30.3.2013 | 00:20
Innistæðueigendur tapa öllu á Kýpur!
Ég er að tala um innistæður ofan við 100þ.. Ekki þær sem eru innan við eða upp að 100.. En skv. frétt Reuters er tap innistæðna umfram 100þ. mjög mikið. Mér sýnist að skv. lýsingu Reuters séu líklega innistæðueigendur að tapa öllu fé umfram 100þ. í tveim stærstu bönkum Kýpur.
Big depositors in Cyprus to lose far more than feared
"Under conditions expected to be announced on Saturday, depositors in Bank of Cyprus will get shares in the bank worth 37.5 percent of their deposits over 100,000 euros, the source told Reuters, while the rest of their deposits may never be paid back."
Þeir fá með öðrum orðum - ekkert greitt út af því fé sem er umfram 100þ..
En skv. frétt fá þeir hlutafé í endurreistum bönkum á Kýpur skv. skráðu virði þeirra bréfa, sem fræðilega væri 37,5% af andvirði þeirra innistæðna umfram 100þ..
Ég þarf vart að taka fram, að þessi bréf verða í reynd "sára lítils virði."
Svo við erum að tala um nærri því algert afhroð.
"The toughening of the terms will send a clear signal that the bailout means the end of Cyprus as a hub for offshore finance and could accelerate economic decline on the island and bring steeper job losses."
Mér finnst áhugavert hve ákveðnar stofnanir ESB og aðildarríki ESB virðast í því að tryggja það, að bankabissness Kýpverja - sé virkilega særður banvænu sári.
- En það að sjálfsögðu þíðir gríðarlegt efnahagslegt afhroð!
- En höfum í huga að Kýpur hefur ekki eins og við:
- Gjöful fiskimið.
- Orkuauðlindir sem veita störf.
- Heldur eingöngu ferðamennsku. Sem við höfum að auki.
Þannig að efnahagsáfall þeirra verður líklegra hlutfallslega - dýpra.
Þetta er af hverju ég held að Kýpur sé mjög líkleg til að enda í ástandi greiðsluþrots, því við skuldastöðu 150% sem er ca. núverandi ástand, þá þíðir 25% hagkerfishrun - sem er varlega áætlað og verður örugglega verra en það; að skuldirnar fara þá í 225%. Án þess að gera ráð fyrir kostnaði t.d. v. samfélagsvanda sem kreppan mun valda, viðskiptahalla og halla á ríkinu.
- Þarna er þó gasauðlind innan efnahagslögsögu - en sem ekki er enn farið að vinna.
- Og til þess að nýta hana, þarf að semja um sameiginlega nýtingu við Kýpur Tyrki.
- Sem líklega þíðir, að fyrst þarf að ljúka friðarsamkomulagi á eynni.
Sem þíðir það, að mörg ár geta enn liðið, áður en unnt verður að fara í það verk, að hefja vinnslu.
Þó líklega nú, eftir hrun bankabissnessins, þá hafi grískumælandi Kýpurbúar mjög öfluga hvatningu, til að leysa þau mál eins skjótt og mögulegt er.
Sem væru þá - jákvæð hliðaráhrif kreppunnar.
----------------------------------------
En þarna á milli og þess ástand sem ríkir nú - blasir við að Kýpur kemst vart hjá því, að lenda mjög djúpt í því. Dýpra að líkindum en við Íslendingar.
Mér sýnist blasa við að þarna verður verulega verri kreppa en á Grikklandi. Eins slæmt og ástand Grikklands hefur verið. Þá bendi ég á að Grikkir hafa tvisvar nú fengið afskrift skulda að hluta.
Og án þess að Kýpur fái það sama, sé ég enga eða nær enga möguleika Kýpur að forðast greiðsluþrot.
Áhugaverðar ábendingar Krugman!
Bendi á áhugaverða grein Krugman: Pessimal Currency Area Theory
Hann bendir alveg réttilega á, að Kýpur er nú búin að tapa öllum meintum kostum þess að tilheyra sameinuðu gjaldmiðlasvæði. Sé við það að lenda í hyldýpiskreppu, og samtímis með alltof mikinn launakostnað - sé því ósamkeppnisfært t.d. við Grikkland, þegar kemur að ferðaþjónustu.
Þeirra ástand sé því versta mögulega útkoma þ.s. hann kallar "Pessimal Currency Area."
Svo er þarna áhugaverð ábending frá honum, að Evrópa sé að standa sig lakar í þessari kreppu en í heimskreppunni á 4. áratugnum: Europes Second Depression: A Correction
---------------------------------
Það er verðugur punktur að íhuga, sem Krugman bendir einnig á blogginu sínu, að Kýpur er eiginlega mjög vel statt, til þess að skipta um gjaldmiðil.
- Þegar með höft.
- Þegar með mjög strangar reglur um hvað hver og einn má draga sér af fé út úr bönkunum.
- Þeir þyrftu þó að vera lokaðir rétt á meðan skiptin eiga sér stað, t.d. yfir helgi. En þá strax gætu stjv. heimilað rafrænar færslur t.d. í gegnum debit kort. Seðlar væru að sjálfsögðu ekki til staðar strax.
- Þó fræðilega væri unnt að prenta fljótlega lággæða seðla í takmörkuðu magni, til að tryggja einhverja seðla í umferð, meðan verið er að undirbúa prentun framtíðar gjaldmiðilsins.
En rétt er að árétta, að mjög ólíklegt er hvort sem er, að höftin á eynni verði tekin af í nokkurri nálægri framtíð.
Það virðist vera að hver seðlabanki starfandi innan evru hafi tiltekið prentvald en þó skv. heimild höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu, seðlar prentaðir í hverju landi fá auðkenni einn bókstaf í númeri seðils sbr. "serial number"; sem gerir að verkum að almenningur í Evrópu veit hvaðan útgefnir evruseðlar eru.
Fyrir bragðið er ekki ólíklegt að kýpv. evrur séu þegar farnar að gengisfalla, þannig að þær verði ekki teknar jafngildar ef og þegar þær eru í umferð á meginlandi Evrópu. Og eftir sem frá lýður væri slíkt ástand líklegt að ágerast frekar.
þannig að meira að segja sú fullyrðing að evran sé vörn gegn gengisfalli á Kýpur, getur bilað smám saman á næstu vikum og mánuðum. En þó munu stjv. ekki getað prentað fé til að mæta útstreymi - svo smám saman hlýtur fé í umferð dragast saman. Nema að Seðlabanki Evrópu veiti ótakmarkaðar heimildir til stuðnings við bankana á Kýpur. Sem hann hefur hingað til ekki viljað gera.
Niðurstaða
Ég held reyndar varðandi tryggingar innistæðna á Kýpur. Að það muni í ljós koma, að meira að segja innistæður upp að 100þ. séu ekki fulltryggðar. Slíkt verður þó örugglega ekki viðurkennt alveg á næstunni. Heldur, verði það frekar þannig að takmarkanir við úttekt verði ekki afnumdar á næstu vikum, eins og nú er talað um.
En nú þegar klárt er að innistæður umfram 100þ. eru eiginlega fullkomlega glataðar í tveim stærstu bönkum Kýpur. Hlýtur hver sá sem á innistæður umfram 100þ.. Í bankastofnun á Kýpur sem enn er uppistandandi. Að leita sér allra leiða til að koma því fé þaðan.
Að auki, sú útkoma er einnig mjög sannfærandi rök gegn því fyrir nokkurn sem á fé í þriðja landi, að koma með það til Kýpur. Þannig að þau meginþjónustuviðskipti sem þeirra bankar stunduðu, eru þá algerlega fyrir bý. Erfitt að sjá hvað þeir bankar geta gert í staðinn. En klárt þarf Kýpur þá ekki bankakerfi sem er margfalt umfang hagkerfis Kýpur. Það kerfi hlýtur þá að skreppa mikið saman, mun meir en nemur þeirri smækkun að umfangi sem nú er verið að framkvæma.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 30. mars 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 869816
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar