Langt seilist Stefán nokkur Ólafsson í samanburði!

Ég hef séð eitt og annað frá mínum fyrra kennara í HÍ, en grein hans 61% Íslendinga eru aular – segir Viðskiptaráð verð ég að segja, að er gersamlega út úr korti. En hann setur þar fram öldungis fáránlegan samanburð á ummælum Romney frá því um daginn Full Secret Video of Private Romney Fundraiser sem margir Repúblikanar hafa meira að segja gagnrýnt Romney fyrir, og framsetningu Samtaka Atvinnulífsins á svokölluðum "Stuðningsstuðli Atvinnulífsins" - sjá einnig bls. 4 í VELFERÐARKERFIÐ BYGGIR Á ATVINNUREKSTRI.

 

Túlkun Stefáns er einfaldlega stórlega ýkt!

Það getið þið sjálf séð, sérstaklega ef þið lesið bls. 4 þ.s. er ívið lengri útskýring, sem setur fram nákvæmara samhengi.

  • "Árið 2010 stóð hver einstaklingur á almennum vinnumarkaði að baki 1,54 einstaklingi (fyrir utan sjálfan sig) sem studdur var með opinberu fé eða millifærslum. Þarna er um að ræða þá sem starfa hjá hinu opinbera, auk þeirra sem njóta stuðnings sameiginlegra sjóða, en það eru börn, lífeyrisþegar, öryrkjar og atvinnulausir. Eftir því sem stuðningsstuðull atvinnulífsins er hærri því fleirum stendur hver starfsmaður í einkageiranum undir, sem felur almennt í sér aukna skattbyrði. Til samanburðar þá stóð hver starfsmaður undir 1,29 einstaklingi árið 2007. Því hafa byrðar einkageirans aukist um tæp 20% frá árinu 2007."
  • "Í þessu sambandi er mikilvægt að leggja áherslu á að ýmis sú þjónusta sem veitt er af hálfu hins opinbera er verðmæt og mikilvæg fyrir samfélagið. Stuðningsstuðull atvinnulífsins og þeir útreikningar sem hann byggir á leggja hinsvegar ekki mat á slíkt mikilvægi þjónustu hins opinbera. Hér er aðeins bent á að eftir því sem stuðullinn er lægri því öflugra er hagkerfið og betur í stakk búið að tryggja hag og afkomu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda."

Þetta er alls ekkert sambærilegt við ummæli Romney, og í því felst engin ásökun að "Stuðningsstuðull" sé óhagstæðari í seinni tíð - - einfaldlega þ.s. þeir segja að þetta bendi til þess að atvinnulífið sé veikara um þessar mundir.

Í því felst engin sérstök ásökun heldur, sú ábending að atvinnulífið haldi uppi fj. manns sem starfar utan einkageirans - - það liggur alls ekki í því ásökunin "ómagar."

Þetta er einfaldlega sannleikurinn, að atvinnulífið heldur uppi öllum þeim sem njóta stuðnings sameiginlegra sjóða, hvort sem það eru börn eða þeir sem ekki geta unnið eða hafa ekki vinnu af margvíslegum ástæðum, auk þess að halda uppi öllum sem starfa á vegum þess opinbera.

Þetta er einfaldlega ábending - - sem þarf að hafa í huga.

Virkilega ákaflega neikvætt - að bera þessa greiningu við ummæli Romney.

Eins hófsöm og hún í reynd er.

 

Niðurstaða

Ég varð eiginlega hneykslaður á mínum gamla kennara fyrir ofangreindan pistil. Og þið getið séð hvernig ég brást við, því ég setti inn athugasemd. Þó ég væri mjög verulega hneyxlaður, eigi að síður svaraði ég eins hófsamt og mér var framast unnt.

 

Kv.


Hvers vegna eiga vesturlönd að vera þolinmóð við múslima?

Það hefur skapast áhugaverð umræða vegna færslu síðustu færslu minnar Hvers vegna er svo gaman að búa til skopmyndir af Múhameð? ég ætla því í framhaldinu að útskýra, af hverju ég er á þeirri skoðun, að það sé ekki skammsýn stefna, að sýna umburðarlyndi gagnvart Íslam, og múslímum innan Evrópu. Þvert á móti sé það, skynsöm og ekki síst - framsýn stefna.

En til þess að skilja af hverju svo er - þarf að teikna upp nægilega stóra mynd.

En fólk þarf að átta sig á því, að meginþungamiðja heimsins er að færast til Asíu.

Þar sem hún var áður fyrr - annað sem þarf að skilja, er að það er mjög mikill akkur í því fyrir Evrópu, og fyrir Bandaríkin, að tryggja friðsöm samskipti til framtíðar við heim múslíma.

Binda með öðrum orðum - varanlegan enda á þau stríð sem háð hafa verið með hléum milli vesturlanda og heims múslíma sl. 1000 ár eða þar um bil. 

Í kalda stríðinu, gátu Sovétríkin hagnýtt sér andúð Araba gagnvart vesturveldum.

En nú þegar Kína er vaxandi framtíðarveldi, væri vesturveldum mikill akkur í því, að komast hjá því, að Kína geti hugsanlega með sambærilegum hætti, notfært sér slæm samskipti milli ríkja múslima og vesturvelda - - sér til framdráttar; vesturveldum til tjóns.

 

Er unnt að endurskapa Miðjarðarhafsmenninguna?

Fyrir daga íslam, áður en þeir náðu undir sig N-Afríku. Hafði um árþúsundir svæðið meðfram Miðjarðarhafi allan hringinn, verið eitt samfellt menningarsvæði. Sannarlega voru þar töluð mörg tungumál. Ríki risu og hnigu. En allt svæðið var í verslunarviðskiptum hvert við annað, hugmyndir og þekking barst greiðlega um.

En þ.s. meira var, svæðið var einnig í verslunarviðskiptum við Indland og Kína. Sú verslun nær einnig aftur árþúsundir. Alla tíð aftur til þess tíma, er hin ævaforna Indusdalsmenning var og hét, með borgum eins og Harappa og Mohenjo Daro.

N-Evrópa var þá frumstætt ættbálkasvæði, ekki þau þróuðu þjóðríki sem til eru í dag. Menning sú sem til staðar var einskorðuð við svæðið við Miðjarðarhaf. Einungis eftir hrun Rómarveldis, fara ríki að byggjast upp í Evrópu norðanverðri.

Þegar V-rómverska ríkið hrundi á 5. öld, skömmu eftir að innrás Húna hafði verið hrundið, sem virðist hafa verið mjög eyðileggjandi. Virðist hafa átt sér stað mjög mikið samfélagslegt hrun.

Sú háþróaða menning sem rýkti í V-Evrópu undir Rómarveldi, leið undir lok. Fjöldi borga fór í eyði, eða þær minnkuðu mjög mikið. Flest ber vitni þess, að það hafi orðið "hrun í íbúafjölda."

Það virðist að hin kristna V-Evrópa hafi einangrast frá umheiminum - að hin fornu verslunartengsl hafi slitnað.

Sem er áhugavert, er að konungar á fyrri hluta miðalda, ólíkt keisurum Rómarveldis eða konungum hinnar fornu Miðjarðarhafs menningar, völdu oftast nær ekki að hafa sitt aðsetur innan borga.

Sbr. að konungar Frakklands, komu sér fyrir utan við París - ólíkt fornu ríkjunum, virðist að menn hafi lítt lagt áherslu á að byggja upp borgir, setja upp glæsilegar byggingar o.s.frv.

Áhugavert, að einna helst var það Kirkjan, sem viðhélt byggingalyst - sem varðveitti þá litlu þekkingu sem ekki glataðist. Meðan höfðingjarnir, virtust einungis hafa áhuga á styrrjöldum.

Á fyrri hluta miðalda, var það meira að segja algengt - að aðalsmenn jafnvel konungar, væru ólæsir og óskrifandi.

Sýnir hið algera hrap í menntunarstigi.

Evrópa var nánast orðin að barbarýi.

Það eiginlega sýnir atburðarás sú sem átti sér stað - þegar fyrsta svokallaða "krossferðin" á sér stað, að evr. barbararnir þeir brenndu og myrtu íbúa þeirra borga er þeir tóku, t.d. íbúa Jerúsalem.

Þetta sennilega sýnir glöggt, hve lágt það menningarstig var - sem Evrópa hafði sokkið í.

Eins ljótir og þeir atburðir voru, hafði þó fyrsta krossferðin mjög mikilvæg áhrif innan Evrópu, þ.e. V-Evr.

En með því að taka það svæði sem kallað er á íslensku "botn miðjarðarhafs" á ensku "the Levant." 

Þá komst Evrópa aftur í samband við fornu verslunarleiðirnar!

Þó svo að Evrópumenn hafi ekki ráðið því svæði mjög lengi, þá rofnuðu þau viðskiptatengsl ekki - fyrr en Tyrkir tóku það svæði á fyrri hluta 15. aldar.

Það sem gerðist hafði gríðarleg áhrif á Evrópu, því með þessari opnun verslunarleiðanna á nýjan leik, komst Evrópa aftur í tengsl við þann þekkingarheim er var til staðar utan við Evrópu. 

Á þessum tíma - barst þekking á pappír til Evrópu, púðrið barst einnig, en ekki síst vind- og vatnsmyllur bárust einnig frá Kína til Evrópu.

Þetta leiddi til algerrar byltingar í atvinnuháttum, menningarstigi - og auð.

Skv. rannsóknum fornleyfafræðinga - virðist sem að samfelldur efnahagsuppgangur hafi í kjölfar 1. krossferðarinnar hafist í V-Evrópu, sem náði hámarki í "endurreisnartímabilinu á Ítalíu á 15. öld.

Þetta leiddi einnig til mikils auð í löndunum við botn Miðjarðarhafs, því þau voru aðal millimennirnir í viðskiptum Evrópu við Kína og Indland. 

Það var stöðugur stígandi í þessu fram undir cirka 1430-1440. Þegar það virðist að kreppa skelli á, en þetta sést m.a. á farmskrám skipa þ.e. magni fluttu, einnig á því að meðalstærð flutningaskipa virðist fara niður - sterk vísbending um efnahagslega niðursveiflu.

Siglingar Portúgala! Grænt sýnir yfirráð Portúgala í tíð John III 1520-1557.

Ástæða - efling Tyrkjaveldis. Sem virðist hafa lagt á svo háan skatt á þessa verslun, að það framkallaði efnahagslega hnignun.

Þetta er líka algerlega klassískt dæmi um afleiðingar of skattlagningar, því í kjölfarið hófst siglingaútrás Evrópu, og cirka 60 árum síðar voru Evrópumenn komnir til Indlands, með því að sigla utan um Afríku.

Fyrir bragðið, þá hrundi verslun múslima á Indlandshafi - sem þeir höfðu þá stjórnað um nokkurra alda skeið, og Tyrkland missti marga spóna úr sínum aski.

  • Punkturinn er sá, að þrátt fyrir skömm yfirráð yfir botni Miðjarðarhafs, þá viðhéldust viðskiptin samt í um tvær aldir til viðbótar, þannig að kaupmenn múslíma sáu um að vera millimenn.
  • Evrópa vandist því, að fá vörur frá Eyjum v. Indlandshaf "svokölluðum kryddeyjum," postulín og silki frá Kína, og margvíslegan varning frá Indlandi.
  • Þessi viðskipti virðast það tímabil hafa gengið árekstralítið.
Þetta er í reynd dæmi um friðsamleg samskipti milli heims múslima og Evrópu, sem oft á fyrri öldum virtist meir undantekning en regla.
  • Síðan er viðbótar-punktur sá, að þetta tímabil í kjölfar fyrstu krossferðarinnar, markar hið raunverulega upphaf á upprisu Evrópu.
  • Engin leið að útskýra þann kraft sem síðar var til staðar á 16. öld, án þess að hafa í huga þær miklu breytingar, og framþróun sem þeim fylgdi innan Evrópu - í kjölfar þess að Evrópa komst aftur í tengsl við Indland og Kína.

Botn Miðjarðarhafs var á þessum tíma auðugt svæði - og það svæði getur vel orðið það aftur.

Í samhengi verslunar og viðskipta innan Miðjarðarhafs, og í framhaldinu viðskipti við Indlandshafssvæðið og SA-Asíu, eru lönd í S-Evrópu mjög miðlæg svæði, t.d. þá er Grikkland ekki afskekkt land, heldur nærri hringiðunni. Þess vegna var það rýkt áður fyrr.

Ef tekst að skapa sæmilega lýðfrjáls samfélög í N-Afríku, og í öðrum löndum múslíma við Miðjarðarhaf, og í framhaldinu skapa uppbyggingu atvinnulífs.

Er það ekki absúrd, að Miðjarðarhafssvæðið geti risið upp á ný.

 

Ekki er víst að arabíska vorið 2011 leiði til lýðræðisbyltingar!

Aðstæður eftir hrun nokkurra einræðisstjórna eru enn á flökti þ.e. "fluid." Möguleikinn á valdatöku ofsatrúar-afla er til staðar. En ekki útkoma sem er öruggt að muni eiga sér stað.

Í því viðkvæma andrúmslofti, væri það einkar ósnjallt ef Evrópa og vesturlönd, færu að beita sér gegn aðflutningi múslíma til Evrópu og Bandar.

En það væri gríðarlega hagstætt fyrir framtíðina, ef lýðræði myndi ná að skjóta rótum.

Og ef, í kjölfarið tekst að koma af stað, uppbyggingu atvinnulífs.

Á þeirri stundu, sem enn eru vonir um hagstæða útkomu, um hugsanlegt framhald af friðsömum samskiptum, og áfram batnandi. 

Væri mjög ósnjallt, að grípa til ráðstafana, sem myndu skapa reiði og úlfúð meðal íbúa múslima landanna við Miðjarðarhaf, nýja andúð gagnvart Evrópu og Bandar.

Atvinnu-uppbygging myndi að sjálfsögðu smám saman stöðva aðflutning frá Suðri. Síðan er annað vert að muna, að þeir sem hafa sest að í Evrópu, þeir hafa samskipti við sitt fólk í sínu fyrra heimalandi, svipað og svokallaðir V-Íslendingar skiptu miklu máli á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar, þá er líklegt að þegar atvinnu-uppbygging myndi fara af stað, þá myndu þeir sem hafa lært innan Evrópu margir hverjir snúa til baka til síns heimalands, og gerast þar frumkvöðlar.

Það er nefnilega svo, að ein leið til þess að hópur læri nýja syði, er einmitt að setjast að í öðru landi, og flytjast síðan til baka. Auðvitað myndi bara hluti það gera, áfram yrðu múslímar til staðar í Evrópu.

En í gegnum þessa innflytjendur, berast menningaráhrif til baka, innflytjendurnir einnig þekkja á það hvernig lýðræðið í Evrópu virkar, og geta síðan flutt þá þekkingu aftur til baka til síns fyrra heimalands.

Slík uppbygging múslímaheimsins, myndi styrkja mjög svæðið í heild þ.e. ef maður slær saman Evrópu og svæðinu hringinn í kringum Miðjarðarhafið, og efla vægi þess sem heild - í samkeppni við Asíu.

Þegar Asía var sterk áður fyrr, var Miðjarðarhafssvæðið oft einnig öflug miðja, það getur vel gerst aftur.

 

Niðurstaða

Við (vesturlönd) eigum að horfa til þess langtímasjónarmiðs, að ná fram varanlegum friði við múslimaheiminn við Miðjarðarhaf, þannig að Miðjarðarhaf geti aftur tekið upp sitt forna hlutverk að vera verslunar- og mennningarmiðja. 

Það myndi vera mjög sterkur leikur til framtíðar, þegar Asía verður aftur orðin öflug eins og hún áður var, þá geti hugsanlega í sameiningu Evrópa og sú vagga sem siðmenning okkar spratt úr, verið öflugt mótvægi.

-----------------

Bandaríkin myndu alls ekki tapa á því, þ.s. ef friður næst með þessum hætti, væru bandar. fyrirtæki mjög líkleg að finna leiðir til að græða á þeim uppgangi sem myndi skapast.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. september 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 869834

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband