Martin Wolf leggur til að Japan fari verðbólguleið!

Það eru til margar tegundir af hagfræðingum, ég hef veitt því athygli að svokallaðir skólar, hafa klárlega fylgismenn. Rifrildi getur gjarnan tekið á sig tón sem fyrir utanaðkomandi hefur keim af deilu guðfræðinga um guðfræði. Að þekktur hagfræðingur beinlínis leggur til, að eitt af stærstu hagkerfum heimsins fylgi verðólguleið - vekur athygli mína.

En á seinni árum, hefur sá skóli sem lítur á verðbólgu, sem nánast eins slæma og svarta dauða, verið mjög hávær - fengið mikla athygli. Ekki síst er fjöldi aðila hérlendis fylgjandi þeim skóla.

Slíkir hagfræðingar munu að sjálfsögðu líta á tillögur Martin Wolf, sem hámark ábyrgðaleysis.

  • Þetta gengur algerlega þvert á þá hugmyndafræði - já hugmyndafræði.
  • En því miður er alltof mikið af hagfræði, meir hugmyndafræði - en vísindi.

Að, eina réttmæta leiðin - sé að skera niður, leggja niður opinbera þjónustu og lækka lífskjör, einkavæða eða selja helst allt sem er steini léttara af opinbera kerfinu, og borga skuldirnar til baka.

Þegar því væri lokið, væri væntanlega lítið eftir af þjónustukerfi v. almenning, þjónustustofnanir flestar hverjar væru reknar af einkaaðilum, húseignir ríkisins líklega í kaupleigu sem einkaaðilar fá að græða á; kerfið myndi í reynd vera nánast komið niður á það stig sem þekkist í Bandar.

Mig grunar að það sé rökrétt afleiðing stefnu þeirrar sem beint er að þjóðum Evrópusambandsins af stofnunum ESB - - í reynd mjög frjálshyggjuskotin hagfræði sem þar er rekin.

  • Hvað gerir verðbólguleið í staðinn?
  1. Í stað þess að endurgreiða skuldir á upphaflegu virði, þá borgar ríkið þær til baka á lækkuðu raunvirði, með því trixi að setja upp það ástand að verðbólga fari yfir vexti.
  2. Þeir sem tapa, eru eigendur skulda ríkisins. Og þeir að sjálfsögðu verða mjög fúlir. Eða, þeir a.m.k. fá ekki greitt í reynd til baka að fullu. 
  3. Á móti, þarf ríkið minna að skera niður af félagslegum stuðningskerfum - síður að losa sig við eignir, eða selja hluta af eigin rekstri.
  • Með öðrum orðum - - þessi leið, ver betur velferðarkerfið.
  • Bretland er greinilega að fara þessa leið í núverandi kreppu þ.e. verðbólga ca. 4% og 0% vextir. Kannski Bandaríkin einnig, einnig 0% vextir en verðbólga rúmlega 2%.
  • Á meðan að Evrópusambandið, virðist í dag vera meginkjarni hinnar klassísku íhaldsömu peningastefnu.

Þetta er í reynd mjög gömul klassísk hagfræðileg deila - meira en 100 ára!

----------------------------------------

Hagfræðin sem segir, að borga eigi til baka á upphaflegu virði + vextir, hefur a.m.k. sl. 100 ár, má vera að það sé nær 200 árum, haldið því fram að það sé "ranglátt að ríkið borgi ekki til baka skv. fulli virði skuldar + vextir." Að gera það ekki, sé form af þjófnaði. Þjófnaður sé "rangur."

Þessi meginröksemd er algerlega óbreytt tja, t.d. frá árunum kringum Fyrra Stríð, og löngu fyrr.

Þessi röksemd hefur sannarlega verið "hávær" á undanförnum árum - átt ákveðinn "renaissance" eða endurkomu.

Þetta má kalla - - hina klassísku íhaldsömu hagfræði.

Merkilegt þó hve margir svokallaðir "jafnaðarmenn" aðhyllast þetta klassíska íhald í dag.

En ég bendi á, að Íhaldsmenn í Bretlandi voru mjög eindregið þessarar skoðunar á árunum milli Fyrra og Seinna Stríðs. Fylgdu mjög harðri niðurskurðarstefnu í Bretlandi, einmitt til að greiða stríðsskuldir á "réttu upphaflegu andvirði." Og hver var útkoman? Árið 1928 rétt áður en heimskreppan skall á, var breska hagkerfið minna en árið 1919. Algerlega tapaður tími hagvaxtarlega séð.

Sjá heimild - AGS:World Economic Outlook October 2012 - bls. 110.

----------------------------------------

Hin hagfræðin, horfir á aðrar hliðar, þ.e. að vernda tja ríkið sem slíkt, létta undir með því svo það verði síður fyrir hnekki af völdum kreppu. Sem hefur þá hliðarverkun - að minni niðurskurður þíðir minna þarf að draga úr þjónustu á vegum þess.

En einnig á það, að verðbólga er mjög fljótleg leið til þess, að aðlaga kostnað innan hagkerfisins, þannig endurreisa glataða samkeppnishæfni - svo fremi sem að launahækkunum er haldið í skefjum svo laun raunlækki. 

  • En að halda þeim í skefjum, er að sjálfsögðu auðveldara - en að pína fram lækkun launa.

Gagnrýnin á móti, er að þetta sé "þægileg leið" sem er alveg rétt, hún er mjög fljótleg og auðveld í framkvæmd, meðan að það tekur gjarnan töluverðan tíma að pína fram launalækkanir sbr. að Írar þurftu 3 ár til að ná kostnaðaraðlögun sem "gengislækkun" hefði getað náð fram á klukkustund.

  • Punkturinn er sá, að þegar þú ert fljótur að aðlaga kostnað - - þá ertu einnig fljótur, að snúa hagkerfinu við út úr áfalli.

En þ.e. atriði 2 eiginlega - - en þ.s. margir gleyma er einmitt, að vegna þess hve ríkisvaldið er orðið stórt t.d. í Evrópu, þá verður það mjög viðkvæmt fyrir kreppu - því kreppa étur tekjur þess sem skapar mikinn hallarekstur.

Leið sem er tafsöm að viðsnúningi, þíðir þá einnig að mun meir þarf að skera niður af ríkisvaldinu þ.e. minnka umfang þess, minnka þjónustu á vegum þess, draga úr velferð - -> vegna þess að þá verður halli ríkisins meiri v. meiri samdráttar áður en viðsnúningur hefst.

Það er ástæða 2 þess, að minna þarf að skera niður ef farin er verðbólguleið, því fljótlegri viðsnúningur þíðir einnig halli á ríkinu í skemmri tíma, því minni viðbótar skuldir af völdum sjálfrar kreppunnar.

  • En hvað ég á við erum við að sjá innan ESB, þ.s. land eftir land, lendir í djúpri niðursveiflu, rekstrarhalla vanda og skuldasöfnun - sem erfitt reynist að ráða fram úr.

 
Vandi Japans er slíkur - að það virðist augljóst að fullkomlega útilokað er að endurgreiða skuldirnar!

A.m.k. svo lengi sem hagvöxtur er nánast enginn.

Málið er að skuldastaða japanska ríkisins er ca. 240% af þjóðarframleiðslu.

Landið hefur nú í rúmlega 20 ár verið fast í verðhjöðnunarspíral.

Verðhjöðnun í eðli sínu hefur mjög neikvæð áhrif á neyslu - en einnig á fjárfestingu.

Japönsku risafyrirtækin, þau fjárfesta í öðrum löndum. En ekki seinni árin innan Japans.

En í ástandi verðhjöðnunar, eru eignir alltaf hagstæðari á morgun. Einnig vöruverð.

Hvort tveggja hvetur fjárfesta og neytendur til að halda að sér höndum.

  • Uppástunga Martin Wolf, er að Japan viljandi geri raunvexti neikvæða.
  • Tja, eins og á Íslandi milli 1970 og 1980.
  • Þannig neyðist fyrirtækin, til að nýta sína digru jena-sjóði, til að fjárfesta.
  • En þá borgar sig ekki lengur, að sitja á peningunum.
  • Almenningur, taki spariféð og eyði því.
  • Í stað þess sem í dag margborgar sig - að varðveita það.

Hugmyndin er að hrista hagkerfi út úr doða, sem er búið að vera í honum lengi.

Framkalla - stórfellt aukinn hagvöxt!

Sjá: The risky task of relaunching Japan

Málið er - að það eru til yfrið nægir peningar í Japan!

En þeir sytja ónotaðir - þannig séð.

Þó ríkið skuldi svo mikið, þá á almenningur og fyrirtækin, meira en nóg fé á móti. Til að greiða þær skuldir upp í topp.

Þ.e. ástæða þess, af hverju fjárfestar hafa verið hingað til "pollrólegir" þrátt fyrir svakalega skuldastöðu ríkisins í Japan.

 ----------------------------------------

Það er ástæða að ætla, að einmitt þetta geti verið nærri lagi, þegar kemur að fyrirhugaðri stefnu nýrrar ríkisstjórnar Japans.

Nýr seðlabankastjóri hefur verið ráðinn, einmitt helsti gagnrýnandi um árabil stefnu fráfarandi stjórnar Seðlabanka Japans.

Stefnan er augljós, á verðbólgu.

Hættan er þó augljós - að stjv. Japans misreikni kúrsinn. Og verðbólgan verði hærri en stóð til.

Síðan er það auðvitað, hugsanleg viðbrögð 3. ríkja.

Þau verða ekki hress, þegar Japan greinilega fer skipulega í það að virðisfella jenið.

Gjaldmiðlastríð er augljós áhætta. Sem getur magnað hættuna á því, að verðbólgan verði meiri en til stendur.

Þetta virðist huguð stefna - en áhættan er einnig veruleg.

 

Niðurstaða

Deilan um verðbólgu vs. niðurskurð sbr. "austerity." Hefur gosið upp á yfirborðið í þessari heimskreppu. Við lönd sem ætla að fara verðbólguleið mjög augljóslega. Og á sama tíma, lönd þ.e. aðildarlönd evrusvæðis sérstaklega, sem eru að fara niðurskurðarleið sbr. "austerity."

Þannig fáum við einstakan samanburð, á því hvor leiðin sé skárri eða verri.

Eftir því sem kreppan viðhelst, hitnar undir þessum deilum.

En niðurskurðarstefna er ávallt gríðarlega erfið í framkvæmd innan lýðræðisríkja.

Áhugavert er í þessu samhengi að skoða niðurstöður könnunar á vegum Eurostat um þróun fátæktar innan Evrópusambandsins - tölurnar eru sláandi, sjá umfjöllun: Mikil barnafátækt í Evrópusambandinu!

 

Kv.


Bloggfærslur 6. mars 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 869816

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband