31.10.2013 | 23:29
Evrusvæði hættulega nærri verðhjöðnun
Skv. Eurostat mældist verðbólga á evrusvæði einungis 0,7% í nóvember. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður. Það er því hugsanlegt að hún mælist e-h hærri í endanlegu uppgjöri mánaðarins. En þetta sýnir þó samt sem áður - að evrusvæði er komið hættulega nærri "verðhjöðnun."
Euro area annual inflation down to 0.7 %
Myndin að neðan sýnir uppgjör Eurostat á verðbólgu október mánaðar.
Þá mældist meðalverðbólgan 1,1%.
En nú allt í einu er meðalverðbólgan einungis 0,7%.
Það þíðir líklega að löndum í verðhjöðnun hefur fjölgað miðað við myndina að ofan.
Af myndinni má sennilega ráða - hvaða lönd hafa líklega dottið í verðhjöðnun, þ.e. þau lönd sem voru með mælda verðbólgu innan við 0,5% í október mælingunni.
Þau sem voru með mælda verðhjöðnun þá, eru þá líklega fallin dýpra í það ástand.
Af hverju er verðhjöðnun hættuleg?
- Ein mikilvæg áhrif eru þau, að allt bundið í peningum hækkar í virði. Öfug áhrif við verðbólgu. Það finnst kannski einhverjum gott. En það fer mjög mikið eftir því hvort um er að ræða einstakling sem á töluverðar fjárhæðir af peningum eða hvort um er að ræða einstakling sem á fyrst og fremst skuldir. Sá sem á peninga græðir - sá sem á skuldir tapar.
- Seinni áhrifin munu skipta miklu máli í þeim löndum þ.s. alvarleg skuldakreppa er útbreidd. Þessi virðisaukningaráhrif skuldanna, koma þá líklega hart niður á þeim löndum sem þegar eru í alvarlegu kreppu ástandi.
- Og líklega við þetta, dýpkar kreppan í þeim löndum - enn frekar. Þetta eykur hættuna á því að þau falli inn í dýpkandi skuldaspíral, þ.s. verðhjöðnun er ákaflega hagvaxtarbælandi, fyrir utan að virðishækka skuldirnar.
- En hún bælir vöxt vegna þess, að þó svo að þeir sem eiga peninga finnist þeir græða, þá halda þeir samt að sér höndum - ástandið bælir áhuga þeirra á því að fjárfesta eða verja peningunum í eitthvað, því væntingin er að verðin muni vera lægri á morgun.
Ég bendi á ritgerð eftir Zsolt Darvas sem er einn af meðlimum svokallaðs Bruegel "Think Tank:"
THE EURO AREAS TIGHTROPE WALK: DEBT AND COMPE TITIVENESS IN ITALY AND SPAIN
---------------------
- If inflation has to be 1 percentage point lower in Italy and Spain because the overall euro-area inflation rate undershoots the two percent target, the persistent primary sur- plus has to be higher in Italy by 1.3 percent of GDP and in Spain by 1.0 percent of GDP, according to our calculations.
- Consistent with the ECB mandate, average inflation in the euro area should not be allowed to fall below the two percent target, and Germany and other euro-area countries with a strong competitive position should refrain from domestic policies that would prevent domestic inflation from rising above two percent (Wolff, 2012; Darvas, Pisani-Ferry and Wolff, 2013).
- Therefore, the ECB should do whatever it takes, within its mandate, to ensure that inflation does not fall below the 2 percent target.
---------------------
Höfum í huga að ítalska ríkisstjórnin stefnir að því að viðhalda 5% afgangi af frumjöfnuði fjárlaga, skv. útreikningi Zsolt Darvas hækkar þörf ríkissjóðs Ítalíu fyrir afgang um 1,3% fyrir hvert prósent sem meðalverðbólga evrusvæðis er minni en 2%.
Þannig að við 1% verðbólgu þarf 6,3% afgang - > við 0% verðbólgu 7,6%.
Hafandi í huga skuldastöðu upp á 133% virðist fljótt á litið, ekki vinnandi vegur fyrir Ítalíu að greiða skuldir sínar niður.
Skv. óbreyttum forsendum. Annaðhvort þarf Ítalía að finna leið til að auka hagvöxt stórfellt - - sem virðist ekki líklegt. En enn mælist samdráttur á Ítalíu og líklega eru hugmyndir ríkisstjórnarinnar um 1% hagvöxt á nk. ári - skot í loftið. En skv. erlendum fjölmiðlum, er hagstjórn á Ítalíu meira eða minna hangandi á reiðanum. Ríkisstjórnin hafi í reynd ekkert gert.
Eða að vextir þeir sem ríkissjóður Ítalíu getur fengið - verða að lækka verulega.
Það seinna er tæknilega mögulegt, en krefst þess að Ítalía óski formlega aðstoðar til björgunarsjóðs evrusvæðis, svo Ítalía geti fengið Seðlabanka Evrópu til að virkja svokallað "OMT" þ.e. kaup án takmarkana.
Niðurstaða
Mér virðist löndin í vanda á evrusvæði nú milli tveggja elda. Annars vegar hækkandi gengi evrunnar er skaðar möguleika þeirra til að auka útflutning. Og hins vegar hin hratt vaxandi hætta á verðhjöðnun er mun virðishækka þeirra skuldir. Ef ekki er fljótlega e-h róttækt gert, stefnir í að hinn þegar hættulegi skuldaspírall landa í vanda. Fari í frekari stigmögnun.
Með þessu áframhaldi getur evrukrísan skollið aftur á af þunga á næsta ári.
Kv.
Herra Scaroni skrifaði lesendagrein í Financial Times, undir eigin ábyrgð að sjálfsögðu. Þó svo að sjálfsögðu sé forstjóri ítalska orkurisans Eni alls ekki óháður eða hlutlaus greinandi. Er það samt ekki ástæða að leiða hjá sér þá þætti er hann bendir á, en þær upplýsingar hafa komið fram hjá fleiri aðilum.
Russia and shale can solve Europes energy problem
- "Thanks to the rapid increase in efficient non-conventional gas production, US companies pay about $3.50 per million British thermal units (mBtu) for their natural gas.
- That is about a third of what Europeans pay."
Gasverð í Evrópu er með öðrum orðum - 3 falt hærra.
Það sem er í gangi í Bandaríkjunum er svokölluð "Fracking revolution" en gasvinnsla í Bandaríkjunum hefur aukist umtalsvert sl. 8 ár, og verð á gasi hefur fallið - mikið.
Það hefur áhugaverðar afleiðingar - - nefnilega þær.
Að bandarísk námufyrirtæki sem stunda enn þann dag í dag, að grafa eftir kolum.
Hafa orðið fyrir því, að eftirspurn hefur minnkað innan Bandaríkjanna, þannig að í staðinn - hafa þeir nú síðan 2010. Verið að selja kol á umtalsvert lækkuðu verði miðað við þeirra fyrra söluverð til Evrópu.
Það er að hafa þá áhugaverðu afleiðingu, að kola-orkuver í Evrópu eru samkeppnishæfari en gasorkuver.
Þannig að gasorkuver eru að verða undir í samkeppninni, við rafmagnsframleiðendur er brenna kolum.
- "gas-fired power generation has decreased by 25 per cent between 2010 and 2012..."
- "...while coal-fired power generation has increased by 10 per cent."
Og útkoman af því er sú, að síðan 2010 hefur losun CO2 aukist í ESB vegna rafmagnsframleiðslu.
Þrátt fyrir að - "30bn of incentives" - sé varið árlega til að styðja við eflingu "grænna" orkulausna.
Þetta eru að sjálfsögðu - - algerlega ófyrirséð hliðaráhrif.
- "Europes electricity is twice as expensive as Americas."
Það er að hluta vegna álagsins sem er lagt á orku framleidda með kolum og gasi, og öðrum leiðum taldar ekki umhverfisvænar. Sem notað er til að fjármagna stuðninginn við eflingu "grænna" orkukosta.
Vegna þess að kol eru nú fáanleg frá Bandar. á svo hagstæðu verði miðað við áður, eru kolaorkuverin að sigra í samkeppninni við - gas orkuverin. Því þau geta boðið rafmagnið á lægra verði.
Svo kaupendurnir versla við kolaorkuverin.
Þessi útkoma er auðvitað "embarrassment" fyrir þá sem skipuleggja orkuáætlun Evrópu.
-----------------------------------
Paolo Scaroni hefur sínar skoðanir - - hann vill að Evrópa fylgi fordæmi Bandaríkjanna. Bendir á að líklega sé nóg af "leirsteinsgasi" einnig í Evrópu, ef Evrópumenn geta fengið sig til að nýta þau jarðlög. Og að auki sé nóg af gasi í Rússlandi.
Má einnig nefna að í Rússlandi er að finna mjög stórt "leirsteinslag" - sjá: "Fracking" getur framlengt olíuævintýri Rússa um nokkra áratugi til viðbótar!.
Að auki nefnir hann að það sé mjög skaðlegt fyrir samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu, að búa við 2-falt orkuverð samanborið við Bandaríkin.
Þegar séu mörg teikn þess, að orkufrek evr. efnavinnslufyrirtæki séu að leita hófana eftir því, að koma upp verksmiðjum í Bandaríkjunum.
Spurning hvað gerist með stáliðjuverin, en stálið er upphaflegur kjarni þýska iðnveldisins.
Þetta komi ofan á aðra þætti sem veita Bandaríkjunum forskot í samkeppnishæfni.
Rétt að ryfja upp að efnahagur Evrópu er ekki sterkur þessi misserin, og að það stefnir í að orkverð haldi áfram að hækka á næstu misserum. Nema að skipt sé snarlega um kúrs.
Niðurstaða
Hátt orkuverð er ekki einungis slæmt fyrir atvinnulíf Evrópu. Því má ekki gleyma að þegar harnar á dalnum hjá almenningi, fjölgar stöðugt þeim sem eiga í erfiðleikum með orkureikninginn sinn. Í Þýskalandi er talað um svokallaða "orkufátæklinga" þ.e. þá sem eiga ekki efni á því að kinda t.d. nema eitt herbergi. Þ.s. fjölskyldan kúrir saman.
En merkilegur sannleikur er sá, að þó svo að margir í Þýskalandi hafi mjög góð laun. Vegna þess að ekki eru nein lágmarkslaun - nema lágmarkslaun stéttafélaga. Þá t.d. ef þú ert verktaki utan stéttafélags - þá geta launin verið lægri en meira að segja þ.s. telst lágmarksviðmið hérlendis.
Þetta sé hlutskipti vaxandi fjölda þeirra sem koma til Þýskalands á flótta frá atvinnuleysinu í eigin löndum. Ef þú ert ekki með menntun eða þekkingu sem eftirspurn er eftir. Fólk á slíkum launum, sé líklegt að eiga í vandræðum með orkureikninginn.
Þetta vandamál er örugglega einnig til staðar í þeim kreppuhrjáðu löndum, sem það fólk var að flýgja.
Kv.
Bloggfærslur 31. október 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 869809
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar