Er Stefán Ólafsson Bjartur í Sumarhúsum?

Stefán Ólafsson tekur nú undir sönginn frá verkalýðshreyfingunni, í pistli sem nefnist: Þjóðin þarf kauphækkun – núna.

Vandinn er sá að peningurinn er ekki til. En Stefán virkilega heldur annað.

Ég bendi á þ.s. reyndar er áhugaverður punktur hjá honum: "Íslendingar hafa raunkaup á svipuðu róli og Spánverjar, Möltubúar og Slóvenar, þjóðir sem eru mun fátækari en Íslendingar."

Myndin er tekin af blogginu hans!

  • Það er algerlega rétt, að það er töluvert bil á milli landsframleiðslu á mann á Íslandi í dag.
  • Og tímakaups, og Ísland er töluvert neðar á listanum yfir tímakaup skv. PPP jafnvirði.

 

Hans ályktun er "Kaupið á Íslandi er þannig talsvert of lágt miðað við ríkidæmi þjóðarinnar."

Það er út af fyrir sig rétt - - en á sama tíma er til staðar stór sannleikur sem hann kýs að líta alfarið framhjá.

Nefnilega þeim sannleika, að þetta ástand er ekki því að kenna að einhverjir vondir - - vilji ekki borga hærri laun.

  • Þetta snýst um það, að skuldirnar þ.e. erlendu gjaldeyris - mynda umtalsverð nettó tekjuáhrif.
  • Þ.e. með öðrum orðum ekki til peningur fyrir lífskjörum á Íslandi, nema að frádregnum kostnaðinum við þær skuldir.
  • Þær skuldir, tilvist þeirra, er án efa - meginskýring þess misræmis sem hann sannarlega hefur komið auga á. Framleiðni skýrir rest.
  • Það verður að taka tillit til þeirra hagsmuna, að tryggja að nægilegt fé sé til staðar á jöfnuði landsmanna, svo áfram verði unnt að greiða þessar skuldir niður.
  • Mér skilst að jöfnuður landsmanna að teknu tilliti til erlendra skulda, hafi verið jákvæður á sl. ári upp á ca. 2% til rúmlega 2%.
  • Mismunurinn á jöfnuðinum upp í 0 er það borð sem er fyrir báru - fræðilega unnt að hækka laun í það borð. Taka það út.
  • En ég held að borðið sé í minnkun, vegna þess að útfl. tekjur fara lækkandi, v. kreppunnar í Evrópu.
  • Líklega er stór fiskverðs lækkun framundan, v. þess að Norðmenn og Rússar hafa ákveðið að hækka kvóta á þorski í Barentshafi um kvartmilljón tonn í eina milljón tonn, afla-aukning sem fer inn á markaði á þessu ári; á sama tíma og kreppan í Evrópu versnandi fer, þ.e. efnahagskreppan.
  • Það þíðir, að borð fyrir báru - getur þegar verið orðið - - ekki neitt.
  • Jafnvel getur verið, að það snúist í mínus - - að lífskjör þurfi að lækka, v. hraps útl. tekna.
-------------------------------------

"ASÍ forystan hefur því verk að vinna. Kaupið þarf að hækka í fleiri og stærri skrefum en verið hefur, um leið og harðasta aðhaldi gegn verðhækkunum er beitt."

  1. Þetta er gersamlega óraunhæf sýn - - en málið er að vegna þess að 90% af neysluvarningi er innfluttur, fer ávallt stór hluti af launahækkunum beint í innflutning. Fyrir utan að innflutningur í þjóðhagsreikningum er frádráttarmegin, þegar hagvöxtur er reiknaður.
  2. Munum að borðið fyrir báru getur þegar verið horfið, það væri ekki björgulegt að fara að nýta AGS lánin, til að greiða fyrir innflutning neysluvara.
  3. Þú getur ekki mögulega búið til meira fullkomnari uppskrift að nýju hruni - nýrri kollsteypu.
  • Í þessu samhengi, er baráttan við kauphækkanir í kjölfarið - - ekki stóra atriðið. 
  • Í dag er genginu klárlega stýrt með hagsmuni jöfnuðarins gagnvart útlöndum, þess vegna lækkaði krónan svo skarpt sl. haust, eftir að ferðamannavertíðinni lauk - - því þá minnkuðu gjaldeyristekjur.
  • Það sannar í reynd ábendingu mína, um það að borðið sé í reynd agnarlítið. Að, krónan hafi þá orðið að lækka, alveg um leið og tekjurnar minnkuðu.

Stórar launahækkanir nú myndu þíða gengissig daginn eftir - - Stefán er í reynd að biðja um, endurtekningu 8. áratugarins, þ.s. kaup hækkaði og gengið lækkaði stuttu síðar, í ritúali sem endurtekið var trekk í trekk.

Það var vegna þess, að þá neitaði verkalýðshreyfingin, að taka tillit til þess - - hve mikið fé raunverulega er til. Ekki fyrr en með þjóðarsáttarsamningunum, sem eitthvert vit komst á málin. Verkalýðahreyfingin, lækkaði í reynd verðbólgu með því, að lækka til muna kaupkröfurnar. Og verðbólgan var miklu mun lægri áratuginn þar á eftir.

Þetta er vegna þess - að kauphækkanir þegar ekki er til fé fyrir þeim - -> Fara beint í verðbólgu.

Annaðhvort þannig að innlendar hækkanir fyrirtækja og ríkis sjá um það að lækka kaupmáttinn aftur, eða að gengið er látið síga. Sú hugmynd að hafa aðhald að hækkunum myndi því ekki virka, þ.s. í staðinn væri gengið þá fellt til að triggja jöfnuðinn v. útlönd.

-------------------------------------

"Kauphækkun eykur einkaneysluna sem skapar fyrirtækjunum meiri sölufæri, fleiri störf verða þá til og skatttekjur hins opinbera hækka, sem gerir aftur mögulega hækkun lífeyris og launa opinberra starfsmanna, í sama takti."

"Hagvöxturinn verður einnig meiri með þeirri örvun sem launahækkunin veitir."

Stefán Ólafsson horfir alfarið framhjá viðskiptajöfnuðinum - - sem er þó lykilbreyta í dæminu. Fyrir utan, að það virkar ekki á Íslandi að fara leið neysludrifins hagvaxtar.

  1. Aukin neysla, fer beint í innflutning eins og útskýrt að ofan - - sem leiðir til þess að viðskiptajöfnuður landsmanna að teknu tilliti til kostnaðar v. erlendar skuldir, yrði þá fljótlega neikvæður.
  2. Þá fer Ísland eins og bent er að ofan, að greiða fyrir neyslu með AGS lánunum.
  3. Svo gleymir Stefán því, að aukinn innflutningur er frádráttarmegin í þjóðhagsreikningum, svo þ.e. raunverulega ekki mögulegt að búa til hagvöxt með þessum hætti á Íslandi. Slíkt virkar aftur á móti í samfélögum sem eru 40-80 sinnum stærri, þ.s. mun hærra hlutfall neysluvara er framleitt innan sama lands. Þá eflist sú framleiðsla, og hagvaxtaraukning raunverulega á sér stað. Einhvern veginn, virðast menn ekki skilja hvernig hlutir eru með öðrum hætti í örþjóðfélögum.
  • Þú getur ekki mögulega búið til minna ábyrga stefnumörkun fyrir okkar þjóð.
  • Ný kollsteypa væri 100% örugg.

Eina leiðin til að búa til hagvöxt á Íslandi með sjálfbærum hætti, er með því að:

  1. Fyrst auka útflutning.
  2. síðan auka innflutning - samhliða.
  • Það verður að vera þessi röð. 

 

Niðurstaða

Stefán Ólafsson, ásamt vinum hans innan Verkalýðshreyfingarinnar. Virðast nákvæmlega ekki neitt haf lært af sögu kollsteypa í íslensku þjóðfélagi. En Ísland er í grunninn afar einfalt. Því er það svo furðulegt hve margir virðast ekki skilja hvernig Ísland virkar.

Þ.e. innflutningur er borgaður með útflutningi.

Ef við skuldum í formi gjaldeyris, þarf að taka einnig tillit til kostnaðar sem fylgir þeim skuldum.

Þ.s. eftir er af gjaldeyri, eftir að búið er að borga af þeim skuldum. Er það fjármagn sem til staðar er, fyrir allt sem hér þarf að gera. Þ.e. hvort sem við erum að tala um laun. Eða aðrar þarfir, eins og þarfir ríkisins fyrir fjármagn til framkvæmda. Þarfir fyrirtækja, fyrir eigin starfsemi.

  • Stefán er að hvetja til "fullkomins ábyrgðaleysis."
  • Vegferðar sem myndi framkalla nýja kollsteypu með 100% öryggi.

-----------------------------

Þess vegna kom ég fram með spurninguna - - Er Stefán Ólafsson, Bjartur í Sumarhúsum?

 

Kv.


Monti fyrir Ítalíu!

Nýtt sameiginlegt framboð lítilla miðjuflokka á Ítalíu, undir forystu Mario Monti. Mun hafa titilinn “With Monti for Italy” eða "Með Monti fyrir Ítalíu." Greinilega telja forsvarsmenn þeirra flokksbrota, sem hafa sameinast um framboð Monti. Að nafn Monti sé helsta aðdráttaraflið fyrir framboðið.

Það áhugaverða er, að þess ber þó ekki skýr merki í nýlegum skoðanakönnunum, að framboð Monti veki mikla hrifningu kjósenda.

Monti unveils alliance as polls disappoint

Monti coalition in fourth place for Italy elections

  • ROME - A coalition of centrist parties led by Italy's outgoing Prime Minister Mario Monti is currently running in fourth place ahead of early elections in February, according to a poll published on Friday.
  1. The centre-left Democratic Party led by Pier Luigi Bersani was way ahead with 35.3 percent of voting intentions, according to the poll published by the Tecne agency for television network Sky Italia.
  2. Silvio Berlusconi's People of Freedom party came second with 19.5 percent,
  3. followed by 16.0 percent for the Five Star Movement led by populist blogger Beppe Grillo, a former comedian campaigning against corruption and in favour of environmental issues.
  4. Parties supporting Monti garnered just 12.0 percent.
  • Political commentators say Monti could ally himself with the Democratic Party if it fails to win majorities in both houses of parliament and could become finance minister in such a coalition.
  • The poll, which was conducted on December 29 after former economics professor Monti announced his intention to lead a centrist coalition, had 600 respondents and a margin of error of 4.0 percent.

Að bandalag Monti sé í 4. sæti, er ekki beint vitni um sterkan áhuga kjósenda á Monti.

Flokkurinn í 3. sæti, er kallaður popúlískur flokkur, en sá hefur skilst mér tekið mjög eindregna afstöðu gegn, niðurskurðarstefnu þeirri sem Ítalía hefur gengið í gegnum undir Monti.

Hin eiginlega keppni, virðist á milli ítalskra krata og hægri bandalags Berlusconi. Og verður áhugavert að fylgjast með því, hvort Berlusconi tekst að auka fylgið - minnka muninn.

------------------------------

"Mr Monti has said he wants to form a broad coalition of pro-Europe, pro-reform parties after the election, and aims to marginalise “extreme” elements on Italy’s left and right, as well as populist, anti-European movements."

Miðað við þetta gæti helsta von Monti verið, að komast inn í samsteypustjórn með ítölskum krötum. Hann örugglega hefur ekki áhuga á að starfa með Berlusconi. 

Spennan er þá hugsanlega, hvort Berlusconi tekst í kosningabaráttunni, að tryggja sínum flokki nægt fylgi. Til að koma í veg fyrir. Að kratar og Monti hafi meirihluta í báðum þingdeildum.

Þannig að þeir þurfi þá að semja við flokk hans, til að koma málum í gegn um báðar deildir. En gera má ráð fyrir að flokkur Grillo, hafi ekki áhuga á samstarfi við flokka sem ætla að halda niðurskurðarstefnunni áfram. Það fer nú fjölgandi svokölluðum andstöðuflokkum í Evrópu, sem yfirleitt eru kallaðir popúlískir.

Klofið þing, myndi væntanlega triggja "veika ríkisstjórn" sem litlu myndi geta áorkað.

Nema auðvitað að það verði óvænt stór fylgissveifla frá fjölmennum hópi óánægðra kjósenda, þannig að flokkur Berlusconi - óvænt fái mun meira fylgi en nú virðist útlit fyrir. 

 

Niðurstaða

Þó svo að fjölmiðlar í Evrópu, og víða. Tali um Mario Monti sem nokkurs konar bjargvætt Ítalíu. Þá er sannleikurinn sá. Að gríðarleg óánægja er til staðar í dag meðal almennings. Með stefnuna sem var fylgt sl. ár, meðan Monti var við völd. 

Það kom til, væntanlega vegna niðurskurðarprógrammsins sem sú ríkisstjórn fylgdi. En atvinnuleysi hefur farið vaxandi, auk þess að almenningur finnur fyrir þeirri lífskjaraskerðingu er varð á sl. ári.

Skv. skoðanakönnunum, er ca. helmingur kjósenda með það í huga að sitja heima. Það getur þítt, að óánægjuframboð Grillo, gæti hugsanlega fengið óvænt mun flr. atkvæði en nú virðist líklegt.

-----------------------

Mér virðist ekki sérlega líklegt, að Monti sæki sér mörg atkvæði þangað. Vegna þess, hve margir Ítalir í könnunum, tjá sig óánægða eða hundfúla með niðurskurðinn á sl. ári. Frekar, að þessir óánægðu kjósendur. Séu nokkurs konar "villt spil" sem getur hlaupið skyndilega á einhvern flokk.

Sem kemur fram með einhvers konar "plan B" sem þessir kjósendur kaupa. Spurning hvort að Berlusconi tekst slíkt.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. janúar 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 49
  • Sl. sólarhring: 224
  • Sl. viku: 254
  • Frá upphafi: 871761

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 238
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband