Sjálfvirkur niðurskurður útgjalda skellur á Bandaríkjunum!

Demókrötum og Repúblikunum mistókst að semja um aðra lausn, en svokallaða "sequestration" þ.e. sjálfvirkan yfir línuna niðurskurð útgjalda sem nú tekur gildi hjá bandaríska alríkinu. Í ár skv. þessu, verður skorið niður um 0,6% af þjóðarframleiðslu. Þegar, hafa skattahækkanir verið framkvæmdar - þ.e. í janúar sl.

Lagt saman eru áhrif skv. "Congressionary Budget Office" um 1,5% af þjóðarframleiðslu.

Þetta ár - - sem væntanlega þíðir. Að hagvöxtur í Bandaríkjunum verður ívið minni þetta ár en annars leit út fyrir.

En þ.e. umdeilt akkúrat hver sá verður.

Þeir bjartsýnustu telja, að hagvöxtur verði samt um 2%. Voru þá að spá áður, yfir 3% hagvexti.

Það finnst mér persónulega í bjartsýnni kantinum.

Og mér kæmi ekki á óvart. Að hagvaxtartölur, verði á bilinu kringum 1%. Það er, ofan við "0" en ekki nema rétt svo.

Eða með öðrum orðum, að þetta verði ár - efnahagslegs hægagangs.

Sem þíðir væntanlega, að ekki verður neinn slaki á prentuntaraðgerðum "Federal Reserve."

Takið eftir skiptingu niðurskurðarins, að helmingur skellur á hernaðarútgjöld.

Það er þ.s. mér þykir merkilegt, að það séu Repúblikanar sem eru að skera niður í hermálum.

Gallinn við aðferðina er að, sama prósenta er skorin af allri starfsemi á vegum ríkisins - - klassískur niðurskurður þvert á línuna.

Þannig, að góð prógrömm sem gefa af sér, eru einnig skorin niður - sbr. menntamál eða styrkir til vísinda og tækniþróunar.

En ekki tókst, að ná fram samkomulagi - um vitrænni aðferðafræði varðandi niðurskurðinn.

Obama, Party Leaders Remain at Impasse Over Sequester

Fiscal Pain to Be Parceled Out Unevenly

Cuts Roll In as Time Runs Out

As Washington frets, markets take US spending cuts in stride

U.S. weighs wiggle room for agencies to deal with spending cuts

Þó að Bandaríkin líklega haldist á floti efnahagslega séð þrátt fyrir niðurskurðinn, sem kemur ofan á skattaaðgerðir við byrjun janúar; þá að sjálfsögðu hefur minni hagvöxtur áhrif.

En líklegt er, að neysla þetta ár verði minni en annars hefði verið, fjárfestingar einnig minni - o.s.frv. 

Áhrifin óhjákvæmilega þannig, að sú aukning hagvaxtar sem menn voru að vonast eftir þetta ár - - verður ekki.

Það er einmitt eitt af þeim atriðum, sem stofnanir ESB hafa verið að vonast til - - að hagvöxtur í Bandaríkjunum, muni auka möguleika evr. útflutningsfyrirtækja og þannig vega á móti minnkun eftirspurnar hjá evr. neytendum.

En í staðinn, verður líklega ekki af þeirri - - væntu aukningu.

Sem minnkar líklega til muna, líkur þess að sá efnahagslegi viðsnúningur á seinni hluta þessa árs, sem stofnanir ESB hafa verið að vonast eftir - - muni sjást stað.

image

Eins og sést á myndinni að ofan, þá bitnar niðurskurðurinn - - misjafnlega á einstökum fylkjum Bandaríkjanna.

Sum munu vart finna fyrir nokkrum hlut - - meðan rauðlituðu fylkin þ.s. starfsemi á vegum alríkisins virðist vera þéttust; verða einkum fyrir barðinu.

  • Það skiptir einnig máli, hve lengi niðurskurðurinn verðu í gildi.
  • En eitt er að hann gildi í nokkra mánuði, síðan verði einhvers konar samkomulag.
  • Annað er að hann gildi á næsta ári einnig, eða einnig árið þar á eftir. Eða öll 10 árin.
Sequester's Economic Impact Will Build Slowly
  1. "States eventually will have to decide how to cut programs for low-income or vulnerable people that are funded through federal grants, such as child-care assistance, nutrition programs for women and children, mental-health services, and meal programs for senior citizens."
  2. "If Congress keeps the sequester cuts in place for a few months, then the economy will start to feel the effects. Federal workers furloughed (launalaus frý) for as many as 22 days between mid-April, when the furloughs are expected to begin to occur, and the end of the fiscal year will face a pay cut of as much as 20 percent. This will have ripple effects throughout the economy on consumer spending as well as state income and sales taxes."
  3. "By July, August, and September, the impact of sequestration should be fully felt. “We’re not going to go into a downward spiral overnight, but the spending cuts will build, and as they build, the effects will become noticeable,” says Nigel Gault, the chief U.S. economist of IHS Global Insight."

Þrátt fyrir allt - - er þetta ekki alveg sambærilegt við rás atburða t.d. á Spáni.

En munurinn liggur í prentun "Federal Reserve" sem tryggir að peningamagn sé stöðugt í tiltekinni "lágmarks" aukningu, miðað við stöðuga ca. 2% verðbólgu.

Á sama tíma eru stýrivextir "0%." Þ.e. neikvæðir raunstýrivextir.

Vaxtaumhverfið er miklu lægra en það umhverfi, sem Spánn stendur frammi fyrir. En "ECB" hefur ekki tryggt lágvaxtaumhverfi innan evrusvæðis - - heldur hefur markaðurinn ákveðið, að sum lönd þ.e. löndin í N-Evr. eigi skilið lágvaxtaumhverfi, meðan að vextir hafa hækkað duglega í S-Evr.

"Federal Reserve" viðheldur stöðugum markaðsinngripum - tryggir þannig lágvaxtaumhverfi alls staðar í Bandaríkjunum.

-------------------------------

Nettó útkoman er sú, að bremsun sú sem mun leggjast á bandaríska hagkerfið verður samt mun minni, en sú bremsun sem Spánn verður fyrir og önnur ríki innan evrusvæðis í efnahagsvanda.

 

Niðurstaða

Ég í reynd óttast ekki sérdeilis að Bandaríkjunum sem slíkum stafi ógn af "budgetary sequestration." Aftur á móti, mun minni hagvöxtur í Bandaríkjunum. Hugsanlega jafnvel minni þetta ár en sl. ár.

Bitna á Evrópu. Gera kreppuna innan Evrópu verri. Og örugglega gulltryggja það, að ekki sé nokkur möguleiki á efnahagslegum viðsnúningi á evrusvæði - þetta árið.

Spurningin er þá meir í þá átt, hversu neikvæð áhrifin verða innan evrusvæðis.

En ef það verður einhver stór skellur - þá mun hann mun líklegar koma frá evrusvæði, en frá Bandar.

 

Kv.


Bloggfærslur 1. mars 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 869816

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband