Evrusvæði virðist ekki ætla að enda árið með nýjum efnahagssamdrætti!

Þetta sýna glænýjar tölur MARKIT sem reglulega birtir svokallaða, pöntunarstjóravísitölu. Hún er áhugaverð vegna þess að hún mælir ris og hnig innan atvinnulífsins sjálfs. Þ.e. aukning eða minnkun pantana, gefur vísbendingar um aukningu eða minnkun umsvifa í atvinnulífinu. Og því vísbendingu um stöðu hagkerfisins.

MARKIT hefur birt bráðabirgðatölur fyrir desember!

Meira en 50 er aukning - minna en 50 er minnkun!

  • Eurozone PMI Composite Output Index (1) at 52.1 ( 51.7 in November ). Three - month high.
  • Eurozone Services PMI Activity Index (2) at 51.0 ( 51.2 in November ). Four - month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI (3) at 52.7 ( 51.6 in November ). 31 - month high .
  • Eurozone Manufacturing PMI Outpu t Index (4) at 54.8 ( 53.1 i n November ). 31 - month high .

Samanlögð pöntunarstjóravísitala þjónustugreina og iðnaðar á evrusvæði, sýnir viðsnúning nú til meiri aukningar eftir að mánuðina 2 á undan hafði virst að afturkippur væri kominn og hagkerfið farið að hægja á sér.

Þetta er ekkert stór sveifla þ.e. 0,4% en þó sýnir að "afturkippur" hefur numið staðar hið minnsta, sem bendir til - - áframhalds á "löturhægum" hagvexti heilt yfir. Líklega nærri 0,2% segir hagfræðingur MARKIT.

Þ.e. samt áhugavert, að afturkippurinn í pöntunum til þjónustufyrirtækja sem var til staðar á evrusvæði og var að drífa öfugþróunina er gætti í heildartölunni mánuðina 2 á undan, hefur haldið áfram. Og heldur áfram 4. mánuðinn í röð.

Í staðinn kemur nokkuð kröftug sveifla innan iðngeirans á evrusvæði, þ.e. uppsveifla um 1,1%. Það verður að koma í ljós hvort sú tala er "fluke" þ.e. útlagi. 

  • Þetta virðist liggja fyrst og fremst í aukningu á útflutningspöntunum í desember. 

Kannski á maður frekar að taka mark á tölum yfir neyslu, en þ.e. áhugavert hve slök aukningin í neyslu er, sem ekki virðist gefa vísbendingu um mikla bjartsýni neytenda.

Að aukning sé þar minni mánuð eftir mánuð samfellt nú í 4 mánuði.

----------------------------------

Spurning hvort að útflutningur geti virkilega haldið uppi öllu evruhagkerfinu - - tja, eins og Japan tókst að lafa í gegnum 10. áratuginn í gegnum sinn tínda áratug, í krafti öflugs útflutnings?

En eftirspurn innan Evrópu virðist ekki vera líklega að duga til slíks.

 

Frakkland vs. Þýskaland!

Frakkland er nú virkilega "silakeppurinn" í Evrópu: Markit Flash France PMI®

  • France Composite Output Index (1) fall s to 47.0 ( 48.0 in Novem ber ), 7 - month low.
  • France Services Activity Index (2) drops to 47.4 ( 48.0 in Novem ber ), 6 - month low.
  • France Manufacturing Output Index ( 3 ) slips to 45.3 ( 48.0 in Novem ber ), 7 - month low.
  • France Manufacturing PMI ( 4 ) falls to 47. 1 ( 48.4 in Novem ber), 7 - month low. 

3% fall í samanlögðu vísitölunni, þ.e. langsamlega versta útkoman nú sem mælist í samanburðarrannsókn MARKIT í þetta sinn, þar með talið í sbr. v. Grikkland.

2,6% fall í pöntunum til þjónustugreina.

4,8% fall í pöntunum til iðngreina.

Þetta er hrein vísbending um efnahagssamdrátt. Sá mældist á 3. ársfjórðungi í Frakklandi. Flest bendi til að aftur mælist samdráttur lokamánuði ársins. Þannig að opinberlega verði Frakkland aftur í samdrætti.

Þetta er áhugavert í ljósi fullyrðinga efnahagsráðherra Frakklands í liðinni viku, að viðsnúningur væri víst hafinn í Frakklandi.

 

Meðan að Þýskaland leiðir: Markit Flash Germany PMI®

  • Germany Composite Outp ut Index (1) at 55.2 ( 55.4 in Novem ber ) , 2 - month low.
  • Germany Services Activity Index (2) at 54. 0 ( 55.7 in Novem ber ), 2 - month low.
  • Germany Manufacturing PMI (3) at 54.2 ( 52.7 in Novem ber ), 30 - month high.
  • Germany Manufacturing Output Index ( 4) at 57.5 (54.9 in Novem ber ), 31 - month high 

Kröftug aukning í samtvinnuðu vísitölunni þ.e. 5,2%. Samt tveggja mánaða lægð.

4% aukning í pöntunum til þjónustufyrirtækja vísbending um aukningu í neyslu, samt tveggja mánaða lægð.

4,2% aukning í pöntunum til iðnfyrirtækja. 

Skýr vísbending um öruggan ef ekki leifturhraðan hagvöxt í Þýskalandi.

 

Niðurstaða

Heilt yfir líta tölur MARKIT betur út fyrir Evrópu alla, kemur fram í greiningu MARKIT. En ég verð að taka undir varnagla sérfræðinga MARKIT. Að staða Frakkland sé "hættumerki." En Frakkland er eitt af löndunum sem ekki má "bila."

Frakkland virðist statt í annarri hagsveiflu en hin ríkin þessa stundina, þ.e. niður - - meðan að hin eru frekar en hitt að fara upp. Jafnvel Grikkland þó það sé enn í samdrætti virðast tölu sína að hagkerfið þar sé núna loks að nálgast botn. Samdráttur geti verið við það að nema staðar.

Það þarf að muna að Frakkland á virkilega risabanka, þeir 6 stærstu eru kringum 3-þjóðarframleiðslur Frakklands að umfangi samanlagt. 

Frakkland hefur ekki efni á að lenda í raunverulegri kreppu - - óttabylgja í fjármálakerfinu þar, gæti sett meir eða minna allt fjármálakerfi Evrópu á hliðina.

Skuldir Frakkland eru ekki litlar, eða nærri 90% af þjóðarframleiðslu - - gætu mjög fljótt náð 100% ef efnahagssamdráttur festir rætur.

Eftir það gæti neikvæði spírallinn orðið hraður. Honum þarf að snúa því við - sem fyrst!

  • Kannski er það Frakkland - sem maður á að horfa á!

 

Kv.


Bloggfærslur 16. desember 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband