Væri virkilega betra að stjórnun peninga væri í höndum einkaaðila?

Það hefur nefnilega ekki alltaf verið svo að ríki reki seðlabanka og sá fer með yfirumsjón með peningamálum í landi X eða Y eða Z. Fyrstu löndin til að taka upp þá nýung voru Bretland og Holland á 17. öld. Og lengi vel sátu þau ein af því kerfi. Meðan að önnur Evrópuríki beittu þeim leiðum er höfðu tíðkast frá síðmiðöldum í evrópsku samhengi.

Hið hefðbundna kerfi var það að einkaaðilar réðu yfir miklu fjármagni, þekkt nöfn úr sögu Evrópu eru De'Medici á Ítalíu og Fuggerarnir í Þýskalandi - - en þessi fjölskylduveldi á sitt hvoru tímabilinu réðu yfir miklum hluta evrópska hagkerfisins.

Algengt trix var að fjármagna styrjaldir - - en gegnt því að fá um tiltekinn tíma, einkarétt yfir námurekstri á tilteknu svæði í tiltekinn tíma, eða einhverju öðru - það gat allt eins verið einkaréttur á verslun á tilteknu svæði yfir tiltekið tímabil.

Auðvitað græddu þessar banksterafjölskyldur mun meir en þær lögðu til - sem lánsfé til baróna, kónga jafnvel keisara þessara tímabila.

Þeir voru mjög háðir fjármögnun þeirra - - auðvitað þurfti alltaf að láta af hendi einkarétt á einhverju svæði, stundum er grunað jafnvel að stríð hafi stöku sinnum verið fjármögnuð til að þær gætu sölsað undir sig - eignir eða nýtingarréttindi á tilteknu svæði.

En það var reglan í Evrópu um aldir að furstar, barónar, kóngar jafnvel keisarar - voru að slá lán til að fjármagna stríðin sín. T.d. er þekkt að Frakkland var meira eða minna á kúpunni stórann hluta af þeim tíma er Frakkland keppti um áhrif innan Evrópu við önnur konungsríki í styrjöldum sem voru nánast óteljandi.

Nánast þeir einu er ekki voru háðir auðugum fjölskyldum sem De'Medici eða Fugger, en það voru margar fleiri á umliðnum öldum þó þessi nöfn standi upp úr, voru Spánverjar - - meðan þeir enn voru að vinna hina auðugu silfurnámur í Chile - áður en þær tæmdust.

  • En þ.e. þ.s. er merkilegt við stofnun Hollendinga og Breta á Seðlabanka.
  • Er að við það, voru þessi lönd - - fjárhagslega sjálfstæð.
  • Þau voru ekki háð hinum ofsaríku evr. bankafjölskyldum.

Mig grunar að Holland hafi farið þessa leið vegna hins langa - frelsisstríðs við Spánverja, þ.e. rúmlega 30 ára langt. En þá var Spánn öflugasta herveldi Evrópu. Og Holland var í samfelldri styrjöld við það í svo langan tíma.

Þeir hefðu aldrei getað fjármagnað það með hinum gömlu leiðum!

Það var einmitt þar sem sú hugmynd kom, að landið stofnaði sinn eigin banka - - og fjármagnaði sjálft sig. Og Bretar kóperuðu þá hugmynd örfáum áratugum síðar.

Þessi lönd fóru sem sagt að reka sinn eigin seðlabanka og gjaldmiðil - - áður en 17. öldin var á enda.

En á sama tíma, héldu önnur lönd í Evrópu sig við hinar eldri aðferðir - - ég held að það sé rétt að Frakkar hafi ekki kóperað seðlabankaaðferð Breta og Hollendinga, fyrr en eftir frönsku byltinguna.

Á árunum þegar Napóleon fór eins og eldur í gegnum sinu - um heri evr. konungsríkjanna.

Eftir að Napóleónsstriðin voru búin - - höfðu öll konungsríkin í Evrópu tekið upp seðlabankakerfið sem miðjupunkt síns eigins gjaldmiðilskerfis.

  • Ég held að það sé nefnilega samhengi milli þess hve Bretum vegnaði ávallt betur í styrjöldum við Frakka á 18. öld, og þess að þeir áttu auðveldar með það að fjármagna eigin hernaðarútgjöld.

 

Spurningin var - - hvort væri betra að bakka aftur í gamla kerfið?

  1. Það sem þarf að skilja - - er að spurningin snýr að völdum.
  2. Hver hefur þau völd - - á fyrri öldum í krafti þess að vera megin fjármagnarar styrjalda í Evrópu, gátu nokkrar lykilfjölskyldur orðið óskaplega ríkar. Sennilega ríkari hlutfallslega en nokkur aðili var - - þ.e. meiri auður en einstök konungsríki réðu yfir á þeim tíma.

Auðvitað eru breyttir tímar í dag að því leiti að markaðskerfið er flóknara með miklu mun fleiri þátttakendum, sennilega því minna líklegt að einar eða tvær fjölskyldur geti átt svo rosalega hátt hlutfall auðæfa heillar heimsálfu. 

Á hinn bóginn eru líka til gríðarlega öflugar einkastofnanir í formi risabanka.

Ég þarf að benda á einn reginmun á því að búa við evru fyrir land eins og Spán, vs. land eins og Bretland sem hefur sterkan sjálfstæðan gjaldmiðil.

Dæmið er ekki - dvergríki eins og Ísland.

En hann er sá að aðildarríki evru eins og konungsríki fyrri alda voru, eru gríðarlega háð einkaaðilum um fjármögnun - - Seðlabanka Evrópu er meira að segja bannað að fjármagna ríki. Meðan að Seðlabanki Bretlands þ.e. Bank of England - - fjármagnar ríkissjóð Bretlands í seinni tíð með prentun og þannig tryggir ríkissjóð Bretlands mjög ódýra fjármögnun líklega ódýrari en frjáls markaður mundi bjóða.

Þessi reginmunur á stöðu t.d. Spánar og Bretlands, hefur sýnt sig í völdum þeim sem markaðir hafa yfir einstökum aðildarlöndum evrusvæðis.

Meðan að Bretland getur í reynd eftir þörfum ávallt tryggt ríkinu ódýra fjármögnun, sem þíðir að völd markaða yfir breska ríkinu eru mun minni.

  • Völd markaða og banka yfir aðildarríkjunum hafa mjög skilmerkilega komið fram í krísunni á evrusvæði.
  • Þ.s. markaðir ákveða vaxtakjör aðildarlandanna - - og keyra þau miskunnarlaust upp.
  • Ef þeim sýnist svo.
  • Meðan að Bretland getur alltaf -- forðað eigin ríkissjóð frá slíkri klemmu.

--------------------------------------

Það er nefnilega málið, að þeir sem tala á þeim nótum - - að rétt sé að svipta pólitíkusa yfirráðum yfir peningunum, vilja í reynd færa völd yfir peningum frá sjálfstæðum ríkjum yfir til einkaaðila.

Það hefði að sjálfsögðu í för með sér - - að það ástand sem til staðar er á evrusvæði, þ.s. markaðir stjórna vaxtakjörum.

Og aðildarríki geta lítið gert til að stuðla að lækkun þeirra, nema það - að fylgja kröfum markaðarins skv. þeim hugmyndum sem eru ríkjandi, um það hvað séu rétt viðbrögð.

  • Þetta er gott - - í augum þeirra sem trúa því, að markaðurinn hafi alltaf rétt fyrir sér.
  • En hái vaxtakostnaðurinn sem S-Evr. er að ganga í gegnum, þ.e. verulega hækkaður sbr. þau kjör sem í dag bjóðast í N-Evr. Auðvitað, hefur lamandi áhrif á getu þeirra landa, til þess einmitt að lækka atvinnuleysi og skapa viðsnúning í hagvöxt.
  • Þannig séð, ákvörðun markaða um hærri vexti, leiðir til dýpri kreppu - - og aukinna líka á því að markaðurinn hækki vextina frekar, sem líklega þá dýpkar kreppuna enn frekar.
  • Þannig verður þetta að "self fulfilling prophecy."
  • Meðan að Bretar, í krafti eigin peningastjórnunar - - hafa miskunnarlaust knúið fram aðra niðurstöðu innanlands í Bretlandi, en þá sem markaðurinn án afskipta hefði ákveðið.
  • Sá lægri vaxtakostnaður sem Bretland hefur viðhaldið í eigin hagkerfi, hefur leitt til mun grynnri kreppu en annars hefði verið, minna atvinnuleysis - - og auðvitað þíðir að þegar viðsnúningur verður þá á sér hann stað eftir minna hagkerfissig. Og ekki síst, að v. þess að hagkerfið skreppur minna saman er hallarekstur ríkisins minni og skuldir þess því einnig en annars hefði orðið. 

Vandinn er einmitt sá með markaðsstjórnun - - að markaðirnir gjarnan skapa það ástand sem þeir óttast.

Og síðan ala þeir á því enn frekar, magna það upp - með óttabylgju.

--------------------------------------

Svo svarið er einfalt - - ef menn hafa áhuga á þeirri stöðnun og doða sem er til staðar á evrusvæði.

Þá er svarið já. 

En ef menn vilja skjótan viðsnúning - minna atvinnuleysi, sjá árangur Bandaríkjanna einnig sem dæmi; þá er svarið augljóslega - nei.

 

Niðurstaða

Ég tel vissa valdabaráttu í gangi í heiminum. Hún er ekki milli einstakra ríkja. Heldur frekar - milli ríkja og peningalegra afla, gríðarlega voldugra einkaaðila sem hafa mikil áhrif í gegnum fjölmiðla, bankarekstur og þau fyrirtæki sem eru í þeirra eigu.

Að vissu leiti er möguleiki á því að heimurinn fari yfir í það módel að vera "corporatist" þ.e. að fyrirtækin verði valdameiri en ríkin. En að mínum dómi, ef sjálfstæð ríki afsala sér eigin peningastjórn.

Þá samtímis eru þau að afhenda til einkaaðila gríðarleg völd yfir þeim, færa til þeirra þau völd. Þ.e. mikill áróður hinna fjársterku aðila fyrir þeirri stefnu - - að það sé góð hugmynd fyrir lönd að gera slíkt.

Þ.e. gjarnan sett fram þannig, að pólitík sé spill og óhæf, pólitísk stjórnun búi bara til verðbólgu og skuldir; síðan er boðið upp á hina sviðsmyndina. Sem sögð er færa - lága verðbólgu og meira aðhald.

En menn láta vera að segja frá göllunum. En vandinn er einmitt sá, að þá eru ríki færð yfir í það form að vera eins háð bönkum og fjármálamörkuðum um fjármögnun, og ef þau væru fyrirtæki.

Þá geta þau orðið gjaldþrota - - það eina sem vantar til að klára sviðsmyndina. Væri að eignir þeirra ríkja sem standa frammi fyrir þroti verði boðnar upp til hæstbjóðanda. Eins og eignir gjaldþrota fyrirtækja gjarnan eru.

Manni virðist af sumu því sem gerist á evrusvæði, ekki langt í að svo geti gerst.

Þetta eru auðvitað hugmyndir sem eru hinu sterka einkarekna fjármálavaldi mjög að skapi.

  • En þetta færir ekki velsæld. Eins og sést af því ógnargapi sem er milli stöðu Bretland og Spánar, þó um margt sé tölfræðileg staða Breta lakari þ.e. skuldar meir og ríkishallinn er meiri, breska útfl. hagkerfið er ekki burðugt þar eins og á Spáni er viðskiptahalli.
  • En samt er atvinnuleysi ekki nema brot af atvinnuleysi á Spáni, og breska hagkerfið þrátt fyrir að 3 risabankar yrðu gjaldþrota er samt í líklegri stöðu til þess að hefja hagvöxt.
Þó spurning um - - velsæld hverra!

Kv.


Bloggfærslur 29. júlí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 869810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband