Hættuleg upphleðsla spennu við strendur Kína?

Það hefur vakið mikla athygli ákvörðun sem ný ríkisstjórn Kína tók sl. sunnudag, um svokallað "flugöryggis-svæði" - - flugvélar sem fljúga inn í það þurfa að tilkynna sig. Eða eiga á hættu óskilgreindar varnaraðgerðir Kína. Vandinn er að hluti af þessu svæði er ekki hluti af viðurkenndri lofthelgi Kína - heldur falla inn í þetta "flugöryggissvæði" 2-umdeild svæði annað sem Japan telur sig ráða yfir og hefur gert síðan 1895, svokallaðar Senkaku eyjar ef maður nota japanska nafnið á þeim skerjum og boðum, og Leodo eyja sem S-Kórea telur sig eiga, og eins og á við um Japan, viðheldur gæslu herskipa og herflugvéla.

Senkaku Islands - sambærilegt við Vestmannaeyjaklasann.

Senkaku islands

"China's Defense Ministry said Saturday that the Chinese military would take "defensive emergency measures" against aircraft that didn't obey the rules in the new zone. It didn't specify what those measures would be."

Þetta virðist fljótt á litið - - leikur að eldinum!

Ekki fylgir sögunni - akkúrat hvað þær aðgerðir mundu vera, tæknilega getur það verið allt frá þvi að hervélar skipa flugvélum að breyta um stefnu - yfir í að þær neyði þær til að lenda á kínv. flugvelli þ.s. áhöfn væri handtekin - jafnvel yfir í að vél væri skotin niður.

Qin Gang, a Chinese Foreign Ministry spokesman - "It was written very clearly in the announcement. With regard to the question you've asked, the Chinese side will make an appropriate response according to the different circumstances and the threat level that it might face."

Allt í óvissu með öðrum orðum!

  • Það sem hættulegt er við þetta, er að Japan hefur engan áhuga á því, að samþykkja að lofthelgin í kringum Senkaku eyjar, tilheyri Kína.
  • Og má reikna fastlega með því, að japanskar hervélar og herskip, muni halda áfram - að stugga við bæði umferð kínv. skipa og flugvéla.
  • Fram að þessu hefur S-Kórea ekki verið beitt alveg sama þrístingi og Japan, en nú virðist standa til að herða skrúfurnar í þá átt einnig -- það þíðir örugglega að einnig í kringum Leodo verður stöðug hætta á spennu, en þess má vænta að S-kóreskar hervélar muni gæta þeirrar lofthelgi sem S-Kórea telur sig eiga. 

Svæðið sem Kína hefur tekið sér sést á mynd frá Wall Street Journal!

U.S. Directly Challenges China's Air Defense Zone

Auðvitað eru þessar eyjar og sker, boðar - nærri ströndum Kína. Og þ.e. augljóst, að erlendir herir skuli hafa bækistöðvar á þeim - er ákaflega óhentugt fyrir Kína.

Nú þegar Kína er að efla her sinn og flota, en hernaðarbækistöðvar þetta nærri strönd lands, er augljós ógn við það - - eða þannig hljóta hernaðaryfirvöld Kína að líta á málið.

Og þ.e. augljóst að Kína vill þessi svæði aftur.

En ég stórfellt efa - að sú aðferð er Kína beitir sé líkleg til árangurs, þ.e. nálgast málið með "hrokann" á lofti - - fullyrða að eyjarnar tilheyri Kína.

Hafa ekki áhuga á að semja um málið, þess í stað - ítrekað heimta að þeim sé skilað.

Og þegar löndin sem ráða yfir þeim hafna þeirri kröfu, er þrístingurinn aukinn - - og nú tilkynnt að lofthelgin í kring, einnig tilheyri Kína.

Og hótun látin fylgja með - - sem má túlka sem hótun um að vélar verði skotnar niður.

Kína getur nánast ekki mögulega betur tryggt en akkúrat með þeirri nálgun, að Japanir annars vegar og S-Kóreubúar hins vegar - - > þybbist við.

Bæði löndin eru fyrir sitt leiti að efla sína heri - land, flug og flota.

  • Þessi þróun minnir mann í vaxandi mæli á Evrópu fyrir Fyrra Stríð.
  • En þá var það Þýskaland er var vaxandi veldi, er ógnaði þeim sem fyrir voru.


Niðurstaða

Það sem er ógnvekjandi við þetta, er að með aðgerð sinni hefur Kína líklega umtalsvert aukið líkur á því - að óvænt geti brotist út stríð í Asíu. En þegar akkúrat það ástand er til staðar sem nú er komið, að fleira en eitt land þykist eiga sama landsvæði og í þetta skipti einnig lofthelgi, og bæði senda reglulega eigin herskip og flugvélar á svæðið. 

Er það nánast fullkomin uppskrift að - - slysaskoti. Sem í þessu tilviki gæti leitt til stríðs.

En skv. fréttum hafa löndin ekki sambærilega "rauða" línu beint á milli höfuðsstöðva, eins og Moskva og Washington höfðu í Kalda Stríðinu, og var oft beitt til að hindra einmitt að stríð mundi hefjast - óvart.

Þá er akkúrat sú hætta fyrir hendi, að yfirvöld verði sein að bregðast við - og mannfall geti barasta verið orðið all nokkuð, áður en æðstu yfirmenn geta stoppað dæmið.

Ef t.d. kínv. skipum hefði verið sökkt, flugvélar skotnar niður - eða bæði kínv. og japönsk, flugvélar einnig skotnar niður - - æsingar yrðu gríðarlegar í kjölfarið.

Það gæti orðið æði erfitt þá að kæla ástandið. Svo þetta virðist mér leikurinn að eldinum.

  • Kína á að sjálfsögðu að semja við Japan og S-Kóreu, ef menn hegða sér skynsamlega, getur þetta orðið að viðskiptum.

Að ætla sér að nálgast þetta með þeim hætti, er virðist nú stefnt að - virðist mér nett geggjun, verð ég að segja.

 

Kv.


ESB gæti tekið fyrsta skrefið í því að hólfa Internetið í sundur!

Financial Times segir frá umsögn Framkvæmdastjórnar ESB um svokallaðan "safe harbour" samning sem er í gangi milli Bandaríkjanna og ESB. En sá hefur heimilað bandarískum internet fyrirtækjum, viðstöðulaust gagnaflæði um notendur vefja þeirra er búa í aðildarlöndum ESB.

 

Vandinn eru njósnir NSA að sjálfsögðu sem setja þetta samkomulag í uppnám!

EU accuses US of improperly trawling citizens’ online data

  1. "A European Commission review of the “safe harbour” pact that allows US technology groups such as Google, Facebook and Microsoft to operate in Europe without EU oversight will conclude that Washington has improperly forced US companies to hand over European customers’ data."
  2. "It also says that breaches of the data deal have given US tech companies a competitive advantage over European rivals."
  • The personal data of EU citizens sent to the US under the ‘safe harbour’ may be accessed and further processed by US authorities in a way incompatible with the grounds on which the data was originally collected,” - “The commission has the authority . . . to suspend or revoke the safe harbour decision if the scheme no longer provides an adequate level of protection,

Eins og fréttaskýrandi FT bendir á, þá séu líkur á því að þessi skýrsla sé upphafið að því ferli, sem lyktar í því að ESB segi upp "safe harbour" samningnum við Bandaríkin.

En það má þó búast við því, að fyrst verði gerðar tilraunir til þess að fá Bandaríkin til að breyta lögum um NSA og um meðferð sérstaklega upplýsinga um þegna aðildarlanda ESB.

Rétt er að benda á, að nýlega kynnti Dilma Roussef forseti Brasilíu um það, að hún ætlaði að leggja frumvarp fyrir brasilíska þingið, þ.s. bandar. internet fyrirtæki væru skilduð til að varðveita gögn um brasilíska þegna innan Brasilíu.

Ef ESB slær af þennan "safe harbour" samning, þá sé líklegt að bandar. internet fyrirtæki verði knúin til þess - að setja upp sjálfstæðar starfseiningar innan ESB, einhvers staðar.

Sem mundi auka þeirra kostnað og draga úr skilvirkni þeirra.

Auðvitað má velta því fyrir sér - hvort þeim geti verið í hag að flytja starfsemi sína, t.d. til Írlands eða Bretlands.

Færa hana alfarið frá Bandaríkjunum jafnvel - - en það mundi auðvitað þíða að þá þyrftu þau að hafa sjálfstæðar einingar innan Bandar. þ.s. bandar. yfirvöld séu sennilega ekki líkleg að vera mjög eftirgefanleg um það, að draga úr eftirliti sbr. njósnir um internetið.

  • Þetta er þ.s. margir óttast.
  • Að njósnir NSA leiði til svokallaðrar Balkaniseríngar Internetsins.
  • Að einstök lönd taki sig til, og heimti að gögn um eigin þegna séu varðveitt í því landi.

Sennilega geta þó einungis stór lönd, heimtað slíkt - - og búist við því að stóru Internet fyrirtækin raunverulega láti verða af því, að setja upp "sjoppu" þar í landi.

Fyrir smærri lönd þíddi þá slík krafa líklega, að þegnar þeirra landa yrðu af þeirri Internet þjónustu er þau bandar. fyrirtæki veita.

Spurning hvort innlend fyrirtæki í þeim löndum geti þá hafið sambærilega þjónustu fyrir eigin þegna?

Eða kannski ekki?

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu ferli eftir að það virðist formlega hafið innan ESB. En ef ESB ríður á vaðið, þá mun það líklega hafa mun stærri áhrif - en aðgerð Brasiilíu er kynnt var fyrir nokkrum vikum.

Þá gætu önnur stór lönd farið í sambærilegar aðgerðir, t.d. Japan - Indónesía - Rússland, auðvitað hefur Kína lengi haft sitt eigið Internet kerfi bakvið sinn Kína múr.

Síðan má vera, að smærri lönd myndi bandalög sín á milli um slíkan rekstur - sameiginlega. Hver veit, kannski koma Afríku lönd S-Sahara sér saman um það, með milligöngu hins svokallaða "Afríku Sambands." 

Njósnir NSA gæti virkilega leitt til þess að internetið hætti að vera þetta galopna fyrirbæri, þ.s. allt flæðir út um allt viðstöðulaust alfarið án hindrana.

Heldur verði það eins og margt annað, með landamæri þ.s. starfsemi innan lýtur misjöfnum reglum, og gögn flæði ekki endilega viðstöðulaust milli landamæra.

 

Kv.


Bloggfærslur 26. nóvember 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 869805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband