Verstu hugsanlegu kosningaúrslitin á Ítalíu?

Ef marka má fréttir. Hefur vinstrifylking Bersani einungis 1% forskot á hægrifylkingu Berlusconi í neðri deild ítalska þingsins. Sem dugar, ef það verða úrslitin, til að mynda ráðandi meirihluta þar. En "vondu fréttirnar" eru í efri deild. Þar sem hægrifylking Berlusconi virðist hafa flest atkvæði. En þó ekki meirihluta. Samtímis hefur vinstrifylkingin og miðjuflokkur Mario Monti. Ekki nægilega mörg sæti til að það dugi til meirihluta. Heldur, myndar mótmælaflokkur Grillo vegg á milli meginfylkinganna.

Fræðilega getur flokkur Grillo myndað meirihluta með hvort sem er, vinstrifylkingunni eða hægrifylkingunni. 

En flokkur Grillo, sem virðist nokkuð svipa til grínframboðs Jóns Gnarr, er skipað óþekktu fólki. Sem áður hefur ekki komið nærri stjórnmálum. Og málflutningur, snýst m.a. um almennt frat á þá flokka sem fyrir eru. Það virðist ekki talið raunhæfur valkostur. Að mótmælaframboð Grillo myndi starfhæfan meirihluta með annarri hvorri fylkingunni. Á sama tíma, hefur Bersani og Monti, hvor um sig, áður lýst yfir að ekki komi til greina að vinna með Berlusconi.

Italy braces for a second election

Huge protest vote pushes Italy towards deadlock

 

Þess vegna, hallast menn að því - að það verði aðrar þingkosningar í ár!

Það er óhætt að segja að Mario Monti hafi verið hafnað af kjósendum, með ca. 10,5% í neðri deild en 9,2% í efri.

Flokkar andvígir niðurskurðarstefnu þeirri sem hann stóð fyrir þ.e. framboð Grillo og hægrifylking Berlusconi. Fá samanlagt rúmlega 50% atkvæða.

Ef marka má tölur, þegar búið er að telja 2/3 atkvæða.

"In the Senate the picture was different. The latest projection from RAI state television showed Berlusconi's bloc winning 112 Senate seats, the center-left 105 and Grillo 64, with Monti languishing on only 20 after a failed campaign which never took off. The Senate majority is 158."

----------------------------

Ef þessi úrslit eru staðfest snemma í fyrramálið.

Getur orðið verulegt verðfall á mörkuðum í Evrópu.

En það að Ítalía akkúrat núna, falli í pólitískt kaos - er ekki þ.s. menn vildu sjá.

Sú ógn sem af slíkri ringulreið getur stafað fyrir efnahagsmál Evrópu og fyrir evruna sérstaklega, er augljós.

  • Þetta getur startað evrukrísunni aftur. 

 

Niðurstaða

Ef kosningaúrslitin sem virðast blasa við, þegar 2/3 atkvæða hafa verið talin; verða staðfest. Virðist stefna í ringulreið innan pólitíska kerfisins á Ítalíu. Ef formaður vinstrifylkingar Bersani og forsvarsmaður miðjuflokka Monti, meina þ.s. þeir áður hafa sagt. Að ekki komi til greina að vinna með Berlusconi. Þá virðast aðrar þingkosningar blasa við Ítalíu.

Bersani hefur áður tjáð sig einnig um þann möguleika, að Berlusconi fái flest atkvæði í eftir deild. Og þá svaraði hann því þannig, að þá yrði kosið aftur. 

Væntanlega þó, þegar úrslit verða ljós. Kemur til kasta forseta Ítalíu. Eins og var á sl. ári, að forseti Grikklands reyndi að fá formenn flokkanna til að semja. En eins og margir ættu að muna, þá fóru fram aðrar þingkosningar nokkrum vikum síðar.

Ef Bersani meinar þ.s. hann hefur áður sagt, um að hafna samstarfi með Berlusconi. En það virðist eini fræðilega starfhæfi meirihlutinn. Þá væntanlega virkilega verða 2-þingkosningar á Ítalíu í ár.

Þekki ekki hve langur tími þarf að líða á milli. Getur verið 3 mánuðir. Sem getur þítt. Að engin starfandi ríkisstjórn verði á Ítalíu a.m.k. fyrstu 6 mánuði þessa árs.

  • Ég ætla ekki að fullyrða að þetta mál muni starfa evrukrísunni á ný.
  • En ef það verða 2-kosningar. Þá virkilega sýnist mér það vera stórt rugg á málum.

----------------------------------

Endanleg úrslit:

"In the Senate, or upper house, the centre-left will take 119 seats, the centre-right 117, the Five-Star Movement 54 and Mr Monti’s alliance 18"

158 þarf til að mynda meirihluta í Öldungadeildinni. Horug meginfylkinga því fær um að mynda stjórn. Nema fræðilega - báðar saman, þ.e. vinstrifylking + hægrifylking.

"The Five-Star Movement will hold 108 seats in the lower house, compared with 340 for the Democrat-led centre-left bloc, 124 for the centre-right and 45 for Mr Monti’s pro-reform centrists."

Vinstrifylking með meirihluta í fulltrúadeild. En vöntun á meirihluta í báðum deildum, skapar pólitíska pattstöðu.

 

Kv.


Eftir að horfa á myndina Lincoln, fór ég að velta fyrir mér framtíð Íslands!

Í þrælastríðinu afnámu Bandaríkin gríðarlega stór rangindi. Það kostaði stríð og miklar fórnir, því þeir sem á sínum tíma nutu arðsins af þrælavinnuaflinu. Gátu ekki hugsað sér að sjá af þeim lífsstíl sem 4 milljónir þræla sköffuðu þeim.

 

Ísland stendur ekki frammi fyrir þetta viðfangsmikilli breytingu, frekar snýst þetta um draum landsmanna um betra líf!

Draumurinn um betra líf má segja að hafi rekið þessa þjóð áfram sl. 100 ár. Upp úr sárri fátækt, þegar fólk raunverulega átti ekki neitt. Hér voru hreysahverfi ekki ólíkt því sem lengi hefur tíðkast í S-Ameríku, svokölluð "braggahverfi" sem hurfu ekki fyrr en á 8. áratugnum.

Það er eiginlega fyrst á 8. áratugnum, sem má segja að Íslendingar stígi yfir þröskuldinn, að vera fremur fátæk þjóð, í að vera með betur stæðum þjóðum í okkar heimi.

Við förum úr "middle income" í "high income." 

Höfum haldist þar síðan.

Og þrátt fyrir síðustu áföll, erum við enn í hóp hinna svokölluðu ríku þjóða.

 

Vandinn er ekki draumurinn um betra líf, heldur viss skortur á þolinmæði!

Ég bendi á fiskeldi og loðdýraeldi - - sem á sínum tíma var hrint af stokkum, með umtalsvert miklum látum. Einnig, hátækni-iðnað.

Í dag, eru hér rekin vel rekin loðdýrabú og vel reknar fiskeldisstöðvar. Hér eru einnig, áhugaverð hátæknifyrirtæki.

Það er sannleikurinn, að uppbyggingin á sínum tíma, var ekki til einskis.

  • Vandinn er óþolinmæðin.
  • En sannleikurinn er sá, að uppbygging á nýjum greinum er ekki spretthlaup, heldur langhlaup.

 
Í dag, hika margir við að taka ný djörf skref til uppbyggingaráttar, því menn óttast slíkar endurtekningar

Menn sjá uppbygginguna á sínum tíma sem mistök - - en sú sýn var örugglega ein af ástæðum þess, af hverju kringum 2000, var farið í stærsta bramboltið af öllum bramboltum.

Þá stefnu að gera Ísland að bankalandi.

Alltaf er það "draumurinn um betra líf" sem rekur okkur áfram.

Um tíma leit út, að draumurinn myndi rætast með hraði.

En í staðinn var þetta "sandkastali allra sandkastala."

 

Ef við Íslendingar getum lært að uppbygging er langhlaup, er okkur allir vegir færir!

Þetta virðist ekki flókinn eða erfiður punktur, en þetta hefur verið vandinn við uppbyggingardrauma okkar síðan ca. 9. áratugnum.

Við förum af stað í of mikilli hvatvísi, eins og að uppbyggingin eigi að vera spretthlaup.

Í stað þess, að hafa þá þolinmæði sem þarf til að skilja, að allt sem er nýtt. Þarf fyrst að slíta barnskónum. Síðan, þarf að koma reynsla sem lærist einungis smám saman. 

Ekki fyrr en grein nær ákveðnum lágmarksþroska, fer hún þaðan í frá að skila verulegum arði.

  • Oft er sagt að þetta lærdómstímabil, sé fyrstu 15-20 árin eða svo. 

Ég held að mikið sé til í því - en nú rúmlega 20 árum eftir loðdýra- og fiskeldisævintýrið. Eru báðar greinarnar að gera mjög góða hluti.

Loðdýrabúin að selja fyrir metverð. Fiskeldið á ný að eflast með hraði. En nú á grunni áunninnar þekkingar. Hér eru til virkilega góð tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki.

-----------------------

Okkur vantar, að smíða úr álinu sem hér er framleitt.

Með öðrum orðum, bæta við einni framleiðslugrein.

Og það væri ágætt, að sú uppbygging myndi fara fram af skynsemi.

Samtímis þarf að efla iðnnám - ég er að tala um að rétt sé að miða við það, að stefna um uppbyggingu í dag, á áliðnaði.

Sé búin að skila sér eftir 15-20 ár, þá sé greinin komin á legg. Búin að ná þroska.

Verði þaðan í frá - einn fóturinn enn undir okkar lífskjörum.

 

Við eigum að sækja fram á öllum sviðum!

Íslendingar eiga að gera staðið jafnfætis hverjum sem er, að þessum tíma afloknum. 

En næstu 15-20 ár, ættu að vera samfellt uppbyggingarferli. Ekki stutt átak í 4 ár, heldur samfellt langhlaup.

Þar sem öllum tækjum okkar er beitt til þess, að skapa meiri auð í landinu. 

Þ.s. skólakerfið, aðlagað þannig - að börnin hafi þá þekkingu sem atvinnulífið þarf á að halda.

  1. Þ.e. við þurfum að efla verkmenntun í samhengi við eflingu áliðnaðar.
  2. Við þurfum að efla tæknimenntun, í samhengi við frekari uppbyggingu hátækniiðnaðar og hugbúnaðariðanaðar. 
  3. Og svo efling loðdýraræktar og fiskeldis geti að auki gengið fyrir sig, þarf skólakerfið einnig að skaffa fólk með þá þekkingu sem til þarf.

Samfellt uppbygging - ekki átaksverkefni. Eins og hinir óþolinmóðu seinni tímar hafa ítt úr vör.
-----------------------

Áður fyrr var hugtakið "Sígandi lukka" notað - hann afi minn Friðbjörn Guðbrandsson notaði það gjarnan. Og meinti það þannig, að sækja fram af varfærni en þó samt í þeirri meiningu, að sækja fram.

Hann var maður, sem verkstjóri reisti hátt hlutfall þeirra húsa í Reykjavík, í þeim hverfum. Sem þakin eru skeljasandi. T.d. Teygana mikið til.

Mjög áræðinn maður, en samt ávallt á sama tíma - gætinn.

Allt gekk því upp fyrir rest sem hann tók sér fyrir hendur.

  • Þetta er þ.s. við þurfum að gera - sækja fram, af áræðni, en þó af forsjálni. 
  • Við eigum ekki að draga rangann lærdóm af uppbyggingu hátækniiðnaðar - hugbúnaðariðnaðar - loðdýraræktar eða fiskeldis. Að þetta sé tilgangslaust.
  • Heldur þann rétta, að uppbygging tekur tíma - nýr rekstur skilar ekki arði að ráði, fyrr en viðkomandi grein, er komin yfir barnasjúkdómana. 

 

Niðurstaða

Ég tek undir eitt sem Vinstri Grænir segja. Sem er það. Að þetta snúist um framtíðina. Hvernig land við viljum skilja eftir handa börnunum okkar og barnabörnum. VG-ar hugsar þó aðeins með öðrum hætti, en það sem ég meina.

Ég á við, að við eigum að stefna að því að landið gefi af sér þau lífskjör. Sem okkur í dag dreymir um að börnin okkar komi til með að njóta.

Það felur í sér töluvert aðra nálgun að atvinnuuppbyggingu, ásamt landnýtingu. En VG-ar hafa í huga.

Um það þarf þó ekki að efast, að VG-ar hafa fullan rétt á sínu sjónarmiði. Það er vissulega valkostur, að leggja fyrst og fremst áherslu á að "varðveita það sem er." Það er þá valkostur, að börnin okkar hafi töluvert lægri lífskjör en þau geta annars haft. Þ.e. sannarlega einn valkosturinn, að ákveða það fyrir börnin okkar, að við höfum þegar nóg. Við eigum að vera sátt við það sem við höfum.

-------------------------------

Ég held að það sé unnt að feta millileið. Varfærinnar uppbyggingar. Sem nýtir auðlyndir landsins. Án þess að eyðileggja þær. Með öðrum orðum - forsjál uppbygging. 

 

Kv.


Bloggfærslur 25. febrúar 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 869824

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband