of potential GDP by the end of 2013, while Ireland and Portugal are expected to have improved theirs by 7.3 and 6.8 points, respectively. As for countries whose governments still enjoy financial market access, Spain’s underlying primary balance will have improved by 8.3 percentage points and Italy’s by 5.1 points (Table IV.1). By contrast, the pace of adjustment has been slower in those countries where market pressures have been less intense. Within the euro area, France will have raised its underlying primary balance by 4.9 percentage points, while the figures for the Netherlands, Austria and Belgium are 3.5, 2.4 and 2.3 points, respectively. "

Takið eftir notkun þeirra á orðinu "progress" en það virðist notað þannig að niðurskurður sé form af "progress" þannig að lönd sem skera meir niður hafi meira af þessum "progress" en þau sem skera minna þá einnig minna af þeim "progress."

  • Takið eftir skuldastöðu Grikklands - - að þrátt fyrir 17% af þjóðarframleiðslu niðurskurð!
  • Stefnir skuldastaðan samt í 180% af þjóðarframleiðslu.
  • Og það þrátt fyrir ath. - - að skuldir hafi verið skornar niður tvisvar.

Það sem auðvitað ræður mestu um þessa stöðu - - er hið hrikalega hrun í hagkerfinu þ.e. um 25%.

Og að, enn virðist ekki í augsýn í reynd að það sé stopp á því.

Að sjálfsögðu er minnkun ríkisins - - ekki gott í sjálfur sér. En í þeim löndum þ.s. mest er verið að minnka ríkisútgjöld. Er einnig verið að skera niður og það hressilega þjónustu við almenning.

Og því félagslega endurdreifingu sem á sér stað, þannig að félagsleg fátækt er í aukningu.

Hröð aukning á fátækt samfara hraðri aukningu atvinnuleysis - - er hættulegur kokteill.

" By end-2013, the United Kingdom and the United States will have improved their underlying primary balances by 3.3 and 4.8 percentage points of potential GDP, respectively, since 2009. Only Japan has experienced a deterioration of its underlying primary balance, partly due to post-earthquake rebuilding efforts. In view of a projected 2013 headline deficit that exceeds 10% of GDP, restoring Japan’s fiscal health remains a huge challenge (Table IV.1)"

Japan hefur tekið þá ákvörðun að fylgja allt - allt öðru módeli.

Það verður auðvitað áhugavert að sjá árangurinn af þeirri tilraun, en þar hefur verið tekin ákvörðun að - auka verðbólgu. Og seðlabankinn fjármagna aukna eyðslu og því halla ríkisins með prentun.

Stendur til að 2-falda peningamagn í umferð. Og auka verðbólgu í 2%. Til þess að fá þá sem eiga peninga til að verja þeim til einhvers hlutar í stað þess að sitja á þeim.

En mér er ekki mögulegt að sjá að unnt sé að greiða niður skuldir upp á 230% með því að greiða þær til baka á "núvirði" nema að hagvöxtur sé aukinn. Stækkandi hagkerfið leiðir auðvitað til þess að skuldastaða miðað við þjóðarframleiðslu minnkar.

En sögulega séð, þegar skuldastaða er svo ferleg orðin - - beita ríki tveim tegundum af trixum, ef ekki tekst að fara hagvaxtarleiðina:

  1. Verðbólgu.
  2. Financial repression" þ.e. að virðislækka skuldir sínar annaðhvort með beinum hætti eða óbeinum. 

Það geta ríki gert sem hafa eigin seðlabanka og eiga allar sínar skuldir í eigin gjaldmiðli.

En lönd sem skulda í öðrum en sínum eigin - - þau geta raunverulega orðið greiðsluþrota.

Það hafa mörg lönd orðið einmitt greiðsluþrota í hagsögunni.

------------------------------------------

Að neðan halda þeir því fram - - að "austerity" sé víst að virka í ESB, en þá rökstyðja þeir þetta eins og maður myndi eiga von á að aðilar frá Seðlabanka Evrópu myndu.

En þ.e. rétt að síðan um mitt sl. ár hefur vaxtakrafa markaða gagnvart ríkissjóðum aðildarlanda evru í vanda lækkað verulega, Grikklands mest - - en þ.e. ekki vegna þess að markaðir hafi allt í einu sannfærst vegna þess að löndin væru að skera niður.

Enda er skuldastaða Grikklands þrátt fyrir 17% af þjóðarframleiðslu niðurskurð, og tvær eftirgjafir af skuldum, samt langt í frá að vera sjálfbær í kringum 180% af þjóðarframleiðslu.

Með algerlega ósjálfbæra stöðu enn til staðar, er ekki rökrétt að markaðir séu að róast. 

Líklega að annað sé í gangi!

"For countries that have implemented the largest adjustments, fiscal consolidation has already begun to pay off in the form of improved financial conditions. Within the euro area, Ireland, Italy, Portugal and Spain have seen their sovereign bond yields (Graph IV.3, left-hand panel) and credit default swap (CDS) spreads decline substantially over the past year."

  • "In Ireland, yields fell from a peak of roughly 14% in mid-2011 to less than 4% at end-May 2013, and the government has been able to return to the market by issuing bonds of various maturities. Portugal has also regained market access recently."
  • "The private sector has also benefited. The CDS spreads of banks and other financial intermediaries have fallen substantially over the past year, leading to sizeable declines in banks’ borrowing costs (Graph IV.3, centre panel)."
  • "Likewise, non-financial corporate bond yields in Italy and Spain have come down considerably from their peaks (right-hand panel)."
  • "Certainly, the improvement in broad financial conditions reflects not only the reduction of fiscal deficits but also euro area-wide measures such as the ECB’s three- year longer-term refinancing operations (LTROs) and the announcement of the Outright Monetary Transactions (OMTs) facility. Nevertheless, the long-run viability of these programmes ultimately hinges on countries’ carrying out the necessary fiscal adjustment. They do not substitute for fiscal consolidation, but complement it." 

Það sem skipti öllu máli var einmitt "OMT" þ.e. loforð Mario Draghi sem hann fékk Bankaráð Seðlabanka Evópu til að samþykkja - - um kaup á skuldum aðildarríkja evrusvæði í vanda án takmarkana, að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

En markaðir sannfærðust þá um það, að Seðlabanki Evrópu myndi ekki heimila evrunni að hrynja, vegna skuldakreppu einstaks aðildarríkis.

Þá auðvitað í leiðinni sannfærðust markaðir um að Grikkland líklega yrði látið hanga innan evrunnar, nánast hvað sem það kostaði - - þ.e. nýjar eftirgjafir líklega myndu eiga sér stað.

Það eru sem sagt, væntingar um frekari - - niðurskurð skulda eftir þörfum.

Og um kaup án takmarkana sem jafngildir eiginlega trú markaða á prentun án takmarkana.

En sú trú getur reynst - - villa. 

En hingað til þ.s. ekki hefur reynt á þá trú þ.s. "OMT" hefur ekki enn verið beitt, þá er líklega svo að menn geta svolítið lifað í voninni meðan málið er enn óljóst.

 

Takið eftir þessari mynd - - en Bandaríkin eru að standa sig þarna svipað vel og nýmarkaðslönd!

Meðan að Evrópa er miklu mun lakari! Japan er á uppleið upp á síðkastið.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/business_activity_0005.jpg

Takið eftir því hve gríðarleg skuldastaða atvinnulífs í Svíþjóð er!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/private_debt_0002.jpg

Takið aftur eftir Svíþjóð - þar er skuldabyrði atvinnulífs mest!

Eins gott að þar verði ekki niðursveifla.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/debt_service_ratio_0003.jpg

Takið eftir að skuldir Evrópu aukast án hagvaxtar og almennings án aukningar eignaverðs!

Meðan að skuldir bæði ríkis og almennings aukast hlutfallslega hraðast af öllum löndum í Kína! Þó það sé líklega að gera það frá upphaflega lágri stöðu.

Enda eru hlutfallslegar skuldir hærri í Evrópu bæði ríkis og almennings.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/plot_0004.jpg

 

Niðurstaða

Mér list meinilla á þá hugmynd að öll 1. heims ríkin fari í allsherjar niðurskurðar aðgerðir á sama tíma. En vandinn er að þá er þess að vænta að mögnun áhrifa niðurskurðar "spilli" yfir landamæri, þ.e. það ástand sem við höfum séð innan evrusvæðis - muni einnig verða hnattrænt.

Vandinn er ekki síst sá, að þ.e. mjög erfitt að skilgreina "örugga" skuldastöðu við slíkar aðstæður. Oft talað um 60% fyrir þróuð lönd.

En við upphaf kreppu 2008 var Spánn í skuldastöðunni milli 38-39%, í dag nærri 100%. 

Augljóst var því 40% ekki einu sinni "örugg" skuldastaða fyrir svokallað þróað land, þó talað sé um 40% sem öruggt fyrir nýmarkaðs lönd.

Málið er að djúpar kreppur sem framkalla djúpann efnahagssamdrátt, einnig valda ríkinu miklu tekjutjóni - - sem þá leiðir til mikils rekstrarvanda og því hraðrar aukningar skulda.

Þá auðvitað leiðist fram sú staða - - að alvarlegur skuldavandi á sér stað í ástandi lítils eða einskis vaxtar.

Ef það væri þannig að niðurskurður væri svo "læknandi" aðferð, ætti Grikkland að vera tígurinn innan ESB - - ekki "the basket case."

Þ.s. staða Spánar í dag segir okkur - - er hve svakalega mikilvægt þ.e. að binda enda á kreppu með sem skjótustum hætti.

En um leið og hagvöxtur hefst, þá hætta tekjur ríkisins að minnka - - auknar tekjur skila sér í því að minna þarf að skera af ríkinu, áður en staða þess fer að verða jákvæð þ.e. tekjuafgangur.

Snöggur viðsnúningur einnig leiðir til minni skulda!

Auðvitað leiðir snöggur viðsnúningur til þess að framvinda er hagstæð, og traust er til staðar.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. ágúst 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband