Kreppan vond fyrir gríska skóga!

Rakst á þessa umfjöllun í Wall Street Journal. En það stórblað er greinilega með gríska blaðamenn á sínum snærum í Grikklandi. Og þaðan koma öðru hvoru greinar um áhrif kreppunnar á mannlíf í Grikklandi. Þessi segir frá því - að vaxandi fátækt, sé að stórfellt auka "ólöglegt skógarhögg."

[image]

Greeks Raid Forests in Search of Wood to Heat Homes

Við smá umhugsun - virðist það mér rökrétt. Að svo óskaplega alvarleg kreppa sem nú er í Grikklandi, valdi einmitt "ólöglegu skógarhöggi."

En kreppa af því tagi sem er til staðar í Grikklandi nú, nefnist á ensku "economic depression."

"While patrolling on a recent cold night, environmentalist Grigoris Gourdomichalis caught a young man illegally chopping down a tree on public land in the mountains above Athens."

"When confronted, the man broke down in tears, saying he was unemployed and needed the wood to warm the home he shares with his wife and four small children, because he could no longer afford heating oil."

""It was a tough choice, but I decided just to let him go" with the wood, said Mr. Gourdomichalis, head of the locally financed Environmental Association of Municipalities of Athens, which works to protect forests around Egaleo, a western suburb of the capital."

Ein lítil saga - en þetta virðist vera orðið að faraldri sbr. neðangreint.

"The number of illegal logging cases jumped in 2012, said forestry groups, while the environment ministry has lodged more than 3,000 lawsuits and seized more than 13,000 tons of illegally cut trees."

Og takið eftir, hvenær síðast var sambærilegt ástand!

"Such woodcutting was last common in Greece during Germany's brutal occupation in the 1940s, underscoring how five years of recession and waves of austerity measures have spawned drastic measures."

Akkúrat - í hernáminu á árunum 1941-1945.

Og hve útbreitt það virðist orðið að brenna timbri eða nánast hverju sem er, er farið að hafa slæm áhrif á hreinleika lofts á borgum Grikklands. Sem voru víst ekki þekktar beint fyrir hreinleika lofts á seinni árum.

Smog, on some days visible to the naked eye and carrying the distinct smell of burning wood, has prompted local officials in Athens to discuss mitigation strategies, including proposals to restore heating-oil subsidies.

Einn af yfirmönnum heilsugæslumála í Grikklandi, líkti mistrinu sem farið væri að leika um borgir Grikklands - - við Lundúnaþokuna frægu, sem þekkt var á áratugum áður.

"The average Greek will throw anything into the fireplace that can be burned, ranging from old furniture with lacquer, to old books with ink, in order to get warm," said Stefanos Sapatakis, an environmental-health officer at the Hellenic Center for Disease Control and Prevention...He likened the air conditions in Athens to an instance in postwar London where smog from wood fires blanketed the city for five days in December 1953, contributing to the deaths of more than 4,000 people and leading British authorities to ban the use of fireplaces in the city.

Það er auðvitað sorglegt, verður væntanlega ein af sorgum Grikklands sem er ekki þekkt fyrir mikla skóga, ef ein af afleiðingum kreppunnar - verða gróðursnauðar hlíðar, jarðvegseyðing og skriðuföll.

Spurning hvort Grikkland mun líta út eins og Haiti, en þegar horft er á loftmyndir sem sína landamæri Haiti og Dóminíkanska Lýðveldisins, sem eru ríkin 2 á eynni Hispaniola. Þá sýna þær glöggt, skógiþaknar hlíðar öðru megin en skóglausar, og miklu mun minna búsældarlegar hlíðar hinum megin. Svo ekki þarf að spyrja akkúrat hvar landamærin liggja.

 

Nýjar skattahækkanir í Grikklandi!

Greek parliament approves tax increases

Þegar almenningur er farinn að lifa við sambærileg lífskjör, og afar og ömmur núlifandi Grikkja gerðu undir hæl Nasista. Þá er um að gera - að hækka skatta og opinber gjöld.

  • "The state electricity monopoly PPC is set to announce a 10 per cent tariff rise on Monday, the first of three this year."
Þessi aðgerð mun auðvitað auka enn á ólöglegt skógarhögg, gera nýju þokuna yfir grískum borgum, þéttari.
  • "“People have made sacrifices, but they are proving worthwhile . . . The economy is responding,” Mr Stournaras told parliament, referring to a better than expected budget performance in 2012 and a shrinking current account balance."

Mjög skemmtileg kveðja frá fjármálaráðherra Grikklands - en þegar kaupmáttur minnkar þá auðvitað hefur fólk síður efni á að versla.

  • The tax reforms are aimed at raising an extra €2.5bn of revenues this year, equivalent to 1.25 per cent of national output, despite continuing recession. 

Ríkið tekur til sína, viðbótar 1,25% frá hagkerfinu. Sem er auðvitað leið til þess, að snúa samdrættinum við - ekki satt?

  • The economy is forecast to contract by another 4.5 per cent in 2013 on top of a projected 6.5 per cent last year.

Sem er ca. sama og spáð var um samdrátt sl. ár - það eina sem maður hingað til hefur getað treyst á, er það að samdráttur í Grikklandi reynist meiri en reiknað er með.

"The new measures will squeeze middle-class taxpayers by eliminating tax exemptions for insurance premiums and interest on mortgage payments, raising annual property taxes and introducing a 20 per cent capital gains tax from July on trading in the Athens stock market."

Frekari leiðir til að örva efnahagslífið.

"Interest income on bank deposits will be taxed at 15 per cent instead of 10 per cent."

Sem er ágæt leið til þess að tryggja það, að Grikkir sem enn eiga peninga í banka - varðveiti þá þess í stað undir koddanum.

"The corporate tax rate will rise from 20 per cent to 26 per cent but tax on distributed dividends will be cut from 25 per cent to 10 per cent."

Það er óneitanlega huggun harmi, að þegar almenningur er búinn að sjá rafmagnsreikninginn hækka, tekjuskatta einnig, ekki síst eignaskatta - - að þá viti þeir af því; að eigendur fyrirtækja og hlutabréfa almennt skuli fá skatt lækkaðan um ca. helming, á greiddan arð.

-------------------------

Ástæða aðgerðanna er víst, að Grikkland stendur frammi fyrir endurskoðun. Og aðgerðirnar þurfti að samþykkja fyrir nk. mánudag - svo gríska ríkið væri fært að standa við prógrammið.

Einhvern veginn er ég gersamlega viss að samdráttur ársins verður líklega ekki minni en sá á sl. ári, eða árið þar á undan.

Líklega stefni á að gríska hagkerfið hafi dregist saman um 30% frá upphafi kreppu.

 

Niðurstaða

Það lýsir vel hörmununum á Grikklandi, að fólk skuli þurfa að grípa til samanburðar við ástandið sem ríkti á hernámsárum Þjóðverja. Þá stóðu Þjóðverjar fyrir því að arðræna Grikkland - reyndar eins og önnur hernumin lönd. Í dag, eru það ofurskuldir og aðgerðir í því skyni, að mjólka hvern blóðdropa af greiðslugetu - af hálfu erlendra kröfuhafa þ.s. merkilegt nokk Þjóðverjar eru einmitt framarlega í flokki; sem er bakgrunnur núverandi ástands.

Ekki skrítið að hatur á Þjóðverjum sé að ná hæðum, sem ekki hefur sést í tja, 70 ár eða svo.

---------------------------

Ég hef nefnt það áður. Að Grikkland ætti að setja í greiðslustöðvun. Eins og Obama lét gera við General Motors. Það myndi gefa samfélaginu möguleika á að rétta mun fyrr við. Hagkerfið einnig.

En þær aðfarir sem nú eru í gangi - - ég sé ekki hvernig þær geta annað en boðað slæma hluti í framtíðinni. Þ.e. einhverskonar uppreisn, síðan óstöðugleika líklega til margra ára á eftir í Grikklandi.

 

Kv.


Stríðið í Mali hefur allt í einu gosið upp!

Skv. fréttum virðist að franskir hermenn hafi í skyndingu verið fluttir til Mali, til að mæta óvæntri sókn skæruliða þeirra sem hafa Norður hluta Mali á sínu valdi - í suður átt. Reuters segir, að franskir hermenn ásamt stjórnarhermönnum ríkisstjórnar Mali, hafi nú bæinn Konna aftur á sínu valdi. Að verið sé að hreinsa nálæg svæði, af hermönnum íslamistanna frá Norði.

Ég skrifaði áður um þetta stríð þann 6.4.2012, sjá: Túaregar í N-Mali lýsa yfir sjálfstæðu ríki - kallað Azawad

Þið getið séð kort sem ég þá fann á netinu, og sýnir ca. þann hluta sem Túarega hermenn eða skæruliðar tóku snemma á sl. ári, sem er mjög víðlent landflæmi ca. 2-svar stærra en Frakkland.

Map of Tuareg rebellion in Northern Mali (Azawad), showing towns controlled by the MNLA rebel group as of April 1, 2012

Þó stærri hlutinn af því sé þurr auðn eða steppur, þ.s. nærri ekkert vex.

France confirms Mali military intervention

Malian army beats back Islamist rebels with French help

West Scrambles to Counter Islamist Offensive

Einn möguleikinn er sá, að Túaregarnir í Norður hlutanum hafi ákveðið að vera fyrri til. En þeir að sjálfsögðu vita af því, að Frakkar eru með það í undirbúningi, að stofna til herfarar gegn þeim, í Norður hlutanum. En allir alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað um þær áætlanir Frakka.

Annar möguleiki, er að þetta hafi verið "raid" eða snögg áhlaup til að verða sér út um nýjar t.d. vopnabyrgðir, eða e-h annað sem þá vanhagaði um.

Hvað um það, eftir hina óvæntu árás á Konna sl. fimmtudag, þá virðist sem að Frakkar hafi brugðist mjög skjótt við. Og sent þær sérsveitir á vettvang, sem þeir gátu með snöggum hætti - flutt yfir til landsins.

Skv. fréttum, annað af tvennu, réðu þeir niðurlögum íslamistanna með snöggum hætti, eða þeir sjálfir ákváðu að hverfa af vettvangi - þegar þeir áttuðu sig á því, að Frakkarnir voru allt í einu mættir.

Það seinna er ekki endilega ólíklegt, enda skæruliðar vanir því, að hörfa jafn snöggt og þeir sækja fram, er þeir finna að þeir mæta líklega ofurliði.

  • Áhugavert er að skv. frétt Der Spiegel, þá virðist sem að stjórnarhermenn, hafi lítið viðnám veitt - þegar Konna féll. Alger ringulreið í reynd ríkt.
  • Þ.e. alveg í takt við það, þegar Suður hluti landsins féll, virðist sem að stjórnarherinn, sé lítt eða ekki fær - að standast þeim snúning.
  • Þannig að fréttin þess efnis, að Stjórnarhermenn og Frakkar, hafi unnið sigur í Konna - - er örugglega færð í stílinn.
  • Annað er áhugavert, hvernig Frakkar tala um skæruliða þá eða íslamista sem ráða Norður hlutanum, þ.e. - ávallt talað um "terrorista" eða hryðjuverkamenn.
  • Mjög er gjarnan tönnslast á einu atviki er átti sér stað á sl. ári, er íslamistarnir spilltu einhverri gamalli gröf, í hinni fornu Timbúktú. Ekki veit ég af hverju þeim var í nöp við þann sem var þar grafinn fyrir margt löngu. En ég hef ekki heyrt nokkrar fregnir af spjöllum á fornum minjum, nema þessu tiltekna atviki. Sem mjög er blásið upp í fjölmiðlum. Líkt við aðfarir Talibana.
  • Reynd er mjög leitast við, að mála þá mynd af skæruliðum Túarega, að þeir séu einhvers konar Talíbanar Afríku. Oft sagt að al-Qaeda tengingar séu til staðar.
  • Punkturinn er auðvitað sá - að í stríði er sannleikurinn ávallt - fyrsta fórnarlambið.
  • Frakkar eru hinir gömlu nýlenduherrar landsins - - þeirra fyrirtæki líklega ráða enn yfir helstu auðlindum þess, þ.e. gulli en þar eru gullnámur, og baðmull en mikið er ræktað af henni.
  • Ein frétt er þó líklega alveg örugglega rétt, en það virðist að töluverður hópur fólks sem ekki eru af kyni Túarega. Hafi flúið núverandi yfirráðasvæði þeirra. Til Suður hlutans. Einhver tugur þúsunda.
  • Að auki, virðist sem að þeir hafi sett á sharia lög, bannað eitt og annað sem bannað er skv. þeim lagakóða, einnig kvikmyndasýningar. Og að sjálfsögðu alla áfengisdrykkju. 
  • Ca. 90% íbúa landsins býr í Suður hlutanum. Á meðan að Túaregar sem eru ca. 10% íbúa, búa einkum í N-hlutanum. Sem er miklu mun strjálbýlli. Sennilega eru þeir meirihluti íbúa í Norðri.
  • Svo að stórum hluta sé þetta sennilega - -stríð þjóðernishópa.
  • Það er ekki ólíklegt, að menn óttist það - hvað gerist víðar þarna á svæðinu, ef menn heimilar einum hópi þ.e. í þessu tilviki Túaregum, að rísa upp og taka yfir stór svæði.
  • En mörg löndin í Afríku, eru sannkallaður óskapnaður - sem búinn var til þvers og kruss á þær þjóðir sem raunverulega búa þarna.
  • Ég get auðvitað ekki útilokað, að öfgasinnaðir íslamistar í al-Qaeda, hafi runnið á ástandið í Mali, en þeir virðast af því tagi, að þeir leitast við að taka þátt í slíkum vandræðum á svæðum þ.s. meirihlutinn er íslams trúar, hvar sem þau vandræði er að finna í heiminum.
  • En ég sé ekki endilega heldur ástæðu til þess að taka slíkum fullyrðingum sem öruggum sannleika.

Líklega verða Túaregarnir ívið fastari fyrir, ef sókt verður að þeim inn á þau svæði sem þeir hafa nú haldið í allnokkurn tíma.

En líklega hafa þeir haft tíma, til þess að koma sér upp víggirðingum - ásamt því að grafa sig niður.

---------------------

Kemur líklega í ljós nk. sumar, þegar Frakkar væntanlega verða búnir að safna því liði. Sem á að sækja og hrekja Túaregana á brott.

 

Niðurstaða

Túaregarnir lýstu yfir sjálfstæðu Azawad á sl. ári. Það er vel hugsanlegt. Að baki uppreisninni, standi raunverulegur draumur um "Túarega" ríki. En Túaregar eru ein af þjóðum Afríku. Sem búa í nokkrum löndum. En eiga ekki sitt eigið.

Líklega þó, er á meðal þeirra margir af þeim sem voru málaliðar fyrir Muammar Gaddhafi, þangað til að sá maður var hrakinn frá völdum í Lýbýu og fyrir rest myrtur fyrir utan bílinn sinn, eftir að bílalest hans hafði verið stöðvuð.

Ef kjarninn eru þeir málaliðar, þá fengu þeir auðvitað þjálfun af hálfu Gaddhafi á sínum tíma. Og líklega tókst þeim að flýja frá Lýbýu með vopnin. Sú þjálfun og vopn, hafa líklega gert þá miklu mun betri en ríkisher Mali.

Það kemur þá síðar í ljós, hvernig þeir standast snúning þeim Afríkuher, sem Frakkar ætla að safna. Hvort sem þ.e. raunverulega rétt, að þarna sé vaxandi hreiður fyrir al-Qaeda eða ekki. Var sennilega alltaf ljóst - - að slík uppreisn. Fengi aldrei að líðast.

En menn óttast ávallt, að Afríkuríkin liðist í sundur. Ef einn hópurinn, fær að rísa upp og mynda sítt þjóðríki. Þá opnist Pandóruboxið, og upp frá því verði ekki við neitt ráðið.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. janúar 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 869824

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband